Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 4
________________LEIÐARI___________
Borgarspítalinn eða báknið
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sjálfur
borgarstjórinn, hefur rækilega sýnt og sannað að allt
tal hans um valddreifingu og sjálfstæði sveitarfélaga
er froða og hjóm. Hann hefur nú gengið fram fyrir
skjöldu og lýst yfir að það sé stefna Sjálfstæðis-
flokksins að ríkisvaldið kaupi Borgarspítalann af
Reykvíkingum.
Þannig hafa nú þeir sem áður hrópuðu hæst á
torgum um „Báknið burt“ bæst með óvæntum
hætti í raðir þeirra sem vilja efla miðstýringuna í
íslensku samfélagi. Með þessu sannar Sjálfstæðis-
flokkurinn að hann er hinn eini og sanni kerfis- og
miðstýringarflokkur þessa lands.
Það er táknrænt fyrir vinnubrögðin, að forysta
Reykjavíkuríhaldsins ákveður upp á sitt eindæmi að
hefja viðræður um sölu á þessum notadrjúga spítala
Reykvíkinga.
Flokkurinn lét ekki einu sinni það fólk sem situr í
stjórn Borgarspítalans vita af málinu.
Flokkurinn hafði ekki fyrir að leita eftir skoðunum
starfsfólks spítalans, sem þó hefur sýnt aðdáunar-
verðan áhuga á rekstri spítalans og haft forgöngu
um fjölmargar nýjungar sem ekki er að finna á öðrum
sjúkrastofnunum landsins.
Flokkurinn lét sér einnig þjóta sem vind um eyru
að stjórn sjúkrastofnana hefur oftar en einu sinni iýst
yfir að Borgarspítalinn skuli halda sjálfstæði sínu, -
að ekki skyldi ofurselja hann miðstýrðu kerfi ríkisspít-
alanna.
Valdamenn Sjálfstæðisflokksins skiptir bersýni-
lega engu máli að bæði stjórn og starfsmenn Borgar-
spítalans eru á móti sölunni til ríkisins. Þeir eru nefni-
lega hættir að hlusta á fólkið. Þeir vilja bara ráða eftir
eigin geðþótta, - þeir eru orðnir að hinu íslenska
sovéti.
Það er Ijóst að með því að setja Borgarspítalann á
fjárlög og láta hann í hendur yfirstjórnar ríkisspítal-
anna - sem þá hefði 3000 manns undir sinni stjórn -
er mjög líklegt að hann verði niðurskurði að bráð. Sú
þjónusta sem Borgarspítalinn veitir mun þá skerðast
til muna, og áhrif starfsfólks á rekstur auðvitað verða
Leiðréttingu
í röðum iðnnema ríkir nú kurr vegna niðurstaðna
jólaföstusamninganna sem voru leiddir til lykta um
helgina. Sá kurr er meira en skiljanlegur. Öllum rétt-
sýnum mönnum sem skoða þann hluta samning-
anna sem iðnnema áhrærir er Ijóst að þar hafa orðið
slæm mistök, sem þarf að leiðrétta hið snarasta.
Iðnnemar sýndu raunar óánægju sína í verki með
því að ganga út af samningafundum í Garðastræti,
þegar Ijóst var hvert stefndi, og eru því ekki aðilar að
samningunum, sem gerðir voru fyrir þeirra hönd.
Áður ríkti sú regla, að fyrir iðnnema gilti sérstakur
rammakjarasamningur, þar sem laun þeirra voru
reiknuð sem ákveðið hlutfall af launum sveina á
fyrsta ári. Þetta hlutfall fór vaxandi með námslengd
og iðnnemi á lokaári náði þannig 96 prósentum af
kaupi sveina á fyrsta ári. Að auki var sérstakt örygg-
isnet fellt inn í rammakjarasamninginn, þannig að
enginn iðnnemi gat farið undir ákveðið lágmarks-
nær engin.
Það er svo táknrænt um vinnubrögðin, að aðförin
að spítalanum var undirbúin með samningu skýrslu,
þar sem útaf flóði af sleggjudómum og órökstuddum
fullyrðingum.
Svona vinnubrögð er ekki hægt að þola. Hvenær
ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að fara að hlusta á aðra
en þröngan hóp svokallaðra forystumanna?
fyrir iðnnema
kaup, sem í raun jafngilti lágmarkskaupi verka-
manns á hverjum tíma.
