Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 2
_SPURNINGIN_
^fHvernig líst þér á kjarasamn-
ingana?
Helga Guðmundsdóttir
afgreiðsludama:
Mér líst vel á þá. Það er rétt farið
að þessu, að hækka þá lægst-
launuðu.
Garðar Einarsson
eftirlaunaþegi:
Mér líst ágætlega á að lægstu
laun hækki ef aðrir fá ekki sömu
hækkun. Talan hefði mátt vera
hærri, allt að 30.000 krónur.
Guðlaug B. Björgvinsdóttir
fulltrúi hjá Pósti og síma:
Mér líst mjög vel á þá hvað snertir
þá lægstlaunuðu, en það er
spurning hvort þetta verða verð-
bólgusamningar. Hækkunin
hefði mátt vera meiri, það lifir
enginn á 26.500 krónum. Miðað
við verðlagið hefðu lágmarks-
laun mátt vera 32.000-35.000
- krónur.
Garðar Hannesson
stöðvarstjóri í Hveragerði:
Fyrir hönd okkar ríkisstarfs-
manna líst mér illa á þá. Þeir eru
ekki viðmiðunarhæfir fyrir okkur,
26.500 er alltof lágt. Það gildir
það sama í þessum samningum
einsog öðrum það sem séra Sig-
> valdi sagði: „Þetta er bláfátækt
og hefur ekkert við peninga að
gera.“
Elsa Jóhannsdóttir
húsmóðir og skrifstofumaður:
Nokkuð vel, það er rétt að hækka
við þá lægstlaunuðu. Ég er þó
svolítið hrædd um að hækkanir
haldi áfram upp úr og fólk sem er
aðeinsfyrirofan lágmarkslaun sé
óánægt. Þá fer skriðan af stað.
FRÉTT1R
Iðnnemar
Notaðir sem söluvara
BÍSN mótmœlir nýgerðum kjarasamningum harðlega. Iðn-
nemar settir niður fyrir það sem á að heita lágmarkslaun
Þjóðviljinn
Vinnings-
númem
Miðstjórn Bandalags íslenskra
sérskólanema hefur sent frá
sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna
nýgerðra kjarasamninga ASI og
VSI:
Bandalag íslenskra sérskóla-
nema mótmælir harðlega nýgerð-
um k j arasamningum ASÍ og VSÍ.
f þessum samningum voru iðn-
nemar notaðir sem söluvara og
þannig samdir langt niður fyrir
þau lágmarkslaun sem upp hafa
verið gefin þ.e. 26.500 kr.
Með þessari aðgerð hafa kjör
iðnnema verið slitin úr samhengi
við þá viðmiðun sem þau hafa
haft undanfarna áratugi þ.e. sem
hlutfall af launum sveina á fyrsta
ári. Annað og ekki síður alvarlegt
er að eftir þessa samninga hafa
iðnnemar verið settir niður fyrir
þau laun sem eiga að heita lág-
markslaun, grunnlaun iðnnema
eftir þessa samninga verða 21.023
kr. á mán. Það sem hefur verið
gert er að samið var um lág-
markslaun kr. 26.500 síðan var
samið úr lágmarkslaunum til að
fá fram þau kjör sem iðnnemar
eiga að vera á.
Vinnubrögð sem þessi eru að
áliti Bandalags ísl. sérskólanema
ekkert annað en örgustu stétta-
svik og lýsir Bandalagið allri
ábyrgð á hendur samninganefnd
Alþýðusambandsins. Þau laun
sem hafa verið gefin upp sem lág-
markslaun þ.e. kr. 26.500 geta
með engu móti kallast lágmarks-
laun þar sem gagnvart ákveðnum
hópi eru þessi laun í raun og veru
hámarkslaun. Gagnvart iðnnem-
um þá koma þessir samningar
þannig út að nú eru svokölluð
lágmarkslaun orðin hæstu laun
sem iðnnemar geta haft á náms-
tímanum.
Bandalag ísl. sérskólanema
lýsir megnustu andúð á því sið-
ferði sem virðist hafa ráðið ferð-
inni hjá samninganefnd ASÍ og
VSÍ þegar þeir með þessu nota
þann hóp sem engan samnings-
rétt hefur og enga samningsstöðu
sem söluvöru til að lyfta upp
kjörum þeirra sem ættu að hafa
alla möguleika til að berjast fyrir
bættum kjörum.
