Þjóðviljinn - 10.12.1986, Side 5
Umsjón:
Magnús H.
Gíslason
Hvanneyri
Eins
og að
flytjaí
annan
heim
Nýtt
rannsóknahús á
nœstu grösum
Nú er loksins risið af grunni
mikið og vandað rannsóknahús á
Hvanneyri. Er það allt hið mynd-
arlegasta bæði að ytri og innri
gerð. „Innanstokksmuni“ vantar
þó ennþá en vonandi verður ekki
langt að bíða úrbóta í þeim efn-
um. Verið er að athuga tilboð í
innréttingar. Og á fyrirliggjandi
fjárlögum er 3,5 milj. kr. fjár-
veiting til kaupa á
rannsóknatækjum.
Ég sagði „loksins". Því það ætti
að vera deginum ljósari nauðsyn
þess, að á bændaskólunum sé
fyrir hendi góð aðstaða til ýmiss
konar rannsókna. En því fer
fjarri að svo hafi verið. Hefur það
einkum verið bagalegt á Hvann-
eyri síðan Búvísindadeildin tók
þar til starfa en síðan eru nú liðin
40 ár.
Fyrir nokkrum áratugum urðu
miklar deilur um nýja fjósbygg-
ingu á Hvanneyri. Þótti fjósið svo
íburðarmikið og dýrt að engu tali
tæki þegar kýr ættu í hlut.
Mönnum gleymist stundum að
kýrin og sauðkindin hafa haldið
lífinu í þessari þjóð með því að
fæða hana og klæða allt frá því að
Ingólfur okkar sálugi Arnarson
nam land „þar sem nú stöndum
vér“ og fram á okkar daga. Með
þetta í huga þótti þeim, sem vörn-
um héldu uppi fyrir Hvanneyrar-
fjósinu, það engin ofrausn þótt
nokkrar kýr á Hvanneyri kæmust
nú loksins í „mannsæmandi“
húsnæði.
En fjósið á Hvanneyri reyndist
ekki bara nytsamlegt sem kúabú-
staður. Þegar að því rak að komið
var upp við skólann nokkrum vísi
að rannsóknastofu þá var henni
komið fyrir á fjósloftinu. Auðvit-
að var aðstaðan þar á flestan hátt
erfið og ófullkomin. Þó bætti hún
úr brýnustu þörf. Og náttúrlega
er gott að geta gripið til neyðar-
úrræða fremur en engra þótt í
þeim geti hvorki né megi felast
nein framtíðarlausn.
En nú líður óðum að því að
rannsóknastofan geti flutt af
fjósloftinu og í hið nýja hús. Ekki
þarf að lýsa þeim breytingum,
sem við þau vistaskipti verða á
öllum aðbúnaði og möguleikum
til margháttaðra rannsókna, svo
augljósar eru þær. Það er eins og
að flytja í annan heim.
-mhg
Stjórnvöld verða að gera það upp við sig hvar á að stunda sauðfjárrækt og hvar ekki.
Stjórn L.S.
Skipulagslaust undanhald
Eins og getið hefur verið um
hér í blaðinu kom stjórn Lands-
samtaka sauðfjárbænda saman
til fundar í Bændahöllinni nú
fyrir nokkru. Sú yfirlýsing, sem
stjórnin lét frá sér fara, hefur
þegar verið birt hér í blaðinu. En
stjórnin sendi einnig frá sér
„samantekt um málcfni
sauðf]árræktar“. Fer hún hér á
eftir:
- Árið 1979, þegar ákveðið var
að setja hömlur á framleiðslu
mjólkur og dilkakjöts var varið
verulegum fjármunum til að
finna út framleiðslurétt einstakra
bænda, svokallað búmark, sem
lítið hefur verið gert með síðan.
Næsta skref var að setja reglur
um frekari skerðingu, með ærn-
um tilkostnaði, fundahöldum
o.fl. Þegar þær reglur voru að
mestu fullmótaðar var þeim kast-
að fyrir róða, en þess í stað samin
enn ein reglugerðin, sem vinna á
eftir við uppgjör á framleiðslu nú
í haust, og ekki er fyrir séð hver
útkoman verður, en þó talið, af
flestum sem til þekkja, að verði
slæm.
Og að síðustu er samin enn ein
reglugerðin, sem ákveður upp-
gjörsreglur fyrir framleiðslu
næsta verðlagsárs, sem augljós-
lega teflir fjárhagsafkomu flestra
bænda í tvísýnu og leiðir til
gjaldþrots margra, einkum yngri
bænda á næstu árum, verði ekk-
ert að gert.
