Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 8
BÓKMENNTIR
A indælu vorí
Hugar-
farssaga
Fjórða hefti Tímarits Máls og
menningar er nýkomið út og fekur að
þessu sinni fyrir tískufyrirbæri í sagn-
fræði: hugarfarssögu, sem á uppruna
sinn í Frakklandi. Par hafa verið
skrifuð mörg verk um hugsunarhátt
fólks á fyrri öldum og sum þeirra hafa
orðið mjög vinsæl meðal almennings.
Einar Már Jónsson sagnfræðingur
skrifar aðalgrein heftisins og leiðir
iesendur f allan sannleika um upphaf
og þróun þessarar hefðar. Loftur
Guttormsson skrifar um Bernskuna í
hugarfarssögulegu Ijósi og Guð-
mundur Hálfdanarson velur sér alís-
lenskt efni: Takmörkun giftinga eða
einstaklingsfrelsi, og varpar óvæntu
ljósi á frelsisbaráttu fslendinga á 19.
öld. Meðal annarra greinarhöfunda
eru Matthías Jónasson, Helgi Har-
aidsson og Magnús Fjalldal.
Skáldskapur er mikill og góður.
Þau Ingibjörg Haraldsdóttir, Matthí-
as Johannesen, Vilborg Dagbjarts-
dóttir, Kristján Kristjánsson, Þórdís
Richardsdóttir, Bergþóra Ingólfs-
dóttir, Atli Ingólfsson, Bragi Olafs-
son og Steinunn Hafstað birta ljóð og
Baldur Óskarsson þýðir Ijóð eftir
García Lorca.
Þrjár smásögur eru í heftinu eftir
Elías Mar, Steinunni Eyjólfsdóttur
og H.C. Branner. Dagný Kristjáns-
dóttir skrifar ritdóm um Söguna alla
eftir Pétur Gunnarsson. Fleiri rit-
dómar eru í heftinu og Gunnar Karls-
son sagnfræðingur skrifar ádrepuna
Samnorræn niðurlæging. Tímaritið er
142 bls.
Laxness
og
þjóðlífið
Út er komin hjá bókaútgáfunni
Vöku-Helgafelli bók Árna Sig-
urjónssonar bókmenntafræðings
Laxness og þjóðlífið, bókmenntir
og bókmenntakenningar á árun-
um á milli stríða, þar sem hann
fjallar um þetta tímabil með sér-
stakri hliðsjón af verkum Hall-
dórs Laxness frá þeim tíma. Tveir
meginkaflar bókarinnar eru
byggðir á doktorsritgerð Árna
sem kom út á sænsku árið 1984 og
nefndist „Den politiske Laxness.
Den ideologiska och estestiska
bakgrunden till Salka Valka och
Fria mán“. Annað efni bókarinn-
ar er hrein nýsmíði.
Árni tekur fyrir stjórnmál,
bókmenntaskoðanir og bók-
menntir á þriðja og fjórða áratug
aldarinnar og koma margir þjóð-
kunnir bókmenntamenn og
þjóðmálaleiðtogar við sögu.
Bókin er þannig byggð upp að
fyrst er fjallað um stjómmálaþró-
un og stjórnmáladeilur tímabils-
ins, því næst rætt um skoðanir á
sviði lista og bókmennta og loks
er vikið að sagnagerðinni. í öllum
þáttum bókarinnar er tekið mið
af verkum Halldórs Laxness og
þá einkum Sölku Völku og Sjálfs-
tæðu fólki en einnig t.d. Vefaran-
um mikla frá Kasmír.
Bókin er 148 bls. og í henni em
fjölmargar myndir frá þessu
tímabili og af þeim persónum
sem fyrir koma í skrifum Árna.
Mlnnlngar Huldu Á. Stefánsdóttur.
7 Æska.
Örn og Örlygur 1986.
Sá sem þessar línur skrifar lét
rra bindi endurminninga Huldu
. Stefánsdóttur fram hjá sér
fara - eftir lestur seinna bindis
hlýtur hann að heita sjálfum sér
því að bæta úr þeirri vanrækslu
við fyrsta tækifæri.
