Þjóðviljinn - 01.02.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 01.02.1987, Qupperneq 5
Garret FitzGerald: Við einir erum ábyrgir (fjármál- Götumynd frá Dublin: Tveir þriðju kjósenda vildu ekkl leyfa hjónaskilnaði í landinu. um... Kosningar á írlandi Stjóminni er spáð ósigrí Nýrflokkurbreytirhinupólitískamynstrilandsins-Efnahagsmál vega þyngra en sameiningarmálin Fleiri ganga nú til kosninga en Vestur-Þjóöverjar. Á írlandi kom fyrir tveim vikum til stjórnarkreppu þegar Verka- mannaflokkurinn, sem er lítill flokkur, drósig útúrstjórnar- samstarfi við flokk Garrets FitzGeralds, Fine Gael, til að mótmæla meiriháttar niður- skurði útgjalda til félagslegrar þjónustu í nýju fjárlagafrum- varpi. Allt bendir til þess að flokkurforsætisráðherra muni bíða verulegt afhroð í kosn- ingunum-og að nýrflokkur, Framsæknir demókratar, muni breyta verulega hinu írska pólitíska mynstri. Skoðanakannanir benda til þess að Fine Gael fái aðeins um 25% atkvæða en helsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, Fianna Fail, fái allt að helmingi atkvæða. Sérstœð flokkaskipan Flokkaskipan á írlandi er sér- stæð og ekki aðeins vegna þess að stærstu flokkarnir bera írsk nöfn - eins þótt landsmenn séu lang- flestir búnir að týna niður tungu feðra sinna. Fine Gael er í frétt- um kallaður kristilegur og frjáls- lyndur flokkur en Fianna Fail þjóðlegur íhaldsflokkur. Þær ein- kunnir segja kannski ekki mikið nú á tímum. En flokkaskipting þessi réðist upp úr borgarastríð- inu 1922-1923, þegar þeir sem höfðu barist fyrir sjálfstæði ír- lands skiptust í andstæða hópa eftir því, hvort þeir gátu fallist á skiptingu landsins (Ulster áfram undir breskri stjórn) - þeir menn stofnuðu Fine Gael - hinsvegar voru þeir sem ekki sættu sig við samkomulagið við Breta um Norður-írland, - þeir söfnuðust helst í Fianna Fail. Pessi saga öll lifir enn sínu lífi - að minnsta kosti þurfti forsætis- ráðherra frá Fine Gael, með öðr- um orðum Garret FitzGerald, til að semja við bresku stjórnina árið 1985 um einskonar írskan íhlutunarrétt um málefni Norður-írlands - án þess að gefin væru fyrirheit um sameiningu landsins. Þeir hjá Fianna Fail hafa haft sitthvað við það sam- komulag að athuga, þótt langur vegur sé á milli viðhorfa þeirra og hinna róttæku sameiningarsinna í Sinn Fein. En það voru reyndar ekki hin sögulegu stórmál írlands sem felldu samsteypustjórn Fine Gael og Verkamannaflokksins. Hingað og ekki lengra Verkamannaflokkurinn sem hefur aðeins um fimm prósent fylgi hefur um skeið haft fullan hug á því að koma sér út úr ríkis- stjórninni. Hún hefur, þrátt fyrir ýmsar harkalegar ráðstafanir í efnahagsmálum ekki getað gert neitt til þess að draga úr mesta atvinnuleysi sem þekkist í Evr- ópulandi um þessar mundir (19,3%) né heldur til að létta nokkuð þunga og óvinsæla skatt- abyrði. Síðan stjórnin kom til valda í janúar 1983 hefur halli á ríkisbú- skapnum næstum því tvöfaldast og efnahagskreppan hefur m.a. komið fram í því, að írar hafa í vaxandi mæli flúið land - og er það viðkvæmt mál í þessu mikla útflytjendalandi. Stjórnin hefur talið sér það til tekna að hafa skorið verðbólguna niður úr 21% í 4% - m.a. með því að draga úr ýmsum ríkisstyrkj- um. John Burton fjármálaráð- herra ætlaði síðan að ganga enn lengra í ýmsum „efnahagsráð- stöfunum“ - með fvrirheitum um að skapa svigrúm fyrir skatta- lækkanir síðar meir. En öll sú að- ferð var sem rauð dula í augum Verkamannaflokksins, sem taldi sig hafa stigið miklu lengra í borg- aralegri hagsýslu en flokkurinn gæti þolað. „Þriðja aflið“ Og nú er spurt hver verði næsti forsætisráðherra, hinn umdeildi foringi Fianna Fail, Charles Haughey, eða þá Garret FitzGer- ald. Hans eina von um að geta tórað áfram í embætti er sú, að tiltölulega nýr flokkur, Fram- sæknir demókratar, komi í stað Verkamannaflokksins til