Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 13
HEIMURINN Frakkland Hlé hjá Chirac Jacques Chirac forsætisráð- herra Frakklands hefur tilkynnt að hætt hafi verið við fyrirhugað aukaþing í janúar, og verði nú gert hlé á umbótatilraunum stjórnar sinnar. Er þarmeð frest- að til vors umræðum og ákvörðun um frumvörp sem meðal annars gerðu ráð fyrir einkafangelsum og þrengdum innflytjenda- ákvæðum, og hafa úrslit stúdentabaráttunnar sýnilega dregið kraft úr hægristjórninni. Mitterand forseti sagði í út- varpi í gærkvöldi að hann teldi s Iransmál Neita að bera vitni Fyrrverandi öryggisráðgjafi Reagans Bandaríkjaforseta John Poindexter, og Oliver North aðstoðarmaður hans neituðu að bera vitni frammi fyrir utanríkisnefnd fulltrúa- deildar þingsins. Þeir teija að vitnisburður kunni að verða notaður gegn þeim í hugsan- legri málshöfðun og gripu því til stjórnarskrárréttar sakborn- inga um að neita vitnisburði. Reagan rak Oliver North úr starfi og skömmu síðar sagði yfir- maður hans af sér. Þeir tveir eru sagðir aðalmennirnir í vopnasöl- unni til frans og taldir geta gefið mikilsverðar upplýsingar um frekari gang mála. William Casey yfirmaður leyniþjónustunnar CIA hefur verið kallaður fyrir þingnefndina í dag. I fyrradag var utanríkisráð- herrann Shultz yfirheyrður hjá þingnefndinni, og sagðist hann ekki hafa tekið þátt í að ákveða vopnasöluna og 30 milljón doll- ara fjárstyrkinn til „contra“-skæruliða í Nicaragua. Hann sagði hinsvegar að sendi- herra sinn í Líbanon hefði verið milligöngumaður án sinnar vit- undar. Shultz hélt lofræðu um Reagan, en dró þó í efa fullyrð- ingar forsetans um að íranir væru hættir að styðja hermdarverka- menn. í flugvél á leið til London eftir þingnefndarfundinn sagði Shultz blaðamönnum að þeir Poindexter og Casey hjá CIA hefðu gefið sér rangar upplýsing- ar um málið. Shamir forsætisráðherra ísra- els hefur upplýst að í samningum um milligöngu í málinu hefði ís- raelsstjórn verið heitið lausn nokkurra hermanna sem nú eru gíslar í Beirút, en þegar allt varð uppvíst hefði það farið útum þúf- ur. ákvörðun Chiracs um að hætta við háskólafrumvarpið afar vitur- lega, en hún hefði verið tekin fullseint. Hann staðfesti að hann hefði lagt að Chirac að leysa mál- ið þannig þegar þeir hittust á laugardagskvöld. Stjórnin sætir nú harðri gagnrýni fyrir lögregluofbeldi um helgina og eru á lofti sögur um að lögregla hafi haft öfgahópa á sín- um vegum til að hleypa upp mót- mælunum. Nicaragua Vilja SÞ-rannsókn Stjóm Nicaragua hefur sent Hondúras-stjórn mótæli við loftárás á tvö þorp í Nicaragua um helgina. í yfirlýsingu Nicaragua-stjórnar er aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna einn- ig hvattur til að senda rannsóknarnefnd á hættu- svæðin milli ríkjanna. Síðustu daga hafa verið uppi skærur milli herja Hondúras og Nicaragua og um helgina gerðu Tékkóslóvakía Lögga kringum Lennon John Lennon hefði senni- lega líkað það vel, - hinn látni bítili er orðinn að andófstákni hjá hópum tékkneskrar æsku. Óeinkennisklæddir lögreglu- menn hópuðust í fyrradag að minningarathöfn um Lennon í Prag, tóku myndir og heimtuðu nöfn og heimilis- föng. Lennon var minnst við auðan vegg réttvið Moldá í Kampe- hverfi Pragborgar, var þar kveikt á kertum í fyrradag, sex árum eftir morðið í New York, og safn- aðist saman allstór hópur ungs fólks sem söng Lennonlög við gít- arundirleik. A vegginn eru skrif- aðar setningar úr Lennon- textum. í fyrra skiptið var svipuð at- höfn við vegginn, og eftir hana fór hópur fólks í óskipulagða göngu á eftir um hverfið, söng og trallaði og hrópaði slagorð á borð við „Við viljum frelsi" og „Niður með rauðu borgarana". Nú var allt slíkt látið vera, en eitt af slag- orðum á veggnum var þó „Frelsið djasshópinn“ og er þar átt við ný- handtekinn sjö manna menning- arhóp. Sjömenningarnir hafa verið ákærðir fyrir ólöglega versl- un, en flestir telja að á ferð séu enn einusinni fangelsun andófs- manna. Meðal gesta við Lennon- vegginn í fyrradag voru ófangels- aðir djasshópsmenn og einn þriggja helstu talsmanna andófs- samtakanna Charter 77. fimm flugvélar árás á tvö þorp rétt sunnan landamæranna. Blaðamenn voru kallaðir þangað í gær og sýndar skemmdirnar, og sögðu yfirmenn Nicaragua-hers á staðnum að flugvélarnar hefðu verið bandarískrar gerðar, en lofther Hondúras á vélar að norðan. Sjö hermenn létust í ár- ásunum, sem Nicaragua-menn segja að hafi beinst að þyrlum sem notaðar eru til herflutninga. í fyrradag fluttu bandarískar þyrlur nokkur hundruð Hondúras-menn á átakasvæði nálægt bænum E1 Paraiso. Hond- úrasmenn segja að þar hafi verið, og séu enn, um þúsund Nicar- agua-hermenn, og hafi sveitirnar skipst á skotum. Nicaragua- hersveitirnar hafi verið að elta „contra“-skæruliða yfir landa- mærin. Reagan Bandaríkjafor- seti gaf sjálfur leyfi til að þyrlur bandarískra hersveita í Hondúras væru notaðar til liðsflutninganna. Talsmenn hersins segja að þær hafi verið óvopnaðar og hvergi komið nærri átökunum. í höfuðborg Nicaragua kann- ast menn ekkert við að heriið hafi farið norður yfir landamærin, en heimildir herma að í héraðinu séu búðir 13-16 þúsund „contra“- liða, og hafi aokkur þúsund stjórnarhermenn verið fluttir undanfarið tií landsvæða rétt sunnan landamæranna. Sovétstjórnin hefur í orðsend- ingu varað þá bandarísku við að taka enn beinni þátt í „óyfirlýsta" stríðinu við Nicaragua, og sov- éska flokksmálgagnið Pravda segir í gær að atburðir helgarinn- ar séu sennilega runnir undan rifjum hópa kringum Hvíta húsið til að leiða athyglina frá írans- kreppu Bandaríkjaforseta. ERLENDAR FRÉTTIR MÖRÐUR /r>r n~i c n ÁRNASON /REUIER Bandaríkin Reagan á fallanda fæti íransmálin hafa reynst skeinuhœtt ímynd „teflon“-forsetans og vakið Bandaríkjamenn til íhugunar um staðreyndirnar bakvið sjónvarps brosið. 62 prósent halda Reagan lygara í skoðanakönnun Eftir þingkosningarnar ( Bandaríkjunum f nóvember sagði fráfarandi leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, hinn aldni og virti Thomas „Tip“ O’Neill, að hérmeð væri Reagan-byltingunni lokið, - ef hún hefði þá nokkurntíma ver- ið til. Þessi ályktun var dregin af sigri demókrata í kosning- um sem forsetinn sjálfur hafði tekið þátt í af óvanalegum krafti. Hneykslismálin um vopnasöluna til íran síðustu vikur hafa gert Tip O’Neill sannspárri en hann óraði fyrir, og hefur það klandur, hið ai- varlegasta í stjórnartíð Ron- alds Reagans, í fyrsta sinn svipt forsetann þeirri ímyndar- brynju sem hingaðtil hefur reynst honum óyggjandi vörn í hinni pólitísku orrahríð. Það er svo til dæmis um hina sífelldu kaldhæðni sögunnar að samskipti við íran skuli verða Reagan slíkur fjötur um fót, - það voru einmitt franskröggur sem endanlega gerðu útaf við for- verann Carter og greiddu Hollywood-leikaranum leið inní Hvíta húsið. Styrkur Reagans í þau tæpu sex ár sem hann hefur staðið við stjórnvölinn hefur helstur legið í persónulegum sjarma sem með vandlega hannaðri fjölmiðlun hefur breitt yfir ýmsa þverbresti í stjórnarstefnunni og gert forset- ann svo vinsælan heimafyrir að annað eins hefur varla þekkst í nútímasögu bandarískri. Þeir vestra hafa kallað Reagan „teflon“-forsetann, og er þar vís- að til undraefnis sem lagt er á pönnur og stenst allan barning, - íslensk hliðstæða við slíkan stjórnmálamann er - eða var - ef til vill Albert Guðmundsson. Stjórnmálafræðingar rekja vinsældir Reagans þó ekki síður til þess að hann kom þorra Bandaríkjamanna til að fyllast einfaldri ánægju með sjálfa sig og sitt guðsútvalda