Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 13
Spurtum... ...íþróttaaðstöðu í Hamrahlíð Guðrún Helgadóttir spyr menntamálaráðherra hvaða fyrirætlanir hann hafi til að leysa óviðunandi ástand íþrótta- kennslu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún spyreinnig hvort einhver undirbúningur hafi farið fram að byggingu íþróttahúss við skólann. ...lyfjakostnað Haraldur Ólafsson spyr heilbrigðisráðherra hvort í undir- búningi séu ráðstafanir af hans hálfu til að lækka lyfjakostnað í landinu t.d. með lækkun álagn- ingar á lyf eða öðrum aðgerðum. ...söluskatt Jóhanna Sigurðardóttir spyr fjármálaráðherra hvað ríkissjóð- ur hafi afskrifað miklar fjárhæðir í söluskatti sem ekki hafi tekist að innheimta á árunum 1983, 1984, 1985 og fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Hún spyr einnig hvernig fjárhæðirnar skiptist eftir skattumdæmum og óskar skrif- legs svars. ...búsetuval ungs fólks Guðni Ágústsson spyr for- sætisráðherra hvort ríkisstjórnin hyggist láta kanna með hvaða hætti hægt er að koma til móts við vilja ungs fólks svo það eigi þess kost að fá störf við sitt hæfi í heimabyggð sinni, sbr. könnun Félagsvísindastofnunar HÍ á sl. ári um búsetuval fólks. ...samninga- viðræður við tannlækna Kolbrún Jónsdóttir spyr heilbrigðisráðherra hvort hann muni beita sér fyrir því að áfram verði haldið samningaviðræðum Tryggingastofnunar ríkisins og Tannlæknafélags íslands. Ef svo sé, hvenær sé þá von til að samningaviðræður hefjist að nýju. ...heimilisfræðslu Þórarinn Sigurjónsson spyr menntamálaráðherra hver sé stefna hans í hússtjórnarfræðslu, hvort ráðuneytið hafi undirbúið eða unnið að endurskoðun á lögum um hússtjórnarskóla og hvort samin hafi verið reglugerð um hússtjórnarfræðslu. Þá spyr Þórarinn hvenær vænta megi þess að skipaður verði náms- stjóri eða námsstjórar fyrir heim- ilisfræðslu á öllum skólastigum. Hann óskar skriflegs svars. ...söluskattsskil Kjartan Jóhannsson spyr fjármálaráðherra hvort dæmi séu um að ráðuneytið hafi ákveðið að fresta innheimtuaðgerðum vegna söluskattsskila lengur en um tvo mánuði hjá einstökum að- iium. Ef svo sé, hversu oft svo hafi verið 1980-1986. Hann ósk- ar skrár yfir þá aðila sem um er að ræða á árunum 1984-1986, hver fresturinn hafi verið og hver upp- hæðin hafi verið hverju sinni. Þá spyr hann hvort dæmi séu um að ráðuneytið hafi heimilað greiðslu á tolli og söluskattsskilum við innflutning með skuldabréfum og loks hvort ráðuneytið hafi heimil- að greiðslu skattsekta með skuldabréfum. Kjartan óskar skriflegs svars og sundurliðaðra upplýsinga við hverri spurningu. ...Sjóefnavinnsluna Guðni Ágústsson spyr iðnað- arráðherra hve stóran hlut ríkið eigi í Sjóefnavinnslunni, hve miklir peningar hafi verið lagðir í fyrirtækið og hvort þátttaka í þessum rekstri stangist ekki á við stefnu ríkisstjórnarinnar um að selja ríkisfyrirtæki. Umsjón: Álfheiður Ingadóttir Skólamálaráð borgarinnar Pólitísk valdníðsla Þrírþingmenn skora á menntamálaráðherra að stöðva ofsóknir á hendur frœðslustjóra Reykjavíkur Fáránlegur skrípaleikur sem hefur kostað borgarbúa ærið fé og valdið vandræðum fyrir alla þá sem að