Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 15
ÍÞRÓTTIR
Knattspyrna
Sævar með Val
næsta sumar
Hœttur við að leika með Brann
Sævar Jónsson, landsliðsmið-
vörður í knattspyrnu, er genginn
til liðs við Valsmenn á nýjan leik
og leikur með þeim næsta sumar í
1. deildinni. Þetta kemur á óvart
því hann hafði tilkynnt að hann
myndi lcika áfram í Noregi næsta
keppnistímabil.
Sævar er 27 ára og lék með Val
til ársins 1981 þegar hann gerðist
atvinnumaður hjá CS Brugge í
Belgíu. Þar var hann til ársloka
1984, en þá kom hann heim og
lék með Valsmönnum 1985 og
varð íslandsmeistari með þeim.
Sl. sumar var hann hjá Brann í
Bergen í Noregi og átti drjúgan
þátt í sigri liðsins í 2. deildinni
þar.
Sævar hefur verið einn
traustasti leikmaður landsliðsins
síðustu árin og ætti að styrkja
Valsliðið talsvert. Þar verða þrír
„drekar“ í vörninni næsta sumar,
Sævar, Ársæll Kristjánsson og
Þorgrímur Þráinsson, auk Guðna
Bergssonar og hún verður því
áfram örugglega ein sú .harð-
skeyttasta í 1. deildinni.
-VS
Kvennakarfa
Einvfgi ÍS og KR
ÍBK er nánast úr leik í toppbar-
áttu kvennadeildarinnar í körfu-
knattleik eftir tap gegn KR í
Hagaskóla um helgina, 59-41. Nú
stefnir allt í einvígi KR og ÍS en ÍS
vann Grindavík 48-36 í fyrra-
kvöld. Staðan í deildinni er nú
þessi:
IS.................9 8 1 402-307 16
KR.................8 7 1 429-289 14
IBK................7 4 3 354-336 8
Haukar.............7 3 4 289-316 6
IR.................8 3 5 333-395 6
UMFN...............7 1 6 249-278 2
Grindavík..........8 1 7 306-431 2
-VS
Vestur-Þýskaland
Feldkamp til Frankfurt
Bjarki Sigurðsson og félagar í Víkingi eiga erfiðan leik fyrir höndum í kvöld,
gegn hinu óútreiknanlega liði KA á Akureyri. Mynd: E.ÓI.
Handbolti
Barcelona-Uerdingen
„Getum
sigraö“
„Við erum ekki búnir að gefa
Evrópukeppnina uppá bátinn. I
Leverkuscn um síðustu helgi
sýndum við hvað í okkur býr,“
sagði Friedhelm Funkel, fyrirliði
vestur-þýska knattspyrnuliðsins
Bayer Uerdingen í gær.
Uerdingen leikur við Barce-
lona á Spáni í UEFA-bikamum í
kvöld en Barcelona vann fyrri
leikinn í Þýskalandi 2-0. Spán-
verjarnir hafa ekki fengið á sig
mark á heimavelli á þessu keppn-
istímabili. Atli Eðvaldsson er að
vanda í byrjunarliði Uerdingen.
-VS/Reuter
England
Forest fær
Norðmann
Nottingharn Forest, sem er í 2.
sæti 1. deildar ensku knattspyrn-
unnar, keypti í gær norska lands-
liðsmanninn Ossie Osvold frá
Lilleström fyrir 100 þúsund
pund. Osvold hefur undanfarið
verið fastamaður í norska lands-
liðinu og ieikur sem tengiliður.
-VS/Reuter
Fimleikar
Kalle Feldkamp var ráðinn
þjálfari vestur-þýska knatt-
spyrnuliðsins Eintracht Frank-
furt frá og með næsta keppnistím-
abili. Feldkamp þjálfar lið Bayer
Uerdingen til vorsins en hættir þá
og stöðu hans þar tekur Horst
Köppel, núverandi aðstoðar-
landsliðsþjálfari Vestur-
Þýskalands. Dietrich Wiese var
rekinn frá Frankfurt í síðustu
viku. -VS/Reuter
Sviss
Ebi í bann
Víkingar
á Akureyri
Prír í 1. karla og þrír í 1. kvenna
Alex Ebi, hávaxni svissneski
landsliðsmaðurinn sem lék með
St. Otmar gegn Víkingi í Evrópu-
keppni meistaraliða í handknatt-
leik á dögunum, hefur verið sett-
ur í bann hjá félaginu og leikur
væntanlega ekki meira með því.
Ebi er frá Basel og hefur ekki
fallið inní lið St. Otmar, eins og
sást vel í leiknum við Víking.
Hann lenti uppá kant við þjálfara
og fyrirliða liðsins með ofan-
greindum afleiðingum. Reiknað
er með að hann fari til Basel á ný.
