Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 9
BÓKMENNTIR
Baráttusaga Bjamfríðar
Það er undarlegt að lesa bar-
áttusögu Bjarnfríðar Leósdóttur
af Skaga. ( augum margra okkar
sem yngri vorum og vildum veg
róttækrar vinstri stefnu sem
mestan var Bjarnfríður gjarnan
táknmynd hinnar óþreytandi bar-
áttukonu. Alltaf full af kjarki. Full
af orku. Bjarnfríður með sínar
breiðu axlir sem voru einsog
skapaðar til að gráta við, sem
menn vildu heldur vera nær en
fjær. Sífellt galvösk og full með
geislandi lífskrafti. En eftir að
hafa lesið lífssögu hennar í
skrásetningu Elísabetar Þor-
geirsdóttur er það allt önnur Bía
sem manni stendur fyrir hug-
skotssjónum: Bjarnfríður, sem er
komin í beiskjudeildina.
Og það er erfítt að sætta sig við
að þetta sé sú Bjarnfríður sem
áður eggjaði til dáða og hikaði
ekki við að bjóða byrginn þeim
mönnum, sem henni fannst dug-
litlir og kjarklausir forystumenn í
verkalýðshreyfingunni.
Kannski er það þessi djúprista
beiskja sem gerir að verkum að
maður fær á tilfinninguna að
Bjarnfríði finnist eiginlega flestir
hafa svikið sig í baráttunni, að
frátalinni Herdísi Ólafsdóttur,
stoð hennar og styttu í mörgum
slag. Róttæklingar, sem töldu sig
baráttufélaga hennar fá sinn
skerf útilátinn líka. Um brottfall
hennar úr stjórn VMSÍ - sem
reyndist henni reiðarslag - eftir
að Guðmundur Hallvarðsson,
eljusamur baráttumaður úr
Dagsbrún hafði með félaga sín-
um knúið fram kosninguna, þar
sem Bía féll öllum á óvart, hefur
hún eftirfarandi að segja: „Um
dugnað róttœku drengjanna, sem
urðu til þess að kosningin fór
fram, vil ég sem minnst segja. Ég
vildi ekki leggjast gegn framboði
þeirra því ég hélt þeir vœru dug-
andi og áhugasamir, en síðan
hafa þeir horfið af vettvangi“.
Það býr giska mikill kuldi f
hjarta þeirra sem kveðja gamla
baráttufélaga með svona orðum.
Það er stutt síðan Bjarnfríður
hrökklaðist, að eigin sögn, úr Al-
þýðubandalaginu, þar sem henni
fannst sér ekki lengur vært. Af
bókinni má ráða að það hefur
verið henni afskaplega sárt, og
svo virðist sem gerðum hennar
hafí ráðið meiri örvænting en við
sem vorum á vettvangi, skynjuð-
um. Og sárin eru ógróin, ná-
lægðin er of mikil. Þessvegna er
undarleg ólga í þeim köflum, sem
við á vinstra borði galeiðunnar
bíðum flest eftir að lesa með á-
fergju, frásögninni af andófinu
innan ASÍ og Alþýðubandalag-
inu. Stundum má að vísu allt að
því heyra braka í vopnum í hita
frásagnarinnar. Samt er það svo
að skrásetning af hlutum fjarri
pólitíkinni gæðast miklu meira
lífi.
Frásögn hennar af sambýli við
drykkfelldan eiginmann er þann-
ig undarlega rík að tilfinningum.
Lýsing hennar á því þegar Jó-
hannes maður hennar tekur á
móti henni af sjúkrahúsi -
skömmu áður en hann sjálfur
deyr af slysförum gefur ör-
skamma sýn inn í hið stóra hjarta
sem slær í barmi Bjarnfríðar. Þá
loks lét hún sig „dreyma um að nú
væri hjónabandinu borgið".
Mánuði síðar var hann borinn nár
í land. Löngu síðar hefur Bjarn-
fríður sig loks í að þvo af honum
fötin: „Þegar ég byrja að þvo
lopapeysuna í höndunum rennur
úr henni endalaus blóðstraumur.
Ég stend og horfi á blóðið renna
niður í ræsið“.
Fyrir flesta felst þó gildi bókar-
innar að líkindum í hinni pólit-
ísku skrásetningu. Órólega
deildin sem fræg varð, þing
Verkamannasambandsins í
Eyjum, þar sem Bía er felld úr
stjórn VMSÍ með kosningasvik-
um að hennar eigin sögn. Mið-
stjórnarfundur ASÍ þar sem hún
var svívirt í orði, og síðast brott-
gangan úr Alþýðubandalaginu.
