Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 14

Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 14
FRÁ LESENDUM ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráð kemur saman laugardaginn 13. des- ember kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Um- ræða um bæjarmálin og undirbúningur fyrir næstu fjárhagsáætlun. Ólafur Ragnar Grímsson mætir á fundinn og ræðir um kosningastarfið framundan. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvís- Stjórnin. Óla,ur Ra3nar' Alþýðubandalagið Keflavík og Njarðvíkum Bókmenntakynning Bókmenntakynning verður haldin í Verslunarmannahúsinu Hafnargötu 28, laugardaginn 13. desember kl. 17.00. Thor Vilhjálmsson, Guðrún Helgadóttir, Árni og Lena Bergmann lesa úr verkum sínum og árita bækur. Léttar veitingar og piparkökur seldar í hléi. Allir velkomnir. Stjórnin. AB Kópavogi Opið hús Opið hús verður í Þinghóli, föstudagskvöldið 12. desember. Húsið opnar kl. 21.00. Jólaglögg og piparkökurá borðum. Góðirgestir líta inn. Allir velkonir. Stjórn ABK ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Jólafagnaður Félagar. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík mun halda jólafagnað laugardaginn 13. desember kl. 9 til ? Krossið á dagatalið. Dagskrá auglýst síðar. Stjórn ÆFR. Stjórnarfundur ÆFAB Verður haldinn laugardaginn 15. des. 1986 kl. 11.00. Dagskrá: I. Skýrslur a) deilda b) framkvæmdaráðs c) nefnda. II. Útgáfumál (Birtir, Rauðhetta o.fl.) III. Utanríkismái. IV. Kosningar framundan. V. önnur mál. Fundurinn verður haldinn á Stokkseyri og er opinn öllum félögum. Allar nánari upplýsingar gefa Sölvi s. 99-3259 og Anna s. 19567. Framkvæmdaráð ÆFAB Dregið hefur verið í happdrætti ÆFAB. Vinningsnúmerin hafa verið innsigluð til 20. des. n.k. Ykkur gefst því enn kostur á að eignast ritsafn Laxness og sitthvað fleira, með því að greiða heimsenda gíróseðla. Framkvæmdaráð ÆFAB Prentsmiðja Þjóðviljans Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. desember kl. 18. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin £/d±\ 2 O 0.0 » Félagsfundur verður á Hótel Esju miðvikudaginn 10. desember kl. 16. Fundarefni: Samningarnir. Stjórnin. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir nóvember mánuð er 15. desember. Ber þá að skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Verðlagsmálin Hækkanir dynja á okkur sem fyrr Góðæri eitt mikið er talið ríða um þessar mundir öllum húsum hérlendis, og hefur víst ekki ann- að eins sést í marga áratugi, jafnvel frá upphafi byggðar. Kaupmátturinn orðinn svo hrika- lega mikill að menn eru í hinum mestu vandræðum með að koma honum fyrir kattarnef, og ekki al- veg á hreinu hvort heldur Bens- inn eða Volvoinn verði ofaná sem snattbfll. Utanlandsferðir eru ekkert tiltökumál lengur og eru allt að því að verða daglegt brauð hinna vinnandi stétta. Einnig er talið að verðstöðvunin standi við næsta horn og bíði þess aðeins að stökkva inn í sviðsljósið. Það er aldeilis. Já, og góðar þykir mér þær fréttir. En reynast þær á rök- um reistar? Helst mönnum betur á fé sínu nú en áður? Eru verka- menn almennt sammála þeim? Um það leyfi ég mér stórlega að efast. Hækkanir dynja á okkur sem fyrr. Að vísu ekki alveg eins ört. En þær koma, það má bóka. Verðstöðvun að mínum dómi er því langt utan sjóndeildarhring- sins. Skýring afgreiðslumannsins var sú að hér um ræddi nýja send- ingu. Með öðrum orðum, hækk- un vegna verðbólgunnar. Hin gamla og fúla ástæða er því í fullu gildi. Þrátt fyrir að okkur sé sagt að bólgni draugurinn sé að engu að verða og blóm í haga á allra næsta leyti með sumri og sól og ég veit ekki hvað og hvað. Er ekki tími til kominn fyrir stjórnvöld að leggja spilin á borðið og leyfa þegnunum að sjá svart á hvítu hver raunveruleg staða er. Er kannski til of mikils ætlast. Menn láta ekki endalaust blekkjast. Því miður fyrir ykkur, herrar mínir. Konráð Friðfinnsson „Ég skora á sjónvarpið að halda þessari verðgæslu áfram og bera vöruprísana inn í stofur landsmanna svo hægt sé að átta sig á svindlinu." Verðgœsla Verið á varðbergi Áskrift dagblaða hækkaði til að mynda um litlar 50 kr. á dög- unum, slíkt gerist með nokkuð jöfnu millibili. Hér er annað dæmi: Ég hringdi í verslun eina í bænum fyrir 3 vikum síðan og spurðist um verð á ákveðnum hlut sem hugur minn stóð til og þeir höfðu á boðstólnum. Fimmtánþúsund og blómkál kostar hann, tjáði hljómfögur dömurödd mér gegnum símann. Og um daginn ákvað ég að berja gripinn eiginn augum, því eins og allir vita er sjón sögu ríkari sem ég hugðist sannreyna hér og nú. Þama blasti hann við skínandi fagur og freistandi, svo unun varð að horfa á. Þegar