skólamálum vinna, sagði Guðrun Helgadóttir m.a. þegar hún gagnrýndi skipan skólamálaráðs Reykjavíkur á alþingi. „Þetta var pólitísk aðför að fræðslustjóra. Til að losna við að reka Aslaugu Brynjólfsdóttur úr embætti greip ráðherra og meiri- hluti borgarstjórnar til þess ráðs að gera embætti hennar gagns- laust og lofa henni svo að sitja í því áfram“, sagði Guðrún Helga- dóttir m.a. þegar hún gagnrýndi samþykki menntamálaráðuneyt- isins á skipan skólamálaráðs Reykjavfkur á alþingi nýlega. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá fyrir helgi hefur Þorbjörn Broddason, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í fræðsluráði Reykjavíkur, sem nú hefur verið gert máttlaust, neitað að sitja fundi í svonefndu skólamálaráði borgarinnar þar til félagsmála- ráðherra, sem fer með sveitarst- jórnarmál, hefur úrskurðað um lögmæti ráðsins. Þessi mál komu til umræðu á alþingi nýlega að frumkvæði Guðrúnar Helgadótt- ur og Ingvars Gíslasonar og urðu hörð orðaskipti milli þeirra og fyrrverandi og núverandi menntamálaráðherra. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra vísaði í samkomu- lag sem fyrirrennari hans í emb- ætti, Ragnhildur Helgadóttir, gerði við Davíð Oddsson um þessi mál og sagði það fyllilega í samræmi við 15. grein grunn- skólalaga. Sverrir sagði skóla- málaráðið því fullgilt og borgin réði því sjálf hverjir sætu á fund- um þess, en Áslaugu Brynjólfs- dóttur, fræðslustjóra, hefur verið meinuð seta þar undir því yfir- skyni að hún sé ekki starfsmaður borgarinnar, heldur ríkisins. Ragnhildur Helgadóttir brást ókvæða við orðum Guðrúnar um pólitíska aðför að fræðslustjóra Reykjavíkur og mótmælti þeim orðum að til hefði staðið að reka Áslaugu sem ósönnum og ósæmi- legum áburði. Ingvar Gíslason og Haraldur Ólafsson tóku hins veg- ar undir með Guðrúnu um að hér hefði vísvitandi verið farið á snið við grunnskólalögin og skoruðu á Sverri Hermannsson að beita sér gegn valdníðslu borgarstjórnar Reykjavíkur í þessu máli. ÁI Fjárlagafrumvarpið Ójöfnðurínn í öndvegi Hrapallegur niðurskurður í félags- og menntunarmálum í ræðu sinni um fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar s.I. fímmtudag nefndi Ragnar Arn- alds mörg dæmi um hrapallegan niðurskurð á félagslegum svið- um, og komst að þeirri niður- stöðu að frumvarpið væri andfé- lagslegt. Hér verða raktar nokkr- ar athugasemdir hans við ein- staka liði frumvarpsins. Versti skatturinn Samkvæmt frumvarpinu er Pósti og síma ætlað að skila 200 miljónum króna af rekstraraf- gangi sínum í ríkissjóð á næsta ári. „Þessi símaskattur er versti skatturinn sem ríkisstjórnin hef- ur fundið upp á,“ sagði Ragnar. „Ef rekstrarafgangur yrði hjá Pósti og síma á auðvitað að nota hann til að jafna símkostnað á landinu sem ekki veitir af,“ sagði hann, og minnti á tillögu sem hann flytur ásamt öðrum þing- mönnum AB um það efni. Árás á landsbyggðina „í fjárlagafrumvarpinu er Ríkisútvarpið svipt lögboðnum tekjum sínum jafnhliða því sem stofnuninni er áfram haldið í spennitreyju með afnotagjöldin þannig að stórfelldir rekstrarerf- iðleikar blasa við,“ sagði Ragnar. „Fjármálaráðherra hikar ekki við að