Þjóðviljinn - 25.01.1987, Page 18

Þjóðviljinn - 25.01.1987, Page 18
KROSSGÁTA ________________________________________Nr. 553 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á götu í Hafnarfirði. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 553“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinnings- hafa. Stafirnir mynda íslenskt orö eöa mjög kunnugleg erlend heiti nvort sem lesið er lá- eöa lóörétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orö er gefiö og á þaö að vera næg hjálp því aö með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Þaö eru þess vegna eðlilegustu vinnubrögðin aö setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt aö taka fram, aö í þessari krossgátu er geröur skýr greinarmunur á grönnum sérhljóöa og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í staö á eða öfugt. Ingibjörg Gísladóttir, Hultafors í Bollubygd í Svíþjóö, fékk verð- launin fyrir krossgátu nr. 550. Lausnarorðið var Droplaug. Hún fær senda bókina Líf og list Man- ets. Verðlaun þessa vikuna eru ferðaminningar Guðrúnar Guð- varðardóttur af Vestfjörðum, Kögur og Horn og Heljavík, sem starfsmannafélag Þjóðviljans gaf út fyrir jólin. SKÁK BRIDGE 3 2 H- 7 T 1Z 73 1 T~ 3 w s 7T~ 7 ) 8 T T~ 10 11 u \3 ls )lc 17- T >8 )2 4j 2o T W~ 2/ 7 W~ 7 T )2 2Ö )0 23 T ‘ó T T u )S 2Ö 7 )4 )S T w~ T S ls> % T /9 )(p )S 2 W W~ )2 )H 5 7 T 7 V T 3 2 )g T is Í3 TT )S T 2 )(p T )b 23 )H S2 27 25 T~ M 20 )0 2 25 )°i 23 T 7 )(p )S T~ /7 T /D TT~ 2 7 T 'Zi) 7 9 9 T vl °i 12 25 T )ti )i (0 H T 2o 7 23 5' 10 v- io /9 T 25 2 18 u IS T /5 '2! 'kh 7 9 20 s? + 2 5 0 )/ ir 7 a /o ‘Jj n d T n )S )S 7 7 n 23 7~ ‘X3 T 18 3 27 T~ 2 w~ T 9 12 25 )7 2 /í> TT~ is AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Frá Gausdal Svæðamótinu í Gausdal lauk með sigri Svíans Ernst sem hlaut 6V2 vinning af níu mögulegum. í öðru sæti varð Jóhann Hjartar- son með 6 vinninga, en hærri á stigum en þeir Hellers og Jón L. Árnason sem einnig hlutu 6 vinn- inga. Jóhann hefur tryggt sér sæti á millisvæðamóti með þess- um árangri, en svæðamótin eru sem kunnugt er fyrsti liður í keppni um heimsmeistartitilinn. Hinir íslendingarnir á mótinu urðu neðar, Guðmundur Sigur- jónsson hlaut 4 vinninga og Sæ- var Bjarnason 3. Mótið var afar sterkt því þar tefldu sex stórmeistarar, níu alþjóðlegir meistarar og tveir Fide- meistarar. Aðeins einn þátttak- andi bar ekki alþjóðlegan titil, Hansen frá Færeyjum, enda var hann leikinn allhart og náði að- eins hálfum vinningi. Við skulum líta á tvær skákir frá mótinu: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Ernst Kóngsindversk vörn. 1. d4 - Rf6 6. 0-0 - Rc6 2. c4 - g6 7. Rc3 - a6 3. Rf3 - Bg7 8. h3 - Hb8 4. g3 - 0-0 9. Be3 - b5 5. Bg2 - d6 Svartur fer fullgeyst því hvítur er vel undir það búinn aö mæta framrás hans á drottningarvæng. Honum lá ekki á og gat t.d. undirbúið e7-e5 eða komið drottningarbiskupnum út fyrst. 10. Rd2 - Ra5 13- Rxc4 - bxc4 11. cxb5 - axb5 14. b5 - d5 12. b4 - Rc4 15. a4 - Bf5 Hvítur hefur eignast frípeð á a- línunni og stefnir að því að leika því eins langt fram og unnt er. Svartur á valdar frípeð á c4 en riddari hvíts skorðar það kyrfilega. Hvítur stendur 1561111 17. h4 - ... 