sam- steypustjórnar með Fine Gael. Þessi flokkur var stofnaður fyrir ári síðan af einum helsta keppinauti Charles Haughey í Fi- anna Fail, Desmond O’Malley. Á því þingi, sem nú hefur verið sent heim, hefur honum tekist að fá stuðning nokkurra þingmanna úr báðum hinum hefðbundnu írsku flokkum. Honum hefur tek- ist að auglýsa flokk Framsækinna upp sem „flokk framtíðarinnar“ og sem „þriðja aflið“ sem gæti hrist upp í stöðnuðu pólitísku kerfi. Fyrst eftir að flokkurinn var stofnaður virtist hann njóta fylgis hvorki meira né minna en um fjórðungs kjósenda. Þessar vikur er fylgi hans skráð í um það bil tíu prósentum, en hugsanlegt er að það nægi til þess, að hann verði það lóð á vogarskálum sem ræður því, hverskonar samsteypustjórn verður mynduð. Þessi nýi flokkur hefur þann boðskap helstan að færa kjósend- um, að hann vilji lækka tekju- skatt niður í 25% mest og má vel vera að það dugi til verulegra vin- sælda. Fine Gael mun hinsvegar leggja mesta áherslu á það, að þar fari sá flokkur sem einn horf- ist í augu við erfiða tíma og reyni ekki að blekkja fólk. Þessu til staðfestingar hefur stjórnin rétt um það bil sem hún féll hækkað álögur á tóbaki og bensíni. Staða FitzGeralds Þar að auki var á þeim fjár- lögum, sem urðu stjórninni að falli, gert ráð fyrir því að frystar yrðu allar launahækkanir til opin- berra starfsmanna, aðstoð við þróunarlönd yrði skorin niður, sjúklingum yrði gert að greiða meira fyrir heilsugæslu og sjúkra- húsvist - auk þess átti að fækka nokkuð sendiráðum íra erlendis. Staða forsætisráðherrans sjálfs hefur veikst. Hann mun hafa slegið sér nokkuð upp á samkomulaginu við Breta um Norður-írland, sem gert var í nóvember 1985. Aftur á móti varð það honum mikið áfall þeg- ar hann fékk ekki stuðning við áform sín um að lögleyfa hjón- askilnaði í landinu. Um tveir þriðju kjósenda sögðu nei við því að taka skyldi úr stjórnarskránni ákvæði, sem bannar hjónaskiln- aði í þessu höfuðvígi kaþólskunn- ar í Vestur-Evrópu. Norður-írland Sem fyrr segir voru mál Norður-frlands ekki tilefni til stjórnarkreppu. En þau koma samt við sögu í kosningabarátt- unni. Fianna Fail hefur gagnrýnt FitzGerald fyrir að hafa verið of undanlátssamur við Breta, en Charles Haughey hefur samt lofað að gera þau mál ekki að stórmáli í kosningaslagnum sem nú stendur yfir (kosið verður þann 17. febrúar). En það gerir Sinn Fein að sjálf- sögðu, sá pólitíski flokkur sem með ráðum og dáð styður baráttu hins bannaða neðanjarðarhers IRA, írska lýðveldishersins, fyrir sameiningu landsins. Það ber nú til tíðinda að Sinn Fein býður fram í 20 af 164 kjör- dæmum, og að flokkurinn ætlar að láta þá menn sína sem kjörnir kunna að verða taka sæti á þingi. Sinn Fein hefur hingað til hafn- að slíkum möguleikum á þeirri forsendu, að hvorki þingið í Du- blin né þingið í London sé hægt að viðurkenna sem löggjafarsam- kundur fyrir írsku þjóðina. En varía er búist við því að Sinn Fein fái í þessari umferð meira en tvö þingsæti á Dail, írska þinginu - þar sitja nú 166 menn. ÁB byggði á Information. Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1987 Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: Styrkfé á árínu 1987 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: - fiskeldi, - framleiðni- og gæðaaukandi tækni, - líf- og iífefnatækni, - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, - undirstöðugreinar matvælatækni, - upplýsinga- og tölvutækni. Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróun atvinnugreina, - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, - hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda, - líkindum á árangri. Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur f framkvæmd verkefnisins, - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum. Sunnudagur 1. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.