Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 7

Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Einleikið á fomar dyggðir „Er það einleikið“ í Gerðubergi. Þráinn Karlsson sýnir: Varnrrœða mannkynslausnara og Gamli maður- inn og kvenmannsleysið eftir Böðvar Guðmundsson. Leikstjóri: Þórhiidur Þorleifsdóttir. Leikmynd: Jón Þórisson. Lýsing: Lárus Björnsson. Sýningarstjóri: Bjarni Ingvarsson. Þráinn Karlsson á 30 ára leikaf- mæli og heldur upp á það með því að stofna eigið leikhús, ein- leikshús. Með því færir hann sjálfum sér nýja reynslu og okkur betra tækifæri til að sjá hvað í honum býr en áður hefur gefist. Þráinn var einn þeirra sem stofnuðu Alþýðuleikhús á Akur- eyri 1975, eins og fram kom í fróðlegu viðtali við leikara og leikstjóra í síðasta helgarblaði Þjóðviljans. Þess vegna er ekkert skrítið að hann skyldi ganga í smiðju Böðvars Guðmundssonar til að sækja leikverk í afmælissýn- inguna, frægustu leikrit Alþýðu- leikhússins, Krummagull og Skollaleikur, eru einmitt eftir Böðvar. Fyrri einþáttungurinn sem Þrá- inn flytur í Gerðubergi (og víðar um land síðar) er unninn úr smá- sögu í safni Böðvars frá 1978, Sögur úr seinni stríðum. „Varnarræða mannskyn- slausnara“ er eintal læknis sem rekur samskipti sín og sjúklinga sinna á árunum fyrir og eftir síðari heimsstyrjöld. Frásögnin er sannur óhugnaður vegna þess hve þétt höfundur stendur upp við persónu sína þrátt fyrir glæp- inn sem hún hefur drýgt, glæp þess sem trúir því að hans forsjá sé öðrum fyrir bestu. Þráinn leikur hér miklu eldri mann en hann er sjálfur og markviss lýsing Lárusar Björnssonar hjálpaði honum til þess með því að dýpka andlitsskuggana. Undir lokin var eins og myndin af andliti leika- rans hertist, yrði grafísk bak við rimlana. í sögu Böðvars kemur ekki fram hvar læknirinn flytur varnarræðu sína. Þessu hefði mátt sýna trúnað með því að flytja verkið á auðu sviði eða í einu spottljósi, en leikstjóri og leikmyndateiknari kjósa að svið- setja þótt það kosti túlkun. Túlk- unin verður þó ekki einhlít og sviðsmyndin er svo hugvitsamleg að ástæða er til að þakka fyrir hana. Þegar leikurinn hefst liggur gamall maður í rúmi í hringmynd- uðu herbergi, og auga áhorfand- ans er svo blekkt að honum finnst hann horfa inn í spegil. Þetta boðar sálarspeglun læknisins og undirstrikar eigingirni og sjál- fsupphafningu persónunnar. Læknirinn er lokaður í búri - á geðsjúkrahúsi eða í fangelsi? - en hann ímyndar sér að hann sé í réttarsal með áhorfendur á alla vegu, og Þráinn gengur með veggjum hring eftir hring meðan hann flytur ræðuna. Textinn segir frá hrikalegum tíðindum og öll aukaáhersla er vandmeðfarin, og þótti mér stundum framan af jaðra við ofleik hja Þráni. En eftir því sem á leið og hlutverkið varð erfiðara óx vald Þráins á því og hápunkturinn var mikilfeng- legur. Hvar er lífsnautnin frjóa? Seinna stykkið, „Gamla mann- inn og kvenmannsleysið“, samdi Böðvar sérstaklega af þessu til- efni. Þar er það roskinn starfs- maður á olíuborpalli í Norðursjó sem segir frá um leið og hann byggir utan um sig grind, lokar sig inni í búri eins og læknirinn var í áður. Hann hefur hitt af til- viljun gamlan sveitunga sinn - þó úr Suðursíðunni - þarna á pallin- um og sá hefur komið af stað skriðu endurminniga hjá sögu- manni. Eins og læknirinn rifjar bor- pallsmaður upp fortíð þjóðar sem einu sinni vissi hvaða gildi voru góð og rétt. Báðir hafa þeir alist upp við þessi gildi, læknirinn hef- ur látið þau afskræma vitund