Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 12

Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 12
VtÐHORF Skáldsaga Fríðu Sigurðardóttur Út er komin hjá bókaútgáfunni Vöku-Helgafelli ný skáldsaga eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur, rit- höfund sem nefnist Eins og hafið. Petta er fjórða bókin sem Fríða sendir frá sér en hún hefur hlotið lof gagnrýnenda fyrir fyrri þrjár bækur sínar. Skáldsagan Eins og hafið gerist í sjávarplássi á íslandi og fjallar Fríða um fjölskrúðugt mannlíf í byggðarlaginu, en beinir sjónum sínum einkum að fólki og ástum í gömlu húsi. í forlagskynningu segir: I þessu magnaða húsi við hafið eru skilin milli ævintýris og veru- leika harla óljós og Fríða slær um húsið og íbúa þess litríkan vef, sem teygir þræði sína út í bæinn með ólgandi mannlífi, kostu- legum persónum, ást, harmi og gleði. Kímnin leiftrar af textanum sem jafnframt ber með sér nota- legan andblæ sjávarplássins og ilminn af þanginu í fjörunni... MElASm-SCHOlM MÁNA TURNINN HÁSmMWHSSOK tfdth ' Hannes Pétursson þýðir Else Lasker-Schiiler Mánaturninn er úrval ljóða eftir þýsku skáldkonuna Else Lasker-Schúler, sem Bókaútgáf- an Iðunn gefur út í þýðingu Hannesar Péturssonar. Else Lasker-Schúler (1869- 1945) er af sumum talin fremsta skáldkona sem ort hefur á þýska tungu. Ljóð hennar eru gædd list- rænum töfrum, þau eru tilfinn- ingarík og myndræn, auðug af nútímalegri skynjun og máls- beitingu, en eiga sér um leið viss- ar rætur í fornri orðlist. Það er Hannes Pétursson sem þýtt hefur þau ljóð skáldkonunn- ar sem hér birtast og hann kynnir hana jafnframt fyrir lesendum í grein að bókarlokum. Þar segir m.a.: „Frægðarorð skáldkonunnar stígur... sífellt hærra eftir því sem lengra líður frá dauða hennar og dýpra er grafið eftir eðli og sér- kennum þeirra bókmennta sem hún lét eftir sig. Sá arfur liggur ekki aðeins fólginn í ljóðum, heldur líka í sagnagerð, leik- ritum, ritgerðasmíð og bréfum.“ „Heil bók og trúverðug Athugasemd við ritdóm Árna Bergmann um Purpuralitinn (Athugasemd við ritdóm Árna Bergmann um Purpuralitinn.) Það er ákaflega gleðilegt að Ólöf Eldjárn skuli með þýðingu sinni á Color Purple eftir Alice Walker gera íslendingum kleift að lesa þessa einstöku bók. Þess vegna þykir mér mikilvægt að gera athugasemdir við umsögn Árna Bergmann í Þjóðviljanum 8. nóvember sl. svo að dómur hans fæli ekki fólk frá því að lesa bókina. Árni er hrifinn af fyrri hluta bókarinnar. Hann bendir rétti- lega á að Alice Walker lýsir vel eymd og ofbeldi hjá svertingjum í Suðurríkjum Bandaríkjanna í upphafi aldarinnar. Seinni hluti bókarinnar er aftur á móti „reyfaralegur" í augum Árna, honum finnst helst vanta á trú- verðugleika; virðist gera kröfu um hrátt raunsæi. Það sem Alice Walker gerir í bók sinni er að sýna kúgun og niðurlægingu svertingja og ekki síst svartra kvenna. Með því að tengja sögu Celie við Afríkudvöl Nettie systur hennar, tengir hún tilveru svertingja í Bandaríkjun- um við rætur þeirra og fortíð í Afríku. í bókinni á atburðarásin eftirHrund Ólafsdóttir sér stað á fyrri hluta tuttugustu aldar, en Walker er í raun að fjalla um miklu stærra tímabil. Hún lýsir með augum Nettie lífi svertingjanna í Afríku, sem er um margt eins og það hefur alltaf verið; eins og fortíð þrælanna í Bandaríkjunum og afkomenda þeirra. Alice Walker er einnig að fjalla um nútímann; reynir að þeir hafa komið sér upp í nýja landinu. Síðast en ekki síst sýnir Alice Walker samtímafólki sínu með sögu Celie að það er hægt að hafa sjálfsvirðingu þó að svört, fátæk, lesbísk kona eigi í hlut. Þar er ég komin að öðru atriði í umsögn Árna: Hann talar um að vinátta Celie og Shug beri „sterkan les- „En Árni dregur vitund- [I V . f? arvakningu Celie íefa. Honum finnst ótrúverð- fif mmm ugt að konur hafi getað r t '1 vaknað til vitundar um P 'm f sjálfar sigfyrirfjörutíu 1! " ^ árum á þann hátt sem hinar svörtu söguhetjur bókarinnar gera. “ dSttniSs segja samtímafólki sínu frá upp- runa þess, en jafnframt sýnir hún með sögu Nettie að afkomendur þrælanna eiga ekki afturkvæmt til fortíðarinnar og verða að reyna að byggja á þeirri menningu sem bískan keim“. Það er augljóst að Shug Avery og Celie eru í lesb- ísku ástarsambandi í mörg ár og bókin