Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.01.1987, Blaðsíða 14
Upphaf íslenskrar verkalýðsbaráttu Fyrir jól kom út þri£>ja heftiö af Landnámi Ingólfs, sem félagið Ingólfur gefur út. í þessu hefti er m.a. aö finna eftirfarandi frásögn Ottós N. Þorlákssonar, fyrsta forseta Alþýöusambands (slands. í frásögninni er greint frá aödraganda og stofnun sjómannafélagsins Bárunnar. Frásögn þessi fannst inn í fundagerðarbók í fórum Sögusafns Verka- lýðshreyfingarinnar. Er frásögnin óundirrituð, en af frásögninni má ráða að Ottó er höfundur hennar. Auk þess hefur rithöndin verið borin saman við önnur skrif Ottós og virðist þar um sömu rithönd að ræða. Hvenær frásögnin var rituð og hvers vegna er ekki vitað, en Ijóst er að hún er rituð all nokkru eftir að þessir atburðir áttu sér stað. I Þegar líður á 19. öldina fer að koma skriður á atvinnulíf þjóðar- innar. Gamla búskaparlagið er orðið úrelt; vanans hlekkir eru að bresta. Orðtakið „pabbi, afi og iangafi höfðu það svona, það fór vel hjá þeim ég ætla að hafa það eins“ var að missa gildi sitt. Þegar ég kom til Reykjavíkur austan úr sveit (Biskupstungum) 1890 var bærinn ekki mjög fyrir- ferðarmikill um 4000 íbúa; <þá> voru þilskipin að ryðja sér naust í bænum og grennd, róðrabátar urðu smátt og smátt að víkja. Áður var aðalatvinnuvegur bæjarbúa róðrar á 4-8 manna för- um. Var róið frá því á þorra og fram til loka 11. maí, var það eins og enn er aðal aflatíminn. Eftir Iokin fóru sveitamenn sem verið höfðu á bátum heim til búa sinna; og varð þá að setja upp í naust mikið af bátum en bæjarbúar leituðu sér atvinnu með vorvinnu hér og þar. Nokkrir réru yfir vor- ið fram til Jónsmessu og fóru þá í kaupavinnu til bænda, en eftir að þilskipin komu til sögunnar breyttist þetta allmikið eins og síðar mun sagt verða og um leið breyttist allt líf fólksins; bæjar- bragur og afkoma. II Útvegsbændur þeir sem áttu bátana voru helstu borgarar bæjarins. Þó munu helstu emb- ættismenn hafa verið settir skör hærra í almennings álitinu, en þeir voru landshöfðingi, biskup, Íandfógeti, bæjarfógeti, dóm- kirkjuprestur og dómarar, kaup- menn og búðarþjónar (búðarlok- ur sem þeir voru vanalega kallað- ir) þóttust og eiga tilkall til virð- inga, en blandin nokkuð var sú virðing sem þeim var sýnd. Stúlkur voru aldrei í búð á þeim tíma; mundi hafa þótt afar hjákátlegt og talið að slíkar stúlk- ur mundu ekki lengi geyma meydóm sinn, búðarþjónar voru kvensamir kallaðir. Útvegsbændur voru ekki í þá daga nefndir útgjörðarmenn. Það hefði þótt óvirðing í því eða að minnsta kosti hefði það þótt hlægilegt, því útgjörðarmenn voru þeir einir kallaðir, sem voru á bátum uppá ákveðið kaup, þó einn eða fleiri slíkir menn væru á bát þá gat það eins verið að ein- hver hásetanna gerði út manninn eins og bátseigandi. Virðingar- staða var það allmikil að vera for- maður á opnum bát og því meiri var virðingin sem báturinn var stærri og formaður heppnari, og þótt það <sé> nú allmikil virðing að vera skipstjóri á togara þá þótti í þá daga ekki minna virði að vera formaður á áttahring (skip 8 róið) eða teinahring (10 róið). Enda er það ekki neinum efa undirorpið að það þurfti meiri sjómennsku, kjark og karl- mennsku til að færa þessa litlu báta eins og sjór var sóttur, held- ur en að sækja sjó á stórum og góðum gufuskipum. Oftast voru bátaeigendur sjálf- ir formenn á bátum sínum. Afla bátsins var skipt oftast þannig að skipið fékk 1-2 hluti, formaður x/i-1 hlut, hitt skiptist milli há- seta. Það sem aflaðist á bátum þessum var aðal lífsbjörgin. Hér í Reykjavík voru flestir hásetar þurrabúðarmenn sem kallað var, þó hafði einstaka maður grasnyt; túnblett fyrir 1-2 kýr, en blettum fækkaði og þurrabúðum fjölgaði eftir því sem fólki fjölgaði og byggingar jukust. III Eiginlegir verkamenn í þeirri merking sem nú er voru ekki til að heita mátti því flestir höfðu eitthvað sér að atvinnu sem gjörði þá sjálfstæða yfir, auk fisk- veiðanna. Kaup fiskimannsins var hlutur hans, mikill eða lítill eftirþvísem veiðingekk. Útvegs- bóndinn græddi ekki svo mikið á sínum afskammtaða hlut þótt hann <ætti> einn eða tvo báta að auðmagn gæti myndast hjá hon- um af útgerðinni einni saman og þeir sem í efni komust, komust það þó með öðrum hjálparmeð- ulum, svo sem kaupmennsku eða búnaði í Reykjavík. Voru fáir slíkir menn, en hér með Faxaflóa og- öðrum veiðistöðum sunnan fjalls voru þó ýmsir velefnaðir bændur. Frá Reykjavík var mjög erfitt að sækja sjó þótt það væri gjört af kapp<i>. Vestur á Svið var styst róið en oft vestur í Renn- ur mílur var það langt á opið haf, stundum var róið suð<ur> í Garðsjó. Öreigalýður var hér ekki til og fáir á sveit, 1890 voru hér eins og áður er greint tæp 4000 á sveitarómagar en nú. IV 1890 voru hér 8 þilskip. 1895 voru þau orðin 16 og stærð þeirra sem hér segir: Fyrir neðan 20 smálestir 3 milli 20-30 - 4 30-40 - 4 40-50 - 1 50-60 - 1 60-70 - 1 70-80 - 2 Á þessum skipum voru 7-22 menn, alls á þeim öllum 232 menn. Aflinn á öll þessi skip voru 2300 skippund og útgjörðartími að meðaltali 22 vikur. Flestir voru uppá hálfdrætti sem kallað var, þ.e.s. hver maður fékk helm- ing af því sem hann dró, útgjörð- armaðurinn fékk helming aflans. Með þilskipum var tekið upp út- gjörðarmaður í staðinn fyrir út- vegsbóndi og þótti nú ekki lengur óviðeigandi. En fyrst í stað olli þetta nokkuð hjákátlegum rugl- ingi stundum, því að það kom fyrir á sama skipi voru tvær teg- undir útgjörðarmanna bæði sá sem setti skipið og svo hin lægri tegund: maður uppá kaup. Há- setinn borgaði salt í þennan helming sinn og verkunarlaun. Ekki Var það eftir reikningi grundvölluðum á hvað eyddist af salti heldur var það fyrirfram ákveðið. Þá þekktist ekki eins og nú að selja fiskinn uppúr salti, það mundi hafa þótt nokkuð óvit- urlegt og ekki búhnykkur neinum. Þessir menn sem á skipum voru, voru flestir úr Reykjavík og Seltjarnarnesi en þó nokkrir úr sveit, helst vinnumenn bænda. Að senda vinnumenn sína til sjó- róðra hafði verið siður bænda um margar aldir, en nú þótti meiri aflavon að senda þá á skútu (og ungum mönnum þótti meiri frami í því að vera á skútu en róa á opnum bát). Á skútur voru menn ráðnir ým- ist yfir vertíð (frá mars byrjun til 11. maí) eða til Jónsmessu og sumir yfir allan útgjörðartímann. Þótti útgjörðarmönnum miklu handhægara og tryggara að hafa menn ráðna yfir allan tímann, því stundum kom það fyrir, einkum eftir að skipum tók að fjölga að ekki fékkst nema hálfur mann- skapur á skipin einkum eftir Jónsmessu og stundum urðu sum að hætta veiðum í sláttubyrjun. Ég vék að því áður að bændur sendu vinnumenn sína á skipin, jú, þeir voru á skútu yfir vetrar- og vorvertíð, stundum réru þeir yfir vetrarvertíðina og fóru svo á skútu um Jónsmessu og voru á þeim fram að slætti, eða þeir fóru heim um Jónsmessu og unnu að torfristu og fjárgæslu fram að slætti. Önnuðust svo með hús- bónda sínum heyannir fram að réttum, þá haustannir fram að veturnóttum. Nú skyldi maður ætla að bóndi vildi þjóni sínum nokkurrar hvíldar, en svo var ekki þó ekki væri fyrir annað, þá fyrir það, að hafa unnið kaup- laust allt sumarið 16-18 tíma á sólarhring. Því þótt maður væri heima yfir skammdegið, þá <var> ætíð eitthvað að starfa, um algert iðjuleysi var ekki að tala; í sveitinni þekktist það ekki, ónei. Strax um veturnætur var vinnumanni komið til haustróðra eða þá annarrar vinnu við sjó suður. Kaup vinnumannsins var oftast ekki annað en hálfur hlutur þ.e. hann fékk fyrir þrældóm sinn allt árið helminginn af því sem hann aflaði yfir vertíðina (2 mán- uði). Allur annar ávöxtur af iðju hans rann í vasa húsbóndans. Þessi rányrkja á vinnumönnum varð aðal orsök til þess að þeir flýðu úr sveitinni strax og tæki- færi bauðst og það bauðst þegar þilskipin tóku að ryðja sér til rúms. Oft hefur heyrst kurr í bændum til sjávarútvegsins út af því að skipin gleyptu fólkið en þeir góðu bændur gá ekki að því að sökin á því lá og liggur ekki hjá öðrum en bændum sjálfum. Að vísu var ekki nein stórhöpp að sækja