Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 16
Danska höggverkið við Lækjargötuna (mynd: E.ÓI.)
Reykjavík
Tilviljanakenndur neðanjarðarfunduf
Farandhöggmynd í Mœðragarðinum
í
samvinnu
Myndhöggvarafélagið
Reykjavík hefur
við Reykjavíkurborg og Mynd-
höggvarafélög hinna Norður-
landanna komið fyrir myndar-
legum skúlptúr í Mæðragarðin-
um í Lækjargötunni (gegnt Von-
arstræti). Skúlptúrinn er eftir
danska myndlistarmanninn Palle
Lindau og ber heitið „Et tilfældigt
möde under jorden“.
Myndin er úr áli, um 3 m á hæð
og vegur um 700 kg á steyptri
undirstöðu. Uppsetning myndar-
innar er liður í hringferð fimm
skúlptúra eftir jafnmarga lista-
menn frá öllum Norðurlöndun-
um á milli höfuðborga landanna.
Eiga skúlptúrarnir að hafa 3 mán-
aða viðdvöl í hverri höfuðborg,
og eigum við von á sendingu frá
Kaupmannahöfn eftir 3 mánuði
þegar mynd Lindau verður send
áfram til Osló. Myndin sem hing-
að kemur næst verður eftir
finnska listamanninn Harry Kivi-
járvi. —ólg
Heimsmynd
Viðreisn í stjömunum
Mitt sögulega hlutverk er að
taka upp þráðinn frá Jóni
Baldvinssyni, þar sem hann slitn-
aði 1938. Að gera hreyfingu ís-
lenskra jafnaðarmanna að rót-
gróinni fjöldahreyfingu og stór-
veldi í íslenskri pólitík. Þess vegna
vitjaði gamli maðurinn nafns.
Þetta er allt skráð í stjörnurnar,
segir Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins m.a. í
viðtali í nýju tölublaði af Heims-
mynd.
í viðtalinu kemur greinilega
fram að Jón Baldvin stefnir að því
að mynduð verði ný viðreisnar-
stjórn að afloknum kosningum.
Hann stillir meira að segja upp
ráðherralista.
Sjálfum sér ætlar hann forsæt-
isráðuneytið. Kjartan Jóhanns-
son er nefndur til iðnaðarráðu-
neytis. Jóhanna Sigurðardóttir á
að sjá um félagsmálaráðuneytið.
Nýliðinn í Alþýðuflokknum, Jón
Sigurðsson, á að fá nýtt ráðu-
neyti, efnahags- og atvinnumál-
aráðuneyti.
Sjálfstæðismenn fá sitt: Þor-
steinn Pálsson utanrfkis- og við-
skiptaráðuneyti, Vilhjálmur Eg-
ilsson fjármálin, Sverrir Her-
mannsson sjávarútveginn, Frið-
rik Sóphusson heilbrigðisráðu-
neytið og Birgir ísleifur mennta-
málaráðuneytið, vegna þess að
hann spilar svo vel á píanó.
Dómsmálaráðherra á ekki að
vera þingmaður og segir Jón
Baldvin Björn Friðriksson hæf-
astan til að gegna því.
Landbúnaðarráðuneytið verð-
ur einnig í höndum manns utan
þingflokkanna og þarf hann að
dómi Jóns Baldvins að vera
þaulreyndur atvinnustjórnandi.
Á hann að tryggja hagsmuni
bænda og neytenda. Stingur Jón
upp á tveim kandídötum, þeim
Brynjólfi Bjarnasyni í Granda
eða Birni Björnssyni, hagfræðing
ASÍ.
Jón ræðir einnig nýsköpunar-
stjórn og ætlar Alþýðubandalag-
inu iðnaðarráðuneytið (Svavar),
fjármálaráðuneytið (Ásmundur)
og heilbrigðisráðuneytið (Ragn-
ar Arnalds). Friðrik Sóphusson
færi þá í dóms- og kirkjumál en
Kjartan Jóhannsson yrði án ráð-
herrastóls.