Auðvitað er skýring á vonsvik-
unum og beiskjunni. Því það er
vísast sannast mála, að vegna rót-
tækra skoðana sinna og harðfylgi
bakaði hún sér víða óvild forystu-
afla sem voru meira á bandi mál-
amiðlananna. Hún barðist gegn
bónusnum allt frá byrjun, og þó
nú séu flestir sama sinnis og hún
og stöllur hennar í upphafi, þá
varð þetta óvildarefni á sínum
tíma. Hún barðist gegn þvf sem
henni fannst kjarkleysi og dug-
leysi í verkalýðsforystunni, frá
fyrstu tíð gegn þjóðstjórnarfyr-
irkomulaginu í verkalýðshreyf-
ingunni sem hún sakar með réttu
um að hafa heft róttæka baráttu
innan hreyfingarinnar, og hún
barðist gegn láglaunastefnunni.
Á öllum vígstöðvum af þeim fun-
andi hita sem bara eldsálir
megna. „Það má nú margt um
hana Bíu segja,“ sagði sá ágæti
maður Guðmundur J. Guð-
mundsson einu sinni meðan við
þáðum í nefið hvor hjá öðrum,
„en eitt er víst, það brenna eldar í
henni“.
Og auðvitað fór það svo að
Bjarnfríður fauk með vetrarvind-
um úr æðstu stofnunum verka-
lýðshreyfingarinnar, og allt er
það skilmerkilega tíundað. Með-
al annars hinn frægi fundur
miðstjórnar ASÍ, þar sem drukk-
inn miðstjórnarmaður og félagi í
Alþýðubandalaginu hellti sér yfir
hana, óáreittur. Eftir þann lestur
skilur maður konuna af Skaga
betur.
Bjarnfríður Leósdóttir.
I kaflann um brottförina úr Al-
þýðubandalaginu skortir hins
vegar skýringu á því afhverju hún
raunverulega gekk út. Hún átti
þá stuðning allra þeirra í flokkn-
um sem andæfðu stefnu verka-
lýðsforystunnar, og þeir voru
ekki fáir. Æskulýðsfylkingin
gerði hana að heiðursmeðlim.
Hún er virt um allt land af
flokksfélögum einsog kom fram í
því að ár eftir ár hefur hún náð
glansandi kosningu í miðstjórn.
Auðvitað voru þetta mistök.
Bjarnfríður á hvergi heima nema
hjá okkur í Alþýðubandalaginu.
Lífssaga Bjarnfríðar Leósdótt-
ur er ómissandi lesning fyrir þá
sem spá í tunglin á himni
stjórnmálanna. En kannski hefði
hún átt að skrifast 5-6 árum síð-
ar...
-ÖS
Haraldur Sigurðsson
Islenskir sjávarhættir
Lúðvík Kristjánsson:
ÍSLENSKIR SJÁVARHÆTTIR V
Menningarsjóður 1986.
Með þessu bindi er lokið hinu
mikla ritverki Lúðvíks Kristjáns-
sonar um íslenska sjávarhætti
sem byrjaði að koma út 1980.
Þetta er tvímælalaust eitthvert
umfangsmesta fræðirit sem gefið
hefur verið út á íslenskri tungu,
fullar 2000 blaðsíður í stóru broti
með meira en 1800 myndum og
vandað að öllum frágangi.
Þetta er þó ekki annað en það
sem blasir við hverjum manni
sem lítur bókina í búðarglugga
eða handleikur hana í fljótheit-
um. Hitt er þó miklu meira, hvað
bókin er af sjálfri sér: merkur
áfangi í atvinnusögu landsmanna
og ómetanleg heimild í máli og
myndum um horfna atvinnuhætti
sem þokast fjær með hverju ári
sem líður. Það mun vart lengur á
færi annarra en elstu manna að
segja þá sögu af eigin raun. Þá er
það ekki síður athyglisvert, hve
víða höfundurinn leitar sér fanga
og alúð hans eða ef til vill ástriða
að draga nót sína sem víðast,
marka og draga sem flestar heim-
ildir á land. En án slíkrar ástríðu
verða aldrei til góðar bækur.
