Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 7
HEIMURINN Grænfriðungar hafa ákveðið að senda leiðangur til Antarktíku, Suðurskautsins, til að kanna sanngildi frétta um að vinna við olíuleit þar á hafsbotni sé að setja vistkerfi svæðisins í mikla hættu. „Það hafa komið fram ásakanir um að mikil vanda- mál hafi komið upp vegna nýrra bygginga og flugvalla á þessu svæði", sagði talsmaður Green- peace samtakanna ÍTokyo í Jap- an í gær. Talsmaðurinn sagði að þrír karlar og ein kona myndu sigla skipinu Greenpeace frá Auckland í Nýja Sjálandi þann 5. janúar á næsta ári og koma til Ross eyju á Suðurskautslandinu tveimur vikum síðar. Grænfrið- ungar sendu svipaðan leiðangur í átt til Suðurskautslandsins fyrr á þessu ári. Sá leiðangur mishepp- naðist hins vegar vegna slæmra veðurskilyrða. Grænfriðungar og önnur náttúruverndarsamtök eru nú með fulltrúa sína ÍTokyo til að fylgjast með lokuðum fundi 32 ríkja sem fjalla um nýtingu náma- svæða á Suðurskautslandinu. Fulltrúar náttúruverndarsamtak- anna hafa haldið því fram að þessi 32 ríki ætli sér að setja regl- ur þar sem ekki verði tekið nægi- legt tillit til vistkerfis Suður- skautslandsins. Herlög hafa nú verið afnumin í Bangla Desh og komið á borgaralegt lýð- ræði, sagði forseti landsins, Hossain Mohammad Ershad, í gær. Stuttu áður en Ershad gaf þessa yfirlýsingu í gær hafði þing landsins hins vegarsamþykkt lög sem vernda Ershad fyrir saksókn sem mögulega gæti hafist gegn honum fyrir „aðgerðir" hans meðan á herlagatímabilinu stóð. Herlög hafa verið í gildi í landinu undanfarin fjögur og hálft ár. í yfirlýsingu sinni í gær sagði Ers- had að hann hefði sagt af sér sem æðsti yfirmaður og fram- fylgjandi herlaganna og sett stjórnarskrána frá 1982 aftur í gildi. Betlarar í Nígeríu munu hér eftir ekki taka við smámynt frá örlátum vegfar- endum. Astæðan fyrir þessari sérstæðu yfirlýsingu betlaranna mun vera sú að nýlega var fram- kvæmd gengisfelling í landinu og hún kemur að sjálfsögðu illa nið- ur á starfsemi betlara. Vilja þeir mótmæla gengisfellingunni með þessum hætti. Brasilíumenn ganga nú í vikunni til kosninga, í fyrsta sinn í 21 ár. Kosið verður til 23 fylkisstjórnaembætta og fylk- isstjóra, 49 af 72 sætum í öld- ungadeildinni og í 487 sæti í full- trúadeild. Litið er á þessar kosn- ingar sem mikilvægt skref í þá átt að tryggja lýðræði í Brasilíu. Talið er að kosningarnar muni styrkja bandalag mið- og vinstriflokka sem nú er við stjórn í landinu. í framboði eru nú 1500 manns úr 30 flokkum sem er algjörlega ný staða í stjórnmálum í Brasilíu. Um það bil 69 milljónir manna eru nú á skrá sem kjósendur, þar af eru 15 milljónir taldar ólæsar. Á brasilíska þjóðarþinginu eru nú 559 þingmenn sem fá það mikil- væga verkefni að semja stjórnar- skrá landsins. Corazon Aquino, forseti Filippseyja, hóf í gær opin- bera heimsókn í Japan og eitt hið fyrsta sem henni var tilkynnt við komuna þangað var að Japans- stjórn hefði ákveðið að fram- lengja lán sitt til Filippseyjum upp á tæplega 250 milljónir dollara. Það var forætisráðherra Japans, Yasuhiro Nakasone, sem til- kynnti Aquino þetta á fyrsta fundi þeirra í gær. ERLENDAR FRÉTTIR MÖRÐUR ✓_ r i , -r r r» ÁRNASON /REUl ER V-pýskaland Kratar tapa Hamborg Eftir brotsjó íHamborgarkosningunum minnka möguleikarnir verulega á kratasigri íþingkosningunum íjanúar. Kristilegir unnu á, en helsti sigurvegarinn er kvennalisti grœningja Sósíaldemókratar töpuðu á sunnudaginn meirihluta á fylk- isþinginu í Hamborg og hlutu verstu kosningaútreið sína í borginni síðan Sambandsiýð- veldið varð til. Kratar