Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR 1. deild Mark á mínútu og Valssigur Fimm mörk í röð réðu úrslitum Hann var líflegur og fjörlegur leikur er Valur sigraði KA í gær- kvöldi, með 33 mörkum gegn 27. Leikurinn var þó ekki að sama skapi góður, en staðan I hálfleik var 18-13. fl Tölurnar tala sínu máli. Mark á mínútu var staðreynd og því miður orsakað frekar af lé- legum varnarleik, en góðum sóknarleik. Þau fáu skot sem voru varin í fyrri hálfleik voru skot frá KA og nægði það Val til að ná góðri forystu. í síðari hálfleik nýttu Norðan- menn það vel er þeir voru einum fleiri og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Valsmenn náðu þó að Staðan í 1. delld karla f handknattleik: Víkingur ... 13 11 1 1 312-266 23 Breiöablik.... ... 13 8 2 3 300-290 18 FH .... 12 8 1 3 300-269 17 Valur .... 13 7 2 4 326-293 16 Stiarnan .... 12 5 2 5 306-285 12 KA .... 13 5 2 6 300-310 12 Fram .... 12 5 0 7 283-279 10 KR .... 12 4 1 7 237-263 9 Haukar .... 12 2 2 8 252-292 6 Ármann .... 12 0 1 11 235-304 1 Haukar og Stjarnan leika í Hafnar- firði kl. 14 í dag og KR mætir FH í Höliinni kl. 20 annað kvöld. Leik Fram og Ármanns hefur verið frest- að. setja fyrir það og með 5 mörkum í röð voru úrslitin ráðin. Valsmenn voru mjög jafnir í leiknum, en Jakob átti góðan kafla t.d. með 4 mörkum í röð. KA-menn börðust nokkuð vel með Jón Kristjánsson á farar- broddi. Pétur og Guðmundur voru einnig góðir. -gsm Laugardalshöll 20. febrúar Valur-KA 33-27 (18-13) 3-3, 7-8, 10-10, 13-12, 18-13 - 18- 16, 21-17, 24-23, 29-23, 33-27. Mörk Vals: Jakob Sigurðsson 8, Jú- líus Jónasson 5, Stefán Halldórsson 5/1, Þorbjörn Guðmundsson 5, Theo- dór Guðfinsson 4, Valdimar Grímsson 4, Geir Sveinsson 2. Mörk KA: Jón Kristjánsson 7, Pétur Bjarnason 6, Guðmundur Guðmunds- son 5, Axel Björnsson 4, Eggert Tryggvason 3/3, Friðjón Jónsson 2. Dómarar: Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson - tóku heldur létt á leiknum. Maður leiksins: Jón Kristjánsson, KA Karl Þráinsson brýtur sór leið framhjá Svavari Magnússyni og skorar eitt marka Víkinga í gærkvöldi. Mynd: E.ÓI. 1. deild „Staðan hefur vænkast“ Blak Víkingar með örugga forystu eftir sigur á Blikum HK tapaði Víkingur sigraði HK 3-1 í karl- adeildinni í blaki þegar félögin mættust í Hagaskólanum í gær- kvöldi. Úrslitin þýða að ÍS kemst í 4-liða úrslitin á kostnað HK með því að sigra Þrótt frá Neskaup- stað 3-0 eða 3-1 í síðasta leik sín- um, sem fyrirhugaður er kl. 14 í dag. _VS Körfubolti UMFG vann Grindvíkingar lögðu Tindastól að velli, 76-61, í 1. deiid karla þegar félögin áttust við á Sauðár- króki í gærkvöldi. Grindvíkingar mæta Þórsurum á Akureyri í dag kl. 14. -VS „Það eru enn fímm leikir eftir svo það er heldur snemmt að fara að fagna meistaratitlinum en staða okkar hefur óneitanlega vænkast talsvert við þennan Laugardalshöll 20. febrúar Vikingur-UBK 27-21 (14-9) 0-2,2-2,3-5,6-5, 9-9,14-9-15-10, 15-13,17-14,17-17,19-18, 24-18, 24- 20, 25-21, 27-21. Mörk Vfkings: Guðmundur Guð- mundsson 9, Karl Þráinsson 6(4v), Árni Friðleifsson 5, Bjarki Sigurðsson 4, Siggeir Magnússon 1, Sigurður Ragnarsson 1, Hilmar Sigurglslason 1. Mörk UBK: Aðalsteinn Jónsson 5, Jón Þórir Jónsson 4(1 v), Svavar Magnússon 4, Björn Jónsson 3, Krist- ján Halldórsson 2, Sigþór Jóhannes- son 1, Þórður Davíðsson 1, Magnús Magnússon 1. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson - góðir. Maður leiksins: Guðmundur Guð- mundsson, Víkingi. sigur. Við misstum niður fimm marka forystuna í byrjun seinni hálfleiks vegna kæruleysis og skorts á einbeitingu en bættum þá bara við á ný,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði íslands- meistara Víkings, eftir 27-21 sigur á Blikunum í toppleik 1. deildarinnar í gærkvöldi. Heldur snemmt, sagði hann, en hvað sem því líður er staða Víkinga glæsileg. Þeir mega tapa þremur stigum og hreppa titilinn samt og ef þeir halda áfram á þessari braut þarf ekki að spyrja að leikslokum. Leikurinn var líflegur og fjör- ugur, talsvert um mistök á báða bóga en líka mikið um falleg til- þrif. Spennan var lengst af fyrir hendi, Víkingar gerðu fimm síð- ustu mörk fyrri hálfleiks en Blik- ar