Þjóðviljinn - 25.01.1987, Page 6
Kafliúrbók
Árna Björnssonar
„Porrablótá íslandi“
Ættu húsfreyjur að innbjóða
Þorra til sín með fögrum tilmœlum..
Sú heimild um leifar Porra-
dýrkunar, sem hér skal þó eink-
um vísað til, er bréf séra Jóns
Halldórssonar í Hítardal til Árna
Magnússonar í Kaupmannahöfn
30. september 1728. Séra Jón er
heldur tregur til að greina frá
soddan fávisku, en lætur þó til
leiðast fyrir bænarstað síns göf-
uga vinar:
Sexto. Að bjóða Þorra, Góietc.
veiteg öldungis ekki, hvortgömul
Siðvenja hafi nockurn Tíma ver-
ið, eðursé nýligt inventum excog-
itatum af einföldum almúga, og
ekki hefeg vitað skynsamara fólk
leggja þann hégómaskap í venju,
og eifce eg aðra undirvísan hér um
en þá, að so sem vetrartíð og veðr-
átta liggur hér í landi oft þungt á
fólki, að henni mœtti því heldur
lina eður aflétta, þá œttu Hús-
freyjur ganga út fyrir dyr ncesta
kvöldfyrirþorrakomu, ogsosem
öðrum góðum virðingargesti
Innbjóða til sín með fögrum Til-
mcelum, að vceri sér og sínum létt-
ur og ekki Skaðsamur. Gói cettu
Bcendur allir að Innbjóða með
viðlíkum hcetti; Yngismeyjar Ein-
mánaði; en Yngismenn Hörpu
eður fyrsta Mánuði Sumarsins.
En hvörjir ritus þar hafi heyrt til
eður Tilheyri, fœ eg öngva undir-
vísan um. Eg fyrirvirði mig að
setja á papyr til Göfugra Persona
soddanfávitsku, efekki útlokkaði
það yðar Göfugl: tilmceli og
margreynd humanitas.
Þetta er ekki léttvægur vitnis-
burður á því herrans ári 1728 frá
grandvörum presti, sem fæddur
er 1665 og vill greinilega gera sem
minnst úr þessum hégómaskap.
Hér er hvert orð mikilvægt, og
frásögnin verður naumast túlkuð
á annan veg en þann, að Þorri sé
ávarpaður sem hulin vættur, boð-
inn í bæinn sem virðingargestur
og beðinn fagurlega um að
auðsýna heimilisfólkinu vægð
fýrir vetrargrimmdinni.
Það er aukaatriði í þessu sam-
bandi, hvort áðurnefnd athöfn og
ýmislegt þessu skylt, sem vikið er
að í Þorrakvæðum, var meira
framið í alvöru eða gamni af þeim
einfalda almúga, sem séra Jón
hafði spurnir af. Margir þekkja
það af eigin reynslu og annarra,
hvernig menn laga sig eftir ýms-
um þjóðtrúarhugmyndum án
þess að trúa endilega á þær.
Bóndi
hleypur
kringum
bæinn
Þannig þyrmir fólk álagablettum
og brýtur málbein í sviðakjömm-
um, sumpart af því það hefur
gaman af og þykir útlátalítið.
Sömuleiðis finnst mönnum óþarfi
að storka gamalli kreddu, nema
þeim sé beinlínis uppsigað við
hana.
Hjá meirihluta íslendinga
a.m.k. örlar talsvert á þeirri dul-
vísindalegu hugsun, að ekki sé
allt sem sýnist, ekki sé ailt endi-
lega rétt sem prédikað er, oft sé
það gott sem gamlir kveða. Með
öðrum orðum: Það geti hugsan-
lega verið eitthvað hæft í gömlum
hindurvitnum og því sé aldrei að
vita, nema vissara sé að fara eftir
þeim. Það geti a.m.k. ekki
skaðað, og lítil ástæða sé til að
brjóta á móti þeim að þarflausu.