Þar er komið sögu þegar þetta
bindi hefst, að Möðruvallaskóli
er lagður niður og flytur til Akur-
eyrar og skólameistarafjöl-
skyldan þá vitanlega líka. Hulda
segir frá glöðum æskudögum á
Akureyri, frá siðum fólks og
mannkostum, frá skemmtiferð-
um til vina og ættingja, frá skóla-
lífi og þar með yfirtak rómantísk-
um yngissveinum. Hún leggur
síðar leið sína til Danmerkur,
dvelur á heimili Valtýs Guð-
mundssonar, snýr heim aftur,
byrjar að kenna við Gagnfræða-
skólann sem innan tíðar verður
menntaskóli - tjaldið fellur svo
árið 1923 þegar Hulda giftir sig og
flyst af æskuslóðum, en þó er get-
ið um nokkra atburði sem síðar
urðu.
Ósjálfrátt hlýtur sá sem hefur
lesið Fátækt fólk Tryggva Emils-
sonar að bera í huganum sanian
þau ævikjör, og bernskukjör þá
sérstaklega, úr sama tíma, af
sama vettvangi, sem verða lifandi
í þessum bókum tveim. Hulda er
stödd í heimi indælisins þar sem
ung stúlka getur fengið einka-
kennara og píanókennslu og efnt
er til góðra veislna. Allt er þar í
furðanlega föstum skorðum og
flestir sem til sögu eru nefndir
hafa margt sér til ágætis - um hitt
er varla getið. í þessum heimi eru
sorgir ekki af mannavöldum svo
heitið geti - sorgin ber að dyrum
með ótímabærum dauða vænna
karla og kvenna - sjórinn og
berklarnir eru frekir andstæðing-
ar mannlífsins um þessar mundir.
Það eins og herðir á öryggis-
kenndinni, að allir eru ættfærðir
rækilega og negldir niður í vitund
kunningjaþjóðfélagsins einnig
með því að vísa á afkomendur
þeirra í okkar samtíð.
Nú mætti spyrja: er ekki öll
þessi sólbreyskja leiðigjörn, er
ekki eins og verið sé að fegra tíma
sem mörgum voru erfiðir? Ekki
mun lesandinn verða neitt að ráði
fyrir ónæði af slíkum og þvflíkum
hugleiðingum. Hulda A. Stefáns-
dóttir skrifar blátt áfram fallega
og skynsamlega um marga hluti,
það er yfir máli hennar einkar að-
laðandi blær, í senn örlítið fram-
andi (því við lifum nú í öðrum
heimi um margt) og tilgerðar-
laus. Bókin er meira en nógu
vönduð til þess að verða gott
framlag til sögu siðanna og hug-
arfarsins. Þessi lesandi hér mundi
þá ekki síst nefna til lýsingar á
sakleysi tímans - hvort sem það
birtist í frásögn af skemmtanaíífi í
skóla þar nyrðra, af ævintýrum
ungra meyja á karlavistum aðfar-
anótt flengingardags, eða í lýs-
ingum á upprennandi skáldi eins
og Tryggva Svörfuði, sem lá úti í
skafli heila jólanótt og horfði upp
í glugga, þar sem jólaljós loguðu
skært hjá skólasystur hans einni.
Hulda gefur ágætar lýsingar á
fleiri mönnum - séra Matthíasi,
Valtý Guðmundssyni - og hún
víkur að Davíð skáldi Stef-
ánssyni, æskuvini sínum - menn
vita, að Davíð orti til hennar
kvæði, menn hafa oft spurt hvort
hún væri sjálf Dísa í Dalakofan-
um. Frá Davíð segir hún af þeirri
hófstillingu sem er á undanhaldi á
okkar forvitnu tímum: „sumt vill
maður eiga einn og verður ekki til
frásagnar," segir hún. Samt er
allmikið sagt og þá ekki aðeins
um tilurð Dalakofans - og undir
lokin segir svo um vináttu skáld-
sins og höfundarins og aðskilnað:
„Hvorki „sex“ né hjásvæfur angr-
uðu okkur né glöddu“. Er nú
nokkuð langt síðan þessi lesandi
hér hefur séð stutta setningu
rúma jafnmikið og þessa.
ÁB
Hrafn Sveinbjarnarson.
nokkra þætti þessarar frásagnar
sem ættu að skírskota til lesenda
nokkurn veginn óháð því hversu
kunnugir þeir eru staðháttum.