land eftir nokkra stund efasemda á tímum Víetnam-stríðsins, Watergate- skandala og Carter-klúðurs. Upp hefur byggst nýgömul þjóðernis- hyggja sem fær næringu sína úr viðamiklum skrautsýningum á borð við afmæli frelsisstyttunnar, og úr bernskri hernaðarhyggju sem haldið er við með nánast táknrænum yfirburðasönnunum einsog Grenada-árásinni fyrir þremur árum og loftárásunum á Líbíu nú í apríl. Hinn léttlyndi en hugumstóri landsfaðir, - eða landsafi -, er síðan jarðarberið á þjóðrembutertunni og snertir viðkvæman íhaldsstreng í brjóst- um landa sinna, einsog við sáum best á húrrahrópunum suðrá Velli eftir leiðtogafundinn. Þessu virðist Iransmálið ætla að gjörbreyta. Menn forsetans eru hver af öðrum afhjúpaðir sem Ronald Reagan ræðir við blaða- menn: „blómin fölna á einni hélu- nótt...“ svindlarar og lögbrjótar sem hafa gengið þvert á skýrt boðaða stjórnarstefnu, - og það þykir enn verra að forsetinn sjálfur á sér aðeins tvo kosti skýringar, og þá báða vonda. Annaðhvort skipaði hann sjálfur fyrir, gaf leyfi, fylgdist með eða hvað menn vilja kalla það, og hefur þá verið að ljúga þjóð sína fulla hvað eftir annað undanfarnar vikur. Eða hann vissi ekkert, var ekkert sagt, spurði einskis, - og hefur þarmeð dæmt sig úr leik sem æðsta stjórnanda í voldugasta ríki veraldar. 62%: Reagan lýgur Nýleg skoðanakönnun í stör- blaðinu Wall Street Journal sýnir þróunina vel. Tveir þriðju að- spurðra telja Reagan ekki hafa fulla stjórn á sínu liði, og sama hlutfall er óánægt með tök hans á utanríkismálum. í annarri könn- un frá ABC-sjónvarpinu telja 62% að Reagan hafi vitað um Ir- ansféð til „contra“-skæruliða áður en hann segist sjálfur hafa frétt af, og 44% telja að hann hafi vitað af öllu saman frá byrjun. Það er sérlega grimmilegt fyrir Reagan að meirihluti aðspurðra í fyrrnefndu könnuninni segir Re- agan hafa staðið sig enn verr en Jimmy Carter í samskiptum við klerkana í Teheran. Gagnrýnendur forsetans í Bandaríkjunum telja að ír- ansmálið hafi dregið Akkiliesar- hæl stjórnmálamannsins Reag- ans fram í dagsljósið: hin yfir- borðslega fjölmiðlaímynd stand- ist ekki meiriháttar pólitísk áföll vegna þess að í raun vanti kjöt á beinin, stefna forsetans fari eftir blæstri vinda. Að auki krefjist vinsældavélin sífellt eldsneytis, og þess verði að afla óháð pólit- ískum tilkostnaði. Sem minnir soldið á einstigið sem Jón Bald- vin er að feta hér heima. Sögufrægð Reagan forseti hafði gert sér vonir um hugnanleg eftirmæli í sögubókum. Þótt hann kæmist ef til vill ekki á stall með þeim for- setum Bandaríkjanna sem mestir teljast, - Abraham Lincoln, Franklin Roosevelt -, gat hann eftir „Reagan-byltinguna“ í bandarískri þjóðarsál búist við að hefjast til hina næstmestu, - Harry Truman, Woodraw Wil- son. Ýmsir forsetafræðingar ve- stra telja að íransklandrið hafi rænt hann þessum sessi. Það eru hlaupnar snurður á þræðina í fjöl- miðlavefnum, og nú standa staðr- eyndirnar eftir til athugunar. Um afleiðingar fyrir banda- ríska pólitík er erfitt að spá áður en vopnasölumálið er að fullu upplýst. Þó er líklegt að Reagan muni neyðast enn frekar í hlut- verk „fötluðu andarinnar", sem Kanar kalla stjórnmálamenn á síðasta kjörtímabili, - og líklegt er að vonarstjörnur repúblikana muni reyna að skapa sér aukna fjarlægð frá forsetastefnunni. Þá er áfall Reagans og repúblikana væntanlega vatn á myllu þeirra demókrata sem reyna að skapa sér ferska ímynd, manna einsog Gary Hart. íransmálið hefur þegar haft neikvæð áhrif á samskipti Washington-stjórnarinnar við bandamenn í Vestur-Evrópu, - og því er spáð að það muni styrkja í Kreml þá skoðun að ekki sé hald í samræðum við Banda- ríkjamenn áður en Reagan fer frá , eftir tvö ár.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.