Samkvæmt því hefðu iðnnemar nú ekki átt að fara
undir 26.500 krónur á mánuði. En með jólaföstu-
samningunum var rammasamningurinn numinn úr
gildi. Iðnnemar á fyrsta ári eru nú langt undir lág-
markslaunum verkamanns, - og fá ekki nema
21.023 krónur á mánuði eða röskum fimm þúsund
krónum minna en væri hinn fyrrverandi ramma-
samningur enn í gildi. Það er fyrst á fjórða ári sem
iðnnemar ná nú lágmarkslaunum verkafólks.
Jafnvel eru dæmi um að laun nema lækki örlítið
með nýju samningunum.
Þessu er auðvitað ekki hægt að una, og það verð-
ur að sjá til þess að þessum mistökum varðandi kjör
iðnnema verði kippt í lag með sérkjarasamningum
hið allra fyrsta.
-ÖS
KUPPT
„Atök á
landamærum“
Það birtust fréttir í blöðum í
gær um „mannskæð átök“ á land-
amærum Honduras og Nicarag-
ua.
f frásögn AP og Reuters segir á
þá leið, að stjórn Honduras haldi
því fram að Sandinistastjórnin í
Nicaragua hafi sent all stóran
herflokk yfir landamærin til þess
að elta gagnbyltingarskæruliða
sem Bandaríkjamenn reka og
hafa aðsetur í Honduras. Það
fylgdi sögunni að bandarískar
herþyrlur hefðu flott Honduras-
hermenn á vettvang en „engir
bandarískir hermenn hefðu tekið
þátt í hernaðarátökunum".
Stjórn Nicaragua svarar því til,
að öngvar sveitir frá Nicaragua
hafi farið yfir landamæri ríkjanna
- aftur á móti hafi manntjón orð-
ið í loftárásum bandarískra flug-
véla á tvö þorp og eina herbæki-
stöð í Nicaragua.
Þeir sem lengi hafa í fréttir rýnt
vita, að margt á eftir að koma
fram annað um þetta mál en þess-
ar andstæðu fullyrðingar. En af
einföldum líkindareikningi má
ráða, að það eru ekki Sandinistar
í Nicaragua sem eru að abbast
upp á Honduras - blátt áfram
vegna þess að ekkert væri þeim
fremur í óhag en að lenda í úti-
stöðum við her þess grannríkis.
Aftur á móti þarf ekki sérlega
skarpskyggna menn til að sjá
það, að Bandaríkjamenn vilja
ekkert frekar en einhverskonar
landamæraskærur - sem Nicarag-
ua verður náttúrlega kennt um
með þeim áróðursmætti sem
Hvíta húsið hefur yfir að ráða á
hverjum tíma. Það hlýtur að vera
ósk Reagansmanna í þeirri stöðu
sem nú er uppi, að draga her
Honduras inní einskonar vanhei-
lagt bandalag við Kontraskæru-
liða og stigmagna þar með hern-
OG SKORtÐ
og að það vceri mjög erfitt fyrir
Nicaragua, - sem er í miðri styrj-
öld, hrjáð affátœkt og undir mikl-
um efnahagslegum þrýstingi - að
byggja upp hreint lýðrœði - sem
öðrum ríkjum íRómönsku Amer-
íku tekst ekki heldur. Um þessar
mundir fer lýðrœði í Rómönsku
Ameríku í gegnum röð tilrauna,
sem eiga að reyna að bæta það, en
það er ekki umfullkomið lýðrœði
að rœða neinsstaðar í Rómönsku
Ameríku".
Varaforsetinn bætti því við, að
vandamál lýðræðis og sjálfstæðis
væru nátengd í álfunni. Og
grannríkin gerðu sér grein fyrir
því, að ef- af misskildu tilliti við
það sem bandarísk stjórnvöld
telja hagsmuni sína, - þau leyfðu
að sú „tilraun með sjálfstæði"
sem á sér stað í Nicaragua, færi út
um þúfur - þá þýddi það um leið
að draga mundi máttinn úr lýð-
ræðislegri endurreisn í Rómön-
sku Ameríku í heild.