Eru þá ótaldir fjölmargir aðrir
sem flytja staðbundinn fróðleik
af mönnum og málefnum eystra,
t.d. af upphafi skólahalds á Hall-
ormsstað í tíð Blöndalshjóna, fé-
lagslífi og framkvæmdum á Hér-
aði síðustu áratugi og kynnum
Hrafns af háum og lágum, allt frá
heimskunnum frægðarmönnum
til óbrotinna alþýðumanna. Öll
er frásögnin kraftmikil og fjörug
og lýsir jafnframt næmu skop-
skyni sögumanns á eigin athafnir
og annarra. Má mikið vera ef
a.m.k. Austfirðingar taka ekki
vel við þessari sagnaskemmtun.
Eins og áður segir kemur Ár-
mann Halldórsson hér fram sem
annað og meira en einfaldur
skrásetjari. Hann hefur „notað“
sögupersónu sína til þess að
koma á framfæri margvíslegum
héraðssögufróðleik og eykur
þannig enn við þann mikla skerf
sem hann hefur áður lagt til
Austurlandssögu. Vissulega eru
vinnubrögðin ekki gallalaus:
verkið í heild er æði sundurleitt,
skeytingar sums staðar klaufa-
legar (t.d. er ekki alltaf ljóst hve-
nær sögumaður tekur við af
skrásetjara eða öfugt) og nokkuð
er um endurtekningar. Er svo að
sjá sem tími hafi orðið naumur til
að ganga frá verkinu. En þessir
ágallar hverfa að mestu í skugg-
ann fyrir kostunum sem eru yfir-
gnæfandi. Meðal þeirra má enn
telja ríkulegt safn mynda: þær
fylla heilar 32 síður og hafa sumar
hverjar ótvírætt menningarsögu-
legt gildi. Aftast er skrá yfir
mannanöfn. Þannig er bókin vel
úr garði gerð af útgefanda h.álfu.
Loftur Guttormsson
Loftur Guttormsson
Hémðssaga
í ævisögu
Armann Halldórsson:
Hrafn á Hallormsstað - og
kringum hann.
Örn og Örlygur 1986.
lífið
Enn ein ævisagan! kunna þeir
að hugsa með sér sem hafa ekki
áttað sig á því að skráning frá-
sagna af lífshlaupi manna, hvort
sem þeir heita Pétur eða Pálína,
er merkilegt framlag til íslenskrar
menningar. Reyndar er hér ekki
aðeins borin fram frásögn sögu-
mannsins, Hrafns Sveinbjarnar-
sonar á Hallormsstað; skrásetjar-
inn, Ármann Halldórsson skjala-
vörður á Egilsstöðum, hefur
aukið svo mörgum almennum
þáttum við frásögnina að bókin
verður á köflum breið héraðs- og
mannlífslýsing. í bókarauka (bls.
187-204) er svo sitthvað sem
kann að gleðja ættfræðinga sér-
stakíega; þar eru raktar móður-
ættir sögumanns, kenndar við
Long og Beck, sem og föðurætt
hans breiðfirsk, hin síðarnefnda
að nokkru leyti eftir handritum
Sveinbjarnar Guðmundssonar
frá Skáleyjum, föður Hrafns.
Auk þess geymir bókaraukinn
brot úr sögu Hallormsstaðar frá
því að sr. Sigurður Gunnarsson
settist þar að upp úrmiðri 19. öld.
Hér er sem sagt að finna mörg
fróðleikskorn sem tengjast með
einum eða öðrum hætti æviferli
sögumanns. Þegar á heildina er
litið, hefur hér h vort stoð af öðru,
staðgóð héraðssögukunnátta
skrásetjarans og næmur skilning-
ur sögupersónunnar á breyting-
um í umhverfi og tíma. Af sam-
spili þeirra sprettur hin mark-
verðasta menningarsaga.
Þrennt er það einkum sem gef-
ur bókinni almennt gildi. Hið
fyrsta er frásögn Hrafns af upp-
vaxtarárum hans í Reyðarfirði.