ég hinsvegar leit á verðmiðann sem utaná fól- inu hékk, þurrkaðist brosið snar- lega út. 17200 blasti við mér á sakleysislegu spjaldinu. Á þeim stutta tíma sém liðinn var hafði tekist að læða 2000 kalli á hann. Ágætu ritstjorar. Ég las fyrirnokkru 251. tbl. 51. árg. Þjóðviljans, (enda er ég áskrifandi). Þar blasti við á for- síðu hræðilegur áfellisdómur yfir Hjálparstofnun kirkjunnar. „Ó- reiða og ístöðuleysi,“ „Ámælis- verð viðskipti og aðhaldsleysi í peningamálum" Fordild og ferðagleði" „Rekstur Hjálpar- stofnunarinnar harðlega gagn- rýndur“. Stór orð og ábúðar- mikil. Þar eð ég hef lengi haft áhuga á því hjálparstarfi, sem Hjálparstofnun kirkjunnar rek- ur, ein íslenskra stofnana svo nokkru nemi, brá mér mjög í brún. Ég aflaði mér því skýrslu þeirrar sem umsögn blaðamanns- ins byggðist á og sjá! í henni kem- ur fram allt annað álit en ætla mætti við lestur blaðsins. Þar er að vísu fundið að einstaka atriði í rekstri Hjáiparstofnunarinnar, en almennt er umsögn nefndar- innar mjög jákvæð. Eg varð því fyrir enn öðru áfallinu, því nú hafði blaðið mitt greinilega brugðist mér. í huga mínum skaut upp spurningum. Er Þjóð- í sambandi við verðgæslu í landinu, er mjög áríðandi að brýna það fyrir fólki að vera á varðbergi þegar það fer út að versla og alveg sérstaklega á föstudögum og laugardögum þegar æðibunugangur er á fólki að nýta hraðann sem mest vegna þess að aukavinnan sem er oft meira en fastakaupið, bíður og þar eru engin grið gefin. Heimilin verða að ná endum saman hvað sem það kostar. En gæti fólk að því þegar það er statt í verslun og hefur gripið körfuna og vagninn og fer að raða niður allskonar varningi, að gefa sér góðan tíma til að rannsaka að allt fari fram á réttan hátt, gá á vörumiðann hjá viljinn allt í einu orðinn á móti alþjóðlegu hjálparstarfi? Er hann ekki lengur sósíalískt blað eða hvað? Er hann kannski orðinn á móti öllu sem kirkjan kemur ná- lægt eða er hann kominn á sama lága siðferðisplanið og Helgarp- ósturinn og DV sem eingöngu hugsa um að selja sig. Nei slíku vil ég ekki trúa á meðan jafn gott fólk vinnur þar og nú. Þetta hljóta að vera mistök og því fer ég fram á það að skýrsla þremenn- inganna verði birt í blaðinu okkar í heild eða þá að þið sjáið til þess að hún fái sanngjarna umfjöllun í blaðinu. Ég held nefnilega að eitt brýnasta verkefni sósíalista í dag sé að vinna gegn þeirri ómannúð, sem sífellt meira ryður sér til rúms í þjóðfélaginu og það verð- ur ekki gert með því að rífa niður það sem gert er af góðum hug, samahveríhlutá. Égætlaekki að fara nánar út í þetta mál að sinni því ég treysti ykkur ritstjórunum til þess manna best. Með von um skjót og mannleg viðbrögð og fél- agskveðju. Silli stúlkunni við kassann og bera hann saman við það sem keypt var. Þetta er mjög áríðandi að fólk geri. Hitt er svo annað mál og kannski alvarlegar að verð í verslunum er ákaflega mismun- andi eins og allir vita, það hefur siónvarpið okkar sýnt okkur með Ölínu fréttakonu í fararbroddi að víða eru allt aðrir prísar en þurfa að vera, og það er ekkert annað en þjófnaður að haga sér þannig að sama vara er kannski mikið dýrari á öðrum staðnum en hin- um, þetta hefur sjónvarpið okkar sýnt svo ekki verður um villst. Sannleikurinn er sá að Sjón- varpið er einn sá albesti fjölmiðill í landinu í verðgæslumálum um það verður ekki villst. Heyrst hefur að kaupmenn séu bálreiðir út í þessa sjónvarpskönnun og vilja koma henni fyrir kattarnef, en slíkt verður ekki þolað, auðvitað reyna þeir að fá sett bann á stofnunina fyrir þetta þjóðþrifaverk. Ég skora á sjón- varpið að halda þessari verðgæslu áfram og bera vöruprísana inn í stofur landsmanna svo hægt sé að átta sig á svindlinu. Nú eru verkalýðsforingjarnir að hnappa sér saman og hafa uppi kröfur fyrir þá sem lægst eru launaðir og það strax. Þolir enga bið. Heyr fyrir því. 35 þúsund til þeirra lægstulaunuðu Húrra. Ríkisstjórnin hælir sér að því að hafa lækkað verðbólguna? En hvernig fóru þeir að því. Hefur háttvirtur lesandi athugað það? Þeir lækkuðu hana einfaldlega með því að láta litla manninn hans Alberts borga. Á þessum veiku herðum var níðst, hinir sluppu sem vaða um í þjóðfé- laginu og eru eins og aumingjar í skattskránni. Þetta eru nú öll vinnubrögðin. í komandi samningum verða foringjar ASÍ að taka á honum stóra sínum ef þeir ætla ekki að glata tiltrú fólks og láta atvinnu- rekendur kúska sig. Eftir síðustu fréttum að dæma er skriður að komast á málin og verður fróð- legt að fylgjast með framvindu þeirra. Með kveðju Páll Hildiþórs Hjálparstofnunin Er Þjóðviljjnn á móti hjálparstarfi? !.14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.