sína en borpallsmaður hefur flúið þau. Sögumaður er úr Norðursíð- unni þar sem allt var merkilegra og betra en sunnan ár og þar sem fólkið hafði einangrast í hroka sínum og sjálfumgleði. Suðursíð- ungar pæla ekki í menningararfi, enda áttu þeir ekki sálmaskáld eins og Norðsíðungar, þeir hugsa bara um hvað borgar sig - og ekk- ert er fyrirlitlegra í augum Norð- síðunga. Hvernig stendur þá á því að byggð blómgast sunnan ár meðan býli eyðast fyrir norðan? Hvers vegna laða Suðursíðungar að sér kvenfólk meðan ekki sést kona undir sjötugu árum saman norðan ár? Skyldi það vera vegna þess að lífsmagnið býr hjá Suður- síðungum þrátt fyrir menningar- skortinn? Svör Böðvars við þessum spursmálum eru hvorki einföld né einhlít, enda eru þau stór. Hitt er ljóst að hvers konar forræðis-, hyggja er honum þyrnir í augum í báðum verkum. Hinir óskeikulu, læknirinn fórnfúsi og gamli mað- urinn, fulltrúi menningarverð- mæta í Norðursíðunni, eru hættu- legri en villiminkur. Þeir þykjast. hafa vit á en vilja hafa vit fyrir, þykjast elska en vilja drottna. Maðurinn á borpallinum var Þráni Karlssyni auðveldari við- fangs en læknirinn þótt hann gæfi ekki sömu tækifæri til stjörnu- teiks. Hann fór afar vel með tregafullan, svipmikinn texta dal- adrengsins sem er flúinn svona langt að heiman vegna þess að fortíðin varð honum ofviða, og nýtti sér frábærlega tækifæri til að bregða á leik. Létti á alvörunni með innskotum, leik í leiknum, samtölum sveitunga um brú- arsmíð, kvenfólk og ástandið í sveitinni. Hárfín samvinna leikara og leikstjóra. Galli er á seinna verkinu sem einleik að maðurinn á borpallin- um hefur ekkert tilefni til að rifja sögu sína upp upphátt - þar er fyrra verkið betur rökstutt. Ef verkiþ væri ekki samið fyrir einn leikara hefði höfundur máske gert tílut Suðursíðungsins meiri pg leyft honum að ræða við gamla sveitungann í eigin persónu. Það hefði styrkt innri byggingu þátt- arins. Það hefði þó engu breytt um mikilvægi þessara leikverka. Þau velta upp stórum málum sem öllum er hollt að gefa gaum, þau komast að óvæntum niðurstöð- um og einkum er seinna verkið óvægið og nærgöngult við heilög vé íslenskrar menningar. Silja Aðalsteinsdóttir G. Margrét Óskarsdóttir Fær furutréð að ilma? D. M. Thomas. Hvíta hótelið. Frjálst framtak 1986. Ég hef fylgst af athygli með bókenntagagnrýni dagblaða und- anfarin ár. Oftar en ekki hefur sú gagnrýni og umfjöllun verið mér sem og öðrum til mikils gagns. Að vísu er það svo að síðustu vik- ur fyrir jól hellist yfir mann jóla- bókaflóðið margnefnda og því öllu erfiðara um vik að fylgjast grannt með. Þá vill oft fara svo að þeir höfundar, þýðendur og for- lög sem gagnrýnendur þekkja lítið eða ekkert verða útundan. Ein slík bóka virðist nú hafa lent utangarðs hjá gagnrýnend- um. Þar sem ég tel að þessi bók hljóti að hafa mikil áhrif á alla bókmenntaunnendur vil ég leyfa mér að vekja athygli á henni. D. M. Thomas er höfundur Hvíta hótelsins, sem verið hefur metsölubók víða um lönd. Fyrir hana hefur hann hlotið margs- konar verðlaun og viðurkenning- ar, enda bókin þýdd á fjölmörg tungumál og gagnrýnendur stór- blaða hafa keppst um að ljúka á hana lofsorðum. Hvíta hótelið er saga sjúkrar konu - en um leið saga helsjúkrar heimsálfu, Evrópu. Anna G. og Lísa Erdmann - sem eru ein og sama persónan - standast ekki þær kröfur sem umhverfið gerir til þeirra. Anna-Lísa getur ekki viðurkennt frammi fyrir þeim karlmönnum sem ríkja yfir lífi hennar - föður sínum, ást- mönnum, eiginmönnum