Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 14
HJONAVINNA Markviss aðstoð fyrir hjón og sam- býlisfólk. Tilgangurinn er að gera fólki kleift að skoða, endurmeta og taka afstöðu til og ákvörðun um samband sitt. Einkatímar fyrir hvert par einu sinni í viku í alls 6 vikur. Upplýsingar í síma 688160 milli kl. 14 og 17 dag- lega. Guðrún Einarsdóttir Hörður Þorgilsson sálfræðingar Lækninga- og sálfræðistofunni Skipholti 50 C. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Fóstra eða þroskaþjálfi óskast til stuðnings börnum með sérþarfir á leikskólann Hálsakot, Hálsaseli 29. Upplýsingar gefur Guðrún Einarsdóttir sálfræðingur á skrif- stofu Dagvistar barna í símum 27277 og 22360. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Áfengi og önnur vímu- efni eiga aldrei sam- leið meö akstri, hvorki á feröalagi né heima við. Ekkert hálfkák gildir þeim efnum. Urað Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Dagana 27. febrúar til 3. mars nk. verða haldin tvö byrjendanámskeið í loðdýrarækt fyrir þá sem hyggja á stofnun loðdýrabúa. Fyrra námskeiðið verður27. febrúartil 1. marsog hið síðara 1. til 3. mars. Bæði námskeiðin hefjast kl. 12 á hádegi. Fæði og húsnæði á staðnum. Námskeiðskostn- aður kr. 6.000.- Þátttaka tilkynnist skrifstofu Bændaskólans sími 93-7500 fyrir 26. febrúar. Skólastjóri. ASEA Cylinda þvottavélar ★sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! JFOniX HÁTUNI6A SlMI (91)24420 ABR Fundur í 6. deild Fundur verður hjá 6. deild Alþýðubandalagsins í Reykjavík n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.30 í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Nánar auglýst eftir helgina. Alþýðubandalagið Vesturlandi Vestlendingar! Alþýðubandalagið á Vesturlandi boðar til almenns fundar í Lyngbrekku sunnudaginn 22. febrúar n.k. kl. 14.00. Stutt ávörp flytja frambjóðendurnir Gunnlaugur, Ólöf, Rík- harð og Sigurður og Guðbrandur Brynjúlfsson oddviti á Brúarlandi. Skúli Alexandersson alþingismaður svarar fyrir- spurnum. Alþýðubandalagið Vesturlandi Austurlandskjördæmi Hérað Alþýðubandalag Héraðsbúa boðar til félagsfundar þriðjudaginn 24. febrúar kl. 20.30 að Selási 9, Egilstöðum. Dagskrá: Kosningastarfið. Sigurjón Bjarnason og Sveinn Jóns- son formaður kosningastjórnar mæta á fundinum. Alþýðubandalag Héraðsbúa Norðfjörður Alþýðubandalagið í Neskaupstað boðar til félagsfundar miðvik- udaginn 25. febrúar kl. 20.30 í Egilsbúð. Einar Már Sigurðarson og Elma Guðmundsdóttir ritari kosning- astjórnar mæta á fundinn. Stöðvarfjörður Alþýðubandalagið Stöðvarfirði boðar til félagsfundar laugar- daginn 28. febrúar kl. 16.30. Dagskrá: Kosningastarfið. Unnur Sólrún Bragadóttir mætir á fundinn. AB. Stöðvarfirði. Fundur um landbúnaðarmál Bændur á Héraði og aðrir áhugamenn um framfarir í landbún- aði. Alþýðubandalagið boðar til opins fundar í Valaskjálf fimmtudaginn 26. febrúar nk. klukkan 20.30. Rædd verður staða sveítafólks og þeirra sem sveitunum þjóna. Sérstaklega verða minkarækt gerð ítarleg skil. Frummælendur: Hjörleifur Guttormsson alþingismaður, Álfhildur Ólafsdóttir loðdýrarækt- arráðunautur og Björn Halldórsson bóndi, Akri, Vopnafirði. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður í bæjarmálaráði mánudaginn 23. febrúar kl. 20.30 í Rein. