Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 8
Ýlustrá Kristínarljód Þær Kristín Bjarnadóttir og Kristín Ómarsdóttir voru beðnar um að velja Ijóð eftir hvora aðra til birtingar í blaðinu. Ljóðin hafa ekki áður birst á prenti. Kristín Ómarsdóttir Ragnheiður hnakkreist biður um frið Ekki koma við drauma mína. Ekki! Ekki snerta þá með skítugum puttunum. Ekki! Leyfðu mér aðgangaum meðhundinnminn undir himni sem skýlir nóttu, undir himni sem skýlir degi. Kristín Bjarnadóttir Tvö nafnlaus Ijóð i þú ert undarleg vera aldrei að vita hvert þú stefnir þú ert viðsjálverð vera um leið og þú finnurfast land undirfótum leggurðu af stað út á næfurþunnan ísinn. II þegar við snúum baki viðhvortöðru faðmast skuggar okkar þaðgefuraugaleið og bleikur fíll Á þriðjudagskvöldið frumsýnir Þjóðleikhúsið einþáttungana „Gættu þín!“ eftir Kristínu Bjarnadótturog „Draumará hvolfi“ eftir Kristínu Ómars- dóttur. Einþáttungarnir hlutu verðlaun í samkeppni Þjóð- leikhússins í tilefni loka kvennaáratugs Sameinuðu þjóðanna, og eru báðirfrum- raun höfunda fyrir leiksvið. En báðar hafa þær Kristín- arnar stundað Ijóðagerð um lengri tíma auk þess sem Kristín Bjarnadóttir er kunn leikkona. Við áttum þess kost að sjá æfingu á einþáttungunum í vik- unni og lofaði hún vissulega góðu. Leikrit Kristínar Bjarna- dóttur fjallar um örlög ungrar konu, sem á erfitt með að finna sér fótfestu í lífinu og samskipti hennar við samferðamenn sína. Leikurinn ferðast um í tíma og rúmi og er bæði ljóðrænn og full- ur af mannlegri hlýju. Leikrit Kristínar Ómarsdóttur er hins vegar einkar frumleg framsetning á samskiptum tveggja elskenda sem geta ekki elskast, þar sem höfundur fer á kostum í meðferð tungumálsins. - Eftir æfinguna hittum við þær stöllur yfir kaffisopa niðri á Lækjarbrekku og ég byrjaði á að spyrja þær hvort þetta væri fyrsta leikritið sem þær hefðu skrifað, og hvað hefði fengið þær til þess að fara að skrifa leikrit. K.B.: Ég var búin að ganga lengi með þá hugmynd að skrifa leikrit, en það var þessi sam- keppni Þjóðleikhússins sem varð til þess að ég sendi eitthvað frá mér. Þetta er fyrsta leikritið sem ég reyni að fullskrifa, ég er þann- ig gerð að ég geng aldrei frá neinum hlut nema undir pressu. K.Ó.: Þetta er mitt fyrsta leikrit. Ég hef mest skrifað ljóð til þessa, og svolítið af sögum. Þetta hefur helst birst í skólablöðum. Ég veit varla hvers vegna ég fór að skrifa leikrit, - ég bjó erlendis við góðar aðstæður, þetta byrjaði sem mynd í huganum og áleitin spurning. Þegar eg sa auglýsing- una frá Þjóðleikhúsinu, þá ýtti það á að ég kláraði verkið og þar hjálpuðu aðstæðurnar einnig til. - Eru persónurnar sem þið skapið í verkum ykkar dæmi- gerðar fyrir einhverja ákveðna manngerð í þjóðfélaginu, eða eru þetta eins og hverjir aðrir ein- staklingar sem við mætum í líf- inu? K.B.: Begga, aðalpersónan í mínu verki, er dæmigerð fyrir einstakling, sem finnur ekki fót- festu í því hefðbundna lífsmynstri sem henni er skapað K.Ó.: Mínar persónur eru ekki dæmigerðar fyrir ákveðna mann- gerð, heldur fyrir manneskjuna. Þær eiga sér engar fyrirmyndir nema í tilfinningalífi mannes- kjunnar. Er það ekki, Kristín? - bætir hún við og horfir til stöllu sinnar. - Ég held að verkið lýsi aðstæðum sem geti hent alla. - Segðu mér Kristín B., verk þitt gerist í lífi konu og lýsir tilver- unni út frá hennar sjónarhorni. Finnst þér að hið sérstaka sjónar- horn kvenna hafi verið vanrækt í leikbókmenntunum? K.B.: Já, ég held að ég geti sagt það, þangað til að við fórum að fá leikrit eftir konur. í dag eigum við ágætis kvenleikskáld eins og t.d. Nínu Björk. Hún hefur gert kvenlýsingar sem að mínu mati eru raunsæjar. Svo er fullt af nýj- um kvenleikskáldum að koma fram, einsog hún Kristín hérna, og Iðunn og Kristín Sveinsdætur og Þórunn... Það er mikil gróska í íslenskri leikritun um þessar mundir. K.