Davíð
og Golíat
Varaforsetinn vildi halda dyr-
um opnum fyrir beinar viðræður
við bandarísk stjórnvöld - fyrir
utan það að stjórn sín styddi
frumkvæði Contadoraríkjanna
svonefndu um friðargerð í Mið-
Ameríku. Þegar hann var að því
spurður hvort finna mætti lausn á
ágreiningsmálum Bandaríkjanna
og Nicaragua svaraði hann á
þessa leið:
„Þessi átök rifja upp fyrir mér
þá gömlu sögu af Davíð og Go-
líat. Þetta er sama sagan - risinn
berst gegn þeim sem veikburða er
og reynir að þröngva upp á hann
sínum vilja. En þegar allt kemur
til alls reynist guðlegt réttlœti hlið-
hollt smœlingjanum, og stein-
hnullungur nægir til að slá risa
flatan“.
Gagnbyltingarskæruliðar í Nicaragua: hverjum í hag?
aðinn gegn Nicaragua. Og vitan-
lega verður sem lengst reynt að
koma í veg fyrir að „okkar strák-
ar“ - þeas bandarískir hermenn
taki beinan þátt í bardögum - um
leið og ekkert er líklegra en að
þeir komi æ meira við sögu sem
„leiðbeinendur", vopnasmyglar-
ar (sbr. mál flugmannsins Hasen-
fuss) og aðrir „hönnuðir at-
burða“.
Lögleysu-
sukk
Eins og blaðalesendur vita, er
það síðasta „snilldarbragð“ Hvíta
hússins í Washington, að taka
peninga af því uppsprengda verði
sem klerkaveidið í íran greiðir
fyrir varahluti í bandarískar flug-
vélar og senda um leynireikninga
til gagnbyltingarskæruliðanna
sem gerðir eru út frá Honduras. í
nýlegu viðtali við Newsweek var
varaforseti Nicaragua Sergio
Ramirez Mercado spurður að því
hvað honum fyndist um þær uppl-
jóstranir allar. Hann svaraði m.a.
á þessa leið:
„Þegar ríki brýtur alþjóðalög,
þá er leiðin sjálfkrafa opnuð fyrir
það að þetta sama ríki brjóti eigin
lög heima fyrir. Bandaríska
stjórnin neitaði að hlýða dómi
sem felldur varfyrir Alþjóðadóm-
stólnum í Haag um að hún hefði
brotið alþjóðalög (með margs-
konar yfirgangi við Nicaragua).
Nú sjáum við, að framkvœmda-
valdið íþessu ríki er að brjóta sína
eigin innanríkislöggjöf á bak við
þingið. Allt annað sem á eftir
kann að fylgja verður ekki annað
en framhald af þeirri lög-
leysuupplausn sem viðgengst í
Bandaríkjunum".
Lýðræði?
Rétt er reyndar að vitna frekar
til þessa viðtals við varaforseta
Nicaragua. Hann var meðal ann-
ars spurður um það sem blaða-
maður Newsweek kallaði „tvö-
falda“ stefnu ýmissa ríkja Róm-
önsku Ameríku gagnvart Nicar-
agua. Þessi ríki væru andvíg
bandarískri íhlutun í Nicaragua -
en um leið létu þau uppi áhyggjur
af því að ekki væri allt með felldu
með lýðræðið í því landi. Spurt
var: er þar komin réttmæt
gagnrýni á stjórn yðar? - og
reyndar hafa ýmsir evrópskir
meðhaldsmenn byltingarinnar í
Nicaragua spurt sjálfa sig svip-
aðra spurninga. Varaforsetinn
svaraði á þessa leið:
„Ég hlýt að viðurkenna, að það
eru vissar takmarkanir í Nicarag-
ua á því sem vera œtti eðlileg lýð-
rœðisþróun. Vissulega höfum við
neyðst til þess að setja vissar
skorður eðlilegum framgangi lýð-
rœðis. En menn œttu þá ekki að
gleyma því, að við búum við
óeðlilegar og tvísýnar aðstœður,
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Pjóöviljans.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphóðinsson.
Fréttastjóri: Lúövík Geirsson.
Blaöamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MöröurÁrnason, ÓlafurGíslason,
SiguröurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíösdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmy ndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitateiknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglyslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Sfmvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnflörð.
Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Krístín Pótursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sfmi 681333.
Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð i lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskrfftarverð á mánuðl: 500 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 10. desember 1986