í þessum anda hefur það lík-
lega verið, sem í reyndinni fólst
einkum í því að blóta á laun, þótt
stundum hafi menn gert sér öllu
skuggalegri og blóði drifnari hug-
myndir um það athæfi. En þar
ber ekki síst að taka því með var-
úð, sem kristnir höfundar segja
um helgiathafnir heiðinna
manna. Það liggur í hlutarins
eðli, að þeir leitast við að draga
helgisiði annarra sem dekkstum
litum. Til samanburðar þarf ekki
annað en minna á róginn, sem
gekk milli katólskra og mótmæ-
lenda í Evrópu á 16. og 17. öld.
Því miður vitum við nánast ekk-
ert um svonefnda heiðna trú,
nema frá kristnum höfundum,
sem hljóta að teljast miður ár-
eiðanlegir að þessu leyti.
Eftirtakanlegt er, að margir
prestanna, sem yrkja um Þorra á
17. og 18. öld, reyna að gera hlut
hans heldur rýran. Ýmist er hon-
um þá lýst sem hálfgerðum hrak-
fallabálki eða þeir svipta hann
öllum glæsibrag í kvæðislok.
Ennfremur gera flestir nokkurt
mál úr því, að Þorra sé heldur í
nöp við presta og hljóti enda
dræmar viðtökur hjá þeim. Það
er ekki fyrr en með rómantíkinni
og auknu umburðarlyndi í trúar-
efnum á 19. öld, að Þorri hlýtur
uppreisn æru og verður sam-
kvæmishæfur meðal betra fólks.
Það þarf engan að undra, þótt
sá góði séra Jón Halldórsson fái
litla undirvísan um einhverja
helgisiði (ritus), sem þessu Þorra-
boði fylgdu. Um það leyti sem
hann skrifar Árna Magnússyni
bréfið, er siðavendni lúterska
rétttrúnaðarins að nálgast suðu-
mark með hinn stranga Jón
Árnason biskup í Skálholti sem
oddvita. Og ekki er nema
mannsaldur síðan yfirvöld áttu
það enn til að brenna fólk fyrir
ímyndaða galdra og kukl. Lögin,
sem dæmt var eftir á bálið, höfðu
ekki verið numin úr gildi. Menn
hafa því að sjálfsögðu varist allra
nákvæmra frétta af athöfnum,
sem túlkast gætu sem ókristilegar
eða heiðnar, ekki síst ef kirkj-
unnar menn voru að hnýsast eftir
þeim. Til samanburðar má benda
á réttarhöld og dóm í Báhúsléni í
Svíþjóð yfir bændafólki, sem
hafði drýgt þann „viðurstyggilega
heiðindóm" að drekka Eldborgar
skál 7. janúar 1723.
Það verður því að hafa fyrir
satt, að sumir a.m.k. hafi um all-
ar aldir boðið Þorra velkominn, •
hvort heldur sem það var gert
með óttablandinni virðingu eða
gleðskap og gamanmálum. Það
er a.m.k. merkileg samsvörun
milli hinna fögru tilmœla, sem
séra Jón kveður húsfreyju beina
til Þorra þess efnis, að hann „væri
sér og sínum léttur og ekki skað-
samur“, og svohljóðandi svari
varðandi Þorrakomu frá Einar
Sigurfinnssyni úr Meðallandi, f.
1884:
Velkominn Þorri, var einatt
sagt eftir morgunsigningu; Vertu
ekki mjög grimmur.
Vert er að geta þess, að Einar
skrifaði þetta rúmlega níræður í
júní sama árið og bréf séra Jóns
birtist fyrst á prenti í Bibliotheca
Arnamagnæana. Nær óhugsandi
er, að hann hafi nokkru sinni les-
ið það. Örfáir aðrir heimilda-
menn frá síðustu hundrað árum
geta þess, að Þorri væri boðinn
velkominn eða Þorra skyldu
bœndur bjóða.
Svipuð orðaskipti eiga sér
reyndar stað í þjóðsögu um vætt-
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. janúar 1987