Þjóðviljinn - 01.02.1987, Qupperneq 7
Merkileg
skepna marflóin
Fyrir réttu ári síðan birtist í Vest-
urlandsblaðinu bréf Steinólfs Lár-
ussonar bónda í Fagradal til Péturs
Þorsteinssonar sýslumanns í Dala-
sýslu, þar sem Steinólfur vakti at-
hygli sýslumanns á möguleikum til
trjónukrabbaveiða.
Kvikindi sjávarins eru Steinólfi
hugleikin, ogfjallar hann hér á eftir
um umsókn sína um styrk til
rannsókna á marflóm. Þróunarfé-
lagið gafskýrt afsvar við þeirri um-
leitan bóndans og birtist hér einnig
stórskemmtileg umfjöllun Stefáns
Jónssonar um þá neitun. Steinólfur
byrjar og er stafsetning hans látin
halda sér:
Fyrir nokkru, einum 2-3 árum sá ég
plagg út gefið til birtingar á stir-
kjum margskonar til rannsóknar á
mjög fjöibreitilegum atriðum, þar
á meðal var tilgreindur stirkur 70
þúsund til einhverrar sérstakrar
persónu tilað rannsaka útbreiðslu
Gulu mikjuflugunnar
Þá datt mér í huga að marfló væri
miklu merkilegra kvikindi og sótti
um stirk til þróunarfélagsins en
fékk skíra neitun á því en Vilhjálm-
ur vinur minn fékk Stefán Jónsson
tilað fara um þessa neitun nokkr-
um orðum
í mínum augum er þetta bréf
Stefáns 70 þúsund króna virði og er
ég tiltölulega ánægður með þessa
niðurstöðu á þessari umsókn minni
sennilega hefði ég nú fengið
stirkinn ef triggt hefði verið að ég
hefði birt allar niðurstöður á mar-
flóarrannsókninni á ensku eða lat-
ínu
en ég sní ekki til baka með það
að það verður einhvern tíma
rannsakað hvaða fæða það er sem
hundraðfaldar vöxt laxins á nokkr-
um mánuðum ég sótti um stirk tilað
rannsaka það jafnframt.
einhvers staðar hef ég séð þessa
klausu eftir Laxness (líklega ekki
orðrétt) að hversdagslegur ein-
feldningur geti huxað og sagt upp-
úr þurru það sem skáld og speking-
ar hefðu viljað fórna til lífi sínu
má vera að þróunarfélagið sé að
bíða eftir þesskonar einfeldningi
og kosti engu til í rannsókn á hund-
raðföldunar fæðunni handa laxin-
um
Steinólfur Lárusson
Og fer þá hér á eftir bréf Stefáns
Jónssonar um neitun þróunarfél-
agsins á umsókn Steinólfs, sem sá
síðarnefndi telur 70 þúsundanna
virði:
Mér er vandi á höndum að láta
uppi skynsamlegt og hlutlægt álit á
umsókn Steinólfs bónda í Fagradal
um styrk til þess að gjöra gildru til
þess að veiða í marfló og til tilrauna
til nýtingar á því sjávarfangi. Brest-
ur mig stórlega þekkingu á sækind
þessari, til þess að álit mitt geti orð-
ið skynsamlegt, og er til hlutlægn-
innar kemur, þá kenni ég áleitinnar
löngunar til þess, að Steinólfi verði
gert kleift að gera tilraun þessa.
Reyni þó að stilla mig um að nefna
nokkur dæmi um fjárveitingar til
ýmiss konar rannsókna og tilrauna
á liðnum árum, sem ég ætla að bet-
ur hefði mátt verja til athugana á
kvikindum flæðarmálsins.
Enda þótt miklu minna sé um
marfló á Suðausturlandi þar sem ég
ólst upp, en á heimaslóð Steinólfs,
þá kynntist ég skepnum þessum
undursnemma á fjörugöngum mín-
um og handlék þær löngu áður en
mér auðnaðist að veiða fiska. Veit
það hver sá, er velt hefur steini
ofan af marflóm í flæðarmálinu,
hversu frábær sunddýr þær eru.
