Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 1
Spítalasalan
Ihaldsforystan í klípu
Geysileg andstaða viðsölu Borgarspítalans innan Sjálfstœðisflokks ins. Davíð mœtir andstöðu innan eiginflokks í
fyrstasinn. Albert bíður átekta. Svavar Gestsson: Fjárhagur sjúkrahúsannaírúst. Erá mótisölunni
Fyrirhuguð sala Borgarspítal-
ans til ríkisins hefur vakið upp
hatrammar deilur innan Sjálf-
stæðisflokksins. Komið hefur
upp hörð andstaða við fyrirætl-
anir Davíðs, Ragnhiidar og Þor-
steins hvaðanæva í flokknum,
m.a. í stjórn fulltrúaráðsins í
Reykjavík og í þingflokknum
sjálfum. Sótt er að þremenning-
unum frá frjálshyggjumönnun-
um í flokknum annars vegar og
hins vegar frjálslyndari arminum
eða „framsóknarmönnunum“.
Það kom fram í máli Rag'nhild-
ar Helgadóttur heilbrigðisráð-
herra á fundi með starfsfólki
spítalans í gær að þegar liggja
fyrir drög að samningi um kaup
ríkisins á spítalanum. Borgarráð
kom saman í gær, en þar sáust
þessi drög hvergi og gagnrýndi
Sigurjón Pétursson það harðlega
á fundinum í gær. Ragnhildur fór
ekkert í launkofa með að hún er
staðráðin í að setja spítalann á
föst fjárlög og allar líkur eru á að
af kaupunum verði.
Stjórn fulltrúaráðsins í
Reykjavík hefur þegar mótmælt
söluáformum flokksforystunnar
einróma. Þingflokkurinn fundaði
um málið í fyrradag og aftur í
gærkvöldi og þar varð sömuleiðis
vart mikillar óánægju. Þá hefur
stuttbuxnadeildin í SUS lagst
gegn sölunni.
Albert Guðmundsson iðnaðar-
ráðherra sagði í gær að hann teldi
rétt að fresta ákvörðun um málið
og hugsa það betur. Sumir segja
Albert einungis bíða færis með að
svífa á forystuna og koma í veg
fyrir söluna.
Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins lagðist hart
gegn sölunni á fundinum með
starfsfólki spítalans í gær. Hann
sagði það rangt að Borgarspítal-
inn væri verr rekinn en aðrir spít-
alar eins og sumir hafa haldið
fram. „Hallinn á daggjalda-
sjúkrahúsunum öllum var 500
miljónir fyrstu 9 mánuði ársins.
Þetta stafar af því að daggjalda-
nefnd hefur ekki viðurkennt
launaskriðið og aðrar hækkanir á
rekstrarkostnaði, þannig að fjár-
hagur allra sjúkrahúsa í landinu
er í rúst. Ég er á móti því að ríkið
eigi öll sjúkrahús í landinu,"
sagði Svavar.
Það er athyglisvert að Davíð
Oddsson borgarstjóri hefur nú í
fyrsta sinn mætt andstöðu innan
eigin flokks og er talið að þetta
mál muni veikja stöðu hans.
-gg
StÖð tvö
gegn greiða
Svona vinnubrögð eru að mínu
mati fyrir neðan allar heliur,
sagði Jóhann Páll Valdimarsson
framkvæmdastjóri Forlagsins í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Jóhann segist hafa fengið
hringingu frá auglýsingadeild
Stöðvar tvö fyrir helgi, þar sem
honum var boðin umfjöllun í
Sviðsljósi Jóns Óttars Ragnars-
sonar gegn auglýsingu á stöðinni.
Sá sem hringdi í Jóhann, Þórar-
inn Stefánsson, neitaði því hins
vegar alfarið í samtali við blaðið í
gær.
„Þessi starfsmaður sagði Jón
vera að undirbúa tvo næstu
Sviðsljósþætti og spurði, hvort ég
ætlaði ekki að auglýsa í tengslum
við þá. Ég spurði hvaða bækur
Jón ætlaði að fjalla um. Hann
sagði það ekki enn ákveðið, það
ylti á því hvort bækurnar yrðu
auglýstar á stöðinni eða ekki. Ég
brást illa við og spurði hvort hann
meinti með þessu að Jón veldi
bækur í þáttinn eftir því hvort þær
væru auglýstar eða ekki. Þá sagði
hann Jón a.m.k. taka mið af því,
þarna væri um að ræða greiða
gegn greiða," sagði Jóhann í gær.
Þórarinn þvertók fyrir það í
samtali við blaðið í gær að þarna
væri rétt sagt frá. „Það eina sem
fór á milli okkar Jóhanns var að
hann sagðist ekki auglýsa meira
og þar með var það mál afgreitt,"
sagði Þórarinn í gær. -gg
Rjúpur
Góð veiði
„Rjúpnaveiðin í ár er heldur
jafnari og meiri en oft áður og
margir sportveiðimenn sem hafa
farið í Borgarfjörð skjóta yfir 20
rjúpur á flugi á dag“ sagði Sverrir
Scheving Thorsteinsson skytta
við Þjóðviljann.
