Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 8
Stjómmálaályktun aðalfundar miðstjómar AB F Vinsælasti leikritahöfundur þjóöarinnar um þessar mundir, Ragnar|Amalds, að ræða stjórnmál og listir við Jón Hannesson. í forgrunni Hægra megin borðsins er Hafnarfjarðardeildin kampakát, enda Ólafur|Ragnar frambjóðandi Reyknesinga í ræðustól. T.h með prjóna eru myndarinnar er Nanna Rögnvaldsdóttir, úr stjórn ABR. Fyrir aftan ertiuövaröur Kjartansson, en svo sKemmtilega vill til aö hann er sonar- Sigurbjörg Sveinsdóttir og Þorbjörg Samúelsdóttir ásamt Geir þingmanni. Handan borðs glittir i Gunnlaug Haraldsson tra Akranesi og sonur Sigurðar skurðs, sem kemur mjög við sögu Uppreisnarinnar á isafirði. Mynd E.ÓI. hlæjandi við hlið hans er Haraldur Bjarnason, ritstjóri Austurlands. Mynd E.ÓI. Stórhug og nýja sókn íslendingar eru nú á tíma- mótum. Aukinn sjávarafli, hærra afurðaverð og minni olíukostn- aður hafa skapað góðæri, sem unnt væri að nýta öllum til heilla. Athygli heimsins hefur beinst að íslandi sem nýjum griðastað, fög- ru og friðsælu landi á norðurslóð- um; heimsviðburður hefur opnað nýja möguleika til að efla farsæld í landinu og styrkja framlag ís- lendinga til friðar og sátta í heiminum. Nú er þörf á stórhug og nýrri sókn. Alþýðubandalagið telur að meginverkefnið sé að sameina þjóðina um jákvæða stefnu jafn- aðar, framfara og friðar. Það verður ekki gert undir forystu þeirra sem hafa byggt stjórnar- stefnuna á kjararáni, félagslegu misrétti, byggðaröskun og land- flótta-stjórnmálaflokka sem hafa vígbúnaðarstefnu að leiðarljósi með útþenslu hersetunnar sem nú nær til allra landsfjórðunga. Hér þarf því nýja ríkisstjórn sem hefur raunverulega jafnað- arstefnu að leiðarljósi. Megin- verkefni hennar yrði að útrýma fátækt, jafna og bæta lífskjörin, móta nýja sókn í atvinnumálum hafa frumkvæði að nýrri byggð- astefnu og beita sér undir merki sjálfstæðrar utanríkisstefnu á al- þjóðavettvangi fyrir afvopnun og endalokum vígbúnaðarkapp- hlaupsins. í slíkri ríkisstjórn hlýtur Al- þýðubandalagið að verða burð- arásinn, forystuafl allra þeirra, sem í raun vilja hefja til vegs á íslandi nýja jafnaðarstjórn gegn ójafnaðarstjórn liðinna ára. í komandi kosningabaráttu mun Alþýðubandalagið safna liði til stuðnings málefnum þar sem þetta eru aðalatriði: 1. Kjarajöfnun með nýjum hlutaskiptum í þjóðfélaginu. Markmiðið er: Aukinn réttur kvenna, hærri kaupmáttur kauptaxta - eins og 1982 - og tilfærsla kaupauka og yfir- borgana. 2. Áætlun ríkisvalds, verkalýðs- hreyfingar og atvinnurekenda um raunverulega styttingu vin- nutímans. 3. Jöfnun búsetuskilyrða, vald- dreifing og ný byggðastefna. Markmið: Stöðva byggðaflótt- ann. 4. Barátta gegn hersetu og nýjum vígbúnaðarkröfum NATO. Markmið: Brottför hersins og friðlýst land. 5. Ný sókn í atvinnulífinu án frek- ari íhlutunar erlends fjár- magns, en með aukinni áherslu á rannsóknir, þróunar- starfsemi og nýsköpun. 6. Bætt staða atvinnuveganna: Sjávarútvegs með nýju og samræmdu skipulagi veiða og vinnslu og betri kjörum fisk- vinnslufólks. Landbúnaðar með heiðarlegum samningum ríkisvalds og bænda til langs tíma um lífskjör bænda og búa- liðs: Iðnaðar með átaki til að auka vöruvöndun og hlutdeild á heimamarkaði. 7. Nýtt skattakerfi til þess að verja samneysluna með til- færslu skatta af einstaklingun- um til fyrirtækja. 8. Samfelldu húsnæðsikerfl eignaríbúða, félagslegra íbúða og leiguhúsnæðis. 9. Jöfnun og samræmingu líf- eyrisréttinda fyrir alla lands- menn og raunhækkun elli- og örorkulífeyris. 