Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN Líbanon Amalsítar hörfa Leiðtogar stríðandi afla í Damaskus Bardagar blossuðu enn upp í Vesturbeirút í gærmorgun eftir að tiltölulega friðsamt hafði verið um nóttina. Her- sveitir bandalags kommún- ista, Drúsa og Súnní muslíma voru sagðar hafa undirtökin í átökunum þótt Amalsítar héldu velli á ýmsum lykilstöð- um svo sem við Murr-turninn hátrimbraða. Sýrlendingar hafa ítrekað hót- anir sínar um að senda herlið inn í borgina til að stilla til friðar ef ekki verður lát á ósköpunum. Talið er að þeir bíði eingöngu eftir formlegri beiðni frá hinni vanmegna ríkisstjórn Líbanons áður en þeir láta til skarar skríða. Leiðtogar fylkinganna sem berast á banaspjót eru nú allir gestir Assads forseta í Damask- us. Amalsítinn Berrí, Drúsinn Jumblatt og formaður kommún- istaflokksins, Georg Hawi, reyna að komast að samkomulagi um framtíðarskipan mála í Vestur- beirút. Telja þeir síðarnefndu að sít- arnir hafi verið uppivöðslusamir um skör fram í borgarhlutanum á undanförnum árum og eins renn- ur þeim til rifja meðferðin á Pal- estínumönnunum, gömlum vopnabræðrum sínum úr stríðinu við falangista. Eitthundrað og fimmtíu manns hafa fallið að minnsta kosti og þrjúhundruð orðið óvígir af sár- um síðan orrustan hófst. Fæst húsa í Vesturbeirút eru óskemmd með öllu og nú er farið að sverfa að fleirum en palestínskum flóttamönnum því matarskortur er farinn að segja til sín meðal stríðsþreytts almennings. -ks. Oddvitar stríðandi herja. Drúsinn Jumblatt til vinstri og Amalsítinn Berri. Iransskandhalinn Þrengir að Reagan Enn ein skriða vondra frétta, Hvítahússmenn kvíða skýrslu rannsóknarnefndar á fimmtudag Washington - Þvert á vonir Re- agans og manna hans harðnar íransmálið og angar þess með hverri vikunni. Menn bíða nú með eftirvæntingu skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar sem forsetinn skipaði, og er talin vera mjög gagnrýnin. Skýrsluna á að birta á fimmtudag. Jafnframt berast sífellt fréttir af starfsemi Öryggisráðsins, NSC, sem er í miðri hringiðu hneykslisins. Hinir brottreknu Poindexter og North sátu í því ráði, og þar var einnig Robert MacFarlane, forveri Poindexters sem öryggisráðgjafi Reagans. MacFarlane reyndi að fremja sjálfsmorð í síðustu viku, sem varð síst til að bæta andrúmsloft- ið. Frá því er skýrt í bandarískum stórblöðum í gær að árið 1985 hafi Öryggisráðið haft í gangi áætlun um bandarísk-egypska innrás í Líbíu, og segir Washing- ton Post að utanríkisráðuneytis- mönnum undir forystu Shultz hafi tekist naumlega að hindra al- varlegar umræður um slíka innrás með því að kalla heim til vitnis- burðar sendiherra Bandaríkj- anna í Egyptalandi gegn „brjál- æðingunum í Hvíta húsinu" eins og haft er eftir starfsmönnum í ráðuneytinu. Pá eru fréttir sagðar af því vestra að forsetinn hafi samþykkt fyrir ári áætlun um að ræna meintum hryðjuverkamanni til að koma honum fyrir bandarísk- an rétt. Slíkum aðferðum hafa ís- raelsmenn beitt við heiftúðuga gagnrýni þeirra ríkja sem fyrir verða. Enn segir frétt að Oliver North hafi á sínum tíma birt ráða- mönnum í Teheran leyndar- upplýsingar sem stranglega var tekið fram að ekki mætti kynna útlendingum. Þessar upplýsingar allar kynnu að vera smáskjálftar undan þeim stóra sem vænst er á fimmtudag þegar rannsóknarnefnd skipuð af forsetanum skilar af sér. í skýrslu nefndarinnar er búist við að ríkis- stjórn Reagans og forsetinn sjálf- ur verði harðlega gagnrýnd fyrir umfang og valdsvið Oryggisráðs- ins og skorti á eftirliti með því. Noregur Ríkís- útvarpið sjálfstætt NRK verður óháð fjöl- miðlafyrirtœki í eigu rík- isins 1. mars ’88 Frá Baldri Pálssyni i Lillehammer: Ef að líkum lætur verður norska ríkisútvarpið, NRK, sjálfstætt fjölmiðlafyrirtæki 1. mars á næsta ári, en áfram í' eigu norska ríkisins og háð norska Stórþinginu