Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 5
Strandhögg frjálshyggjunnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar Á borgarstjórnarfundi þann 16. okt. sl. var gerð samþykkt, með atkvæðum Sjálfstæðis- manna og borgarfulltrúa Alþýðu- flokks, sem veldur mér talsverðu hugarangri. Við fyrstu sýn virðist á ferðinni ósköp einföld yfirlýs- ing sveitarstjórnar sem vill halda í sitt gagnvart ríkisvaldinu. Pegar betur er að gáð má þó glögglega sjá á henni frjálshyggjusvipinn. í samþykktinni er lýst yfir þeirri skoðun borgarstjórnar að það sé eðlilegt að uppbygging dagvistunarstofnana sé alfarið verkefni sveitarfélaga, en um það séu ekki helmingaskipti milli þeirra og ríkisvaldsins. Þá telur borgarstjórn að forsendurnar fyrir þessari breytingu séu að sveitarfélögum sé bættur sá tekj- umissir sem af þessu hlýst og að þau „hafi algertforrœði um rekst- ur og skipan innri málefna da- gvistarstofnana." Frjálshyggja undir yfirskini sjálfstæðis Það er einmitt þessi síðasta setning sem hefur farið fyrir brjóstið á mér. Ástæðan er sú, að ég þykist sjá í þessari einu setn- .. eftir rúmlegaþriggja ára setu ríkis- stjórnarinnar og a. m. k. jafnlangt niður- lægingartímabil verkalýðshreyfingar- innar, er málum svo komið að trúin á einkarekstur og frelsishugtak frjáls- hyggjunnar hefur tekið sér bólfestu í brjóstum ótrúlegs fjölda fólks. “ mgu nýja stefnumörkun í dagvist- armálum. í skjóli kröfunnar um sjálfstæði sveitarfélaga er frjáls- hyggjunni komið á framfæri. Vissulega geta velmeinandi menn verið þeirrar skoðunar að sveitarfélögin eigi að sjá um upp- byggingu dagvistarheimila þann- ig að þau þurfi ekkert að sækja til ríkisins í þeim efnum. Það er hins vegar full ástæða til að efast um vinsemd þeirra í garð dagvistar- heimila þegar þeir leggja jafn- framt til, að sveitarfélögin verði leyst undan lögum og reglugerð- um um rekstur þessara heimila. Þar með eru þeir í raun að leggja til að ekki verði tryggðar neinar lágmarkskröfur sem gildi um land allt, tií aðbúnaðar, starfs- fólks eða uppeldisstarfs heimil- anna. Þessar hugmyndir fela því beinlínis í sér skerðingu á rétti bama og foreldra til góðrar fé- lagslegrar þjónustu. Þær eru í engu frábrugðnar tillögum um að fella úr gildi lög og reglugerðir sem kveða á um rekstur og skipan innri mála skólanna eða heilsu- gæslunnar svo eitthvað sé nefnt. Það er engin tilviljun að Sjálf- stæðismenn kjósa að setja þessar hugmyndir á flot einmitt núna. Til þess liggja ýmsar ástæður. Ein sú augljósasta er himinhrópandi skortur á dagvistarheimilum. Rfki og sveitarfélög eru óraveg frá því að anna eftirspurninni eftir dagvistarplássum og foreldr- ar eru orðnir langþreyttir á ör- yggisleysinu og illa haldnir af sektarkennd. Þeir eru því opnir fyrir ýmsum „lausnum“, t.d. einkarekstri. Ef dregið er úr kröf- um til dagvistarheimila er líklegt að einkaaðilar sjái sér hag í því að fara út í slíkan rekstur - sérstak- lega ef þeir njóta til þess styrks úr borgarsjóði. Borgin gæti lflca val- ið þann kost að bjóða reksturinn út og þar með losað sig við þenn- an kaleik. Þetta gæti haft marg- víslegar afleiðingar í för með sér, t.d. þær að til yrðu tvenns konar dagvistarheimili. Annars vegar ódýr heimli fyrir foreldra með lítil fjárráð, og hins vegar heimili