Vettlingatök
Á sama tíma og ærnu fé er var-
ið til að finna út skerðingu á bú-
skap einstakra bænda hefur ekki
tekist að fá neitt umtalsvert fé til
markaðsleitar né auglýsinga og
áróðurs. Þó er á það að líta, að
kindakjöt er eina kjöttegundin í
Býður heim stórfelldri byggðaröskun
landinu, sem háð er fram-
leiðslustjórnun, sem þó jafn-
framt er sú kjötframleiðsla, sem
framleidd er að mestu á inn-
lendum aðföngum og eina bú-
vöruframleiðslan, auk hrossaaf-
urða, sem möguleiki er á að selja
úr landi. Á sama tíma er óheft
framleiðsla á öðrum kjöttegund-
um, sem að mestu eru framleidd-
ar á innfluttu korni og þar með
erlendum gjaldeyri.
Söluaðilar hafa ekki talið það
sitt verkefni að koma kindakjöti
á markað á viðunandi verði, enda
hafi allt sitt á hreinu, og talið
stefnu stjórnvalda þess eðlis, að
ekki væri vert að eyða vinnu og
peningum til þess. Ennfremur má
benda á, að nær hvarvetna, þar
sem íslendingar bjóða vöru sína
til sölu erlendis, er það á verulega
hærra verði en gerist á þeim
mörkuðum. Yfirleitt hefur tekist
að selja, þrátt fyrir verðmun,
enda hefur ævinlega verið skír-
skotað til þess, að um sérstaka
hágæðavöru sé að ræða. Sé hins-
vegar um lambakjöt að ræða hafa
sölumenn okkar látið sér nægja
að bjóða afurðirnar á sama eða
sambærilegu verði og aðrir bjóða
á þeim mörkuðum.
Þrátt fyrir að margítrekað hafi
verið spurst fyrir um möguleika á
að fá keypt lambakjöt frá íslandi,
hefur þeim fyrirspurnum ekki
verið svarað og ekki kannað
hvaða verð væri í boði. Nægir þar
að benda á að eftir kjarnorkuslys-
ið í Sovétríkjunum í vor kom
beiðni frá Vínarborg um að send-
ir yrðu sölumenn til að sinna
þeim markaði, sem þá opnaðist í
Evrópu, en því var ekki sinnt. En
um leið og erfiðleikar koma fram
i sölu á síld eða hvalafurðum er
rokið upp til handa og fóta og allt
gert til þess að tryggja áframhald-
andi sölu, en með slíku átaki
tókst að tryggja samning um síld-
arsölu á verði, sem er langt um-
fram það, sem keppinautar okkar
á sömu mörkuðum buðu.
Ekkert raunhæft hefur komið
fram frá hendi ráðherra eða þing-
manna til að bregðast við þeim
erfiðleikum, sem samdráttur á
okkar bestu mörkuðum hefur
skapað annað en það, að draga
saman framleiðsluna án þess að
huga nokkuð að því hvaða afleið-
ingar það hefði fyrir bændur og
byggðir landsins, né huga að því,
hversu miklum verðmætum er
kastað á glæ í uppbyggingu, sem
þegar hefur átt sér stað í sveitum.
Ótrygg úrræði
Talað hefur verið um, að í stað
sauðfjárbúskapar gæti komið
loðdýrarækt og fiskeldi. En nú,
eins og sakir standa, er loðdýra-
rækt ekki sá vænlegi kostur, sem
um er talað. Má þar m.a. benda
á, að þeir, sem best þekkja til
telja, að eigi loðdýrarækt að geta
tryggt bærilega afkomu, má fóð-
urkostnaður ekki vera nema sem
svarar 30% af skinnaverði en er
nú nálægt 70%.
Varðandi fiskeldi er vert að
benda á, að nánast ekkert hefur
verið gert þar í markaðsmálum,
auk þess sem margvíslegar ytri
aðstæður setja slíkum rekstri
ýmsar skorður.
Með skipulagslausu undan-
haldi og samdrætti í sauðfjár-
framleiðslu er hætta á stórfelldri
byggðaröskun. Það verður því að
gera þá kröfu til stjórnvalda, að
þau geri það upp við sig hvar á að
stunda sauðfjárrækt og hvar eigi
að leggja hana af. Sé það pólitísk-
ur vilji að svo mikill samdráttur
verði í sauðfjárræktinni, sem
boðaður er, verður einnig að
krefjist þess, að fram komi pólit-
ískur vilji sömu aðila fyrir því í
hvaða byggðum skuli leggja
sauðfjárbúskap niður.
-mhg
Verkakvennafélagið
Framsókn
Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn
11. desember kl. 20.30 í Sóknarsalnum,
Skipholti 50a.
Fundarefni: Samningarnir. Þórir Daníelsson
útskýrir. Félagskonurfjölmennið, og vinsam-
legast sýnið skírteini við innganginn.
Stjórnin.
Miðvikudagur 10. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5