jöfnuðu það á upp á fyrstu 13 mínútum þess síðari. A enda- sprettinum voru Víkingar svo drjúgir eins og oft áður og stungu af. Þrír leikmenn gerðu útslagið fyrir Víkinga. Kristján Sig- mundsson varði þrjú vítaköst þegar mest lá við, þegar staðan var 8-7, 15-13 og 19-18, Víking- um í hag - á örlagaríkustu augna- blikum í leiknum. Árni Indriða- son þjálfari kom inná og þétti leka vörnina þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, með þeim árangri að Blikar skoruðu aðeins fjögur mörk eftir það. Og síðast en ekki sfst var það Guðmundur. Traustur allan tím- ann, og á lokakaflanum sýndi hann allar sínar bestu hliðar - skoraði fimm mörk á síðustu 7 mínútum leiksins, hvert eitt og einasta á sinn sérstaka hátt. Hinir í liðinu voru með á nótunum og Arni Friðleifsson lék mjög vel í fyrri hálfleiknum. Blikarnir voru kraftmiklir og baráttuglaðir með bræðurna Að- alstein og Björn í aðalhlutverk- um ásamt Svavari Magnússyni. Þá skortir fínleikann og meiri ögun - með meiri fínpússun eiga þeir alla möguleika á að halda sér þar sem þeir eru nú. Árangurinn er þegar betri en flestir þorðu að vona og nú eiga Blikar að láta drauminn um titilinn lönd og leið og einbeita sér að Evrópusætinu. -VS HMINorrœnar Gull til Tékka Tékkinn Jiri Parma tryggði Tékkum sín fyrstu gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í Oberst- dorf þegar hann sigraði í skíðas- tökki í gær. Finninn Matti Nyka- enen varð annar og Vegard Opa- as frá Noregi þriðji. Svíar fengu hinsvegar sitt þriðja gull þegar Marie Helene Westin sigraði óvænt í 20 km göngu kvenna. Hún sigraði so- vésku stúlkurnar Anfissu Reztsovu og Larissu Ptitsynu sem fengu silfur og brons. Keppni í Oberstdorf lýkur í dag með 50 km göngu og þar er Einar Ólafsson frá ísafirði meðal keppenda. Norðurlandaþjóðirnar eru í þremur efstu sætum hvað varðar verðlaun á mótinu. Svíar eru með 3 gull, 1 silfur og 2 brons, Norð- menn 2 gull, 4 silfur og 4 brons og Finnar 2 gull og 3 silfur. Sovét- menn, Tékkar, Austurríkis- menn, ítalir og Vestur- Þjóðverjar hafa einig unnið til gullverðlauna. _VS/Reuter ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Ísland-Júgóslavía Einstæður atburður Bjarni Guðmundssonfyrsti íslenski íþróttamaðurinn með 200 landsleiki. Lékfjóra landsleiki fyrir fyrsta 1. deildarleikinn Á mánudagskvöldið mun eiga sér stað einstakur atburður í ís- lensku íþróttalífi. Bjarni Guð- mundsson, handknattleiksmað- ur, verður fyrsti íslenski íþrótta- maðurinn til að leika 200 lands- leiki fyrir hönd þjóðar sinnar og andstæðingarnir eru svo sannar- lega viðeigandi: heims- og ólympíumeistararnir frá Júgósla- víu. Bjarni er nýorðinn þrítugur og hefur leikið með landsliðinu allt frá 17 ára aldri. Hann var tekinn beint úr 2. flokki Vals í landsliðið í október 1974, lék 4 landsleiki í keppnisferð til Luxemburgar og Sviss - en sinn fyrsta 1. deildar- leik þegar íslandsmótið hófst eftir þá ferð! ísland og Júgóslavía mætast tvívegis í Laugardalshöllinni, á mánudags- og þriðjudagskvöld, og hefjast leikirnir báðir kl. 20.30. Lið Júgóslava er mikið breytt frá því í heimsmeistarakeppninni í Sviss. Vujovic og Isaakovic misstu af íslandsferðinni vegna meiðsla og þeir Basic og Cvetko- vic gegna herskyldu um þessar mundir. Eldri mennirnir eru síð- an að mestu hættir, Rnic, Vuko- vic og Arnautovic leika sennilega ekki meira með landsliðinu. „Þetta eru eðlilegar breytingar hjá Júgóslövum. Eldri mennirnir hafa unnið allt sem hægt er að vinna í handboltanum og hafa ekki sama metnað og áður. Þá hefur nýr þjálfari, Pocrajac, tekið við og því fylgja alltaf breytingar. En Júgóslavar koma ekki með neina nýliða hingað, allir þeirra menn hafa talsverða reynslu að baki og verða jafn erf- iðir og alltaf áður,“ sagði Bogdan Kowalczyck landsliðsþjálfari ís- lands um mótherjana. Hann bætti því við að það væri liðin tíð að bestu lið heims kæmu í skemmtiferðir til íslands. „Þau gæta þess að koma hingað vel undirbúin og í góðu formi og Júg- óslavar hafa sýnt í landsleikjum sínum í vetur að þeir eru áfram með eitt albesta lið heims þrátt fyrir miklar breytingar," sagði Bogdan. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.