misstu um fimmtung fyrra fylgis og eru ekki lengur stærsti flokkur- inn í borginni. Kristilegir (CDU) juku fylgi sitt um 3,3 prósent og hlutu 41,9 prósent atkvæða, kratar (SDP) fengu 41,8 prósent (síðast 51,3). Flokki frjálsra demókrata (FDP) tókst ekki að ná fimm prósent mörkunum sem í Þýska- landi segja til um hvort listi fær kjörinn mann. Þeir fengu 4,8 (síðast 2,6). Græningjum gekk vel í kosningunum, fengu 10,4 prósent en bættu við sig 3,6 prós- entum með lista skipaðan konum eingöngu. Fyrir kosningar lýsti Klaus von Dohnanyi borgarstjóri og leið- togi SDP í Hamborg yfir að sam- vinna krata og græningja kæmi ekki til greina, - hinsvegar var hann fús til stjórnarsamstarfs með FDP ef þær næðu inn mönnum. Eftir að úrslit urðu kunn endurtók hann yfirlýsingar sínar gagnvart græningjum, og leiðtogi CDU, Hartmut Persc hau, sagði sína menn reiðubúna til samstafs við krata um stjó' n borgarinnar. Kosningarnar í Hamborg, sem ein og sér telst eitt af tíu „löndum“ Sambandslýðvelsisms, eru síðustu fylkiskosningarnar áður en Vesturþjóðverjar velja sér nýtt þing í lok janúar, og Johannes Rau, kanslaraefni þýskra krata. Séu Hamborgarúrslitin vísbending um janúarviðburði er honum hollast að leggja sína pólitísku skó á hilluna. Hamborgarafhroð kratanna er því meiriháttar áfall fyrir flokk- inn. Willy Brandt flokksformað- ur viðurkenndi ósigurinn að taln- ingu lokinni, og sagði að héðan- ífrá yrði markmið SPD að koma í veg fyrir hreinan meirihluta kristilegra. Á slíkan meirihluta hefur enginn forystumaður SPD minnst á áður heldur verið látið Hryðjuverk að því liggja að kratar gætu náð undirtökunum í janúar. Kohl kanslari fagnaði úrslitun- um og bað sína menn herða sig fram að kosningum. Hamborg- artölurnar styrkja Kohl, og þykja einnig benda til þess að nýleg senna vegna ógætiiegrar orðræðu um leiðtoga Sovétríkjanna hafi ekki skaðað flokk hans. Ósigur SPD í Hamborg var miklum mun meiri en búist var við, og ljóst þykir að ýmis hneykslismál í héraði hafa spillt mjög fyrir krötum, og ekki síður fjármálahneyksli kringum bygg- ingarfyrirtækið Neu heimat, sem tengt var krötum og verkalýðs- samtökunum. Þá telja menn mikið atvinnuleysi í Hamborg og hnignun hefðbundinna atvinnu- greina, til dæmis skipasmíða, hafa komið niður á þeim sem stjórnuðu fylkisþinginu, þótt meirihlutinn í Bonn eigi þar sinn þátt. Kosningaþátttaka var lítil, aðeins 75 prósent, og greinilegt að um helmingur þess fylgis sem kratar misstu hefur nú setið heima. Á landsvísu styrkja Hamborg- arúrslitin íhaldsflokks Kohls, en helsti sigurvegari kosninganna er þó kvennalisti græningja og jók fylgi sitt um helming. Á stefnu- skrá þeirra er meðal annars að loka strax kjarnorkuverum. Fyrri samstarfstilraunir græningja og krata í Hamborg hafa endað með ósköpum. Hægri öfgalisti sem hefur helst á stefnuskránni að fækka út- lendum verkamönnum jók fylgi sitt úr 0,3 í 0,7 prósent. Höfundamir í Mossad? Efnahagsbandalagið samþykkir táknrænar aðgerðir gegn Sýrlending- um. Chirac í bandarísku blaði: Kohl sagði mér að ísraelska leyniþjón- ustan stœði bakvið bresk-sýrlensku deiluna London/Washington - Utan- ríkisráðherrar Efnahags- bandalagsríkjanna samþykktu í gær fyrir breskan orðastað aðgerðir gegn sýrlensku stjórninni í kjölfar deilna stjórnanna í London og Bag- dad sem ekki hafa lengur stjórnmálasamband sín á milli. Samþykktir ráðherranna eru fyrst og fremst táknræns eðlis. Yfir þeim hvílir skuggi blaða- viðtals við franska forsætis- ráðherrannn, Jacques Chirac, sem á að hafa tjáð Washington Times að þýskir ráðamenn, kanslarinn og