Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 5
Jónas Kristjánsson, sá ágæti mat- og orðhákur á DV er á góðri leið með að verða einn óvinsæiasti íslendingur vorra daga innan raða þess flokks, sem hann áður unni þó heitum ástum, Sjálfstæðisflokksins. Á seinni árum hefur hann átt æ tíðari og verri afleiki, frá sjónarhjóli flokkseigendanna, sem gjarnan litu á DV sem einskonar síðdegis- útgáfu af Mogganum sínum og kröfðust auðvitað flokkslegrar fylgispektar. Frá henni hefur Jónas góðu heilli vaxið. Hann hef- ur æ oftar tekið gagnrýnum tökum á málefnum Sjálfstæðis- flokksins, og hlotið fyrir litlar þakkir flokksmanna. En á stund- um virðingu annarra. Breytingaskeið ritstjóra Sjálfstæðisflokkurinn átti giska erfitt í upphafi þegar Jónas komst á breytingaskeiðið. Flokksmenn leituðu hvers kyns skýringa á kynlegum pólitískum uppátækj- um leiðarahöfundarins, og það var skondið á stundum að heyra skynsama íhaldsmenn halda því fram, að ritstjóri DV væri undir óæskilegum áhrifum frá konu sinni! En einsog flestir vita er Jónas vel giftur dugmiklum þingmanni Kvennalista, Kristínu Halldórs- dóttur. Og stundum mátti heyra áhyggjufulla íhaldsmenn hugsa upphátt yfir leiðaralestrinum að allt saman væri þetta Kvennó og Kristínu að kenna. Og Jónas, þessi góði drengur, myndi áreið- anlega missa þessa furðulegu of- stækisáráttu („hreinn kommún- ismi“, sagði einn með ættarnafn af Engeyjarættinni og hristi skeggjaðan haus), þegar frú Kristín hrykki út af þingi og færi aftur að spá í Vikuna og skrifa matarbækur frá París og Róm með karli sínum einsog forðum. I þessari viku komust þó flokkseigendur í Valhöll að því að frú Kristín er búin að spilla Jónasi út yfir þau mörk, að aftur verði snúið. Opinbert vottorð þess var að finna í margívitnuð- um leiðara Jónasar frá því á þriðjudaginn. Þar tekur hann mestu frekjudalla samfélagsins á kné sér og rassskellir að fornum sið svo hjarta spúsu hans hlýtur að hafa slegið hraðar af einlægu stolti yfir ritstjóranum sínum J>ar velur hann borgarprýð- inni, Davíð Oddssyni, hin verstu köpuryrði og Sverrir Hermanns- son fær að fljóta með. Og það er sannast sagna fróðleg lesning. Apríltesur Jónasar Það hlýtur til að mynda að vera næsta erfitt fyrir meltingarfæri venjulegra íhaldsmanna sem nærast að öðru jöfnu á „sann- leika“ Morgunblaðsins, að lesa það í leiðara eftir gamlan íhalds- mann, að Davíð borgarstjóri sé: 1. Valdshyggjusjúklingur. 2. Hafí sæta nautn af vald- beitingu. 3. Hafi hvað eftir annað farið yfir jaðar laganna. 4. Hafi vaðið með óvenju grófum hætti yfir lög og rétt í frægum deilum um skólamálaráð Reykjavíkur. 5. Sé í hættu með að verða ís- lensk vasaútgáfa af Hitler eða Mússólíni. Davíð í lægð Þetta hefur semsé verið erfið vika fyrir Davíð kallinn. Það er ekki bara hinn ósvífni leiðari flokksbróðurins gamla í DV sem hryggir borgarstjóra. Hann er líka pirraður þessa dagana yfir velgengni stallbróður síns, Þor- steins Pálssonar, sem styrkir stöðu sína innan flokksins dag frá degi. Þar að auki hefur hann lent í hörðum bardögum á hverjum borgarstjórnarfundinum á fætur öðrum, þar sem sameinaður minnihluti mætir honum af jafn mikilli hörku og ósvífni og hann beitir sjálfur með þeim afleiðing- um að hann er ekki svipur hjá sjón. Fyrir nokkrum mánuðum hefðu menn að minnsta kosti ekki getað búist við því, að geta dregið þá játningu úr munni borgarstjóra á fundi borgar- stjórnar að „kannski vinn ég stundum gerræðislega. Það eru svo margir að segja það við mig að kannski er það bara rétt.“ Kannski. Það finnst Jónasi DV-ritstjóra. Og það finnst sífellt fleiri Reykvíkingum. Meira að segja sífellt fleiri Sjálfstæðismönnum. Borgarspítala- klúðrið Hin gerræðislegu vinnubrögð borgarstjóra eru nefnilega farin að reynast honum dýrkeypt. Það kom best fram í Borgarspítal- amálinu, sem honum tókst að klúðra á makalausan hátt. Borgarspítalamálið var í eðli sínu eitt þeirra mála, sem al- menningur átti í rauninni mjög erfitt með að skilja. Það hefði nánast átt að vera fræðilega ómögulegt að fá þorra manna upp á móti sér í málinu af þeirri einföldu ástæðu að menn skildu hvorki meðrök né mótrök þegar sjálf spítalasalan var á dagskrá. Það sem menn skildu hins veg- ar var sú staðreynd, að borgar- stjóri ásamt toppmönnum úr flokkseigendafélagi Sjálfstæðis- flokksins var að fara á bak við fólk, var að