Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 9
Kristín Om- arsdóttir og Kristín Bjarna- dóttir segja frá einþáttungun- um sem frum- sýndir verða í Þjóðleikhús- inu áþriðjudag - Eigið þið ykkur einhvern uppáhaldsrithöfund, sem hefur haft meiri áhrif á ykkur en aðrir? K.Ó.: Já, við eigum einn sam- eiginlegan uppáhaldsrithöfund, það er Sam Shepard. En Jessica Lang er vissulega þriðja konan hans. K.B.: Hann ferðast svo skemmtiiega í tíma og nptar tákn, sem hann leyfir áhorfandanum að ráða í. Og hann kann að skapa alvörupersónur af holdi og blóði. K.Ó.: Já, hann er svo mikill frummaður, það er svo mikil náttúra í verkum hans og þau koma við eitthvað frumafl í okk- ur. K.B.: Hann getur samið ljóð á öskuhaugum... K.Ó.: Og í dýragörðum... - Kristín Ó, viltu segja mér hvað þér finnst um verkið hennar nöfnu þinnar? K.Ó.:Mér finnst verkið hennar Kristínar ekki vera fyrst og fremst lýsing á sjónarhorni kon- unnar sérstaklega. Þetta er verk um manneskju, og það streymir frá því hlýja, líf og löngun... mér finnst hún ná eins vel sjónarhorni karlanna í verkinu eins og kvenn- anna, því þeir verða í hennar höndum að manneskjum af holdi og blóði, og það er númer eitt, þegar maður er að búa til per- sónur. Það að skrifa er fólgið í því að búa til heilan heim, en ekki einhvern prívat og persónulegan vinkil - og það finnst mér að Kristínu hafi tekist. Hún hefur skapað heim konu, þar sem hinar persónurnar eru líka lifandi, og það er einhver þrá sem gengur eins og strengur í gegnum verkið og hrærir mann sem áhorfanda. Eiginlega veit ég ekki um hvað verkið fjallar, en það er númer eitt í leikhúsi að áhorfandinn lifi sig inn í tilfinningar og verði með... það heitir víst katharsis... Þetta verk hennar Kristínar er eins og að fara nakinn í bað í lygnri á sem streymir í hring á heitri sumarnótt og stundum kemur kaldur gustur... - En þú, Kristín B., hvernig viitu lýsa fyrir mér verki nöfnu þinnar? K.B.: Það er eins og þegar sólin hefur skinið lengi og steinarnir og sandurinn í fjörunni eru orðnir svo heitir að maður veit ekki hvort maður á að læðast eða stökkva til þess að brenna sig ekki... Þetta verk er fullt af sárs- auka og lífslöngun og leit að ein- hverju óþekktu, næstum því yfir- náttúrulegu. Henni þykir vænt um persónurnar sem hún er að lýsa, og ég efast um að nokkur karlhöfundur geti dregið upp sannari mynd af karlmanni en hún gerir í þessu verki. K.Ó.:Í raun og veru er ég fíll. K.B.: Já, bleikur ffll, er það ekki? K.Ó.: Og þú ert selur... K.B.: Nei, ég er ekki nógu hál... Ég er steinn. K.Ó.:Nei, þá ertu frekar strá. K.B.: Já, kannski er ég ýlu- strá... ólg aði mjög óþægilega gegnum hljómflutningstæki hússins. Þetta er þeim mun dapurlegra sem það er ljóst að hér hafa marg- ir unnið mikið og vel og að leikhópurinn á mörgum prýði- legum leikurum á að skipa. Framsögn þeirra er yfirleitt með ágætum og leiktækni vel þokka- leg. Margir leikaranna skila hlut- verkum sínum mjög vel miðað við aðstæður. Þar má til dæmis nefna Vilborgu Gunnarsdóttur í hlutverki hinnar vergjörnu eigin- konu, Lárus Vilhjálmsson í hlut- verki dómsmálaráðherrans, Þór- hall Gunnarsson í hlutverki Dalla og Gísla Guðlaugsson í hlutverki kynskiptingsins, sem tekst reyndar að vera bærilega fyndinn á köflum þó svo að hlutverk hans sé með öllu óskiljanlegt. Þessi sýning er þörf áminning um þau eilífu sannindi að það er jafnvel ennþá mikilvægara fyrir áhugaleikhópa en atvinnuleikhús að hafa góða texta til að byggja á sýningar. Slyngir atvinnumenn geta þegar vel gengur breitt nokkuð yfir misbresti í texta en allt slíkt blasir við í miskunnar- lausri nekt þegar áhugamenn eru á ferðinni. FULLKOMIN SKIPULAGNING með Scháfer híllukerfíntt. Opnir skúffukassar úr plasti ★ Margar stærðir ★ Margir litir ★ Otal möguleikar á uppsetningu og breytingum. Skápakerfí ★ Fataskápar ★ Skjalaskápar ★ Pallettakerfl ★ Skóffakerfí ★ Plastkassar o.fl. Fyrir vinnustaði, skóla, verslanir, lagera, bílskúra, geymslur o.fl. sknjfulaust hillukeffi G.A.Pétursson hf. Umboði og heildver*lyn SMIÐJUVEGI 30 E-GÖTU, KÓPAVOGI, SIMI 77 4 44 Laugardagur 21. febrúar 1987) ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Bifvélavirki óskast á slökkvistöðina í Reykjavík. Laun sam- kvæmt launataxta bifvélavirkja. Umsóknir skilist á slökkvistöðina við Skógarhlíð fyrir 1. mars nk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.