10. Auðlindastefna og umhverfis- vernd verði grundvöllur stefnunnar í efnahags- og at- vinnumálum. Þessi meginatriði mun Alþýðu- bandalagið leggja til grundvallar í kosningabaráttunni og þau mynda óhjákvæmilegar forsend- ur af hálfu flokksins fyrir nýrri stjórn. Sigur Alþýðubandalags- ins í kosningunum er eina leiðin til að knýja fram þær grundvallar- breytingar sem hér hafa verið taldar upp. Hvað gerist eftir kosningar? Eftir næstu alþingiskosningar koma fjórar gerðir ríkisstjóma helst til greina - þrjár þeirra í hefðbundnum stíl en sú fjórða nýrrar tegundar: 1. Óbreytt ríkisstjóm Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. 2. Endurvakning gömlu Við- reisnarstjómar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. 3. Hefðbundin vinstri stjóm Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. 4. Jafnaðarstjóm Alþýðubanda- lags, Álþýðuflokks og Kvennalista. Framsóknarflokkurinn mun kjósa áframhaldandi íhaldssam- vinnu nema sigur Alþýðubanda- lagsins knýi hann til samvinnu við félagshyggjuöflin. Innan Alþýð- uflokksins gæla margir við gamla viðreisnardrauma og hafna þann- ig nýrri jafnaðarstjóm sem felst í því að taka nú höndum saman við Alþýðubandalagið og Kvenna- listann um nýjan kost í íslenskum stjórnmálum. Óbreytt stjórn? Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hóf feril sinn með því að skerða kaupmáttinn um þriðjung og viðrar sífellt nýjar hugmyndir um aðför að velferðarþjónustu við almenning. Hún hefur gert víg- búnaðarframkvæmdir í þremur landfjórðungum að viðamestu verktakaumsvifum kjörtímabils- ins. Slík ríkisstjórn hvorki vill né getur nýtt góðærið til að jafna lífskjörin og hún er of rígbundin hugarheimi hernaðarbandalags- ins NATO til að vera á alþjóða- vettvangi trúverðugur fulltrúi ís- lands sem griðastaðar sátta, friðar og afvopnunar. Á undanförnum mánuðum hafa aukist líkurnar á því að Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn ætli að vera áfram í ríkisstjórn ef þeir halda þing- meirihluta sínum í næstu kosn- ingum. Þá ætlar Sjálfstæðisflokk- urinn að hleypa hinni hörðu markaðshyggju lausri, gera frjálshyggjukredduna að leiðar- ljósi í aðför að velferðarsamfé- laginu og festa hana í sessi sem grundvöll efnahagsstjórnarinnar. Reynslan sýnir að Framsóknarf- lokkurinn hefur hvorki kraft né vilja til að standa gegn slíkum áformum. Hann hefur of lengi kosið sér hlutskipti hægra megin við miðju og gengið í lið með íhaldinu í aðför að kaupmætti launafólks og að lífskjörum í hin- um dreifðu byggðum. Hann hef- ur horfið frá andófi við hernámið og þess í stað haft forystu um aukinn vígbúnað í landinu. Félagshyggjufólk sem fylgt hefur Framsóknarflokknum á að- eins um eina leið að velja ef það vill efla hér samvinnu og félags- hyggju. þ.e. að styðja Alþýðu- bandalagið. Möguleiki nýrrar jafnaðarstjórnar Nú blasa við skýrir kostir. Annars vegar ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks þar sem Framsókn- arflokkur eða Alþýðuflokkur yrðu í aðstoðarhlutverkum. Hins vegar ríkisstjórn án Sjálfstæðis- flokksins, þar sem stefna jafnað- ar og félagshyggju yrðu lögð til grundvallar. Árið 1971 fékk stjórnarand- staðan - Alþýðubandalag, Fram- sóknarflokkur og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna - hreinan meirihluta í alþingiskosningun- um. Þá urðu straumhvörf í kjar- amálum, atvinnuuppbyggingu, félaglegri þjónustu og meðferð utanríkismála. Slíkt getur gerst á ný- Árið 1978 skorti aðeins 3 þing- menn til að Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn fengju meiri- hluta á Alþingi. Að lokum næstu alþingiskosningum gætu þessir tveir flokkar á ný ásamt Kvenna- listanum myndað ríkisstjórn án þess að hafa Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn með. Þessi möguleiki gæti orðið að veruleika. Það fólk sem nú styður Alþýð- uflokkinn þarf að skoða hug sinn til drauma forystumanna flokks- ins um nýja viðreisnarstjóm með Sjálfstæðisflokknum. Með slíkri stjórn væri verið að fara aldar- fjórðung aftur í tímann. Stuðningsmenn Kvennalistans þurfa að taka höndum saman við stjórnmálahreyfingar launafólks um að skapa á íslandi samfélag þar sem raunverulegur jöfnuður ríki milli karla og kvenna. En forsenda þess að slík straumhvörf geti orðið í íslensk- um stjórnmálum er að Alþýðu- bandlagið vinni stórsigur í næstu kosningum. Stefnugrundvöllur Aðalfundur miðstjórnar Al- þýðubandalagsins telur að meg- inviðfangsefni ríkisstjórnar sem starfar á grundvelli jafnaðar- og félagshyggju eigi að vera: - Jöfnun launa og trygging mannsæmandi lífskjara. - Breytt stefna í atvinnu- og fé- lagsmálum sem stöðvi flótta fólks og fjármagns af lands- byggðinni. - Húsnæðiskerfi er tryggi öllum landsmönnum rétt til húsnæðis á viðráðanlegum kjörum. - Réttlátt og tekjujafnandi skatt- akerfi. - Afkomuöryggi, aukin velferð fjölskyldunnar og minna vinn- uálag. - Ný sókn í atvinnumálum og opnun nýrra leiða til gjaldeyris- sköpunar. - Aukin sjálfstjórn byggðanna og víðtækari ráðstöfun verð- mæta í heimahéraði. - Ný sókn í mennta- og menning- armálum. - Aukið lýðræði og valddreifing. - Afvopnun og friðarbarátta. Helstu verkefni nýrrar stjórnar 1. Kjaramál. Það er forgangsverkefni að lág- launafólk fái að njóta góðærisins. Ójöfnuður hefur aukist mikið síðustu misseri og kjör þess fólks sem býr við lægstu taxta er óþol- andi. I kjaramálum er meginvið- fangsefnið að tryggja að allir hafi a.m.k. 35.000-45.000 króna laun á mánuði. Draga þarf úr þeirri vinnuþrælkun sem ríkir í mörgum greinum og koma á þeirri skipan á næstu árum.að dagvinna nægi til sómasamlegra lífskjara. Jafn- framt því verði framkvæmt nauðsynlegt endurmat á hefð- bundnum kvennastörfum. Lægstu taxta verður að afnema og gjörbylta verður launakerfun- um á þann hátt að í kaupauka- kerfum verði hlutur fastra launa aukinn og taxtakaupið fært að hinu raunverulega greidda kaupi. Fyrirtækin hafa sýnt í reynd að þau geta borgað meira en kveðið er á um í kauptöxtunum. Þess vegna á að hækka launaákvæði samninganna í samræmi við það sem gerist í reynd. Feluleikir og einkapot í launamálum verða til lengdar aðeins til að sundra launafólki og styrkja atvinnurek- endur. Samstöðu verður að ná um launajöfnun og þeir sem síð- ustu misseri hafa náð fram launa- hækkunum umfram aðra með launaskriði og sérsamningum verða að beita styrk sínum til stuðnings lágtekjuhópunum. Kaupmátt elli- og örorkulíf- eyrisþega verður að hækka til samræmis við raunverulega hækkun launa en ekki aðeins kauptaxta. 2. Húsnæðismál Endurskoðun húsnæðiskerfis- ins verði hraðað með nýsköpun og eflingu hins félagslega þáttar húsnæðiskerfisins að leiðarljósi. Leiguhúsnæði og búseturéttar- íbúðir verði raunhæfur kostur fyrir íslenskt launafólk. Lánskjör til mismunandi hús- næðiskosta verði með þeim hætti að til lengri tíma litið leiði ein- stakir valkostir ekki til efnahags- legra forréttinda. Almenn lán til séreignarhúsnæðis verði sveigj- anleg þannig að greiðslubyrðin verði breytileg eftir fjölskyldui- tekjum. Það er forgangsverkefni að stöðva það færiband nauðungar- uppboða, sem fráfarandi ríkis- stjóm skilur eftir sig. Lögbinda verður árlegt greiðsluhámark fyrir þær fjölskyldur sem nú era í sáram eftir kjaraskerðingu, vaxtaokur og ranga byggðastefnu á liðnum kjörtímabili. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar í þeim byggðarlögum þar sem verðhran hefur orðið á íbúðarhúsnæði. 3. Skattakerfi Skattakerfinu verði breytt til að tryggja að allir leggi af mörk- um til sameiginlegra þarfa lands- manna. Skattleysi eignamanna, hátekjufólks og gróðafyrirtækja í gegnum háþróað net frádráttar- liða og sérreglna verði afnumið. Tekjuskattskerfið verði einfald- að bæði að því er varðar framtöl og skattlagningu. Frádráttar- heimildum fyrirtækja og einstak- linga í rekstri verði fækkað. Skattfrelsismörk einstaklinga verði hækkuð veralega. með þessu móti yrði skattbyrði al- menns launafólks minnkuð en skattar fyrirtækja auknir. Komið verði á stighækkandi stóreigna- skatti. Tekið verði upp stað- greiðslukerfi skatta. Skattaeftir- lit verði hert. Viðurlög við skatt- svikum verði látin bíta í raun. Settur verði upp skattadómstóll og fyrirtæki og einstaklingar í einkarekstri sem verða uppvísir að skattsvikum missi rekstrar- leyfin. 4. Lífskjör og félagsleg þjónusta Snúa verður við þeirri þróun að vinnuþrældómur, léleg kjör og niðurskurður á félagslegri þjón- ustu hindri samvistir foreldra og barna og komi í veg fyrir að allir, ungir og aldnir geti búið við ör- yggi og gefið sér tíma til ánægju- legra samvista. Þjóðfélag sem ekki viðurkennir í verki mikil- vægi fjölskyldunnar, þrengir svo að kjörum fólks að samverust- undir fjölskyldunnar verða fáar og stopular er samfélag hörku og þrældóms. Það er sjálfsagður réttur bæði karla og kvenna að geta jöfnum höndum sinnt fjöl- skyldu sinni og tekið þátt í atvinnu- og félagsstörfum utan heimilis. Börnin líða fyrir vinnuá- lag foreldra og vegið er að þeim þáttum samneyslu og félagslegrar þjónustu, sem eru foreldrum nauðsynlegur stuðningur við uppeldi og umönnum barna. Framlög til dagvista eru stórlega skert, skólar margsetnir og ekki unnt að veita börnum þar að- hlynningu og athvarf. Þessari háskalegu stefnu verður að hnekkja. Auður framtíðarinnar felst í hamingju barnanna. Á undanförnum áram hefur ítrekað verið þrengt að heilbrigð- isþjónustu, heilsugæslu og að- búnaði við aldraða og öryrkja. í krafti markaðskreddunnar bíða íhaldsöflin eftir nýjum tækifær- um til að skerða enn frekar vel- ferðarþjónustu við almenning og gera hana að gróðalind fyrir einkaframtakið. ísland stendur nú þegar að baki nágrannalönd- unum á sviði samneyslu og opin- berrar þjónustu. Það er því brýnt verkefni að standa vörð um vel- ferðarkerfið í landinu og efla enn frekar heilsugæslu og heilbrigðis- þjónustu. Opinber þjónusta er hluti af velferð hverrar fjölskyldu og þjóðarinnar í heild. Varað er við áróðri gegn samneyslu um illa reknar og allt of dýrar þjónustu- stofnanir. Hann beinist að þeim sem síst skyldi: starfsmönnum en ekki þunglamalegu og miðstýrðu stjórnkerfi. Valddreifing, aukið fjárhaglegt sjálfstæði og samá- byrgð eru markmiðin en ekki einkaskólar og einkasjúkrahús þar sem þjónustan fer eftir fjár- hag neytandans. 