boða að selja eigi utanaf Ríkis- útvarpinu þá deild sem skilar hagnaði og bætir gráu ofaná svart með því að gefa einkastöð höf- uðborgarsvæðisins 45 miljónir króna með tollaafléttingu. Þann- ig skal einkaaðilum auðveldað að ná tekjum af Ríkisútvarpinu. Ég hika ekki við að segja að þetta er árás á fólk í hinum dreifðu byggð- um landsins fyrst og fremst," sagði Ragnar, „þar sem þess eru dæmi að jafnvel sjónvarp sjáist ekki ennþá“. Unga fólkið hlunnfarið „Það eru kaldar kveðjur sem ungt fólk í dreifbýlinu fær líka frá ríkisstjórninni varðandi dreifbýl- isstyrkinn, sem ætlaður er til að auðvelda því að sækja nám um langan veg. I tíð þessarar ríkis- stjórnar hefur nákvæmlega engin hækkun orðið á þessum styrk eða úr 18 miljónum 1984 í 20 miljónir 1987 á sama tíma og verðlags- hækkun nemur um 80%,“ sagði Ragnar. LÍN í svelti „Lánasjóður íslenskra náms- manna fær lægri fjárhæð í beinu framlagi en á þessu ári og er sjóðnum ætlað að bæta sér mis- muninn með hækkuðum lán- tökum. Lán úr sjóðnum eru vaxtalaus,“ sagði Ragnar, „en þegar fjármagnið er tekið inn sem lán á vöxtum að sjálfsögðu er ljóst að stefna mun í alvarlega rekstrarerfiðleika sjóðsins. Boð- aðar breytingar á lánareglum eru andfélagslegar og koma til með að auka á misrétti manna til náms.“ Framkvæmdafé öryrkja skert „Á árunum 1981-1983 námu framlög til Framkvæmdasjóðs ör- yrkja 100-117 miljónum króna á verðgildi þessa árs,“ sagði Ragn- ar, „en eftir að þessi ríkisstjórn tók við hefur framlagið verið 55- 60 miljónir á ári. Á næsta ári er ætlunin að veita sjóðnum 52 milj- ónir króna auk þeirra 48 miljóna sem hann á að fá af erfðafjár- skatti. Þannig fer rfkisframlagið undir meðaltal þriggja síðustu ára - það á sem sé að lækka fram- lagið enn frekar. Hér er um helm- ingslækkun að ræða frá 1983 rétt eins og helmingsniðurskurðurinn er á framlögum til dagvistarbygg- inga.“ Þróunaraðstoð „Framlög til verkefna í samfé- lagi þjóðanna eiga líka að Jækka," sagði Ragnar. „Framlög til þróunaraðstoðar hafa farið hríðlækkandi þveröfugt við sam- þykkt alþingis frá 1985. Á því ári nam aðstoð okkar 0,087% af þjóðartekjum, hún fór niður í 0,063 á þessu ári og á að lækka niður í 0,05% á árinu 1987. Það er ekki aðeins að félagsleg við- fangsefni hér heima séu skorin við trog, heldur einnig hlutur okkar í samfélagi þjóðanna.“ Matvaran Að lokum gerði Ragnar sam- eiginlegt hagsmunamál neytenda og bænda, þ.e. lágt verð á land- búnaðarvörum að umtalsefni. „Niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum eiga að vera óbreyttar í krónutölu á næsta ári og það er ljóst," sagði hann, „að með sama áframahaldi munu niðurgreiðslur hverfa smám saman en þær eru nú brot af því sem áður var. Þetta eykur framfærslukostnað heimil- anna og bitnar verst á hinum fá- tækari, þar sem matarinnkaup taka drýgstan hluta teknanna. Jafnframt veldur þessi niður- skurður auknum erfiðleikum í landbúnaði. Nú er enn boðaður virðisaukaskattur, sem sam- kvæmt frumvarpinu frá í fyrra mun valda enn frekari hækkun á landbúnaðarvörum, til tjóns fyrir bæði landbúnaðinn og neytend- ur.“ -ÁI Þriðjudagur 11. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.