Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 1
i Þriðjudagur 11. nóvember 1986 257. tölublað 51. órgangur Alþýðubandalagið Vill nýja jafnaðarsQóm Samstjórn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista raunhœfur möguleiki að loknum kosningum. Forgangsverkefni: góðœrið tilfólksins. 35 þúsund króna lágmarkslaun. ÞjóðhagsáœtlunAB lögðfram Ný jafnaðarstjórn Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista er raunhæfur mögu- leiki að loknum næstu kosning- um, segir í sögulegri ályktun frá aðalfundi miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins sem haldinn var nú um helgina. Forgangsverkefni slíkrar ríkisstjórnar yrði að lág- launafólk fái að rýóta góðærisins, að sögn Kristínar Á. Olafsdóttur, og í kjaramálum yrði meginvið- fangsefnið að tryggja að allir hefðu að minnsta kosti 35-45 þús- und krónur á mánuði. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi með forystumönnum AB í gær. Að sögn Svavars Gestssonar voru þrír þættir merkilegastir í niðurstöðum fundarins. „Við lögðum fram mjög ítarlegt plagg um efnahags- og atvinnumál, eins konar þjóðhagsáætlun Alþýðu- bandalagsins, þar sem sýnt er ótvírætt að það er hægt að bæta kjörin mjög verulega, og flytja þannig góðærið til fólksins. í ann- an stað var sett fram áfangaáætl- un um brottför hersins. En hið merkasta í samþykkt fundarins varsú ályktunhans, að nýjafnað- arstjórn, þar sem Alþýðubanda- lagið, Alþýðuflokkur og Kvenna- listi sameinuðust um ríkisstjórn, væri raunhæfur möguleiki". Ólafur Ragnar Grímsson, frambjóðandi í Reykjanesi, kvað stjórnmálaályktunina mjög óvenjulega að því leyti, að þetta Sea Shephard Fóm til Luxembunj Steingrímur Hermanns- son: Bandaríkjamaður og Breti undirgrun. Lík- legafariðfram áframsal Tveir útlendingar, Bandarikja- maður og Breti, sem taldir eru hafa verið viðriðnir skemmdar- verkin á eigum Hvals h.f. um helgina, fóru með Flugleiðavél til Luxemborgar snemma á sunnu- dagsmorguninn, að sögn Stein- gríms Hermannssonar forsætis- ráðherra, sem jafnframt gegnir embætti dómsmálaráðherra í fjarveru Jóns Helgasonar. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans fengu íslensk yfirvöld ábendingu um tengsl þessara tveggja manna við Sea Shephard samtökin, sem hafa lýst skemmd- arverkunum á hendur sér, frá Færeyjum fyrir milligöngu Int- erpol. Nöfn mannanna voru ekki látin uppi í gær, en Steingrímur sagði ljóst að athugað yrði með kröfu um framsal þeirra. Reyndar hefur verið haft sam- band við nokkur ríki, bæði vestan hafs og austan til þess að leita upplýsinga, að sögn Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. -Ál/gg væri í fyrsta sinni í áratugi sem flokkur setti fram valkost um nýja ríkisstjórn fyrir kosningar, þannig að þjóðin hefði skýrt val. Ragnar Arnalds tók undir orð fé- laga sinna um nauðsyn nýrrar jafnaðarstjórnar, en tók fram að fleiri möguleikum væri haldið opnum, hefðu önnur félags- Samtökin munu láta til skarar skríða á ný, sagði Paul Wat- son formaður Sea Shephard sam- takanna í samtali við Þjóðviljann í gær, en samtökin hafa gengist við skemmdarverkum á eigum Hvals h.f. bæði í Reykjavíkur- höfn og í Hvalfirði. Watson sagðist ánægður með verkin sem unnin hafa verið. „Við höfum skaðað efnahag fyrirtækisins sem stendur að baki hvalveiðunum og náð heimsat- hygli,“ sagði Watson. Hann sagði jafnframt að mennirnir sem stað- ið hefðu að skemmdarverkunum væru komnir til lands sem myndi ekki framselja þá. Watson var harðorður í garð íslendinga í gær. Hann sagði hvalveiðar þeirra glæpsamlegar og sagðist hæstá- nægður ef samtökin yrðu lögsótt fyrir athæfi sitt á íslandi. Grænfriðungar hafa hins vegar hyggjuöfl áhuga á samstarfi við þá þrjá sem fyrr voru taldir. Skilyrði AB fyrir þátttöku í slíkri stjórn voru samþykkt í á- lyktuninni, sem er birt í heild í miðopnu, sem og meginverkefni nýrrar jafnaðarstjórnar. Mjög merkar tillögur um hús- næðismál voru samþykktar, þar fordæmt aðgerðir Sea Shephard og telja að þeir hafi skaðað mál- stað hvalfriðunarsinna. Jakob Lagerkranz, talsmaður Green- peace, sagði í samtali við biaðið í gær að samtökin myndu halda baráttunni gegn hvalveiðum áfram, en myndu ekki beita of- beldi í þeim tilgangi. Rannsóknarlögregla ríkisins og dómsmálaráðuneytið vinna að rannsókn málsins. Vitað er að Bandaríkjamaður og Breti, sem tengjast Sea Shephard, fóru frá íslandi á sunnudagsmorguninn, skömmu eftir að skemmdarverk- in voru unnin. Steingrímur Her- mannsson sagði í samtali við blaðið í gær að athugað yrði með kröfu um framsal mannanna en ekki hefur enn komið til þess. Ríkisstjórnin fær í dag skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu um við- brögð löggæslunnar við skemmd- sem lögð er áhersla á stóraukið framboð á leiguhúsnæði og að al- mannafélög, til dæmis búsetu- réttarfélög, annist rekstur þess. Spurt var á fundinum hvort kafla um kjaramál bæri að túlka sem árás á verkalýðshreyfinguna. „Nei“, svaraði Svavar Gestsson, arverkunum. Steingrímur sagðist í gær vera óánægður með hvernig brugðist hefði verið við af hálfu lögregl- unnar og sagði: „Manni hlýtur að detta handvömm í hug.“ „Aðkoman var ljót,“ sagði Helgi Jónsson verkstjóri hjá Hval h.f. í samtali við Þjóðviljann í gær, en hann kom fyrstur í hval- stöðina í Hvalfirði eftir að þar „þeir eru gagnrýni á það launa- kerfi sem við búum við“. -ÖS/m Sjá forysturgrein og opnu hafði verið unnið gífurlegt tjón á tækja- og tölvubúnaði. Helgi sagðist telja að tjónið næmi milj- ónum króna. Paul Watson hefur lýst yfir því að samtök hans hafi staðið að verkunum í Hvalfirði, en eins víst er talið að þar hafi verið um íslendinga að ræða. -vd/gg/ÁI Sjá síðu 3 Moskva Molotofflátinn Molotoff, fyrrverandi forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, lést á laugardaginn. Molotoff var 96 ára að aldri. Yfirvöld í Sovétríkjunum segja að Molotoff hafi átt við langvar- andi veikindi að stríða áður en hann lést. Molotoff var á sínum tíma forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna í stjórnartíð Jósefs Stalín. -gg/Reuter s§p », N - i Paul Watson segir að Sea Shephard muni láta til skarar skríða á ný á islandi. Svona var aðkoman í Reykjavíkurhöfn á sunnudagsmorguninn eftir að menn hans höfðu athafnað sig þar. Einnig er talið að þeir hafi unnið miljónatjón á eigum Hvals h.f. í Hvalfirði. Mynd E.ÓI. Sea Shephard Við emm ekki hættir Sea Shephard gengst við skemmdarverkunum. Grœnfriðungar fordæma aðgerðirþeirra harðlega. Steingrímur Hermannsson óánœgður með viðbrögð lögreglu. Helgi Jónsson verkstjóri í hvalstöðinni: Miljónatjón

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.