Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ SUÐURLAND Forval 14. og 15. nóvember Fyrri umferð forvals Alþýðubandalagsins á Suðurlandi vegna alþingis- kosninga fer fram dagana 14. og 15. nóvember. Kjörstaðir verða opnir 16-22 báða dagana. Kosið verður hjá formönnum félaganna nema annað sé tekið fram. Þeir eru: Vestmannaeyjar: Guðmundur Jensson Hólagötu 32, s. 98-2126. Kjör- staður verður í Hólshúsi (Kreml). Selfoss: Anna K. Sigurðardóttir Laufhaga 15, s. 99-2189. Kjörstaður verð- ur í Alþýðubandalagshúsinu Kirkjuvegi 7. Þorlákshöfn: Elín B. Jónsdóttir Haukabergi 6, s. 99-3770. Kjörstaður verður á skrifstofu Stoð s/f Unubakka. Stokkseyri: Ingi S. Ingason Eyjaseli 7, s. 99-3479. Uppsv. Arnessýslu: Unnar Þ. Böðvarsson Reykholti, Biskupstungum, s. 99-6831. Vestur-Skaftafellssýsla: Margrét Guðmundsdóttir, Vatnsskarðshólar, Mýrdalshreppi, s. 99-7291. Hverageröl: Magnús Ágústsson, Lindarbrekku, s. 99-4579. Rangárvallasýsla: Upplýsingar hjá: Einar Sigurþórsson Háamúla, s. 99- 8569 og Guðrún Haraldsdóttir Þrúðuvangi 9, Hellu, s. 99-5821. Utanskjörstaðaatkvæðagreiðsla stendur frá 8. nóvember. Kosið verður hjá formönnum og á aðalskrifstofu Ab Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Flokks- mönnum er bent á að kynna sér forvalsreglur hjá stjórnum félaganna. Fyrir hönd stjórnar kjördæmisráðs: Einar Birgir Steinþórsson, Vestmannaeyjum, hs. 98-2960 og vs. 98-1079. Sveitarstjórnarmenn AB og áhugamenn um sveitarstjórnarmál Fundur Byggðamanna Byggðamenn halda fúnd í Miðgarði, Hverfisgötu 105 Rvík. 19. nóvember. Fundurinn hefst kl. 20. Dagskrá: 1) Frumvarpsdrög um breytingu á tekjustofnalögum. Fjallað verður sérstaklega um fasteignagjöld, útsvör og jöfnunargjald. 2) Sam- vinna sveitarfélaga á Suðurnesjum - ný viðhorf. 3) Stjórnarkjör. 4) Önnur mál. Stjórnin. ÆSKULÝÐSFYLKINGÍN Halló, halló! Um leið og við þökkum öllum þeim sem hafa keypt af okkur happdrættis- miða, minnum við þá sem eiga gíróseðla upp á ísskáp hjá sér að þeirra stuðningur verður vel þeginn. DREGIÐ 1. DESEMBER N.K. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins. Utanríkismálanefnd ÆFAB Fundur verður í utanríkismálanefnd ÆFAB sunnudaginn 15. nóvember að Hverfisgötu 105 kl. 17.00. Dagskrá: 1) Skýrslur frá landsfundi SHA og aðalfundi El Salvadornefndar- innar. 2) Starfið framundan (Nánar auglýst síðar.) - Utanríkismálanefnd ÆFAB. NÁMSG AG N ASTOFN U N Vegna skipulagsbreytinga eru eftirtaldar stjórnunarstöður lausar til umsóknar. FORSTÖÐUMAÐUR FJÁRMÁLASVIÐS í starfinu felst fjármálastjórn, áætlanagerð, umsjón með bókhaldi, tölvuvinnsla og ársuppgjör. FORSTÖÐUMAÐUR NÁMSEFNISSVIÐS í starfinu felst stjórnun námsefnisgerðar, áætlanagerð og umsjón með framleiðslu námsefnis. FORSTÖÐUMAÐUR SÖLU- OG KYNNINGARSVIÐS í starfinu felst stjórnun innkaupa og sala á skólavörum, umsjón með afgreiðslu námsgagna og kynningu. Fagleg þekking áskilin, reynsla æskileg. Nánari upplýsingar veitir námsgagnastjóri. Umsókn er tilgreini menntun og fyrri störf ásamt meðmælum sendist námsgagnastjóra, Laugavegi 166, 105 REYKJAVÍK eða Pósthólf 5192, 125 REYKJAVÍK fyrir 29. nóvember 1986, merkt „Trúnaðarmál." Öllum umsóknum verður svarað. ÞJÓÐMÁL Þegar tollar lækkuðu af bílum sl. vetur rýrnuðu hlutfallsleg fríðindi öryrkja við bílakaup mjög mikið. Nú fá þeir aðeins 25 þúsund krónur aukalega í eftirgjöf og Helgi Seljan hefur með 4 þingmönnum flutt tillögu um að viðhalda fyrri réttind- um þessa hóps við bílakaup. Bifreiðakaup Öyrkjar njóti sömu fríðinda Sjaldan meiri nauðsyn en nú að viðhalda áðurfengnum réttindum þessa hóps Helgi Seljan er fyrsti flutnings- maður þingsályktunartillögu um endurskoðun á lögum og reglum um eftirgjöf bifreiðagjalda til ör- yrkja. Skal markmið endurskoð- unarinnar vera að öryrkjar njóti áfram samsvarandi fyrirgreiðslu og þeir hafa haft umfram al- menna bifreiðakaupendur varð- andi kaup þeirra á bifreiðum. í greinargerð er minnt á að til- laga þessi var flutt í lok síðasta þings en náðist ekki að koma til umræðu þá. Eftir hina almennu tollalækkun sem varð á bifreiðum í kjölfar kjarasamninga sl. vetur, er ljóst að þau sérstöku kjör sem öryrkjar hafa notið umfram al- menna bifreiðakaupendur eru úr sögunni, segir þar. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra fá öryrkjar aðeins 25 þúsund krónur aukalega í eftirgjöf og því borið við m.a. að lög heimili ekki meira. Möguleikar öryrkja til að njóta eðlilegs lífs ráðast óneitan- lega mj ög af því hvort þeir eiga og hafa til umráða eigin bifreið. Þetta hefur verið viðurkennt af löggjafanum sem félagslegt rétt- indamái og áfram ber að vinna í þeim anda. Aðstæður öryrkja eru enda þær í dag að sjaldan hefur verið meiri nauðsyn en nú á að viðhalda áður fengnum réttind- um þessa fólks. Því ber að tryggja það að þessi ákveðnu hlunnindi sem öryrkjar hafa notið umfram aðra megi haldast áfram í ein- hverju formi og því sé tillagan flutt. Ásamt Helga flytja til- löguna þingmennirnir Karvel Pálmason, Guðmundur J. Guð- mundsson og María Jóhanna Lárusdóttir. - ÁI Norðurlönd Afstaða Mattfiíasar ámælisverð Samtök um kjarnorkuvopnalaust ísland skora á alþingismenn að taka í taumana í ályktun frá framkvæmda- nefnd Samtaka um kjarnorku- vopnalaust Island eru þingmenn hvattir til að taka af öll tvímæli um kjarnorkuvopnastefnuna fyrir næsta fund utanríkisráð- herra Norðurlanda, og er afstaða Matthíasar Á. Mathiesen á síð- asta fundi ráðherranna í ágúst talin ámælisverð. Ályktunin hljóðar svo: „23. maí 1985 áréttaði Alþingi þá stefnu íslendinga að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorku- vopn og hvatti til þess að könnuð yrði samstaða um og grundvöllur fyrir samningum um kjarnorku- vopnalaust svæði í Norður- Evrópu, jafnt á landi, í lofti sem á hafinu eða í því, sem liður í samkomulagi til að draga úr víg- búnaði og minnka spennu. Þá fól Alþingi utanríkismálanefnd að kanna í samráði við utanríkisráð- herra hugsanlega þátttöku ís- lands ífrekari umræðu um kjarn- orkuvopnalaust svœði á Norður- löndum. Könnuninni skyldi vera lokið fyrir 15. nóv. 1985. í ljósi þessarar þingsályktunar hlýtur afstaða utanríkisráðherra Matthíasar Á Mathiesen, á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn hinn 14. ágúst 1986 að teljast ámælisverð, þar sem utanríkisráðherra bar fyrir sig framangreinda ályktun Al- þingis í þeim einum tilgangi, að því er virðist, að bregða fæti fyrir samþykkt danska þjóðþingsins frá 3. apríl s.á. þess efnis að skipa bæri nefnd embættismanna til að kanna möguleika á að undirbúa tillögu um Norðurlönd sem kjarnorkuvopnalaust svæði. Samtök um kjarnorkuvopna- laust ísland telja mikilsvert að ís- land sé yfirlýst kjarnorkuvopna- laust svæði og öllum þjóðum sé gert ljóst að kjarnorkuvopn verði aldrei leyfð á íslensku yfirráða- svæði eða komi þar með vilja og vitund íslenskra stjórnvalda. Samtökin skora á alþingismenn að taka af öll tvímæli í þessum efnum fyrir næsta fund utanríkis- ráðherra Norðurlanda sem halda á í Reykjavík í mars á næsta ári.“ Alþingi Neytendavernd Steingrímur J. Sigfússon hefur mælt fyrir tillögu til þingsálykt- unar um auglýsingalöggjöf til að tryggja sem best gæði auglýsinga og eðlilega og nauðsynlega neytendavernd, þ.m.t. að vernda börn og unglinga fyrir innrætandi auglýsingum. Steingrímur benti á að engin heildarlöggjöf er til um auglý- singar á Islandi. Kaflinn um neytendavernd og óréttmæta við- skiptahætti er hið eina sem hægt er að styðjast við en getur alls ekki að hans mati talist fullnægjandi m.a. hvað varðar upplýsingaskyldu seljenda, bann við villandi umbúðum, nægar og réttar upplýsingar o.fl. 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJiNN Þriðjudagur 11. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.