Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Píanókennsla Tek nemendur á öllum stigum. Uppl. í síma 33241. Ásgeir Beinteinsson. Til sölu Sinclair tölva með stýripinna og nokkrum leikjum. Einnig nýleg skíði fyrir karlmann og skór, mjög lítið notað, og barnastóll á reiðhjól. Sími 32135. Ford Cortina árg. ’76 til sölu, skoðuð '86, snjódekk fylgja. Uppl. í síma 53206, eftir kl. 19. Foreldrar athugið Tek böm í gæslu '/2 daginn og allan daginn. Mjög góð úti og inni að- staða. Hef leyfi. Sími 79198. Hrönn. Myndbandahulstur til sölu. Ný gerð af myndbanda- hulstrum til sölu. Gyllt á þau ís- lenska. Verð 650 kr. 10 stk. Nánari uppl. í síma 42831 frá 9-12 f. hád. og 20-22 á kvöldin. Westinghouse kæliskápur til sölu (gamall), stærð 151 x 62. Uppl. í síma 673023. íbúð óskast 2-3 herbergja, helst í vesturbæ. 3 í heimili. Skilvísi og reglusemi. Sími 622373. Skrifborð og rum Skrifborð m/góðum hirslum til sölu á kr. 2.500. Einstaklingsrúm m/ dýnu. Verð: Samkomulag. Uppl. I síma 20145. Snjódekk til sölu 4 stk. hálfslitin snjódekk 6,45 x 14 til sölu fyrir lágt verð. Uppl. í vinnu- síma 29300, Ingólfur. Heimasími 25859, Jóhann. Kommóða óskast keypt með 3-4 skúffum (ætluð í geymsluherbergi). Síminn er 50579 f. hádegi og e. kl. 18. 50 ára gamalt nýuppgert, voldugt sófasett (sófi + 2 stólar gulbrúnt til sölu. Sími 687633. Atvinna óskast Félagsfræðinema vantar vinnu fyrir hádegi. Næturvaktir koma einnig sterklega til greina. Er til umræðu um allt. Uppl. hjá Skúla í síma 17089. Svefnbekkur og reiðhjól Svefnbekkur sem er 200 x 80 cm að stærð, útdreginn og þyrfti nýtt á- klæði fæst gefins. Einnig lítið amer- ískt reiðhjól sem þarfnast snyrting- ar, dekkjastærð 20“. Sími 52633. Hestamenn Treyja, buxur og stígvél fást fyrir lítið. Einnig lítið notuð jakkaföt á frekar þrekinn meðalmann. Verð eftir samkomulagi. Uppl. í síma 37947 næstu daga. Húsasmiður getur bætt við sig verkefnum í ný- smíði eða viðhaldsvinnu. Uppl. í síma 39349, eftir kl. 18. Óska eftir gömlum leikföngum, taurullu og fleiru gömlu dóti. Uppl. í síma 10541, eftir kl. 7 á kvöldin. Húsnæði óskast Ungt par reglusamt barnlaust óskar eftir lítilli íbúð. Uppl. í síma 74304, eftir kl. 8.30 á kvöldin. Bókaskápur óskast gjarnan hár og rúmgóður. Kaupi einnig Biskupasögur Bók- menntafélagsins og Sýslumanna- ævir (hvaða bindi sem er) o.fl. slík rit. Sími 27101. Jón. Rafmagnsorgel óskast tegund Howard Skyline, verð kr. 10.000. Uppl. í síma 37898. Nýtt og ónotað myndbandstæki til sölu, Panasonic NV-07. Uppl. í síma 621880. íbúð óskast 3ja herb. íbúð óskast strax. Helst í vesturbæ. Uppl. í síma 622251 eftir kl. 18, næstu daga. Vantar 15 tommu vetrardekk undir V.W. bjöllu. Uppl. í síma 621126 og 41831. Til sölu 4 snjódekk á felgum 165 x 13 fyrir Mitsubishi Tredia eða Lancer. Sími 53586. Til sölu Honda 350 árg. 1974. Hjól í topp standi. Uppl. í símum 13289 og 39349 eftir kl. 18. Húsasmiður getur bætt við sig verkefnum í ný- smíði eða viðhaldsvinnu. Uppl. í síma 39349 eftir kl. 18. Ódýrt Til sölu „Varía“ skrifstofuhúsgögn. Raðstólar og borð, skíði, skíðaskór og bindingar á 8-10 ára. Sinclair Spectrum plús tölva ásamt rúmlega 100 leikjum, blöðum og bókum, selst á gjafverði. Sími 16664, eftir kl. 16. Hjálp Er einhver sem tekur að sér að sauma úr leðri?, þá vinsamlegast hringið í síma 44919 eftir kl. 16. Til sölu Volvo árg. ’72. Skoðaður ’86. Gott gangverk, útvarp fylgir. Verð kr. 35.000. Uppl. í síma 84370 og 685100. Óska eftir ódýrum ísskáp eða jafnvel gefins og ennfremur ryksugu. Uppl. í síma 45196. Til sölu Hálfsíður ullarjakki á kr. 4.000. Uppl. í sím 11257, eftir kl. 16. Fæst gefins 2 pottofnar fást gefins. Uppl. í síma 13226. Nagladekk til sölu á Fiat Panda. Sími 15075. Hansahillur óskast Óska eftir að kaupa hansahillur. Uppl. ísíma 17807. Svefnbekkur óskast Mig vantar svefnbekk og hillur eða skáp í barnaherbergi. Uppl. í síma 611354, eftir kl. 18. Vantar lítið s/hv. sjónvarp Sími 27461. Saumið jólafötin á börnin Nokkur pláss laus á námskeið í barnafatasaum, sem byrjar laugar- daginn 15. nóv. í Templarahöllinni v/Egilsgötu. Uppl. í síma 16059 eða 17639, eftir kl. 19. Sigrún Guð- mundsdóttir, kennarl og hönn- uður. Til sölu eldavél með 2 hellum. Uppl. í síma 681333. Þjóðviljinn. Borgar- starfsmenn Fundur að Grettisgötu 89,4. hæð, í kvöld, þriðju- dag kl. 20.30, vegna þeirra sem ekki geta sótt vinnustaðafundi. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar FRA MENNTAMALARAÐUNEYTINU. LAUS KENNARASTAÐA Menntaskólann á Egilsstöðum vantar stærðfræðikennara frá ára- mótum. Umsóknarfrestur til 10. desember. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið. VfÐHORF Strandhögg en í Sjálfstæðisflokknum. Það er því full ástæða til að biðja fyrir sér ef Viðreisnarstjórn verður að veruleika eftir alþingiskosningar. „Stofnið eigið“ Þriðja ástæðan er sú, að eftir rúmlega þriggja ára setu ríkis- stjórnarinnar, og a.m.k. jafnlangt niðurlægingartímabil verkalýðshreyfingarinnar, er málum svo komið að trúin á ein- karekstur og frelsishugtak frjáls- hyggjunnar hefur tekið sér bólf- estu í brjóstum ótrúlegs fjölda fólks. Mottó dagsins er að „stofna eigið“ og stunda síðan kaup og sölu baki brotnu. Maður opnar ekki svo dagblað að þar sé ekki auglýsing eða frétt um nám- skeið þar sem kennd eru undir- stöðuatriði í rekstri einkafyrir- tækja. í öllu þessu einkafári er ríkjandi viðhorf til venjulegs launafólks, sem fær greitt sam- kvæmt töxtum, að verða svipað og til leigjenda eða: fólk sem hef- ur orðið undir í lífinu sökum hæfileika- og/eða atorkuleysis. Menn geta t.d. tæpast valið sér barnaskólakennslu að ævistarfi ef þeim er annt um sjálfsvirðingu sína. Þessi viðhorf eru eðlileg af- leiðing af láglaunastefnu stjórnvalda um langt árabil, gengdarlausum kjaraskerðingum ríkisstjórnarinnar og aðgerðar- leysi verkaýðshreyfingarinnar. Allt hefur þetta vegið svo að sjálfsímynd launafólks og já- kvæðri afstöðu til vinnunnar að lengra verður tæpast komist. Þegar verkamaðurinn er ekki ta- linn verður launanna þá er tæpast ástæða til að leggja fram vinnu- aflið. Efnahagaslegt misrétti Þessi þróun hefur á ör- skömmum tíma skapað þann jarðveg sem frjálshyggjan fær þrifist í. Þegar ríki og borg hafa svelt starfsfólk sitt nógu lengi í launum fer það að hugsa sér til hreyfings. Allir millihóparnir, sem fram til þessa hafa staðið vörð um rétt fólks til góðrar fé- lagslegrar þjónustu þar em allir sitji við sama borð, eru nú á hrað- ferð út í einkareksturinn. Margir kennarar ræða af alvöru um að stofna einkaskóla eða gerast verktakar hjá ríkinu, sem auðvit- að yrði ekki án fjárútláta fyrir foreldra. Sérkennarar leita út úr skólunum með þjónustu sína við börn sem eiga í námsörðug- leikum og foreldrar borgar brús- ann. Félagsráðgjafar og sálfræð- ingar gerast æ umsvifameiri í rekstri ýmiss konar ráðgjafar- þjónustu fyrir einastaklinga sem greiða hana fullu verði. Meðal heilbrigðisstétta eru uppi hug- myndir um að gerast verktakar hjá ríkinu og svona mætti lengi telja. Á sama tíma og hin félags- lega þjónusta er að liðast í sundur og er tæpast fær um að mæta brýnustu þörfum fólks, er að verða til verulega góð þjónusta á ýmsum sviðum fyrir þá sem geta greitt fyrir hana. Samþykkt borgarstjórnar um dagvistarheimilin er stefnumörk- un sem gengur í þessa sömu átt. Nái hún fram að ganga er búið að skipa nýjan farveg fyrir einka- rekstur á sviði félagsmála og þá er það aðeins spurning um tíma hve- nær flóðgáttirnar opnast. Þess vegna er þetta stefnumörkun í anda frjálshyggju og sem slík bein ógnun við það félagskerfi sem náðst hefur fram fyrir þrot- lausa baráttu fyrri kynslóða. Fé- lagskerfi sem þrátt fyrir augljósa galla byggist þó á þeirri hugmynd að jafna skuli aðstæður fólks í stað þess að auka á efnahagslegt misrétti. Félagshyggja á undanhaldi Það er því miður staðreynd að hugmyndafræði frjálshyggjunnar er og hefur verið í sókn í samfé- laginu. Frjálshyggjumenn hafa náð þeim undirtökum í allri þjóðfélagslegri umræðu sem vinstri menn höfðu fyrir 10-15 árum. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á það fólk sem er að vaxa úr grasi í dag heldur líka fjölmarga sem til skamms tíma trúðu á fé- lagshyggju, efnahagslegt jafnrétti og samstöðu með þeim sem eiga erfiðast updráttar í samfélaginu. Þessi trú hefur dofnað verulega og margir hafa dregið sig inn í skel sína eða tekið upp daður við frjálshyggjuöflin í skjóli þess að betra sé að veifa röngu tré en öngu. Félagshyggju- flokkar og hreyfingar hafa átt af- skaplega fá svör við þessari þró- un. Þau standa ráðþrota gagnvart ungu kynslóðinni og reyna að halda í sitt fólk með því að veifa svikastimplinum yfir hausa- mótum þeirra sem verður hált á svellinu. Það þarf þó engan að undra þó ýmsum skriki fótur á félagshyggj- unni ef tillit er tekið til þess hversu lítið er við að styðjast. Það er lítil stoð í þeim hjaðningarvíg- um og pólitíska fjaðrafoki sem einkennir félagshyggjuflokkana - ekki síst fyrir kosningar. Hug- myndafræðin er horfin í skugg- ann af mönnum og málum sem hægt er að skora mörk út á, svo notað sé pólitískt slanguryrði karla. Fyrir bragðið eru grund- vallarhugmyndir flokkanna löngu fallnar í gleymskunnar dá og fulltrúar þeirra þar af leiðandi gersamlega ófærir um að halda lífinu í - hvað þá tendra - hug- sjónaeldinn í brjóstum fólks. Það sama gildir um forystumenn í verkalýðshreyfingunni sem hafa nú setið og reiknað í þrjú ár með- an stjórnvöld hafa farið strand- högg um flest það sem skiptir af- komu launafólks máli. Eigum við samleið? Allt þetta er rótin að því hugar- angri sem ég vék að í upphafi greinarinnar. Hugarangri sem ekki hefði kviknað ef samþykkt borgarstjórnar hefði verið gerð fyrir nokkrum árum, vegna þess að þá hefði hún fallið í allt annan og grýttari jarðveg. En það er önnur saga. Verkefni dagsins, sem þolir enga bið, er að finna rétt andsvar við frjálshyggjunni. Það svar liggur ekkert í augum uppi. Þeir sem um þetta hafa fjallað á undanförnum misserum hafa tal- ið það helst til ráða að sameina allt félagshyggjufólk í einum flokki. Að mínu viti leysir það engan vanda. Lausnarinnar á til- vistarkreppu félagshyggjufólks er ekki að leita í formi heldur innihaldi. Það sem háir því öðru fremur er skortur á hugmynda- fræðilegri umræðu. Hún hefur ekki verið til staðar eða náð eyrum fólks í fjöldamörg ár ef undan er skilin sú kvennapóli- tíska umræða sem tilurð Kvenna- framboðsins hleypti af stað fyrir fimm árum. Sú umræða snerist öðru fremur um hugmyndafræði og hún blés nýju lífi í kvenna- hreyfinguna og styrkti sjálfs- ímynd hennar. Þetta gerði það að verkum að konur sem áður höfðu haldið að sér höndum komu til liðs við hreyfinguna. Það vantar ferskleikann og neistann í félagshyggjuna og þá ekki síður leiðir til lausnar á vandamálum samtímans. Orð eru til alls fyrst og það er löngu tímabært að félagshyggjufólk, innan sem utan flokka, gefi sér tóm til að ræða samtíðina og setja sér markmið fyrir framtíðina. í mínum huga er það meginatriði að félagshyggjufólk átti sig á því hvort það á samleið í baráttunni gegn frjálshyggjuöflunum eða hvort það er nafngiftin ein sem sameinar það. 1 þessu sambandi hefur verkalýðshreyfingin, menntafólk og blöð og tímarit félagshyggjufólks lykilhlutverki að gegna. Ef þessir aðilar geta hrist af sér doðann og fjötra þröngra sérhagsmuna er von til þess að hægt sé að blása eldi í kulnaðar glæður félagshyggjunn- ar. Inglbjörg Sólrún Gísladóttlr borgarfulltrúi Kvennallstans. Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnumst hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 Lestu aðeins stjomártrli klin? DJÚÐVIUINN Höfuðmálgagn stjómarandstöðunnar Áskrittarsmii (91) 68 13 33. 6 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Þriójudagur 11. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.