Marflóin er á að giska 1 til 1 1/2
sentímetri á Iengd, syndir yfirhand-
arhliðarsund eins og Erlingur
heitinn Pálsson yfirlögregluþjónn
SteinólfuríFagra-
dal og Stefón
Jónsson um
rannsókniró
marfló og ógœti
þess sjóvarfangs
- „Hvaða fœða
er það sem
hundraðfaldar
vöxt laxins ó
nokkrum mónuð-
um?“
Steinólfur í Fagradal bar fram
eina hógværa tillögu.
Stefán Jónsson sagði á henni
kost og löst.
kenndi þá íþrótt, og nær sund-
hraða, sem virðist jafnast á við
heilan kflómetra á klukkustund.
Þessi hraði samsvarar því, að Er-
lingur heitinn, sem var um 1,80
metri á hæð, hefði synt yfirhandar-
hliðarsund með meira en 100 sjó-
mílna hraða á klukkustund. Það
hefði sennilega vakið athygli, enda
hefði hann þá náð frá Drangey upp
á Reykjaströnd á tæpum fimm
mínútum og Sigurjón Pétursson
alls ekki haft við honum á árabátn-
um þótt knár væri ræðari.
Það veit ég að er satt, að sjóreyð-
ur lifir á marfló, þótt ekki geri hún
það einmata, og verður af þeirri
fæðu einhver ljúffengasti fiskur á
norðurslóð, og um fleiri nytjar af
marfló þykist ég vita. Hið fyrsta,
sem ég man um nytsemi dýranna
er, að föðuramma mín sagði okkur
(og hún var Skaftfellingur) að eina
örugga læknisráðið við sjúkdómi
þeim er gula nefnist væri að gleypa
marflær, sjö til níu að tölu og þó
fremur fleiri en færri. Anað var
það, að Guðmundur heitinn Finns-
son (móðurbróðir Ríkharðs mynd-
höggvara) og Karólína Haralds-
dóttir (móðir hennar var Chatinka
Charlotta Susanna Grönvold, son-
arsonardóttir Grönvolds þess,
hershöfðingja Napóleóns, sem
fylgdi Bernadottunum til Svíþjóð-
ar) þau sögðu, að það hefði ávallt
verið fyrsta verk Fransmanna er
þeir komu að landi á skútunum, að
flykkjast ofan í fjöru og tína upp í
sig marflær og éta lifandi - þarnæst
að reika upp í bæ að horfa á stelp-
ur.
Sjálfur þykist ég hafa sannreynt,
að meinlausar eru marflær börnum
til átu. Er mér það minnisstætt, eitt
vorið þegar sjómenn frá Norðfirði
gerðu okkur strákunum á Djúpa-
vogi það tilboð í landlegu að greiða
okkur tuttugu og fimm aura fyrir
stykkið af marflónni, gleyptri lif-
andi, en þá ætla ég að tímakaupið
hafi verið um það bil ein króna fyrir
klukkustundina í erfiðisvinnu, og
efast ég um að nokkrir akkorðs-
menn á íslandi hafi verið
kauphærri en við hnokkarnir vor-
um á þeim morgni.
En í þessu dæmi sem öðrum,
þegar rætt er um, hvort heldur
aukabúgrein eða stóriðju, er ekki
varlegt að framreikna markaðseft-
irspurn í hlutfalli aukinnar fram-
/eiðsluþarfar án tillits til sennilegra
verðbreytinga, svo sem Þjóðhags-
.'stofnun hefur stundum gert. Fór
enda svo í framangreindu tilfelli,
að við smásveinarnir gleyptum svo
margar marflær með undraskjót-
um hætti, að vermenn gátu ekki
staðið í eðlilegum skilum við okkur
og vísast að við hefðum alls ekki
fengið umsamin verkalaun, ef ekki
hefði komið til Bjarni heitinn Vil-
hjálmsson (sá er fórst með Gandin-
um) afi Alberts Guðmundssonar
ráðherra, sem innheimti fyrir okk-
ur kaupið með harðri hendi. Hefur
mér stundum fundist öngvu líkara
en hjálpfýsi við duglega smælingja
gangi í ættir.