Sjálfur hefur höfundurinn sagt
mér, að oft hafi hann orðið að
leita beint til þeirra manna' sem
kunnu og læra handbrögð þeirra,
svo að hann gæti síðar haft for-
sagnir um gerð sumra skýring-
armyndanna og gert sér ljósari
grein fyrir handtökum og öllum
viðbrögðum en fengist gátu af
frásögnum einum saman. En til
alls þessa hefur þurft ærna atorku
og fýrirhöfn.
Sá hluti bókarinnar sem hér er
til umræðu fjallar um nytjar af
hval og fugli. En auk þess er all-
langur kafli um rostunga sem
raunar voru íslendingum aldrei
neinir „nytjafiskar“, en sjálfsagt
var á láta fljóta með, og tennur
þeirra voru þó nærri því að vera
gulls í gildi til smíða og hag-
leiksverka.
Eftir því sem heimildir leyfa
rekur höfundurinn, hver not
menn höfðu af hvölum og fugli og
hve mikið búsílag afurðir þeirra
voru, ekki síst í hörðum árum,
þegar hafísinn hrakti þessa „stór-
fiska“ og furður úthafanna að
landi, svo að þeir urðu ósjálf-
bjarga og lentu þannig í höndum
sveltandi landsmanna. Rakin er
saga íslenskra hvalveiða eins og
hún var að fornum hætti og ekki
ólíklegt, að landsmenn hafi lært
af spænskum hvalveiðimönnum
sem um nokkurt skeið ráku um-
talsverðar hvalveiðar í hafinu
umhverfis íslands. Annars urðu
hvalveiðarnar aldrei snar þáttur í
bjargræðisvegum landsmanna.
Til þess var tæknibúnaði þeirra of
áfátt, svo að þeir urðu að láta sér
nægja það sem barst með rekum
og hafísi.
Lengsti kafli bókarinnar eða
röskar 200 blaðsíður fjallar um
nytjar af sjávarfuglum, en þær
voru furðu margbreyttar og ekki
ómerkur þáttur í atvinnu- og
bjargræðissögu þjóðarinnar. Því
er raunar ekki að neita, að stund-
um er þar gengið heldur óhrjá-
lega til verks, eins og t.a.m.
flekaveiðarnar við Drangey. En
sultur og allsleysi eru harðir hús-
bændur og ókvalráðir.
Lesmáli bókarinnar lýkur svo á
kafla um venjur, þjóðtrú og get-
speki f sambandi við sjávarhætti
og kennir þar margra grasa, sem
flestum eru lítt kunnir, þótt sitt-
hvað af því megi finna áður birt í
dreifðum heimildum þjóðsagna
og endurminninga.
Bókinni lýkur á vönduðum
skrám og fer þar mest fyrir ræki-
legri nafnaskrá og skrá um atrið-
isorð. Eru þær harla nauðsynlegt
tæki hverjum þeim sem notar
bókina í fræðilegum tilgangi og
má raunar líta á skrárnar sem lyk-
il að bókinni. Eftir henni geta
menn auðveldlega rakið sig fram
um þau efni sem þeim eru hug-
stæð hverju sinni. Jafn vandaðar
skrár eru því miður of sjaldgæfar
með íslenskum bókum, enda
hlýtur gerð þeirra að vera firna
leiðinlegt þolinmæðisverk.
Fiskveiðar með þeim hætti sem
bókin segir frá heyra til sögunni,
en þær voru snar þáttur í þúsund
ára sögu landsmanna. Svipuðu
máli gegnir um flesta aðra þætti
bókarinnar, að þeir eru horfnir af
sviðinu. Helst mun vera eitthvað
um það, að fugltekja sé enn tíðk-
uð með svipuðum hætti og forð-
um, en þá oft fremur sem sport en
til lífsbjargar. Svipuðu máli
gegndi líklega til skamms tíma
um selveiðar, eða uns veiðibráðir
byssumenn fóru að æða um
strendur landsins og skjóta á
hvern selkoll fyrir refi og varg-
fugl. Líklega er það helst æðar-
rækt og dúntekja sem enn fer
fram að fomum hætti.
Bókin lýsir starfsháttum lið-
inna tíma, sem með ári hverju
þokast lengra inn í dimmu fortíð-
arinnar. Þeir eru ugglaust ekki
ýkja margir sem ýtt hafa árabáti
Birgitta H. Halldórsdóttir.
I greipum elds og ótta.