utanríkisráð- herrann, hafi sagt sér að loka- sök í málinu væri ísraelsku leyniþjónustunnar. EBE-ráðherrarnir samþykktu á fundi sínum í London í gær að setja vopnasölubann á Sýrland, að senda ekki þangað háttsetta stjórnmála- eða embættismenn, að takmarka sýrlenskt sendi- ráðsumstang í löndum sínum og herða á öryggisráðstöfunum kringum sýrlenska flugfélagið. Gríska stjórnin neitaði að vera með bandalagsfélögum sínum í þessum samþykktum. Bandaríska blaðið Washington Times birtir í gær viðtal við Chir- ac sem blaðið hafði áður skrifað úr útdrátt sem franskir talsmenn þrættu fyrir. Blaðið segist knúið til að birta nú allan viðtalstextann vegna opinberra viðbragða í Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands. Segja Bretar satt? Segir Kohl satt? Sagði Chirac eitthvað? Frakklandi. í viðtalinu segir Chirac meðal annars að Kohl kanslari Vestur-Þýskalands og utanríkisráðherra hans Genscher hafi þá kenningu að ísraelska leyniþjónustan standi á bakvið deilur Breta við Sýrlendinga. í London býður nú réttarhalda Jórdaníumaður, sakaður um að hafa reynt að sprengja upp ísra- elska flugvél með aðstoð Sýrl- endinga. Þetta mál var kveikjan að því að Bretar slitu stjórnmálasambandi við Sýrland, ráku sýrlenska sendiherrann heim og kölluðu til London sinn mann í Bagdad. Sé frásögn Was- hington Times rétt telja vestur- þýskir ráðamenn að atburðir kringum flugvélamálið séu hann- aðir af Mossad, ísraelsku leyni- þjónustunni. Washington Times telur sig hafa fyrir því heimildir að í París hafi verið ákveðið að afneita frá- sögn blaðsins sem tilbúningi Moon kirkjunar, sem er meiri- hlutaeigandi blaðsins, og CIA, bandarísku leyniþjónustunar. Málið er allt hið einkennilegasta og farið að valda Chirac veru- legum vandræðum heimafyrir og í samstarfi við nánustu banda- menn, - ekki síst vegna þess að af sögulegum, viðskiptalegum og pólitískum ástæðum kæra Frakk- ar sig ekkert um að vera með í að löðrunga Sýrlandsstjórn. Fyrir EBE-fundinn í gær höfðu bæði Kohl og Chirac sagt að stjórnir sínar stóðu að sjálfsögðu við hlið Breta gegn Sýrlandi, - ef í réttarhöldunum kæmu fram óyg- gjandi sannanir sýrlenskra um hlutdeild. Þessi fyrirvari bendir til að heimildarmenn leiðtoga Frakka og Vesturþjóðverja hafi ekki verið alltof vissir um trú- verðugleik breskra staðhæfinga í Sýrlandsmálum. Bandaríkja- menn standa fast að baki Breta í þessu máli og gætu nýjustu uppá- komur spillt mjög samstarfi EBE-ríkjanna um frumkvæði í átökunum í Austurlöndum nær. Leiðtogarnir Höfða- fundurinn veikti Gorbaftsjof Brussel - Á fundi Kremlarfræð- inga voru flestir á því að leiðtogafundurinn í Reykjavík hafi veikt stöðu Gorbatsjofs aðalritara heimafyrir. Þessa niðurstöðu sína byggja athugunarmennirnir helst á því að í Sovét sé gert ráð fyrir að leiðtoginn komi heim af fundum með Bandaríkjaforseta með eitthvað í höndunum, - ekki endilega neitt stórfellt, en árang- ur verði þó að vera greinanlegur. Svo hafi ekki verið á Reykjavík- urfundunum, og einn fundar- manna í Brússel bendir á að So- vétleiðtoginn hafi þurft þrisvar í sjónvarpið til að skýra fyrir löndum sínum af hverju hann kom tómhentur aftur til Moskvu. Annar Kremlólóg sagði að í hópi hinna elstu og íhaldssöm- ustu í forystu flokks og hers hafi Gorbatsjof verið gagnrýndur fyrir að fara fram með flugelda- sýningum í pólitíkinni án þess að ná í raun fram markmiðum sín- um. Reykjavíkurfundurinn styrki þennan hóp, sem saki leiðtogann um að gefa eftir við Bandaríkjamenn og skapa tál- vonir hjá almenningi eystra. Þrlðjudagur 11. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.