Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Sögulegum aöalfundi miöstjórnar Alþýöu- bandalagsins lauk á sunnudaginn. Meö honum má segja að barátta flokksins fyrir næstu al- þingiskosningar sé hafin af krafti. Þar voru lagöar þær línur sem barátta komandi mánaöa mun fylgja. Á fundinum voru samþykktar nýjar áherslur sem mjnu setja verulegt mark á stefnu flokksins og störf á komandi misserum. Og þaö er rétt aö undirstrika, aö sá nýi tónn sem sleginn var á fundinum átti djúpan og almennan hljómgrunn á meðal miöstjórnarmanna hvaöanæva aö af landinu. Meðal þeirra ríkti víðtæk samstaða um aö ydda stefnuna, gera hana markvissari, sam- tímis því aö gerðar voru merkar áherslu- breytingar aö undangengnum miklum og alvar- legum umræöum, sem mikill fjöldi fundar- manna tók þátt í. Þetta sýnir, aö innan Alþýöubandalagsins rík- ir nú skilningur á því aö þaö þarf aö opna flokk- inn fyrir kröfum nýrra tíma. Þar er vilji fyrir því að aðlaga hann aö þjóöfélagi, sem er sífelldum breytingum undirorpiö, og kallar því á ný vinnu- brögö. Helstu niöurstööur miöstjórnarfundarins voru í meginatriðum þrjár: í fyrsta lagi var lögð fram ítarleg greinargerð um efnahags- og atvinnumál, sem verið hefur í stöðugri vinnslu innan flokksins í hartnær tvö ár. Færustu sérfræðingar hafa þar lagt gjörva hönd aö verki, og tæpast hefur nokkur stjórnmála- flokkur á íslandi lagt jafn traustan grunn aö Ný jafnaðarstjóm stefnumótun í efnahags- og atvinnumaium. Þetta er í rauninni einskonar þjóðhagsáætlun AB og þaö er sérstök ástæöa til aö fagna þess- um áfanga. í annan staö markaði fundurinn skelegga stefnu um einangrun og brottför ameríska hers- ins. Kjarninn í stefnunni er sá, að umsvif hers- ins veröi skipulega takmörkuö, dregið úr mann- afla og tækjabúnaði, og herinn smám saman einangraður menningarlega og efnahagslega. Samfara þessu verði svo hrint í framkvæmd öflugri áætlun um uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Það er ekki hægt aö horfa fram hjá þeirri staöreynd, aö herinn veitir fjölda manns á Suöurnesjum atvinnu. Einungis meö því aö treysta atvinnulíf í héraöinu er hægt aö veita því fólki annars konar atvinnu þegar herinn fer, og krafan um brottför hersins veröur því aöeins trúveröug að Alþýðubandalagið bendi á leiðir í þeim efnum. í þriöja lagi var svo gerð söguleg samþykkt um að stefna beri aö því aö sameina jafnaðar- og félagshyggjumenn allra flokka í næstu ríkis- stjórn, sem yröi sannkölluð ný jafnaðarstjórn. Jafnframt er því ótvírætt hafnað aö Alþýöu- bandalagiö taki þátt í einhvers konar ríkisstjórn meö Sjálfstæöisflokkinn innanborös. Þannig er Alþýðubandalagið oröiö eini valkostur þeirra, sem vilja við næstu kosningar tryggja aö íhaldiö sitji ekki lengur að landsstjórninni. Þaö er Ijóst, að nú blasir viö aö Sjálfstæðis- flokkurinn hyggst sitja áfram í ríkisstjórn, annaö hvort meö aðstoð Framsóknarflokksins eöa Al- þýöuflokks. Eini valkosturinn við slíkt mynstur, þar sem Sjálfstæöisflokkurinn væri þungamiðj- an í stjórnarsamstarfi, er ný jafnaðarstjórn. Þaö er rétt að minna á, aö 1971 fékk stjórnar- andstaðan, sem þávar Alþýðubandalag, Fram- sókn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, hreinan meirihluta í kosningum. í kjölfariö uröu sannkölluð straumhvörf í öllum hinum helstu málum sem snerta velferð þjóöar. Að látinni samstjórn Framsóknar