á skútum en það var þó skárra en kjör í sveitinni, sérstak- lega þegar þess er gætt að vinnu- menn urðu að lifa lífi sjómanna en fengu ekki aflann. Vinnumennirnir opnuðu augun fyrir því hvílík fjarstæða það væri fyrir þá að þræla allt árið mestan hlutann utan heimilisins og fá ekki annað í kaup en sem svaraði eins mánaðar afla þeirra, sem stundum varð æði lítið til þegar illa aflaðist. Þá fengu þeir bókstaflega ekki neitt. Þeir sem voru upp á ákveðið kaup fengu frá 40-60 kr. fyrir árið, vinnu- konukaup var almennt 12-20 kr. yfir árið. Hefðu nú bændur í stað- inn fyrir að fara svona með þessa þjóna sína, leitast við að halda þeim hjá sér og bætt kjör þeirra, látið þá sem reisa vildu bú fá hluta af stærri jörðum, og Iétt undir með þeim fyrstu búskapar- árin, þá hefðu margir af þeim sem yfirgáfu sveitir ekki farið, hefðu þeir átt von á þessum hlunnind- um og haft sæmileg kjör á meðan þeir voru vinnumenn. Mundu þá vera nú fleiri sjálfstæðir bændur og færri jarðir í auðn, færra myndi vera í kaupstöðum af ör- eigalýð og færra af stórlöxum. V Ég heði áður getið þess að háset- ar á þilskipum voru upp á hálf- drætti og borguðu salt í afla sinn Frásögn Ottós N. Þorlákssonar af kjörum sjómanna í Reykjavík og upphafi íslenskrar verkalýðsbaráttu Ottó N. Þorláksson og verkun á honum. Þetta gjald var vanalega 6-9 kr. Þá komust góðir fiskimenn að því að greiða nokkuð minna sérstaklega þegar mannekla var. Stýrimenn höfðu frá 50-60 kr. á mánuði 2-5 aura premíu af hverj- um fiski sem þeir drógu, voru það engin sældarkjör eftir vinnu þeirri sem af stýrimanni var heimtuð. Matsveinarhöfðu 10-15 krónur á mánuði, skipstjórar höfðu vanalega 75 kr. á mánuði og 2 kr. fyrir hvert skippund sem á skip kom. Það var ekki stór upphæð sem sjómenn höfðu upp úr vinnu sinni, vanalega 200-400 krónuryfir útgjörðartímann. Hjá þeim sem heimili höfðu var ekki mikið eftir þegar veiðitímanum var lokið í ágúst eða septemb- ermánuði. Að engri vinnu var að hverfa, og var því sjaldan bjart framundan. Þegar kom fram í nóvember þurftu margir að Ieita sér láns og var þá vanalega farið til útgjörðarmanns en þá fylgdi því að ef lánið átti að fást varð viðkomandi maður að ráða sig til næsta árs. Ekki bætti það úr af- komu manna að útgjörðarmenn voru mjög tregir á að láta peninga upp í það sem maður hafði unnið fyrir, Vi og ‘A af upphæðinni var kannski hægt að pressa út í pen- ingum hitt <í> vörum og var það mjög mikill munur, því á öllum vörum var tvennskonar verð; peningaverð og vöruverð og var vöruverð mikið hærra en pen- ingaverðið. Var oft til tekið í samningum manna á milli þar sem vörur voru gjaldmiðill að svona mikill hluti af vörum skyldi vera með vöruverði og svona mikið með peningaverði. Öll vara sem tekin var til láns var undantekningarlaust með vöru- verði, öll vinna sem unnin var hjá kaupmönnum var borguð með vörum. Aðstaða sjómanna var ekki góð. Skuldugir atvinnureka- ndanum og honum veðsett vinnu- aflið fyrir vörur með vöruverði - ósjálfstæðir andlega og efnalega. Hálft árið urðu menn að lifa í skuldum. VI Sem eðlilegt var voru sjómenn mjög óánægðir með lífskjör sín, eins og þau voru í heila tekið, og auk þess út af hinu og öðru bæði á sjó og landi viðvíkjandi lífinu á skipum og viðskiptum við út- gjörðarmanninn. Það var almenn óánægja með matinn og mat- sveina. Matsveinninn hafði eins og áður er á vikið 10-15 kr. í kaup á mánuði, það gefur því að skilja að til þessa starfa völdust ekki neinir afburða menn; 12-15 ára drengir voru það oftast eða þá uppgefnir örvasa karlar. Áttu þessir drengir að matreiða handa allt að 24 mönnum, verka soðn- ingu sem oft voru þorskhausar tvisvar á dag og elda allan annan mat, hita kaffi, ræsta hásetarúm- ið, snúast í kringum skipstjórann og stundum elda sérstakan mat handa honum o.s.frv. Þótt þessir drengir legðu fram alla sína orku var öll matreiðsla í mesta ólagi og ekki síst þegar vont var veður og voru menn þá oft matarlausir 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.