-VS
í kvöld hefst 9. umferð 1.
deildar karla og eru leiknir þrír
leikir. Á Akureyri tekur KÁ á
móti efsta liðinu, Víkingi, og
hefst leikur þeirra kl. 20. Hinir
Knattspyrna
England
Liverpool vann Celtic
Sýningarleikur í Dubai
Atkinson
neitaði
Liverpool frá Englandi sigraði
Celtic frá Skotlandi í vítaspyrnu-
keppni eftir að liðin höfðu skilið
jöfn, 1-1, í Arabaríkinu Dubai í
gær. Bresku meistaraliðin tvö
lögðu land undir fót til að leika
þar sýningarleik fyrir heima-
menn Owen Archdeacon kom
Celtic yfir í leiknum en Alan
Hansen jafnaði fyrir Liverpool
þremur mínútum fyrir leikslok.
-VS/Reuter
tveir fara fram í Laugardalshöll-
inni, Valur og Stjarnan mætast
kl. 20.15 og kl. 21.30 hefst viður-
eign KR og Hauka. Hinir tveir
leikirnir fara fram annað kvöld
en þá mætast Ármann-
Breiðablik og Fram-FH. Allir
leikirnir eru mjög mikilvægir,
enda spennan í 1. deild í ár mun
meiri en undanfarið og óvænt úr-
slit líta dagsins ljós í hverri um-
ferð.
í 1. deild kvenna verða leiknir
þrír leikir í 8. umferð. KR og Val-
ur leika í Laugardalshöllinni kl.
19, Stjarnan og Fram, tvö efstu
liðanna, mætast í Digranesi kl. 20
og ÍBV og Ármann, neðstu liðin,
leika í Vestmannaeyjum kl.
20.45. Fjórði leikurinn, Víking-
ur-FH, fer fram annað kvöld. Þá
mætast ÍBV og Grótta í 2. deild
karla og verður leikið í
Vestmannaeyjum kl. 19.30.
Gerpla og
Ármann
Gerpla var ósigrandi í
stúlknaflokki og Ármann í
piltaflokki á Bikarmóti FSÍ
sem haldið var um síðustu
helgi. Gerpla sigraði í keppni
A-, B- og C-liða stúlkna og Ar-
mann í keppni A- og B-liða
pilta. Önnur þátttökulið voru
KR og Stjarnan og keppendur
voru alls 72.
Tennis
Jólamot
hjá ÍK
Tennisdeild ÍK heldur jólamót í
íþróttahúsinu Digranesi og stend-
ur það yfir dagana 20.-31. des-
ember. Vegna tímaskorts í húsinu
er aðeins hægt að halda 16 manna
keppni. Þátttökugjald er 750
krónur. Tilkynningar skulu ber-
ast fyrr 18. desember til Guðnýj-
arísíma 45991, Einars eða Kjart-
ans í síma 41019.
1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2...
Sund
Rochdale
Ron Atkinson, sem fyrir
skömmu var rekinn úr stöðu
framkvæmdastjóra knattspyrnu-
liðsins Manchester United, hafn-
aði um síðustu helgi tilboði frá
Rochdale. Rochdale er í þriðja
neðsta sæti 4. deildar og rak í síð-
ustu viku stjóra sinn, Vic Halom.
Atkinson býr skamint frá leikvelli
félagsins en sagðist ckki hafa
áhuga á að taka að sér fram-
kvæmdastjórn alveg á næstunni.
-VS/Reuter
17. leikvika Þjóðv Mbl. Q ,5 Q Dagw RtJV é'
Aston Villa-Manch.Utd X 2 X 1 1 2 1
Luton-Everton 1 2 1 1 1 2 X
Manch.City-West Ham 2 2 2 2 2 X 2
Newcastle-Nottm.Forest 1 X 2 X 2 2 2
Norwich-Arsenal 2 2 X 1 1 2 2
Q.P.R.-Charlton 1 1 1 1 1 1 1
Southampton-Coventry 1 1 1 X 1 1 1
Tottenham-Watford 1 1 1 1 1 1 1
Wimbledon-Sheff.Wed X 1 2 1 X 2 1
Blackburn-Oldham 2 X 1 X 2 2 2
Plymouth-Derby County 2 1 2 1 1 1 1
Sheffield Utd-Portsmouth 2 2 2 1 X 1 X
Staðan í fjölmiðlakcppninni: Bylgjan 70 lcikir réltir. Dagur 67, Morg-
unblaðið 67, DV 66, Ríkisútvarpið 66, Þjóðviljinn 65, Tíminn 64.
Þrjú Islandsmet
Eitt meyjamet og eitt drengjamet
Karlsveit Ægis setti íslandsmet
í 4x50 m flugsundi á innanfélags-
móti Sundfélagsins Ægis og Sund-
deildar Aspar sem fram fór í
Sundhöll Reykjavíkur á föstu-
dagskvöldið. Sveitin synti á
1:55,7 mín. en han skipuðu
Ólafur Einarsson, Halldór
Christiansen, Þórir Sigurðsson
og Hafliði Haildórsson.
Sigrún Huld Rafnsdóttir, Ösp,
setti íslandsmet í 100 m bringu-
sundi fatlaöra, 1:36,3 mín. og í
100 m skriðsundi, 1:22,3 mín.
Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir,
Ægi, setti meyjamet í 100 m
flugsundi kvenna, 1:14,7 mín.
Karl Pálmason, Ægi, setti
drengjamet f 50 m skriðsundi,
26,1 sek.
Miðvikudagur 10. desember 1986 ÞJÖÐVILJINN — SfÐA 15