Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 15
Ólymp íusveitin Til Dubai á morgun Sterkasta sveitsem Islendingar hafa sent á skákmót til þessa Isjenska skáksveitin sem teflir á Olympíuskákmótinu í Dubai dagana 14. nóv.-2. des. heldur utan á miðvikudaginn kemur. Verður fyrst flogið til Lundúna, en þar skipt um flugvél og flogið til Dubai við Persaflóa. Undanfarnar vikur hefur skák- sveitin verið í mikilli þjálfun undir leiðsögu dr. Kristjáns Guð- mundssonar liðsstjóra. Hefur sveitin lagt kapp á að koma sem best undirbúin til leiks og er þetta án efa sterkasta skáksveit, sem teflt hefur fyrir fslands hönd á erlendum vettvangi. Skáksamband íslands hefur lagt sig mjög fram um að afla fjár til að standa undir þeim mikla kostnaði, sem fylgir þátttöku í Olympíumóti svo fjarri heima- högum. Margir aðilar hafa lagt þessu lið og í byrjun vikunnar kom skáksveitin ásamt farar- stjórum á fund hjá VISA ísland/ Greiðslumiðlun hf., Þar afhenti Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri VISA, 150 þús. króna framlag til Skáksambands- ins til styrktar Ólympíuliðinu, með ósk um gott gengi á mótinu. Skáksveitin ásamt liðsstjóra og forseta Skáksambandsins. LANDSBANKANS FRÁ 0G MEÐ 11. NÓVEMBER ERU VEXTIR í LANDSBANKA ÍSLANDS SEM HÉR SEGIR: INNLÁNSVEXTIR: íparisjóösbækur <jörbækur Vaxtaleiörétting v/úttekta i/erðtryggður Sparireikningur: Með 3ja mánaða bindingu Með 6 mánaða bindingu Afmælisreikningur með 15 mánaða bindingu rékkareikningar iparireikningar bundnir í 3 mán. Sparireikningar bundnir í 12 mán. Bparilán (allt að 5 mán. Sparilán til minnst 6 mán. Sérstakar veröbætur á mánuði nnlendir gjaldeyrisreikningar: Bandaríkjadollarar Sterlingspund Vesturþýsk mörk Danskar krónur Vextir alls áári 9,0 % 15,0 % 0,7 % 1,0 % 3,5 % 7,25% 6,0 % 10,0 % 11,0 % 10,0 % 11,0 % 0,75% 5,0% 10,0% 3,5% 8,5% ÚTLÁNSVEXTIR: Vextir alls áári Víxlar (forvextir) 15,75% Hlaupareikningar 16,0 % Almenn skuldabréf 16,0 % Verðtryggð lán: Lánstími í allt að 2Vi ár 5,0 % Lánstími minnst 2'Æ ár 6,0 % Landsbanki íslands Banki allra landsmanna D029238.15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.