5. Ný sókn í atvinnulífi Megininntak nýrrar sóknar í atvinnumálum er skynsamleg nýting auðlinda lands og sjávar. Treysta þarf undirstöður hefð- bundinna atvinugreina og hag- nýta jafnframt þá miklu mögu- leika sem fyrr hendi era í nýjum greinum. Alþýðubandalagið mun á næstu mánuðum kynna ítarlegar tillögur um efnahagsstefnu og nýja sókn í atvinnumálum. Þær miðast við að auka þjóðartekjur á mann, hækka laun og bæta lífs- kjör án aukinnar verðbólgu og óstöðugleika í efnahagslífinu. Þetta á að gerast með aukinni verðmætasköpun hvers vinnandi manns í hefðbundnum atvinnu- greinum, þróun nýrra greina sem staðið geta undir háum launum og með samræmdri beitingu hag- stjórnartækja hins opinbera. Ný sókn í atvinnulífinu byggist m.a. á eftirfarandi þáttum: - íslenskur sjávarútvegur hef- ur nú meiri möguleika en nokkra sinni fyrr til að skila lands- mönnum auði, m.a. vegna aukinnar eftirspurnar eftir holl- ustufæði í hinum þróuðu löndum. - íslenskur iðnaður getur unn- ið gæðavöru sess á alþjóðlegum mörkuðum, ef samstarf og stór- hugur koma í stað tilviljunar- kenndrarsamkeppni og dreifingar kraftanna. - íslenskur landbúnaður getur með nýju skipulagi og breyttum söluháttum lagt grundvöll að þáttaskilum, er tryggi bændum góða fjárhagslega afkomu, neytendum lægra verð og nýtir landkosti með skynsamlegum hætti. - íslenskt hugvit og atorku má nota til að þróa nýjar hátækni- greinar. Þekkingu íslendinga í út- gerð, fiskvinnslu og orkubúskap má hagnýta til sóknar í fram- leiðslu og sölu á búnaði og tækja- þekkingu til útlanda. - Nýta þarf þá möguleika til ferðaþjónustu, gjaldeyrissköp- unar og útflutnings, sem aukin landkynning hefur í för með sér. Höfuðmarkmið og grund- völlur efnahags- og atvinnustefn- unnar er velferð fólksins sjálfs og verndun umhverfis þess. 6. Ný byggðastefna Ný byggðastefna verður að grundvallast á aukinni sjálfstjórn héraðanna og rétti þeirra til að ráðstafa í ríkara mæli þeim auðæfum sem sköpuð eru heima í byggðarlögunum. Koma verður rekstrarstöðu frumvinnslu- greina, sjávarútvegs og landbún- aðar í það horf að þessir burðar- ásar atvinnulífs á landsbyggðinni hafi forsendur til endurnýjunar og þróunar. Hverfa verður frá þeirri sveltistefnu sem nú ríkir í fjárveitingum til undirstöðufram- kvæmda ríkis og sveitarfélaga. Sérstaka áherslu verður að leggja á að tryggja landsbyggðinni aukinn hlut í þjónustugreinum í atvinnulífi og opinberum rektsri. Á þennan hátt yrði endi bundinn á fólksflótta og fjármagnsstreymi af landsbyggðinni. Jafnframt þarf að fela heimamönnum fram- kvæði að áætlanagerð um upp- byggingu og nýsköpun í atvinnu- lífinu. 7. Menning og menntun Menntun er í senn mannréttindi og forsenda fram- fara. Skapandi menning er grundvallarþáttur í sjálfstæði þjóðarinnar. Á undanförnum árum hefur verið kreppt að menntakerfinu með margvís- legum hætti. Dregið hefur verið úr fjárveitingum til menntamála, kjör kennara hafa verið skert og aðför er nú gerð að lánakerfi námsmanna. Þessari öfugþróun verður að snúa við. Þjóð sem ekki setur menntun og uppeldi í öndvegi er að þrengja þróunar- kosti framtíðarinnar. Jöfnun á aðstöðu til náms með tilliti til bú- setu og efnahags er brýnni en nokkru sinni fyrr. Þjóð sem ekki leggur rækt við menningu sína og skapandi listir glatar sjálfsvitund sinni. Þess vegna verður á næstu árum að veita auknu fjármagni til mennta- og menningarmála, skapa margvíslegri listastarfsemi möguleika til frjálsrar sköpunar, tryggja starfsskilyrði listamanna og efla hlutdeild almennings í list og menningu samtímans. 