sýnir einmitt það samband sem ákaflega mikilvægan þátt í þeirri breytingu sem verður á Celie. En Árni dregur vitundar- vakningu Celie í efa. Honum finnst ótrúverðugt að konur hafi getað vaknað til vitundar um sjálfar sig fyrir fjörutíu árum á þann hátt sem hinar svörtu sögu- hetjur bókarinnar gera. * Það er staðreynd að kvenna- barátta og vitundarvakning hefur verið að eiga sér stað að minnsta kosti síðan á síðustu öld. Breytingin á Celie þarf því ekki að koma nákvæmlega heim og saman við sögutíma bókarinnar því eins og áður sagði er Alice Walker að fjalla um tíma sem nær langt út fyrir þann ramma. Bókin stendur algerlega heil og trúverð- ug í sjálfri sér, hún er heillandi heimur raunveruleika og ævint- ýris, fortíðar, nútíðar og framtíð- ar. Hún sýnir marglita menningu svertingja frá mörgum hliðum og ekki síst fjallar hún um sameigin- lega reynslu og menningu kvenna. Að lokum vil ég benda lesend- umd á einkar góða grein Elísa- betar Þorgeirsdóttur um Purp- uralitinn, í nýjasta tölublaði Veru, nóvember 1986. Hrund Ólafsdóttir Bandaríkjunum. „ASÍ-forystan heldur því að vísu fram að 4.59% sem koma 1. desember tilheyri þessum samningi, en það er rangt, sú hækkun tilheyrir febrúarsamningunum". óbreytt launakjör næsta samn- ingatímabil í því góðæri sem nú geisar. Við munum sækja okkar hlut. Mikilvægt er að kröfugerð okkar verði markviss og áróðurs- lega vel fram sett. Dagsbrún á langöflugasta verkfallssjóð landsins, þannig að félagið gæti haldið út langt verk- fall. Einnig hefur verkfallsboðun félagsins víðtæk áhrif. Það kann að fara svo að við stöndum ekki einir. Ríkisstarfsmenn hafa ekki enn gengið frá sínum málum né heldur samband byggingar- manna. Ég vil að lokum skora á alla Dagsbrúnarmenn að vera virkir í þeirri baráttu sem fra- mundan er. Jóhannes Sigursveinsson er verkamaður hjá Rafmagnsveitunum Minningar frá Leirhöfn Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefið út minningar Pórarins Elís Jónssonar. Höfundur þessarar bókar réðst sem smali að stórbýlinu Leirhöfn á Sléttu árið 1915, til Helgu Sæ- mundsdóttur húsfreyju sem þar bjó ásamt sonum sínum. Hann ólst þar upp á þroskaárum sínum og tók miklu ástfóstri við heimil- isfólkið. Höfundur rekur hér minningar sínar frá þessum árum, enda hef- ur honum orðið þetta tímabil ævi sinnar ógleymanlegt. Þar varð hann fyrir lífsreynslu sem gjör- breytti lífsferli hans. Fjöldi fólks kemur við sögu og frásögnin er gædd nærfærni og hlýju, segir í bókakynningu. Minningar g* * ira Leirhöfii Forystumenn ASÍ hafa nú skrifað undir kjarasamning um 26.500 kr. lágmarkslaun og 35.000 kr. fyrir faglærða, sem er að vísu talsverð hækkun frá síð- ustu samningum. Framfærslu- kostnaður vísitölufjölskyldu er aftur á móti um 90 þús. kr. á mán- uði svo að það þarf þrjár og hálfa fyrirvinnu á lágmarkslaunum til að ná því marki. Fjölkvæni eða fjöleri er hinsvegar ekki leyft á Islandi svo að dæmið gengur eng- an veginn upp. Þeir launþegar sem eru yfir þessu lágmarki fá svo engar bæt- ur. ASLforystan heldur því að vísu fram, að 4.59% sem koma fyrsta desember tilheyri þessum samningi, en það er rangt, sú hækkun tilheyrir febrúarsamn- ingnum. Á árinu fá launamenn síðan rétt rúm 5% sem eins konar verðbætur á laun. í 7-8% verð- bólgu þýðir þetta kjararýrnun. Staðreyndin er sú, að afskaplega fáir voru eftir á töxtum undir lág- markslaununum og því eru þessir samningar afar dýrkeyptir fyrir launþega. Jafnvel fiskvinnslufólkið fær svo til enga hækkun á útborguð- um launum þar sem þeirra hækk- un felst nær eingöngu í tilfærslu, hluti bónuss færist yfir á tíma- kaup. Dagsbrúnarforystan gekk út úr húsi vegna þessara hugmynda, enda eru ca 85% félagsmanna yfir þeim lágmarkslaunum sem nú var verið að semja um. Og er félagið þó ekki hálaunafélag. Dagsbrún hefur á undanförnum árum gert fjölmarga sérkjara- samninga, sem fæstir gefa betur en nýgert samkomulag. í þessum sérsamningum hafa ýmis réttindi verið seld til að ná fram hækkun- um. Sala þessara réttinda myndi glatast, þeas, andvirðið, gangi fé- lagið inn í þessa jólaföstusamn- inga óbreytta. Auk þess geta fé- lagsmenn alls ekki sætt sig við Dýriœyptir kjarasamningar Jóhannes Sigursveinsson skrifar 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.