Ekki vil ég á nokkurn hátt rýra
trú alþýðu manna á gildi Þjóðhags-
stofnunar sem slíkrar, en þó fer ég
nú eigi dult með það álit mitt, að
hagstæðara hefði verið fyrir ís-
lenska ríkið að styrkja til þess
Steinólf í Fagradal að finna upp
stórvirkt veiðarfæri á marfló og
greiða síðan núverandi starfs-
mönnum sumra þeirra fyrirtækja,
sem stofnun þessi hefur rennt stoð-
um undir, afburðagóð akkorðslaun
fyrir að gleypa dýrin lifandi, en
fresta heldur framkvæmdum við
málmbræðslurnar.
Þrátt fyrir allt það sem fyrr er
ritað, er það skoðun mín, að eins
og nú er í pottinn búið hjá þróun-
arfélaginu, þá verðum við að leita
fanga á öðrum vettvangi en þeim til
þess að styrkja framkvæmd
skynsamlegrar hugmyndar
Steinólfs um veiðar á marfló og
nýtingu hennar.
Stefán Jónsson
Bréfaskipti þessi voru áður birt í
Vestlendingi, málgagni Al-
þýðubandalagsins á Vestur-
landi.
Sunnudagur 1. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
LAUSAR STÖÐUR
HJÁ REYKJAVÍKURBORG
Útideild
Er í þér einhver
unglingur?
Langar þig aö starfa með unglingum, fyrir ung-
linga og í þeirra hópi? Úti og inni? I gleöi og sorg?
Er þaö?
Þá er útideildin þín deild.
Og svo skemmtilega vill einmitt til að viö ætlum
aö fara aö bæta við starfsmönnum til aö sinna
leitarstarfi í dag- og kvöldvinnu. Einnig leitum viö
aö starfsmanni til aö vinna með hópi unglinga í
vímuefnavanda.
Viö veitum upplýsingar um starfiö í síma 20365
alla virka daga frá kl. 13 - 16.00. Auk starfsgleö-
innar þarf umsækjandi aö hafa menntun og/eða
reynslu af unglingastarfi.
Þá er bara að skrifa umsókn og leggja hana
inná Starfsmannahald Reykjavíkurborgar, Póst-
hússtræti 9, 5. hæö, á eyðublöðum sem þar fást,
fyrir 13. febrúar.
flAUSAR STÖDUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Leiðbeinendur óskast
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar
eftir að ráöa starfsmenn í hlutastörf til að annast
leiðbeiningu/stuöning við daglegan heimilis-
rekstur á:
1. Áfangastað, þar sem heimilismenn búa tak-
markaðan tíma.
2. Varanlegt sambýli öryrkja.
Hér er um að ræöa krefjandi og áhugaverð
störf sem gætu hentaö sem hlutastörf meö námi
og/eða heimilisstörfum.
Upplýsingar gefa Helga Jóhannesdóttir, fé-
lagsráðgjafi, og Rúnar Halldórsson í síma
685911.
Umsóknum ber aö skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæö, á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Skinfaxi - ritstjóri
Ungmennafélag (slands óskar eftir að ráöa rit-
stjóra fyrir biaö hreyfingarinnar, Skinfaxa. Um-
sækjendur þurfa aö hafa gott vald á íslensku
máli, og hafa áhuga á starfi og stefnu ungmenna-
félagshreyfingarinnar.
Nánari upplýsingar fást hjá stjórnarmönnum
UMFÍ, og á skrifstofunni aö Öldugötu 14, Reykja-
vík, en þar fá umsækjendur umsóknareyöublöö.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 1987.
Ungmennafélag íslands
útvarps- og
sjónvarpsdagskráin
kvikmyndir -
myndbönd - bækur-
íþróttir vikunnar
- viðtöl - krossgáta
- heilabrot - matur
Söfnun
vegnajarðskjálftannaí El Salvadorlýkur6. febrúar.
Framlög greiðist með gíró inn á reikn.
0303-26-10401.
El Salvador-nefndin
fylgiblað
Þjóðviljans
á föstudögum.