sem meira væri í lagt og væru ætl- uð þeim foreldrum sem meira gætu borgað. Við höfum þegar fordæmi um þetta úr skólakerf- inu sem er Tjarnarskóli. önnur augljós ástæða er sú, að nú er verið að endurskoða verka- og kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga á vegum félagsmála- og fjármálaráðherra. Það er því lag að koma þessum hugmyndum á hreyfingu og vinna þeim fylgi, t.d. undir þeim for- merkjum að þarna sé um sjálf- stæði sveitarfélaganna að tefla. Ef marka má viðbrögð borgar- fulltrúa Alþýðuflokksins í borg- arstjórn, þá er pólitískur stuðn- ingur við þessar hugmyndir víðar ju vill Dagsbrún ekki samningum strax? Þröstur Ólafsson skrifar Fyrsta sunnudag í nóvember samþykkti félagsfundur í Dags- brún ályktun um kjaramál, sem var með nokkuð nýstárlegu sniði. Hér var hvorki um hefðbundna kröfugerð að ræða né almenna ályktun um afkomuhorfur launa- fólks. Um var að ræða stefnuyf- irlýsingu, þar sem markmið og leiðir voru tíundaðar svo og færð rök fyrir heppilegustu tímasetn- ingu væntanlegra samninga. Megin efni ályktunarinnar var á þessa leið: Annars vegar á vegum félag- anna (landssambanda) þar sem innbyrðis launahlutföll yrðu leiðrétt, flokkakerfið stokkað upp og sérsamningar endurskoð- aðir. Þessi samningalota ætti að hefjast sem fyrst, því hér er mikið verk óunnið. Hins vegar þarf að semja í heildarsamfloti allra ASÍ-félaga um almennan kjaralegan og efna- hagslegan ramma næstu missera, þar sem kaupmáttarþróun, stefna í efnahagsmálum og nýtt skattakerfi yrðu megin viðfangs- efni. Þar sem ekki væri til staðar ríkisvald sem tryggt gæti forsend- ur og niðurstöður þessara samn- inga út eðlilegt samningstímabil, væri skynsamlegt að bíða með þessa hlið samninganna, þar til samningshæf ríkisstjórn hefði tekið við stjórnartaumum. Fram til þess tíma væri rétt að gera bráðabirgða samkomulag til að- tryggja einhverja aukningu á kaupmætti. Þessar megin línur eru ákaf- lega skýrar. Þær ganga út frá staðreyndum líðandi stundar og biturri reynslu úr fortíðinni. Næstu samningar verða að taka á launakerfinu og breyta því. Þar ,Þetta eru ástœðurþess að Dagsbrún vill ekki loka samningunum strax. Við vilj- um rœða við atvinnurekendur og ríkis- vald uppréttir og með óbundnar hend- ur. “ dugar lítt að tala um að fella niður lægsta taxta. Það leysir lítinn vanda, en kemur úreltu kerfi í enn frekari ógöngur. Flausturs- lega hugsuð Bolungarvíkurað- ferð leysir heldur ekki þann vanda sem við er að glíma. Þarna verða félögin sjálf að finna leiðir, því þau þekkja eigin þarfir best. Þessi vandi launa- kerfisins er mestur hjá félögum sem hafa margar og stundum ó- líkar starfsstéttir innan sinna vé- banda, sem sækja kjaralegar fyr- irmyndir sínar víða að. Launa- kerfið sjálft er miklu minna mál svokölluðum flötum stéttarfé- lögum sem hafa ekki nema eitt aðalstarfsheiti. Hér vil ég nefna iðnaðarmannafélögin innan ASÍ sem dæmi. Það er því ekki óeðli- legt að þau líti öðrum augum á nauðsyn innbyrðis launajöfnuður og uppstokkun á launakerfinu en flókin og margþætt félög eins og t.d. Dagsbrún. Svipuðu máli gegnir um B.S.R.B. hvað þetta snertir. Samningar þess eru ætíð og sam- kvæmt lögum í tveimur áföngum og því þurfa þeir ekki að biðja um það sérstaklega. Þeir hafa sinn aðalkjarasamning og síðan