Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 2
-SPURNINGIN- Spurt í Hafnarfirði: Hvaða augum lítur þú skemmdarverkin á hval- bátunum í Reykjavík og á stjórntækjum í Hval- stöðinni? Sigurjón Jónsson, véla- maður: Þetta er hrein glæpamennska. Það er spurning hvort það séu ekki einhverjir íslendingar með í þessu. Mennirnir virðast hafa þekkt vel til. Soffía Sigurðardóttir, hús- móðir: Mér finnst það ótækt að láta svona. Ég vona bara að það séu engir íslendingar með í þessu. Þessir menn hafa unnið mikið tjón og fyrir það eiga þeir að fá rétta refsingu. Sjöfn Arnbjörnsdóttir, einkaritari. Ég er alfarið á móti þessum skemmdarverkum. Ég tel að það sé mögulegt að útlendingarnir hafi haft einhverja íslenska stuðningsmenn. Hörður Hansson, bifreiða- stjóri: Það ætti bara að hengja þessa fugla. Grétar Skúlason, vélamað- ur: Þetta er hryðjuverkastarfsemi. Ég held að hér sé um verknað útlendinga að ræða sem séu sloppnir úr landi núna. FRÉTHft HÍK Sameining úr sögunni 54% með að HÍK verði lagtniður. Kristján Thorlacius, formaður HÍK: Nœgir tœplega til að leggja niðurHÍK. Valgeir Gestsson, formaður KÍ: Hefur ekki áhrifá stöðu KÍ. Þessi niðurstaða úr atkvæða- greiðslunni nægir tæplega til þess að Hið íslenska kennarafélag verði lagt niður og stofnað nýtt kennarafélag með Kennarasam- bandinu, sagði Kristján Thorlaci- us, formaður HÍK, við Þjóðvilj- ann í gær. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau að 54% voru með því að HÍK yrði lagt niður en 46% and- vígir. Um 800 manns greiddu at- kvæði. Talað hafði verið um að a.m.k. 60% þyrftu að vera sam- þykkir ef taka ætti svo afdrifaríka ákvörðun. Á aðalfundi HÍK næsta haust verður málið endanlega afgreitt og þarf tvo þriðju hluta atkvæða til þess að gera svo stóra Iaga- breytingu. „Stjórnin hefur ekki enn rætt þessa niðurstöðu en það er augljóst að við verðum að endur- skoða okkar áform. Þá mun nið- urstaðan úr samningsréttarmál- um opinberra starfsmanna einnig hafa mikil áhrif á framþróun þessara mála“, sagði Kristján. Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands íslands, taldi ekki að þessi niðurstaða hefði slæm áhrif á stöðu KÍ. Sagðist hann sjálfur þeirrar skoðunar að kennarastéttin yrði sterkust í einu félagi en þrátt fyrir þessa niðurstöðu munu kennarafélögin starfa áfram saman að ýmsum málum. „Við leggjum höfuðáherslu á að fá sjálfstæðan samningsrétt og nú standa yfir viðræður um samn- ingsréttarmál opinberra starfs- manna og allt útlit fyrir að niður- stöður náist fljótlega. Úrslit at- kvæðagreiðslu HÍK munu ekki hafa nein áhrif á starfsemi KÍ“. -Sáf Vinargjöf 80 bækur frá Indiru Sendiherra Indlands á íslandi hefur afhent Háskóla íslands að gjöf 39 bækur á hindi og 38 bækur á sanskrít. Bókagjöf þessi var ák- veðin af af Indiru Gandhi skömmu áður en hún var myrt, en Indira hafði mikinn áhuga á því að efla menningarsamskipti Islands og Indlands. Ákvörðunin um bókagjöfina var tekin á fundi sem Þóra Ein- arsdóttir fyrrv. formaður Ind- landsvinafélagsins átti með Indiru skömmu fyrir andlát henn- ar. Anand sendiherra Indlands sem hefur búsetu í Osló lét þess getið við afhendinguna í hátíðar- sal Háskólans að indverska ríkið væri á næstu árum reiðubúið að gefa Háskólanum fleiri ritverk um menningu og sögu Indlands og þá einnig á ensku. Frá afhendingu bókagjafarinnar. Á myndinni eru auk indversku sendiherrahjónanna þau Sigmundur Guðbjarnarson rektor HÍ, Ólafur Ragnar Grímsson formaður Indlandsvinafélagsins og Þóra Einarsdóttirfyrrv. form. félagsins. Mynd-Sig. Kvennalistinn Mikill hugur í konum Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Þróttmikill og góður landsfundur. Líkur áframboði í sex kjördœmum. Þetta var ákaflega þróttmikill og góður landsfundur og það var mikill hugur i konum sem fjölmenntu af öllu landinu, sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir þingmaður Kvennalistans í sam- tali við blaðið, en landsfundi Kvennalistans lauk á sunnudag. Ákveðið hefur verið að bjóða fram í Reykjavík, Reykjanesi og á Vesturlandi en listauppröðun fer að öllum líkindum ekki fram fyrr en með skoðanakönnunum að lokinni gerð stefnuskrár í jan- úar. Að sögn Sigríðar Dúnu er mikill hugur í konum í Suðurlands- og Austurlandskjör- dæmum og Norðurlandskjör- dæmi eystra að bjóða fram en lokaákvörðun hefur ekki verið tekin. „Skoðanakannanir í tveimur umferðum hafa reynst okkur mjög vel við val á lista“, sagði Sigríður Dúna. „Eins og fyrri daginn þá eru það málefnin sem skipta mestu hjá Kvennalistanum en ekki þær persónmur sem bera þau fram. Prófkjörsbarátta stjórnmálaflokkanna undanfarn- ar vikur hefur sýnt okkur að það eru ekki málefnin sem skipta höfuðmáli hjá þeim heldur eigin persónur einstakra manna. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra í málefnum lands og þjóðar.“ Tvær ályktanir voru gerðar á landsfundinum, önnur um launa- og kjaramál, hin um aðbúnað barna í landinu. í þeirri fyrr- nefndu segir meðal annars að kjör og laun kvenna í landinu séu þjóðarskömm, sem verði að ráða bót á með sameiginlegu átaki allra landsmanna. Þá er lagt til að samþykktar verði þær tillögur sem liggja fyrir Alþingi um lág- markslaun og endurmat á störf- um kvenna. -vd. Framsókn Finnur afneitar hrossakaupum Finnur Ingólfsson aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra og einn frambjóðenda í efsta sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur sent Þjóðviljan- um eftirfarandi athugasemd. „í frétt á forsíðu Þjóðviljans 8. nóvember sl. er því haldið fram, að ég og Haraldur Ólafsson höf- um gert með okkur kosninga- bandalag gegn Guðmundi G. Þórarinssyni í prófkjöri Fram- sóknarmanna í Reykjavík. Ég vil taka fram að ég hef ekki og mun ekki gera kosningabandalag við neinn frambjóðanda í þessu próf- kjöri. Slíka kosningabaráttu tel ég vera ólýðræðislega og móðgun við stuðningsmenn flokksins. Ef ég fæ stuðning í þessu prófkjöri vil ég að sá stuðningur sé vegna þess að ég sé talinn traustsins verður en ekki vegna pólitískra hrossakaupa.“ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlftjudagur 11. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.