Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Hvalur hf. Aðkoman var Ijót Verulegarskemmdir unnar íhvalstöðinni íHvalfirði. Jafnvel talið líklegt að íslendingar hafi verið að verki. Helgi Jónsson verkstjóri: Líklega miljónatjón Þetta var ljót aðkoma. Ég hef trú á að tjónið sem hér hefur orð- ið velti á miljónum, sagði Helgi Jónsson verkstjóri hjá Hval h.f. í Grœnfriðungar Fordæma Sea Shephard „Grænfriðungar fordæma skemmdarverk Sea Shephard harðlega og við viljum taka það sérstaklega fram að við beitum aldrei ofbeldi við mótmælaað- gerðir okkar“, sagði Jakob Lagerkranz alþjóðlegur talsmað- ur Greenpeace-samtakanna í London í samtali við blaðið í gær. „Paul Watson var meðlimur Greenpeace fyrir mörgum árum en yfirgaf samtökin árið 1978 vegna þess að hann vildi nota of- beldi en það getum við ekki sam- þykkt“, sagði Lagerkranz. „Að- gerðir hans á íslandi nú um helg- ina hafa skaðað málstað hvalfriðunarsinna og við höfum áhyggjur af því að þetta hafi slæm áhrif á almenningsálitið, bæði á íslandi og víðar. Rök og frið- samleg mótmæli hafa verið aðal- vopn okkar í baráttunni gegn hvalveiðum en því miður höfum við ekki náð nógu góðum árang- ri. Grænfriðungar munu halda áfram að mótmæla hvalveiðum í vísindaskyni en við munum aldrei nota til þess ofbeldi líkt og Paul Watson.“ Aðspurður vildi Lagerkranz ekki upplýsa hvort Grænfriðung- ar hyggjast efna til einhvers kon- ar aðgerða hérlendis fljótlega til þess að mótmæla hvalveiðum, en sagði að baráttan héldi áfram. -vd. Hvalfirði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, en hann og Ingvi Böðv- arsson, sem einnig er verkstjóri hjá fyrirtækinu, uppgötvuðu fyrstir að unnin höfðu verið skemmdarverk í hvalstöðinni í Hvalfirði. Talsverðar skemmdir voru unnar í stjórnstöð fyrirtækisins, dýr tölvubúnaður eyðilagður og mælar brotnir. Ljósavélar voru skemmdar og einnig fóru skemmdarverkamennirnir í að- setur verkstjóra og gengu þar berserksgang að því er virðist. Ljóst er að tjón hefur orðið tal- svert mikið í krónum og aurum talið. Rannsóknarlögreglan kom á staðinn milli kl. 10 og 11 í gær, rúmum klukkutíma eftir að þeir Helgi og Ingvi komu til vinnu, og komust að raun um hvað gerst hafði. Rannsóknarlögreglumenn vildu ekkert tjá sig um rannsóknina í gær. Telja verður líklegt að verkið hafi verið unnið aðfaranótt sunnudagsins. Jónas Guðmunds- son gröfumaður var við vinnu við stöðina til kl. 20.30 á laugar- dagskvöldið og fullyrðir að fram að þeim tíma hafi enginn farið inn í stöðina. Hann sagði í gær að hann hefði verið í góðri aðstöðu til að fylgjast með, en ekki orðið var við neitt. Ingimar Magnússon vélvirki hjá Hval h.f. taldi víst að þeir sem þarna voru að verki hafi haft ein- hverja þekkingu á vélum og greinilega lagt nokkra vinnu í að eyðileggja til að mynda ljósavél- arnar. „Þeir eru nú 20 árum of seinir með ljósavélarnar, því þær eru ekki notaðar lengur", sagði Ingimar. Viðmælendur Þjóðviljans álitu að verknaðurinn hefði tekið nokkuð langan tíma, allt að einni klukkustund, en eins og áður segir liggur ekkert fyrir um hverj- ir þarna voru að verki, hvenær þeir létu til skarar skríða eða hver var tilgangur þeirra. Ekki er úti- lokað að lslendingar hafi verið að verki og telja sumir það jafnvel líklegra en að þarna hafi verið erlendir liðsmenn Sea Shephard. -gg Helgi Jónsson skoðar sig um í afdrepi verkstjóra í hvalstöðinni. Hann kom fyrstur að stöðinni eftir að skemmdarvargarnir höfðu unnið sitt verk. Mynd E.OI. Paul Watson Anægður með dagsveikið Paul Watson: Skemmdirnar í Hvalstöðinni unnar afSea Shephard. Látum til skarar skríða aftur. Hópurinn að baki skemmdarverkunum ímarga mánuði í landinu við undirbúning. Við lýsum skemmdunum í Hvalstöðinni í Hvalfirði á hendur okkur, sagði Paul Watson formaður Sea Shephard samtak- anna i samtali við blaðið í gær. „Samtökin munu láta til skarar skríða aftur“, sagði Watson, og Lsagðist jafnframt ekki