16. a5 - Dd7 17. ... - Rg4 Hér er eðlilegra að leika 17. ... Re4. Hvítur má varla skipta á riddar- anum á c3 því þá hangir b-peðið. Hann verður því að leika 18. Bxe4 Bxe4 19. f3 Bf5. Þá hefur hann veikt kóngsvænginn og svartur fær meiri gagnsóknarfæri en í skákinni. Svartur fórnar nú peði og fær samstæð frípeð á c- og d-línunni en gallinn er sá að jafnframt opnast fyrir biskup hvíts á g2 og hann á eftir að styðja vcl við frípeðið á a-línunni. 18. Bf4 - e5 19. dxe5 - d4 20. Bc6 - Dd8 21. Bg5 - f6 22. exf6 - Bxf6 23. Bxf6 - Rxf6 24. Ra2 - d3 25. Da4 - Dd4 Ef25.... dxe2kemur26. Dxc4+ og 27. Dxe2. 26. e3 - Dg4 27. a6 - Be6 28. a7 - Ha8 Býður upp á skiptamun en hvítur hirðir ekki um hann því þá veikist kóngsstaðan um of. Svartur fórnar manni í örvæntingu en sókn hans er hættulaus. Lokin urðu þannig: 29. Rc3 - Rh5 30. b6 - Rxg3 31. fxg3 - Dxg3+ 32. Bg2 - Dxe3+ 33. Khl - Dg3 34. Re4 - Dxh4+ 35. Kgl - Bd5 36. Dd7 - Hf-d8 37. Dxc7 - Ha-c8 38. Rf6+ - Kh8 39. De5 Svartur þarf að valda e-peðið en betra er að gera það með 8. ... Bg4. 9. Rh4 - Re7 Hér er líklega best 9. .. Dd7, Bb7 og 0-0-0 og sjá svo til hvernig á að koma mönnunum á kóngsvæng út. Svartur hefur leikið of mörgum peðs- leikjum í byrjuninni. Jón finnur leið til að rífa upp miðborðið og skirrist þá ekki við að fórna manni. 10. f4 - Bb7 11. d5 - c6 12. c4 - exf4 Hvítur hótaði að kæfa svart með f4-f5. Peðakaup á drottningarvæng gera aðeins illt verra svo svartur af- ræður að þiggja manninn. Skárra var þó 12. ... Dc7 og 0-0-0. 13. Hxf4 - g5 14. Dh5+ - Kd7 15. Hxf6 - Db6+ 16. Khl - gxh4 17. Df7 - Hd8 Svartur hefur teflt af álíka lítilli fyrirhyggju og íslenskir ráðherrar. Hvítur hótaði m.a. Bf4 og Hxd6 og er þá skammt til loka. Hvíta drottningin Íamar samspil svörtu mannanna og hinn gerði Íeikur bjargar engu. Nú vinnur hvítur lið sitt til baka með vöxtum. 18. Hxd6+ - Kc8 Eða 18. ... Kxd6 19. De6+ Kc720. Bf4 mát (19. ... Kc5 20. Be3 og drott- ningin fellur). 19. De6+ - Kb8 20. Hxd8+ - Dxd8 21. De5+ - Ka8 22. Dxh8 - Rg6 23. Dd4 - c5 Svartur gafst upp. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Agdestein Spánskur leikur 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - b5 5. Bb3 - Ra5 6. 0-0 - d6 7. d4 - Rxb3 8. axb3 - f6 Hvítur á skiptamun og tvö peð yfir þannig að skákinni er í rauninni lok- ið. Agdestein tefldi þá allt þar til hann varð mát. 24. Df2 - Bd6 25. Rc3 - bxc4 26. Rb5 - Bb8 27. Dxc5 - h3 28. Be3 - hxg2+ 29. Kxg2 - Re5 30. Db6 - Dc8 31. h3 - Rd7 32. Dd4 - Dg8+ 33. Kfl - Dg3 34. d6 - Dxh3+ 35. Kel - Dhl+ 36. Kd2 - Dg2+ 37. Kc3 - Bxe4 38. Hxa6+ - Kb7 39. Ha7+ - Kc8 40. Dh8+ - Rf8 41. Dxf8. Mát. Ur ýmsum áttum Ýmislegt er á döfinni þessa dagana hjá Bridgesambandinu. Dagana 13.- 16. febrúar nk., verður Bridgehátíð haldin á Hótel Loftleiðum. Hátíðin er tvískipt, annars vegar tvímennings- keppni 44-48 para og hins vegar opin sveitakeppni, Flugleiðamótið. Viðbúið er að ásókn verði mikil í báðar keppnir mótsins, þó sérstak- lega tvímenninginn, því þátttaka er- lendra para virðist ætla að vera sú mesta frá upphafi. Yfir 20 pör eru skráð til leiks erlendis frá. Það þýðir, að hart er í ári hjá smáfuglunum hér á klakanum, hvað varðar að komast inn í tvímenninginn. Virðist það ljóst mál, að til lengri tíma litið er það heppilegra að breyta keppnisformi í þessu móti og opna það meir fyrir innlendum þáttakendum. Það fer að verða óþolandi að sífellt sömu and- litin „sitji“ fyrir ísvona mótum. Það á EKKI að vera forréttindi að fá að taka þátt