um fé. Stjórnarfrumvarp um NRK, Norsk Rikskringkastning, var kynnt í gær og verður lagt fram á næstunni. Stofnunin, sem bæði rekur útvarps- og sjónvarpsstöð og fjölda staðbundinna útibúa, verður færð undan menningar- málaráðuneytinu og fengin sjálf- stæð yfirstjórn, að hluta skipuð starfsmönnum, og hefur hún allt vald um rekstur og stjórnun innan þeirra marka sem þingið setur. Útvarpsstjórinn Bjartmar Gjerde, fyrrverandi mennta- málaráðherra jafnaðarmanna, er hress yfir frumvarpinu og segir að breytingarnar muni bæta sam- keppnisstöðu NRK, efla rekstr- araga og fjárhag. Gjerde býst ekki við meiriháttar byltingum á dagskrárstefnu NRK, sem einsog RÖV leitast við að vera „allra landsmanna". I Oliver North, persónugervingur Ir- ansmálsins, sem velgir Reagan- stjórninni sífellt skæðar undir uggum. Indland Tvö ný rfld bætast við Kínverjar hóta Gandhi hörðu Nýju-Delí - Sambandsríkinu Indlandi bættust í gær tvö ný ríki, eða fylki, þegar héruðin Mizoram og Arunchal Pradesh urðu sjálfstæð innan ind- verska ríkisins, og eru nú 24 sjálfstjórnarfylki í Indlandi. Forsætisráðherrann Rajiv Gandhi var viðstaddur hátíð- lega athöfn á báðum stöðum. Hvíta húsið Cuomo ekki með New York - Mario Cuomo borg- arstjóri í New York lýsti því yfir í fyrradag að hann gæfi ekki kost á sér til forsetaframboðs fyrir demókrata í kosningun- um á næsta ári. Þessi yfirlýs- ing hins frjálslynda og vinsæla stjórnmálamanns þykir mjög styrkja möguleika Garys Hart á tilnefningu. Cuomo var álitinn helsti keppi- nautur Harts um framboðið, þótt borgarstjórinn hafi raunar aldrei sagst sækjast eftir tilnefningu, og síður þekktir vonarmenn um hylli demókrata, Richard Gephart og Bruce Babbitt, glöddust yfirlýs- ingunni. Auk þeirra hafa Joseph Biden og Jesse Jackson sóst eftir tilnefningu. Mizoram-fylkið liggur í suð- austurhluta landsins, milli Burma og Bangladesh, og er nýsloppið úr tveggja áratuga skærum milli indverska hersins og sjálfstæðis- sinnaðra skæruliða MNF-fylking- arinnar. Gandhi náði friðarsamn- ingum við leiðtoga hennar Lald- enga í fyrrasumar og er Laldenga nú forsætisráðherra fylkisins. Hitt nýja fylkið, Arunchal Pra- desh, liggur í suðausturhlíðum Himalajafjalla austan Bhutan, og telja Kfnverjar sig eiga þar land. Þeir hafa mótmælt hástöfum ákvörðun um að gera það að fylki í Indlandi, og segja afleiðingarn- ar muni verða alvarlegar fyrir Indverja. Kínverjar og Indverjar fóru í stríð árið 1962 um land- svæði í Arunchal Pradesh og vest- ar í fjöllunum. Framhaldsnám í sérkennslufræðum við Kennaraháskóla íslands Kennaraháskóli íslands býöur fram eftirfarandi framhaldsnám til B.A. prófs í sérkennslufræðum sem hefst haustiö 1987: 1. áfangi (30 einingar), hlutanám. 2. áfangi (30 einingar), hlutanám. Hvor áfangi tekur tvö ár í hlutanámi þannig að unnt er aö stunda þaö samhliða kennslu. Kennarar sem Ijúka báðum áföngum ásamt verk- legu námi (15 ein.) hljóta B.A. gráöu í kennslu barna með sérþarfir. Til aö hefja fyrsta áfanga námsins þurfa umsækj- endur að hafa full kennararéttindi (skv. lögum 48/1986) og a.m.k. tveggja ára kennslureynslu. Umsækjendur um annan áfanga skulu auk þess hafa lokiö fyrsta áfanga eöa samsvarandi viöur- kenndu námi í sérkennslufræðum (30 ein.) Kenn- araháskóli íslands áskilur sér rétt til að velja úr hópi umsækjenda á grundvelli skirflegra um- sókna, meðmæla og viðtala. Nánari upplysingar um nám þetta, ásamt um- sóknargögnum, fást á skrifstofu Kennaraháskóla íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík. (sími 688700). Umsóknarfrestur er til 15. mars 1987. Rektor Matráðskona óskast Dagheimilið Austurborg við Háaleitisbraut óskar að ráða matráðskonu til starfa frá næstu mán- aðamótum. Um heilsdagsstarf er að ræða. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 38545. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.