Ó.: Mér finnst það ekki spurning, hvort rithöfundur sé karl eða kona, heldur hvort hann sé góður rithöfundur. Ég er ekki viss um að sjónarhorn kvenna sé í raun svo ólíkt sjónarhorni karla. Það eru til kvenlegir karlrithöf- undar og öfugt. Lífið er meira spurning um manneskjuna í heild en kynskiptinguna. Mér finnst það leiðindarárátta að leita að þessum ólíku sjónarhornum, mikilvægara er að sjá manneskj- una í heild sinni. - Hvenær byrjuðuð þið að skrifa skáldskap? K.B.: Þær sögur og samtöl sem ég bjó til sem krakki eru allar óskrifaðar. Við Stella systir mín sömdum saman hvern einþátt- unginn á eftir öðrum, sumar eftir sumar, en í stað penna, þá héld- um við á hrífum, kannski skrifuð- um við í grasið. Ég held að ég hafi byrjað að skrifa ljóð einhvern tíma þegar ég átti ekki orð. K.Ó.: Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Ég var átta ára og það var á aðfangadagskvöld jóla, eftir matinn og áður en að farið var að taka upp pakkana. Þá lokaði ég mig inni á klósetti og skrifaði ljóð um vorið. Annars er þetta leyndarmál sem ég hef eng- um trúað fyrir til þessa. Mér finnst það rétt hjá þér, Kristín, að þetta að skrifa er skylt því að vera orölaus. En svo hefur það líka einhvað með það að gera að reyna að vera guð og maður sjálf- ur og allur heimurinn um leið. Eða búa eitthvað til. - Er það ekki skemmtileg reynsla fyrir leikritahöfund að sjá verk sitt fæðast á leiksviði? K.B.: Það er fyrst og fremst mjög góður skóli. Efinn fylgir manni alltaf við það að skrifa, - en ég hef mikla trú á áhorfendun- um. Ef einhver fer út af sýning- unni með nýja spurningu í huga sér, finnst mér vissum tilgangi vera náð. - Segðu mér, Kristín Ó., hvers vegna valdir þú þetta efni til þess að skrifa um? K.Ó.: Kannski vegna þess að mér er ekki sama um vanmátt okkar í ástinni... og hún verður hugsi... K.B.: Það er ekki nauðsynlegt að skýra þetta frekar, þetta leikrit lýsir aðstæðum sem eru mun venjulegri en menn halda í fyrstu... fyrst þegar ég sá leikritið þá hló ég, - vegna þess að það snerti mig - næst þegar ég sá það þá grét ég... K.Ó.: Það var nauðsynlegt að leika á tungumálið í verkinu til þess að fá tilfinninguna til þess að lifa... HALLÓ LITLA ÞJÓÐ Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir HALLÓ LITLA ÞJÓÐ eftir Magneu Matthíasdóttur og Be- nóný Ægisson Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson Tónlist: Jón Steinþórsson og Hörður Bragason Leikmynd: Hrafnkell Sigurðsson Búningar: Alda Sigurðardóttir og Hrafnkell Sigurðsson Leikurinn hefst á Hrauninu þar sem þrír smákrimmar bíða þess að losna og ræða hvað gera skuli þegar út er komið. Þvínæst víkur sögu að heimili Heinreks Thorvaldsen, dómsmálaráðherra sem sýnir sig brátt í því að vera gerspilltur maður giftur konu sem heldur framhjá honum og á dóttur sem er nýorðin ólétt eftir einhvern krimma. Nema hvað krimminn Dalii, nýsloppinn af Hrauninu, brýst inn hjá Heinreki, er nappaður og um- svifalaust gerður að tengdasyni hans. Fljótlega verður hann framámaður í flokknum, fær fé- laga sína til sín af Hrauninu, gerir annan þeirra að hægri hönd sinni en hinn að staðgengli konu sinnar (klæddan nákvæmlega eins). Fé- lagi Baddi drepur Heinrek með skærum. Dalli verður formaður flokksins, vinnur meirihluta í kosningum með svindli og fellur síðan fyrir sömu skærum og Heinrekur. A meðan hafa kven- klæddi staðgengillinn og eigin- konan ráðgert sameiginlegt strok, Heinrekur gengið aftur og allan tímann hefur móðir Heinreks setið í ruggustól, reykt stóra vindla og drukkið brennivín af stút. Því miður er þessi texti alltof langt frá íslenskum veruleik til þess að geta talist beinskeytt háðsádeila á stjórnmálaástand þjóðarinnar. Ekki er hann heldur nægilega skemmtilegur í sjálfum sér til að standa sem almenn skopfærsla á mannlegu lífi og pó- litík. Ekki verður heldur sagt að söngtextar og tónlist gæði hann sérstöku lífi. Hefur hann þá ein- hverja kosti? Ég átti afskaplega erfitt með að koma auga á þá þó að einstaka sinnum brygði fyrir hnittinni setningu. Það er líka ljóst að Andrés Sig- urvinsson hefur átt í nokkrum brösum með að koma leiknum á svið og ekki tekist að finna heil- legan stíl eða sannfærandi leið og lái honum það hver sem vill. Sýn- ingin er satt að segja hálfgerður hrærigrautur og eicki bætir úr skák að hún er á köflum afskap- lega hæggeng. Þá er tónlistin heldur lítið spennandi og hljóm- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.