í tvímenning með heimsfrægum keppendum, sérstak- lega þegar nánar er að gætt að inni í erlenda hópnum leynast pör frá ná- grannalöndum okkar, sem vafasamt erindi eiga í mót sem þetta, umfram íslensk pör. Á ég þar við keppendur frá Grænlandi, Færeyjum og Skand- inavíu. Eftir tólf umferðir af 21 í Reykja- víkurmótinu í sveitakeppni, er staða efstu sveita þessi: Páll Valdimarsson 234, Pólaris 228, Samvinnuferðir 222, Atlantik 203, Delta 202, Ólafur Lár- usson 198, Jón Hjaltason 197 og Sig- fús Örn Árnason 188. Næstu fjórar umferðir verða spil- aðar í dag og á morgun í Sigtúni. Átta pör sóttu um þátttöku í Evr- ópumótinu í tvímenningskeppni, sem spiluð verður í PArís helgina 27.-29. mars nk. Þessi átta pör eru: Þórarinn Sigþórsson - Þorlákur Jónsson, Ás- mundur Pálsson - Karl Sigurhjartar- son, Páll Valdimarsson - Magnús Ól- afsson, Hermann Lárusson - Ólafur Lárusson, Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Arnþórsson, Valgarð Blöndal - Ragnar Sv. Magnússon, Guðmundur Pálsson - Pálmi Kristmannsson, Júlí- us Sigurjónsson -Jakob Kristinsson. Því miður eigum við aðeins rétt á að senda 7 þör til keppni, þannig að „slátra" verður einu pari af þessum átta. Bikarkeppni Bridgesambands Reykjavíkur er hafin. Sveitunum 24 er skipt í átta riðla og kemst sigurveg- ari áfram í 2. umferð. Minnt er á að tímamörkin fyrir 1. umferð renna út 23. febrúar, svo og að þátttökugjaldið kr. 3.200 pr. sveit, verður að greiðast fyrir 1. febrúar. Sé því ekki hlýtt, telst viðkomandi sveit ekki með í keppn- inni. Annan miðvikudag hefst baromet- er-tvímenningskeppni Bridgefélags- ins. Hjá Breiðfirðingum (á fimmtudögum) er hafin skráning í næstu keppni félagsins, sem einnig er barometer. Hjá Kvenfélaginu er ný- hafin sveitakeppni 16 sveita. Hjá Skagfirðingum er nýlokið sveitak- eppni 13 sveita (sigurvegari varð sveit Lárusar Hermannssonar). Hjá TBK er hafin sveitakeppni. ÓLAFUR LÁRUSSON g Nokkur stórmót verða væntanlega haldin með vorinu. Á Akureyri verð- ur hið árlega stórmót um miðjan mars og hjá Sandgerðis-mönnum opið stórmót (barometer) laugardaginn 7. mars. Breiðfirðingar í Reykjavík eru að íhuga opið stórmót með vorinu. Gjalddagi árgjalda félaganna til BSÍ, var 15. janúarsl. Enn eiga nokk- ur félög eftir að gera full skil. Hér með er skorað á þau að gera svo. Greiðslu má koma í pósthólf 272 - 121 Reykjavík. Landsliðsnefnd (Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjalti Elíasson, Sig- urður B. Þorsteinsson) hefur skilað af sér ákvörðunum, varðandi val á lið- um til keppni á þessu ári. f Kvenna- flokki og flokki yngri spilara, f. eftir 1962, verður haldin Butler- tvímenningskeppni helgina 21.-22. febrúar. Hún er opin öllum spilurum sem hug hafa á þátttöku í landsliðum í viðkomandi flokkum. Skráningar- frestur er til 10. febrúar, til skrifstofu BSÍ og með hverri umsókn verður að fylgja stutt yfirlit yfir kerfi paranna. I Ópnum flokki verða hins vegar valin 6 pör, sem munu reyna með sér á komandi vikum. Úr þeim hópi verða svo endanlega valin 3 pör í landslið. Verkefni Tiðanna í ár eru: Opinn flokkur og kvennaflokkur fara til Brighton 1.-15. ágúst á Evrópumótið og yngri flokkurinn keppir á Norður- landamótinu á Hrafnagili í Eyjafirði 20.-27. júní. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Sunnudagur 25. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.