og íhalds 1978 skorti ekki nema þrjá þingmenn upp á hreinan meirihluta A-flokkanna. Og nú sýna skoðanakannanir ótvírætt aö nýr sigur stjórnar- andstööuflokka sem kenna sig viö félagshyggju og jöfnuö, A-flokkanna og Kvennalista gæti aö loknum næstu kosningum leitt til myndunar nýrrar jafnáðarstjórnar. Meginverkefni slíkrar stjórnar yröfaö nýta góöæriö til að jafna lífskjör íslendinga svo um munaði. Einmitt vegna góö- ærisins og þeirra möguleika sem þaö felur í sér, er svo. mikilvægt aö jafnaðarmenn í öllum flokk- um geri sér grein fyrir því sögulega tækifæri sem nú blasir við. Vilji menn leggjast gegn ríkisstjórn sem hefur Sjálfstæöisflokkinn aö þungamiöju er í rauninni enginn valkostur nema aö styöja slíka jafnaöar- stjórn. En þá skulu menn gera sér grein fyrir því aö ný jafnaðarstjórn veröur aldrei aö veruleika, nema Alþýöubandalagiö vinni mikinn sigur í næstu kosningum. - ÖS KLIPPT OG SKORID Friður og mannréttindi Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins um síðastliðna helgi fjallar að mestu leyti um sambúð- arvanda risaveldanna og líkur á því, að þau geti samið sín á milli um meiriháttar niðurskurð kjarn- orkuvígbúnaðar. Höfundur Reykjavíkurbréfs grípur til þess, að efast um gildi samninga við Sovétmenn um vígbúnað á þeirri forsendu fyrst og fremst, að Sovétmenn virði ekki mannrétt- indi. Þennan vanda orðar höf- undur Reykjavíkurbréfs á þessa leið: „Ráðamenn Sovétríkjanna hafa undirritað alþjóðasamninga, sem skuldbinda þá til að virða mannréttindi, en þeir samningar eru dauðir bókstafir. Má þá ekki alveg eins búast við því að sama gildi um afvopnunarsamninga?“ Það skal ítrekað hér, að við Þjóðviljamenn höfum síður en svo eitthvað á móti því að friðar- mál og mannréttindi séu saman tengd. Þegar ágætur kaþólskur biskup í Brasilíu, Helder Cam- ara, var nefndur til friðarverð- launa (og fór þá ekki sem skyldi) -þá reyndum við hér á blaðinu að blása til herferðar sem kalla mætti ekki óviturlegrar nafni en þessu hér: „Friður er meira en vopn þegi“. En á hitt er að líta, að við búum í heldur leiðinlegum heimi. Ætli það séu ekki hundrað og sextíu eða sjötíu ríki í Sameinuðu þjóð- unum, og öll hafa þau undirritað göfuga mannréttindaskrá - síðan getur hver sem er skemmt skratt- anum í sjálfum sér við að safna dæmum um að mannréttindin sem Sameinuðu þjóðirnar telja sig byggja á séu ekki virt í sæmi- legum mæli nema af þriðjungi að- ildarríkja eða svo. Okkar skylda Og hvað skal þá gera? Fallast á það fyrirfram, að í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna hafi mark- ið verið sett svo hátt, að ósk- hyggjan geti aldrei komist í sæmi- leg tengsli við veruleikann? Nei. Hinn möguleikinn er alltaf fyrir hendi að nota þá „varaþjónustu“ við mannréttindamál, sem öll að- ildarríki SÞ hafa gengist undir, til þess að trufla ró hinna valdglöðu, til að nota þann vettvang sem al- þjóðleg samtök eru til að létta hlutskipti þeirra sem rangindum, ofbeldi og pyntingum sæta. Öllum ber okkur skylda til að hafa okkur í frammi í þessum málum. Og fer þá best á því, að hver geri það sem sýnist erfiðast - að róttækir sósíalistar hafi uppi kröfur um málfrelsi og samtaka- frelsi og fleira gott og nauðsyn- legt einmitt í þeim ríkjum sem kenna sig við byltingu og sósíal- isma. Eins fer vel á því, að borg- aralegir lýðræðissinnar hafi sig öðrum fremur í frammi, þegar til dæmis tvíflokkaþingræði er haft að yfirbragði til þess að fela grimma réttindasviptingu sem m.a. brýst fram í því, að einka- lögreglu hinna ríku eru gefnar frjálsar hendur um að kveða nið- ur „gagnrýni" hinna fátæku með morðum, nauðgunum og brenn- um. Að fylgja eftir En þá er komið að seinni hlut- anum í spurningunni: „Má ekki alveg eins búast við því að hið sama gildi um afvopnunarsamn- inga?