Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Þriðjudagur 11. nóvember 1986 257 tölublað 51. örgangur SPJALDHAGI SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Hafskipsmálið Þungur áfellisdómur Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði viðskiptaráðherra 110 bls. skýrslu ígœr. Lögðfram í ríkisstjórninni í dag Rannsóknarnefnd Alþingis í Hafskipsmálinu sem skipuð var í ársbyrjun sl. skilaði í gær til viðskiptaráðherra 110 bls. skýrslu um aðdragandann að gjaldþroti Hafskips. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans felur skýrsla nefndarinnar í sér áfellis- íslenskir sjávarhœttir Bn- stæðu veifci lokið Fimmta ogsíðasta bind- ið um íslenska strand- menningu komið út Við erum auðvitað mjög ánægð að hafa getað komið þessu verki frá okkur fuliunnu, sögðu þau Lúðvík Kristjánsson sagn- fræðingur og Helga Proppé um bókaröðina Islenska sjávarhætti, en 5. og síðasta bindi þess verks kom út fyrir helgi. Að sögn hjónanna Lúðvíks og Helgu byrjaði Lúðvík að safna efni í verkið árið 1932, ásamt því sem hann safnaði örnefnum á Snæfellsnesi. Árið 1942 fór Lúð- vík sína fyrstu ferð gagngert til þess að hitta sjómenn sem höfðu stundað veiðar á árabátum og dóm yfir stjórnendum Hafskips og Utvegsbankans. Skýrslan verður lögð fram á fundi ríkis- stjórnarinnar nú árdegis. Jón Þorsteinsson lögfræðing- ur, formaður rannsóknamefnd- arinnar, vildi ekkert gefa upp um innihald skýrslunnar í samtali við upp frá því varði Lúðvík flestum sumrum til efnisöflunar. Heimildarmenn hans eru úr öllum landsfjórðungum, alls 374 að tölu og af þeim eru 268 fæddir á tímabilinu 1845-1900. „Ef það ætti að fara að viða þessu efni að núna væri það allt um seinan því flestir heimildarmanna eru löngu dánir“, sagði Lúðvík. Fyrsta ka- flann að verkinu skrifaði Lúðvík Þjóðviljann í gær. Hann sagði að samkvæmt skipunarbréfi hefði nefndin átt að skila áliti sínu til viðskiptaráðherra og hannhefði fengið skýrsluna í hendur í gær-' morgun. Það er síðan hans að kynna hana fyrir ríkisstjóm og al- þingi. 1967 og kom fyrsta bindi ritverks- ins út árið 1980. Hlutur Helgu í verkinu er ekki síður merkilegur en Lúðvíks, en Helga var við “lúsaleit", eins og hún orðaði það, í bókum og handritum að upplýsingum sem tengdust efninu. Þá var handritið sem prentsmiðjan fékk í hendur handskrifað af Helgu, en hún hreinritaði uppkast Lúðvíks. Rannsóknarnefndin hefur unnið að þessari skýrslu frá því í lok janúar sl. en ásamt Jóni áttu sæti í nefndinni þeir Brynjólfur E. Sigurðsson fymim hagsýslu- stjóri og Sigurður Tómasson endurskoðandi. Þeir vom allir til- nefndir af Hæstarétti. -|g Nokkrir aðrir komu nálægt vinnslu verksins og ber þar e.t.v. helst að nefna Bjarna Jónsson listmálara sem á all flestar teikningarnar í bókinni. Guð- mundur P. Ólafsson líffræðingur og Hörður Kristjánsson húsa- smíðameistari eru meðal annarra sem sáu um gerð útskýringa- mynda fyrir Lúðvík. -K.ÓI. "— 1 .~m. Vestfirðir Djúpið sambandslaust í þrjá daga „ísingin var svo mikil að línur voru á við gildan karlmanns- handlegg og staurar brotnuðu bæði vegna norðanvindsins og is- ingarinnar“, sagði Kristján Har- aldsson orkubússtjóri á Isafirði í samtali við blaðið í gær, en á Vestfjörðum geisaði norðanhvas- sviðri um helgina. Töluvert var um rafmagns- truflanir og olli bilun í endur- varpsstöðinni á Bæjum því að símasambands- og rafmagnslaust var í Snæfjallahreppi frá föstu- dagskvöldi til mánudags. Sjónvarpslaust var á öllum þéttbýlisstöðum norðan Þing- eyrar og í nærliggjandi sveitum. Að sögn Kristjáns sló línum út öðru hverju alla helgina og á nokkrum stöðum slitnuðu þær vegna ísingarinnar. Vindinn, sem var 10 stig á föstudag, hefur lægt mjög síðan á sunnudag og er spáð góðu veðri á Vestfjörðum í dag. -vd. Síldarsöltun Stopp vegna tunnuskorts Allt útlit er fyrir að síldarsöltun stöðvist í vikunni einhverja daga vegna þess að síldartunnur eru uppurnar í landinu. 4 skip eru að lesta erlendis yfir 100 þús. tunnur en þær verða ekki komnar til landsins fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi. Eitt þessara skipa, Keflavík, fékk vír í skrúfuna fyrir utan Rotterdam á laugardag og tefst skipið um viku vegna þessa óhapps. Við höfum afgreitt allar þær tunnur sem hafa verið pantaðar, svo það hefur ekki staðið á okk- ur. Óg það sem meira er, við átt- um hér á lager 90 þús. tunnur sem Síldarútvegsnefhd tók fulla ábyrgð á sjálf til viðbótar við það sem sfldarsaltendur töldu rétt að panta inn í september sl., sagði Einar Benediktsson hjá Sfldarút- vegsnefnd í gær. -|g. “Við erum auðvitað ánægð að hafa getað komið verkinu frá okkur fullunnu," sögðu þau Lúðvík Kristjánsson og Helga Proppé um íslenska sjávarhætti. Ljósm.: Sig. A fmælishappdræ tti Þjóðviljans BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14, s: 38600 Dregið var í Afmælishappdrætti Þjóðviljans 31. október s.l. Vinningsnúmerin eru innsigluð hjá borgarfógeta og verða birt þegar frekari skil hafa borist. Gerið skil sem fyrst Hægt er að sækja skil til þeirra, sem þess óska. Síminner681333. þJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.