Með þessum samningi hefur
verið brotið blað í sögu verka-
lýðshreyfingarinnar þar sem sá
hópur sem á minnsta möguleika
til að verja kjör sín og sækja fram
eftir bættum kjörum hefur verið
skilinn eftir langt fyrir neðan
framfærslumörk.
Árni Bergmann með bókina: hvernig hefur blaðið staðið sig á hinum ýmsu sviðum? (Ijósm. SM)
„Blaðið okkar“
Eftirfarandi númer hlutu vinn-
ing í afmælishappdrætti Þjóðvilj-
ans:
Lada Samara kr. 250.000
32189, videótæki á kr. 45.000
17427, vöruúttekt á kr. 35.000
39763, farseðill frá Útsýn á kr.
30.000 28994, farseðill frá Sam-
vinnuferðum á kr. 30.000 36695,
húsbúnaður á kr. 25.000 34238,
heimilistæki á kr. 25.000 37837,
vetrarhjólbarðar 4 stk. á kr.
10.000 25480, ljósmyndavörur á
kr. 10.000 18277, 22194, bókaút-
tekt á kr. 5.000 1478, 10928,
17394, 21805, 23229, bókaúttekt
á kr. 5.000 1275, 10531, 17909,
18975, 33169, 5883, 11899,
18207, 23299, 34950.
Þættir um sögu
Þjóðviljans komnir út
Ut er komin á vegum Þjóðvilj-
ans bókin „Blaðið okkar“
eftir Árna Bergmann ritstjóra,
sem saman er tekin í tilefni
fimmtugsafmælis blaðsins á þessu
ári.
Höfundur kallar bókina „Þætti
um sögu Þjóðviljans". Hann
segir í stuttu spjalli, að hann geri
ekki tilkall til að skrifa sögu
blaðsins - hún sé annarsvegar svo
óaðgreinanleg frá sögu pólitískr-
ar vinstrihreyfingar að það sé illf-
ramkvæmanlegt - á hinn bóginn
hefði það orðið full þurr texti, ef
einblínt hefði verið á það eitt að
segja sögu Þjóðviljans sem fyrir-
tækis.
í bókinni er sú leið valin, að
skrifa um daglegt líf blaðsins og
starfsmanna þess bæði á frumbýl-
isárum og síðar, líka eru skoðuð
þau dæmi þegar ritstjórar blaðs-
ins lentu í tugthúsum og öðrum
kárinum. En megináhersla er
lögð á það, að skoða með ýmsum
dæmum hvernig Þjóðviljinn hef-
ur staðið sig í ýmsum málum -
hvort heldur væri verkalýðsmál-
um, kvennabaráttu, bókmennta-
rýni eða gamanmálum og er þá
fátt upp talið. Það er líka fjallað
um byltingarvonina og heims-
mynd blaðsins, sambandið við
pólitískar hreyfingar og lesendur.
Þá er því heldur ekki gleymt í
þessari bók, að í haust átti Þjóð-
vilji Skúla Thoroddsen aldaraf-
mæli og raktir eru þeir þræðir
sem liggja frá því blaði til „blaðs-
ins okkar“.
Bókin er 123 bls. í stóru tví-
dálka broti og prýdd fjölda
mynda. Gísli B. Björnsson hann-
aði útlit bókarinnar. Þessa dag-
ana er verið að senda bókina til
þeirra sem gerðust áskrifendur
að henni, en þar að auki mun hún
fáanleg í bókabúðum.
Alþýðubandalagið
Fasteigna-
viðskipti
ríkisins
Þingflokkur Alþýðubandalags-
ins hefur beðið um skýrslu frá
fjármálaráðherra um kaup og
sölu fasteigna á vegum ríkisins
síðan ríkisstjórnin tók við völd-
um.
Þingmennirnir fara fram á að í
skýrslunni verði getið kaup- og
söluverðs hverrar fasteignar,
fasteigna- og brunabótamat og
greiðsluskilmála. Þeir óska þess
einnig að gerð verði grein fyrir
stærð húsnæðis, afhendingartíma
og kostnaði við breytingar og
hvort heimild var fyrir viðskipt-
unum í fjárlögum þegar við-
skiptin fóru fram. -vd.
Ég hef lengi haft
hálfgerðan móral
yfir að vinna ekki
nógu mikið
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi' vikudagur 10. desember 1986