Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 21. febrúar 1987 42. tölublað 52. órgangur A Iþingiskosningar Eyðni Þetta er allt heldur vandræða- legt og setur sveitastjórnir al- mennt í nokkurn vanda nema að frestum verði eitthvað breytt. Ég get ekki séð hvernig hlutirnir eiga að ganga upp miðað við lög- bundna fresti nú þegar búið er að festa kjördag, sagði Gunnar Eydal skrifstofustjóri Reykjavík- urborgar í gær. „Kærufresti til sveitarstjórna vegna kjörskrár lýkur 11. apríl. Sveitastjórnir þurfa síðan að vera búnar að úrskurða um kærur í síðastá lagi þann 17. aprfl, viku fyrir kosningar og til þessa fundar skal boða þá sem kærðir hafa ver- ið út, með minnst þriggja daga fyrirvara," sagði Gunnar Eydal skrifstofustjóri Reykjavíkur- borgar í gær. „1 síðustu sveitarstjórnakosn- ingum voru kærur um 600 og það tekur sinn tíma að vinna úr þeim kærum sem berast og nú vill svo til að 17. aprfl er föstudagurinn langi og skírdagur næsti dagur á undan. Þá er annar í páskum mánudaginn 20. aprfl og sumardagurinn fyrsti þann 23. apríl og er hann frídagur. Gæti það tafið útsendingar á niður- stöðum í kærumálurrí'. Halldór Þ. Jónsson sýslumaður Skagafjarðarsýslu sagði Þjóðvilj- anum að þetta frídagamál snerti hans embætti ekki svo mikið en sem landsbyggðarmanni fyndist sér þetta heldur hæpinn tími. Þórir Þorgeirsson oddviti Laugarvatni sagði að þar sem Laugardalshreppur væri fá- mennur, skipti það sveitar- stjórnarmenn þar litlu þótt þeir settust niður einn frídag eða svo. Tillagan um kjördag kemur frá forsætisráðherra. -sá. Einn deyr í viðbót 31 hefur mœlst með mótefni gegn eyðni Um sfðustu helgi lést annar aln- æmissjúklingurinn hér á landi. Hinn látni var rösklega tvítugur hommi sem mældist með eyðni fyrir meira en ári. Sá fyrri lést í nóvember 1985. Nú hafa fjórir einstaklingar verið greindir með sjúkdóm á lokastigi. Samkvæmt upplýsingum frá landlækni, Ólafi Ölafssyni, hafa alls 31 einstaklingar verið greindir með alnæmisveiruna í blóði. Þar af eru 20 hommar, 6 fíkniefnaneytendur, 3 sem hnei- gjast að andstæðu kyni og sinn hvor blóðþeginn og dreyrasjúkl- ingurinn. Af þeim eru 11 ein- kennalausir og 11 með forstigs- einkenni á mismunandi stigi. -RK. Kurr út af kjördegi Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarinnar: Gengur ekki upp miðað við lögbundna fresti. Vegnafrídaga verður mjög erfitt að koma úrskurðum um kjörskrárkœrur tilfólks. HalldórJónsson, sýslumaður Skagfirðinga: Hœpinn tími Háskólakennarar og náttúrufrœðingar íhuga verkfall Mikil umræða mun vera um það nú í Félagi háskólakennara og Félagi náttúrufræðinga í BHMR hvort leita eigi verkfalls- heimildar hjá félagsmönnum, en náttúrufræðingar hafa nú þegar haldið nokkra vinnustaðafundi um málið. Hörður Filippusson formaður Félags háskólakennara sagði í samtali við Þjóðviljann að engin ákvörðun hefði verið tekin í fé- laginu ennþá en innan tíðar myndi skýrast hvort svo yrði. Heimildir Þjóðviljans herma að fari háskólakennarar í verkfall sé hugmyndin sú að það verði sam- tímis verkfalli HÍK. komi það til. Freysteinn Sigurðsson formað- ur Félags náttúrufræðinga sagði verkfall væri orðið vel undirbúið af hálfu félagsins ef til kemur, en enn hafi engin ákvörðun verið tekin. „Enn það er unnið að þessu af kaldri rósemi,“ sagði Freysteinn. Hvort félögin fara í verkfall eða ekki mun skýrast eftir mán- aðamótin en þá er líklegt að línur í samningaviðræðum félaganna við ríkið fari að skýrast. Um- ræðan um verkfall mun vera á frumstigi í nokkrum öðrum fé- lögum BHMR. - K.Ól. Þýskir lúðrablásarar úr Svartaskógi léttu skapið hjá borgarbúum sem voru að sinna helgarinnkaupunum við stórverslanirnar í gær. Þjóðverjamir eru hér til að halda uppá þýska helgi sem lýkur með bjórhátíð og veislu á Sögu á sunnudagskvöld. Mynd - E.ÓI. Húsnæðislánakerfið Reglumar valda skilnuðum Hjón þar sem annar makinn er í námi og hinn útivinnandi fá aðeins 7/2 lán. Hjón hugleiða skilnað til að fá fullt lán Samkvæmt reglun nýja hús- næðislánakerfisins fá hjón þar sem annar aðilinn er í námi en hinn útivinnandi aðeins 1/2 lán og skiptir þá engu hversu háar tekj- ur hinn útivinnandi maki hefur. Hjón þar sem annar aðilinn er útivinnandi og hinn heimavinn- andi fá hins vegar fullt lán séu öll skilyrði uppfyllt. „Við höfum alvarlega hugleitt það að skilja," sagði maður sem ekki vildi láta nafn síns getið í samtali við Þjóðviljans í gær en hann og kona hans fá aðeins hálft lán þar sem kona hans er nem- andi. Viðmælandi segist hafa góðar tekjur og það hafi því ekki staðið í veginum, og að ef þau myndu skilja fengi hann fullt lán. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunarinnar sagði að hann teldi að sá skattfrádráttur sem námsmenn hefðu, hafi ráðið nokkru um það að þessi stefna hafi verið mótuð. Nú liggur fyrir lagafrumvarp frá Alexander Stefánssyni um breytingar á lögum um Húsnæð- isstofnun þar sem ákvæði er til bráðabirgða um það að náms- menn öðlist rétt á lánum á við aðra en að sögn kunnugra gildir það lfka um þá námsmenn sem eru giftir útivinnandi maka.-K.ÓI, Ofurmótið Töframaðurínn sveiflar spratan- um í annarri umferð IBM skák- mótsins sýndi Mikhail Tal, fyrrverandi heimsmeistari, enn einu sinni snilli sína þegar hann lagði Jóhann Hjartarson að velli í glæsilegri skák. Sjá nánar frásögn, skákir og úrslit á bls. 6.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.