reyna að taka mikil- vægar ákvarðanir á bak við tjöld- in. Þó fólk væri næsta óklárt á hvað í raun fælist í söiu Borgar- spítalans voru menn þó klárir á, að hann hafði að engu haft þá lýðræðislegu leið, að spyrja þá þúsund manns sem unnu á spítal- anum. Og borgarbúar skynjuðu að þetta fólk, svo að segja til síð- asta manns, var á móti sölunni. Var á móti borgarstjóra. Þess vegna tókst Davíð að- klúðra máli, sem í raun var ekki hægt að klúðra. Menn skynjuðu gerræðið. Gerræði Flokksins Upphrópanir Jónasar ritstjóra um vasaútgáfur af Hitler og Mússólíni voru þessvegna ekki einangraður pirringur gamals íhalds. Þær voru í raun enduróm- ur þeirrar tilfinningar sem ríkir á meðal manna, og er að eflast um þessar mundir. Það má nefnilega margt mis- jafnt um DV og Jónas mathák segja. En hann hefur yfírleitt giska gott jarðsamband, og ævin- lega betra en þeir sem ráða stefn- um í Valhöll. Gerræði Davíðs og ákveðins hóps í Borgarspítalamálinu er hins vegar ekki einangrað. Það er einfaldlega vinnuregla þeirra. Um það mætti í sjálfu sér segja mörg dæmi úr borgarkerfinu. Lítið dæmi, en nýlegt, er af stofn- un svokallaðs húsfriðunarsjóðs, sem borgarráð ákvað. Þarft verk í alla staði. Þar var líka samþykkt að Umhverfismálaráð borgarinn- ar ætti að setja sjóðnum reglur. En málið hefur ekki enn komið til hins ágæta Umhverfismálaráðs, og þess í stað hefur fulltrúum lýðræðisflokkanna í borgarstjórn borist fregnir um að einn af gæð- Mússólíni Ólýðræðisleg vinnubrögð Um þessar mundir hafa verið til umræðu tillögur að Aðalskipu- lagi fyrir Reykjavík. Þessar til- lögur hefur meirihlutinn reynt að keyra í gegn með sem minnstri umræðu. Það hefur jafnvel þurft sérstaka eftirgangsmuni til að fá tillögurnar ræddar í þeim nefnd- um sem mestu máli skipta. Sem dæmi um gerræðið má nefna, að í tillögunum er gert ráð fyrir að á Geldinganesi sé tekið frá svæði fyrir stóriðju. Alþýðu- bandalagið til að mynda er alfarið á móti þessu. Það er einfaldlega ekkert annað en lágmarks virðing fyrir lýðræðislegum vinnuaðferð- um að sjá til þess að avinnumála- nefnd borgarinnar, sem auðvitað ætti að fjalla um þessi mál, fengi atvinnumálakafla tillögunnar til umfjöllunnar. Þar hefði fulltrúi AB þá getað komið fram með sínar mótbárur viðstóriðju, og auðvitað allar aðrar tillögur. En þetta, sem virðist ekkert annað en sjálfsagður hlutur í augum venjulegs fólks, var allt annað en sjálfsagt í augum hins gerræðislega meirihluta íhaldsins í borginni. Það þurfti sérstaka eftirgangsmuni til að fá þetta rætt í atvinnumálanefnd. Og þar var það ekki tekið upp fyrr en á síð- ustu skeiðum umræðunnar, og í raun of seint. ingum Davíðs sé kominn í það verk að semja sjóðsreglurnar. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar fá auðvitað hvergi að koma nærri í fyrstu umferð. Þannig eru samþykktir að engu hafðar bara af því meirihlutanum sýnist svo. Hið litla dæmi af hús- friðunarsjóðnum er í sjálfu sér af- skaplega léttvægt og skiptir ekki miklu. En í því kristallast einræð- ishneigð meirihlutans. Það er einsog hann vinni kerfisbundið að því að bola fulltrúum lýðræðis- flokkanna frá því að hafa áhrif. Einræði Flokksins er það sem máli skiptir. Skoðanir minnihlut- ans, þó hann sé talsmaður nær helmings borgarbúa, skipta engu máli. Fólk er að þreytast áfrekjunni og gerrœðinusem tengist stjórn Reykjavíkurborgar. Lýðrœðis- flokkarnir taka höndum saman gegn gerrœði Flokksins Borgin - það er ég! Einræðishneigð Flokksins er einfaldlega komin út í öfgar. Meirihlutavald gefur einum flokki engan siðferðilegan grund- völl til að hundsa rétt minnihluta til að ræða málin, koma með skoðanir sínar og mótrök í opinni umræðu. En Flokkurinn í Reykjavík hlustar ekki á minni- hlutann. Hann vill sem minnstar umræður. Hann er orðinn að sov- étkynja gerræði. Það kom best fram í umræðum um Borgarspítalamálið í borgar- stjórn á fimmtudagskvöldið. Kjarninn í máli borgarstjóra (hin íhöldin þegja nær undantekning- arlaust) var þessi: BORGIN - ÞAÐ ER ÉGH Össur Skarphéðinsson „Ef fjölmennir hópar manna eru sífellt reiðubúnir að fagna valdbeitingu, endar það á, að við sitjum uppi með íslenskar vasaútgáfur af Hitler og Mússólíni" - Úr leiðara Jónasar Kristjánssonar í DV á þriðjudag. Jónas, Hitler, Davíð, Laugardagur 21. febrúar 1987 pJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.