Skjaldborg 1986.
Hvað líður ástarsögunni ís-
lensku, þeirri sem kölluð var
„eldhúsróman“ fyrir daga
jafnréttisbaráttunnar nýju?
Fyrir nokkmm ámm setti sá
sem þetta skrifar saman ritsmíð
um þrjár kynslóðir slíkra ástar-
sagna - um bækur eftir Guðrúnu
frá Lundi, Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur og Snjólaugu Bragadótt-
ur. Niðurstaðan varð sú, að ástar-
sagan íslenska væri á leiðinni frá
ýmsum þeim einkennum og efn-
istökum sem gerðu hana sérís-
lenska og til alþjóðlegar formúlu,
sem gæti gengið nokkurnveginn
hvar sem væri.
Þessi skáldsaga Birgittu H.
Halldórsdóttur sem er hennar
úr vör og róið til fiskiveiða. Það
var því mikið happ, að Lúðvík
skyldi detta það í hug fyrir hálfri
öld að halda þessum minningum
til haga, meðan margir þeirra
manna, sem hér koma við sögu,
stigu enn fæti á fold. Hlutur þess-
ara gömlu sægarpa í bókinni
verður aldrei metinn til fulls.
Prentað mál og skjalagögn
geymast vonandi og verða tiltæk
til úrvinnslu hvenær sem er, en
þáttur hinnar munnlegu frásagn-
ar hefði ugglaust horfið að mestu
leyti undir moldir með þeim sem
sögðu frá ef Lúðvíks hefði ekki
notið við.
En hér hafa fleiri komið við
sögu, og má þá síst gleyma þætti
Bjarna Jónssonar, sem gert hefur
flestar teikningar bókarinnar að
ráðum og fyrirsögn höfundarins.
Sjón er sögu ríkari og auðveldara
um yfirsýn hinna ýmsu tækja og
tóla og handbragða sem tengdust
hinum fornu atvinnuháttum.
fjórða bók, er líka mjög nálæg
alþjóðlegum skemmtisagnafor-
múlum. En hún setur fleira í
blönduna en þeir höfundar sem
að ofan voru nefndir. Hér eru
ekki aðeins elskendur sem harðs-
núnir foreldrar aðskildu, en finna
hvort annað eftir þrengingar -
eins og Rósa og Halldór í þessari
bók. Hér er meira „sex“ en í fyrri
„kynslóðum“ þessara bóka -
konur sérlega fljótar í förum á
milli manna og skyndileg maka-
skipti framkvæmd, svo dæmi séu
nefnd. Auk þess eru inn dregnir
þættir úr hrollvekjunni, glæpas-
ögunni: það er setið um líf Rósu,
einhver ætlar að hefna sín á henni
grimmilega og velur þá leið að
ræna syni hennar og Halldórs,
Óskari. Og eins og vera ber getur
lesandann ekki grunað hver er að
Lúðvík Kristjánsson.
Ekki verður heldur komist hjá að
drepa á þátt eiginkonu Lúðvíks,
Helgu Proppé, í gerð bókarinnar.
Fyrir honum er gerð grein í eftir-
mála og verður það ekki rakið
hér frekar. En að lokum þessa
spjalls er ástæðá til að óska þeim
báðum til hamingju með mikla
blok, sem á komandi tímum
hlýtur að verða undirstöðurit um
einn mikilvægasta þátt íslenskra
atvinnuvega.
Haraldur Sigurðsson
verki, og málin upplýsast ekki
fyrr en eftir eltingarleik, lífsháska
og fleira þesslegt.
Sagan hefur þau föstu einkenni
flestra spennusagna, að lítið er
lagt upp úr persónulýsingum og
tilfinningamálin skálma áfram
troðnar brautir ótal vikublað-
asmásagna. Hinsvegar sýnir
Birgitta H. Halldórsdóttir meiri
útsjónarsemi við að spinna næsta
flókinn söguþráð en menn eiga
að venjast meðal íslenskra
skemmtisagnahöfunda, sem
sumir hverjir hafa getað búið til
jafn undarlega þverstæðu og af-
þreyingarsögu þar sem ekkert
gerist. Vitanlega er sennileikinn
hvað eftir annað í háska í sög-
unni, en þó alls ekki meiri en
gengur og gerist í þessari grein
sagnasmíði. ÁB.
Ástir með hrollvekju
Mlðvikudagur 10. desomber 1986 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 9