Hér nýtur hann þess (og lesand-
inn með!) að hafa alist upp með
annan fótinn í plássinu (Búðar-
eyri), í upphafi vélbátaaldar á
öðrum tug aldarinnar, og með
hinn í sveitinni, á Sómastöðum,
þar sem enn var á þriðja áratugn-
um róið til fiskjar og gaddavírinn
hafði ekki náð styrkari fótfestu
en svo að börn urðu að vaka yfir
vellinum. Hrafn lýsir á eftir-
minnilegan hátt reynslu sinni af
hinu ólíka uppeldisumhverfi
sjávarpláss og sveitar. Hann
kveðst hafa verið haldinn
„megnri árásarhvöt og áflog lífs-
ins yndi... Or'sakir þessa óstýri-
lætis sem birtist í áflogahneigð
eru auðsæjar... [í sveitinni] fékk
orkan útrás við vinnuna, var vir-
kjuð í þágu búskaparins strax í
bernsku. Börnin í þorpunum
voru aftur á móti ekki virkjuð
með þessum hætti. Þau tóku
lítinn þátt í framleiðslustörfum
og stóðu fjær vettvangi vinnunn-
ar en sveitabörnin. Auk þess
bjuggu þau ekki við einangrun
strjálbýlisins, heldur sló saman
og þannig myndaðist hinn al-
kunni sollur, sem sveitafólkið
hafði illan bifur á og taldi hættu-
legan „blessuðum börnunum."
Sveitaæskunni var haldið í upp-
eldisfjötrum löngu eftir að þorpin
mynduðust með rúmu frelsi
börnunum til handa, og það eimir
eftir af þessum fjötrum enn.“ (s.
25). Þetta er dæmi um samfélags-
skilning sem Hrafn miðlar svo
ríkulega.
Ekki er minni fengur að
reynslusögum Hrafns af skóla-
haldi í plássinu á þriðja áratugn-
um: þangað sótti hann skóla frá
Sómastöðum, þá tíu ára. Hér
kemur eilítið sýnishorn: „Von
bráðar lenti ég í sollinn, hlaupin,
áflogin og allt hitt... Skólinn
lagðist á mig eins og farg. Þar gat
ég engu ráðið sjálfur, ekki spurt,
negldur við sætið, og við kenn-
araborðið með töfluna fyrir aftan
sig, þessa andstyggilegu svörtu
skellu á veggnum [strákur sá að-
eins á hana í móðu sakir nærsýni]
stóð kennarinn, alvitringur og
pólití í einum og sömu buxunum.
Hann stjórnaði vinnunni alger-
lega, dældi fróðleik út í stofuna
yfir réttláta og rangláta, lúsþæg
gáfnaljós, moðhausa og óláta-
belgi.“ (s. 47). Við hliðina á fjöl-
mörgum lýsingum sem til eru af
uppeldisháttum í sveitum lands-
ins, eru þorpslýsingar af þessu
tagi fágæti - og þá ekki síður
mynd af skólanum frá sjónarhóli
„ólátabelgsins“.
Annað sem telja verður þessari
bók til almenns gildis er lýsing á
hversdagslífi á Héraði kringum
1940. Fljótsdalshérað hefur þá
eflaust verið með samstæðustu
sveitabyggðum landsins, varla til
þeir húsbændur sem fengust ekki
við búskap. Lýsingin á heimilis-
háttum, búskaparlagi, félagslífi
og menningarháttum er studd
ýmsum heimildum, manntölum,
fasteignamatsgerðum o.fl. Síðan
er brugðið upp mynd af hvunn-
degi í lífi einnar bóndafjölskyldu
„á mótum þorra og góu“ (s. 101);
þetta er afbragðsgóð frásögn,
sýnir glöggt hvernig hið smáa
verður stórt í umgjörð og inntaki
hversdagsins.
í þriðja lagi ber að geta lýsingar
á samgöngubyltingunni sem
sögumaður hefur áratugum sam-
an verið mjög virkur þátttakandi
í. Þegar Hrafn kom fyrst upp á
Hérað og gerðist kyndari við
Húsmæðraskólann á Hallorms-
stað (1932), náði hann í skottið á
gömlum samgönguháttum, sleð-
aferðum á Fljótinu og lestaferð-
um niður á firði. Um þetta leyti
var aðeins orðið skröltfært á bfl
um Upphérað og Fljótið enn
helsta samgönguæðin - haldið
uppi reglulegum vélbátaferðum á
því að sumarlagi. Ekki er síður
fróðleg frásögn Hrafns af árdög-
um bflamenningar í þessum
landshluta, afvegagerð áFjöllum
á fjórða áratugnum og margri
svaðilför að vetrarlagi yfir Fagra-
dal. Hann minnir á það sem nú
vill gleymast að heitið „vetrarfær
vegur“ komst ekki inn í málið fyrr
en á sjöunda áratugnum.
Hér hefur verið drepið á
8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvlkudagur 10. desember 1986