neita því 'að það yrði í frystihúsi Hvals hf. í Hafnarfirði. Hann sagði að nokkrir íslendingar væru í Sea Shephard en neitaði að segja hvort þeir hefðu átt þátt í skemmdarverkunum. Hann sagði að hópurinn sem var að verki hefði verið á íslandi við undirbúning í marga mánuði. „Það má vel vera að við höfum beitt ólöglegum aðferðum en ís- lendingar eru glæpamenn og hvalveiðar þeirra eru ólöglegar" sagði Watson. „Ég verð hæst- ánægður ef okkur verður stefnt því það beinir enn meiri athygli að okkur og málstað okkar og það er það sem við sækjumst eftir. Hvað varðar framsais- kröfur þá er enginn grundvöllur fyrir slíku og ég trúi því ekki að farið verði fram á slíkt. Mennirn- ir sem unnu verkin eru þegar komnir tii lands sem mun ekki framselja þá og öryggi þeirra er tryggt." Watson var meðlimur Green- en Forsœtisráðherra Handvömm hjá lögreglunni Ríkisstjórnin fœr skýrslu í dag. Steingrímur Hermannsson forsœtis- ráðherra: Vil fá svör við spurningum Manni hlýtur að detta hand- Nú árdegis verður lögð fyrir ríkisstjórnina skýrsla um við- brögð löggæslunnar við skemmd- arverkunum sem unnin voru í Reykjavíkurhöfn og í Hvalfirði um helgina. Það er Steingrímur Hermannsson, sem einnig gegnir störfum dómsmálaráðherra nú sem óskaði í gær eftir því að ráðu- neytisstjóri dómsmálaráðuneytis- ins tæki þessa skýrslu saman og yfirheyrði alla þá sem nálægt málinu hefðu komið. Sjálfur frétti forsætisráðherra ekki af skemmdarverkunum í Reykjavíkurhöfn fyrr en undir hádegið í gær. Það eru tvær meg- inspurningar sem vakna og við þeim vil ég fá svör, sagði hann. f fyrsta lagi - Hvar var vakt Hvals hf.? Af hverju var vaktmaðurinn í ysta skipinu, en ekki í því sem næst var bryggjunni, og hvernig gátu mennirnir athafnað sig í Hvalfirðinum í lengri tíma óséðir og óáreittir. Þetta snýr að fyrir- tækinu sjálfu. í öðru lagi: - var kaliað strax á lögregluna og ef svo er - hvað gerði lögreglan annað en að kalla á slökkviliðið? Það er eins og engan hafi grunað að hér væri neitt óeðlilegt á seyði, þó tveir bátar sökkvi í höfninni, og tíminn er látinn líða við tilraunir við að dæla upp úr þeim, meðan mennirnir komast úr landi. vömm í hug, sagði forsætisráð- herra. Loks sagði hann nauðsyn- Iegt að svara spurningunni hvort hægt hefði verið að koma við leit eða snúa flugvélinni til baka ef menn hefðu haft rökstuddan grun um að tveir farþeganna væru viðriðnir skemmdarverkin í tíma. Steingrímur Hermannsson sagðist að lokum ekki geta flokk- að Sea-Shephard hópinn undir náttúru- eða umhverfisverndar- menn. „Ég hef samúð með nátt- úruverndarmönnum og tel brýnt að hvalastofnarnir verði ekki of- veiddir“, sagði hann. „Aðgerðir Sea Shephard manna eiga ekkert skylt við það. Þær eru óverjandi með öllu“. -ÁI peace samtakanna til 1978 sagði sig úr þeim vegna ósamkomulags um aðferðir. Greenpeace hefur fordæmt skemmdarverk Sea Shephard harðlega. „Ég er orðinn hund- leiður á því að Greenpeace ford- æmi sífellt það sem ég er að gera“, sagði Watson. „Aðferðir þeirra hafa ekki skilað árangri og auk þess græðir Greenpeace á hvalveiðum. Á meðan þær halda áfram geta þeir safnað fram- lögum svo skiptir þúsundum doll- ara frá almenningi. í samtökum okkar eru 10.000 félagar og þeir sem starfa með okkur eru allir sjálfboðaliðar.“ Watson sagði að áhersla hefði verið lögð á að skaða ekki fólk í aðgerðunum og þess vegna hefði Hval 8 ekki verið sökkt, þar sem vaktmaður var um borð. „Til- gangur okkar er fyrst og fremst að framfylgja lögum sem banna hvalveiðar og íslendingar hafa sjálfir samþykkt", sagði Watson. „Við höfum skaðað efnahag fyrirtækisins sem stendur að baki veiðunum, og náð heimsathygli. Það má kalla okkur sjóræningja en ég bendi á að það þarf greini- lega slíka til að berjast við sjó- ræningjaþjóð einsog íslendinga. Ég er ánægður með dagsverkið.“ -vd. NÆTURGRILUD SÍMI 25200 sx/6 ^ /jf 4V- -- - -- ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.