“ Þetta er mjög athyglisverð spurning. En hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá telur þessi Klippari hér að það sé ekki jafn erfitt að fylgja eftir ákvæðum um vígbúnað og um mannréttindi. Því miður eru mannréttinda- mál ekki aðeins partur af siðferð- islegri tvísýnu: Vesturveldin segja, að sá sem ekki fær að birta skoðanir sínar á prenti sé mann- réttindum sviptur - og Austan- verar svara með því að segja, að sá sem hefur verið atvinnulaus lengi sé svo illa kominn í mann- réttindamálum, að honum detti ekki málfrelsi í hug. Báðir hræsna - hvor með sín- um hætti. En það ætti út af fyrir sig ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að semja um afvopnunarmál. Afvopnunarmál hafa, þrátt fyrir allt, þann kost, að þegar menn velta fyrir sér líkum á því, að samið verði um þau, þá geta þeir að minnsta kosti huggað sig við það, að þar er um að ræða svið þar sem miklu auðveldara er að prófa framkvœmd samkomulags en á þeim mikilvægu og nauðsyn- legu sviðum sem snúin eru saman úr hinum „mannlegu þáttum“ mannréttindavandans. Tökum dæmi. Borin er fram djörf tillaga, sem gerir ráð fyrir því, að á nokkrum árum sé niður skorinn um helming eða svo allur kjarnorkuvígbúnaður. Gorbat- sjof hefur talað á þessum nótum, og gamlan hund í blaðamennsku minnir, að Georg Kennan, bandarískur sendiherra í Dehli og víðar, hafi reifað svipaðar hugmyndir hér áður fyrr. Þetta er gott og blessað og jákvætt. Og spurningin er þá fyrr og síðar þessi: er hægt að skapa það eftirlit með niðurskurði kjarnorkuvíg- búnaðar, sem báðir treysta? Vesturveldin hafa lengi haldið því fram, að hér stæðu aðilar ójafnt að vígi. f Natóríkjum fái friðarhreyfingar að safna upplýs- ingum um allskonar atómstöðvar og efla til mótmæla gegn þeim. Meðan friðarsinnar í Sovétblökk- inni fái aðeins að mótmæla þeim sömu vopnabúrum fyrir vestan. Við skulum viðurkenna það fús- lega - þessi munur er til, þótt hann sé sem betur fer ekki eins hrikalegur og áður fyrr. Líka í Austur-Evrópu er að skapast al- menningsálit sem ekki tekur til- kynningar herstjóra góðar og gildar. En mestu skiptir þó, að fjarskiptatækni nútímans hefur sem betur fer þrengt kosti hins persónulega og siðferðilega mats - eða réttara sagt: styrkt það með raunverulegum eftirlitsmögu- Ieikum, sem einnig vestrænir sérfræðingar eru reiðubúnir til að viðurkenna þegar vel liggur á þeim. DJÓÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsv son. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason. Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga ðíausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Hú8móðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, simi 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í jausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð a mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN , Þriðjudagur 11. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.