-Sáf
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
lÓDVIUINN
Miðvikudagur 10. desember 1986 282. tölublað 51. örgangur
SPJADDHAGí
allar upplýsingar
á einum stað
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Amnesty
Mannréttindi
á Lækjartorgi
Útifundur klukkan
fimmítilefni
mannréttindadags
SÞ. Röð og regla, Ijóð
og ræða, Bubbi,
Ragga og Megas
í dag klukkan fimm halda
mannréttindasamtökin Amnesty
International útifund á Lækjar-
torgi og ber þar við að samtökin
hafa sjálf útvegað löggæslu: Ör-
yggissveitir ríkisins tryggja röð
og reglu gráar fyrir járnum undir
stjórn Hallmars Sigurðssonar.
Tilefni útifundarins er
mannréttindadagur Sameinuðu
þjóðanna, og verður dagskrá
fjölbreytt en stutt. þórarinn Eld-
járn ávarpar fundarmenn, Bríet
Héðinsdóttir og Guðrún Ás-
mundsdóttir lesa ljóð, þar á með-
al „Bréf til þjóðhöfðingja“ eftir
Jakob Jónsson frá Hrauni sem til-
einkað er samtökunum. Þá
syngja saman Bubbi Morthens,
Ragga Gísla og Megas og muna
áhugamenn um rokk og mann-
réttindi varla annan eins atburð.
Kynnir verður hinn margfrægi
FIosi Ólafsson. -m
Iðnnemalaunin
Þetta verður að lagfæra
Dœmiþess að iðnnemar lækki í launum eftir samningana. Pálmar
Halldórsson: ASÍog VSÍœttu að leiðrétta þetta
Þetta verður að lagfæra, sagði
Pálmar Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Iðnnemasamb-
andsins um hlut iðnnema í nýju
kjarasamningunum. Pálmar
segir að þess séu dæmi að iðn-
nemar lækki í launum eftir samn-
ingana.
Þær breytingar voru nú gerðar
að laun iðnnema í vinnu utan
skóla eru bundin í krónutölu en
voru áður ákveðið hlutfall af
launum sveina, og giltu þá lág-
markslaun fyrir iðnnema á lægstu
töxtunum. Allajafna jafngiltu
iðnnemalaun nokkunrveginn
verkamannalaunum. Nú eru
hæstu laun iðnnema söm og
lægstu verkamannalaun, 26.500
krónur, en þau lægstu langt neð-
an lágmarkslaunanna frægu, eða
21.023 krónur.
Eina leiðin fyrir okkur er að
komast inní sérkjarasamninga
hjá sveinafélögunum, sagði
Pálmar, og við erum þegar komn-
ir inní viðræður hjá bókagerðar-
mönnum, en hinsvegar er engin
trygging fyrir því að kröfur okkar
nái fram þannig. þetta, sagði Pálmar þótt búið sé
Fyrst þessi staða er komin upp að skrifa undir. í samningnum ’84
væri réttast að þeir hjá ASÍ og voru gerð hrein mistök í sam-
VSÍ tækju sig til og leiðréttu bandi við unglingataxtana og þau
mistök voru leiðrétt eftirá. Þetta
með iðnnemalaunin núna er álíka
hneyksli og unglingataxtarnir þá.
—m
Vilja samflot
m þessar mundir eru aðildar-
félög BSRB að ræða um
hvernig skuli staðið að næstu
samningum, en kröfugerðir fél-
aganna verða ræddar á for-
mannafundi BSRB 15. desember
og mun staðan þar vera rædd
m.t.t. frumvarps til laga um sjálf-
stæðan samningsrétt aðildarfél-
aganna, en frumvarpið mun
væntanlega verða afgreitt fyrir
jólin og ganga í gildi um ára-
mótin.
í þessu sambandi hefur stærsta
aðildarfélag BSRB, Starfs-
mannafélag ríkisstofnana, sam-
þykkt á stjórnarfulltrúaráðs-
fundi, að félagið óski eftir sam-
floti við önnur aðildarfélög
bandalagsins í komandi samning-
um. Að sögn Haralds Hannes-
sonar formanns Starfsmannafé-
lags Reykjavíkur, sem er annað
stærsta aðildarfélag BSRB, verð-
ur þar væntanlega lagt til að sama
samþykkt verði gerð. -K.ÓI.