koma sérsamningar einstakra aðildar- félaga að því loknu. Þeir búa því ekki við samskonar vanda og Dagsbrún, þótt mér sýnist að ein- mitt þessi skortur á olnbogarými einstakra aðildarfélaga (lögregl- an, tollverðir, kennarar, hjúkr- unarfræðingar o.s.frv.) sé að verða örlagavaldur bandalagsins. Ef ekki á að fara eins fyrir ASÍ verða félögin sjálf að skapa sér það olnbogarými sem þau þurfa. Það er ekki hægt að vera sífellt að skamma ASÍ fyrir samflot, sem skili ónógri niðurstöðu, ef félögin eru ekki reiðubúin til að leggja neitt á sig sjálf, þar er samnings- rétturinn og þar ber að nota hann. Þar með er ekki rétt að álykta sem svo að ég réttlæti hvaða kröfugerð eða framgangs- máta einstakra félaga sem er. Því miður hafa sum félög farið ógæti- lega með verkfallsréttinn og þvingað þjóðfélagið til undan- látssemi við óréttmætar kröfur. En það er önnur saga. Látum þetta útrætt mál um sérsamninga einstakra stéttarfélaga. Það verð- ur hvert félag að gera upp við sig sjálft, hvað það vill í því efni. Heildarsamstaða um sérmál fé- laga hefur aldrei rist djúpt, enda skiljanlegt að vissu marki. Hin hlið samninganna skiptir ekki minna máli þar sem eru heildarsamningar launafólks, at- vinnurekenda og ríkisvalds um efnahags- og kjarastefnu næstu missera. Það er í þessu samhengi sem væntanleg ríkisstjórnarskipti geta skipt sköpum fyrir afkomu launafólks og réttindabaráttu þess. Eins og þetta ber með sér úti- loka ég samningagerð til lengri tíma án uppáskriftar ríkisvalds- ins. Ekki svo að skilja að það eigi í framtíðinni að vera nein meginr- egla. En eins og ástatt er núna tel ég það óhjákvæmilegt. Skyn- samleg efnahagsstefna verður ekki mótuð án ákveðinnar þátt- töku samtaka launafólks. Skynsamlegir samningar sem tryggja eðlilega hlutdeild launa, bætt lífskjör og aukin réttindi launafólks verða ekki gerðir án uppáskriftar ríkisvaldsins. Við erum enn of skammt komin í glí- munni við að koma meiri stað- festingu á efnahagskerfið og lækka verðbólguna. Þar að auki er afkoma fyrirtækja og atvinnu- greina mjög misjöfn og stutt í að kallað sé á stórabróður til að skakka leikinn með gengislækk- un, breytingum á sköttum eða öðrum aðgerðum ef eitthvað ber útaf. Það er ljóst að Dagsbrúnar- menn vilja skuldbinda ríkisvaldið áfram eins og gert var í febrúar s.l.. Við viljum ekki að ný ríkis- stjórn setjist að völdum í sumar án þess að hún hafí á einn eða annan hátt skuldbundið sig gagnvart verkafólki. Ef við semjum núna erum við ofurseld duttlungum nýrrar ríkisstjórnar bæði á þann veg að virða forsend- ur kjarasamninga að vettugi, svo og að hafa enga möguleika til að semja við hana um réttar bætur til handa vinnandi fólki, svo ekki sé minnst á efnahags- og kjara- stefnu. Með samningum nú erum við að dæma okkur á áhorfenda- bekk um meginstefnumörkun næsta hálfs annars árs. Við erum með því að útiloka sérsamninga einstakra félaga og gera okkur áhrifalaus á stefnuna í efna- hagsmálum. Slíka stefnu mundi ég kalla ógöngur og reyna að forðast í lengstu lög. Þetta eru ástæður þess að Dagsbrún vill ekki loka samning- unum strax. Við viljum ræða við atvinnurekendur og ríkisvald uppréttir og með óbundnar hend- ur. Þröstur Ólafsson Þriðjudagur 11. nóvember 1986 ! ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.