Sverrir sagði að atvinnumenn
sem skjóta sitjandi rjúpur næðu
yfir 40 á dag. „Það er mikill snjór
á fjöllum og ekkert æti þannig að
þær koma frekar niður“ sagði
hann. „En rjúpan er stygg þannig
að veiðin er ekki alltaf gefin þó
hún sé sýnd.“ -vd.
Þessar konur vekja þá morgunsvaefu með símanum á morgnanna: Lilja vaktstjóri og á bak við hana eru þær Ragnheiður, Rósaog Bíbí. Skiptiborðin eru um
30 ára gömul. Mynd E.OI Eandsíminn
Var ég að vekja þig?
Landsíminn vakti yfir þúsund
manns á mánudagsmorgun og
tæplega níu hundruð í gærmorg-
un, en desember er annar mesti
annamánuður kvennanna fjög-
urra sem vinna á næturvakt
Landsímans við „vakningar“.
„Desember og júlí eru verstu
mánuðirnir, og mánudagur og
föstudagur annasömustu dagarn-
ir í vikunni" sagði Lilja Halldórs-
dóttir vaktstjóri hjá Landsíman-
um í samtali við Þjóðviljann.
„Þetta tengist skammdeginu í
desember og svo skapast einhver
spenna hjá fólki fyrir jólin“ sagði
hún. „Við erum að taka niður
pantanir um vakningar til um
klukkan þrjú á nóttunni og svona
70% af fólkinu vill láta vekja sig
klukkan sjö. Hins vegar vakna nú
ekki allir þegar við hringjum og
oft erum við að reyna til klukkan
tíu. Álagið er mjög mikið hér,
stundum loga 20 ljós í einu en við
erum bara fjórar. Fólk er furðu-
lega þolinmótt við að bíða eftir að
ná sambandi við okkur en sumir
spyrja í gamni „var ég að vekja
þig?!“ En við sofum aldrei á næt-
urvaktinni.“
-vd.
Abl. Vestfjörðum
Kristinn
efstur
Kristinn H. Gunnarsson í Bol-
ungarvík varð efstur í síðari um-
ferð forvals Alþýðubandalagsins
á Vestfjörðum, en talningu at-
kvæða lauk þar í gærkvöldi.
Alls greiddu 350 manns at-
kvæði. Kristinn hlaut 198 atkvæði
í 1. sæti en 253 atkvæði alls.
Sveinbjörn Jónsson á Suðureyri
lenti í öðru sæti, fékk 165 atkvæði
í 1.-2. sæti. Þriðja varð Þóra
Þórðardóttir á Suðureyri með
232 alkvæði í 1.-3. sæti. -gg
Félag bókagerðarmanna
36 þúsund - 35 stundir
Við kynntum okkar kröfur og
Jjeir svöruðu með útlistingu á
ASI/VSÍ samkomulaginu og
sögðu að það væri sá grunnur
sem þeir stæðu á, sagði Magnús
E. Sigurðsson formaður Félags
bókagerðarmanna um fyrsta
samningafund félagsins og Félags
íslenska prentiðnaðarins sem
haldinn var í gær.
Magnús sagði að í ASÍ/VSÍ
samkomulaginu væru ýmsir agn-
úar sem brytu þvert á þeirra
samninga. T.d væri uppbygging
launakerfisins gjörólík og iðn-
nemaþátturinn í ASÍ/VSÍ
samkomulaginu væri mjög á
skjön við það sem FB hefði gert
fyrir sína iðnema. „Það er ýmis-
legt annað sem við eigum bágt
með að kyngja í ASÍ/VSÍ
samkomulaginu. T.d. því
samkomulagi sem felst í því að
semja um ákveðnar launa-
greiðslur núna í trausti þess að
annað taki við án þess að vita
nokkuð hvað það er. Það er
auðvitað þeirra mál en þetta er
dálítið eins og að kaupa köttinn í
sekknum. Fyrirheit um upp-
stokkun hafa verið gefin oft áður
án þess að þau hafi verið efnd“.
Helstu kröfurnar sem FB setur
á oddinn í þessum samningu eru
36 þúsund króna lágmarkslaun,
leiðréttingu launataxta, leiðrétt-
ingu á útreikningum orlofsprós-
entu af aukavinnu, orlofsuppbót
sem svarar 1 vikulaunum, 1 viku
orlofs að vetrarlagi, lengingu
veikindafría vegna veikinda
barna úr 1 viku í 3 vikur og loks er
lögð áhersla á kröfuna um 35
stunda vinnuviku.
-K.Ól.