8. Lýðræði og valddreifing Auka verður áhrif almennings á ákvarðanatöku og tryggja fólki aðgang að nauðsynlegum upplýs- ingum. Fyrirtæki verði skylduð til að gera starfsfólki grein fyrir rekstri og reikningsuppgjöri og ríkisstofnanir efni árlega til op- inna funda um málefni sín. Starfsmenn fái fastbundinn áhrif- arétt og atvinnulýðræði verði tekið upp á sem flestum sviðum. Embættismenn verði ekki ævi- ráðnir heldur skipaðir til ákveð- ins tíma og forstjórar stórfyrir- tækja verði skyldaðir til að gefa reglulega skýrslur á starfsmanna- fundum. Álmennar atkvæða- greiðslur fari fram í byggðar- lögum og meðal þjóðarinnar um mikilvæg mál og geti tiltekinn minnihluti krafist þess að mál verði á þann hátt lögð undir dóm fólksins sjálfs. Nýjungar í fjöl- miðlatækni verði nýttar til að opna almenningi aðgang að um- ræðum um sem flest mál sem snerta mikilvæga hagsmuni og til að efla lýðræði og virkni innan fjöldahreyfinga. í stað ákvarðana á lokuðum fundum komi umræða með þátttöku fjöldans. 9. Afvopnun og friðarstefna Stefna lslendinga í utanríkis- málum á að miðast við að tryggja afvopnun og veita friðarbaráttu brautargengi. Þegar landið er orðið griðastaður í deilum stór- veldanna þá felst himinhrópandi mótsögn í því að auka víbúnað í landinu með stórfelldum hernað- arframkvæmdum í þremur lands- fjórðungum. Stefnan í utanríkis- málum hefur lengi verið sundr- ungarefni milli Alþýðubandalags og annarra flokka einkum sá hluti í stefnu Alþýðubandalagsins að á íslandi eigi ekki að vera her og ísland eigi að standa utan hern- aðarbandalaga. Engu að síður er skylt að kanna hvort samstaða geti náðst um áfanga í friðar- og afvopnunarmálum. Sérstaklega verði kannað að hve miklu leyti tillögur Alþjóðasambands jafn- aðarmanna í Lima geti orðið grundvöllur að samstöðu milli Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista. Þessar tillögur fela m.a. í sér eftirfarandi aðalatriði: - Bandaríkin og Sovétríkin eiga að semja um algera útrýmingu allra kjarnorkuvopna. - Skuldbindingarnar sem fólust í SALT I og II samningunum á að virða án allra undanbragða. - Tafarlaust á að stöðva allar til- raunir með kjarnorkuvopn og Bandaríkin eiga að hætta and- stöðu sinni við gerð samnings um allsherjar bann við kjarn- orkuvopnatilraunum. - Varðveita verður ABM samn- inginn og styrkja ákvæði hans. - Himingeiminn á eingöngu að nýta á friðsaman hátt. - Leggja á kapp á baráttuna fyrir kjarnorkuvopnalausum svæð- um og fagnað er samningum um kjarnorkuvopnalaus svæði í Suður-Ameríku og Kyrrahaf- inu. - Bandaríkin eiga að hætta að framleiða ný efnavopn. - Styðja ber friðarfrumkvæði leiðtoga Indlands, Mexico, Grikklands, Svíþjóðar, Arg- entínu og Tanzaníu. Þáttaskil - ný samstaða Aðalfundur miðstjórnar Al- þýðubandalagsins áréttar að samfylking félagshyggjufólks um nýja landsstjórn er hið eina sem komið getur í veg fyrir að sér- hyggju og ójafnaðaröflin fái að umturna íslensku þjóðfélagi. Al- þýðubandalagið skorar á samtök launafólks, friðarhreyfingar og aðrar fjöldahreyfingar alþýðu, - svo sem samvinnumanna, kvenna, námsmanna - að styðja stefnugrundvöll nýrrar jafnað- arstjórnar og taka þátt í barátt- unni fyrir myndun hennar. Hagstæð skilyrði og ný tæki- færi hafa nú skapast til að koma á raunveralegum þáttaskilum í stjórn landsins. íslenskir sósíal- istar og aðrir jafnaðarmenn gang- ást nú undir þá prófraun hvort þeir bera gæfu til að ná saman um að leiða þjóðina inn á nýja öld. Alþýðubandalagið vill gera allt sem í þess valdi stendur til að tryggja þessa samstöðu jafnaðar- manna. Við skorum á kjósendur og samherja í öðrum flokkum að gera slfkt hið saina. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 11. nóvember 1986 Þriðjudagur 11. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.