og allra síst fyrir sjálfri sér- að hún elskar þá ekki. Sé hún yfirleitt fær um að elska, þá elskar hún aðrar konur. Hún er samkynhneigð - en kannske má skilja þá hneigð hennar sem flótta úr þeirri grimmilegu veröld karlaveldis- ins, þar sem slík hneigð er bæld niður á fasiskan hátt. Eðlileg kynhvöt Önnu-Lísu verður eins konar steinbarn sem hún ber undir belti; hún þorir ekki annað en „elska“ þá sem hún hatar. En hin sjúka kona - heimsálfan Evrópa - gengur líka með steinbarn! Fasismann. Elds- voðarnir, flóðin, skriðuföllin og fólk sem hrapar til dauða úr mikilli hæð - þessar „sýnir“ Önnu-Lísu, því hún er skyggn, - þessar skelfilegu vitranir konunn- ar breytast í áþreifanlegan raun- veruleika álfunnar í styrjöldinni sem fasistar/nasistar hrundu af stað. Þannig sé ég í stuttu máli táknmál sögunnar. í stórum dráttum. Eflaust má finna urmul af smærri táknrænum tilvísunum. Bókin er mjög óvenjuleg. Hún er eflaust ekki auðveld lestrar. Hún krefst mikils en gefur líka þeim mun meira. Sjúkdómssaga Önnu-Lísu er þrísögð. Fyrst birtist hún í hinu sérkennilega ljóði Don Gio- vanni. Það hafði reyndar birst áður sérprentað og hlotið sérstök bókmenntaverðlaun, enda er D. M. Thomas ekki síður kunnur sem ljóðskáld. Þetta er kynngimagnað ljóð, hlaðið erótískri spennu. Þýðand- inn Franz Gíslason hefur, þó ekki væri nema vegna þessa ljóðs (auk hins einkennilega og undurfal- lega erótíska hækú-ljóðs bls. 70), skipað sér sess meðal okkar bestu þýðenda. Sýni hér lítið brot af því fyrrnefnda: Eitt skiptið sveif angandi appelsínurunni ofan fyrir gluggann, svo hvorugt mœla kunni sakir furðublandins ótta er við eldhnettina sáum eyðast eftir fallið með hvissi og smellum háum í svörtum fleti vatnsins, líkt og þiísund Ijósker leyndust bak við tjöld. En ímyndunin einber er þó ef þú heldur við hefðum engu sinni lagt hógvœrlega eyrun við djúpri og ógnþrunginni þögninni um nœtur er við lágum hlið við hlið og hvorugt annað snerti, nema kannski hann gœldi við bunguna er minnt’ann á burkna þétta saman úr bernsku sinni mund’ann það hafði verið gaman að œrslast þar og fela sig í furugróðri háum. Öðru sinni endursegir Anna- Lísa ljóðið í prósa. í þriðja sinn birtist saga Önnu- Lísu í sálgreiningu Freuds á henni - og nú skýrist allt sem áður var í hálfkveðnum vísum. Anna-Lísa fær „lækningu" hjá Freud. Eða hvað? Er „lækni- ngin“ kannski einungis fólgin í þeirri meðferð sem náttúran sjálf lætur í té: tíðahvörfunum, kann- ski dofnandi kynhvöt, Anna-Lísa „kemst úr barneign"? Steinbarn álfunnar fæðist hins vegar og verður ægilegra skrímsli en mannkindin hafði áður alið af sér, nasismann. Tákn hans er Babi Jar þar sem Anna-Lísa endar líf sitt ásamt kvartmiljón Gyðinga - þó er ekki nema brot af Gyðingi í henni sjálfri: nasist- um væri of vel borin sagan ef við gleymdum því að Gyðingar voru aðeins brot af þeim sem þeir tor- tímdu. Að lokum er hinn ljóðræni lok- akafli sem gerist fyrir handan gröf og dauða. Minnir sumpart á hin undurfögru lokaerindi Völu- spár (Sá hún upp koma/ öðru sinni/ jörð úr ægi/ iðjagræna o.s.frv.). Það er undarleg tilfinning að lesa um þetta „fyrirheitna land“ (og það í víðari skilningi en ísrael nútímans, sem hefur hlotið þau ömurlegu örlög að hefja þjóð- armorð þegar morðunum á þess eigin þjóð linnti) eftir hina ógn- þrungnu lýsingu á aðförunum í Babí Jar. Er þá einhver von? Fær furutréð að ilma? G. Margrét Óskarsdóttir Miðvikudagur 10. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.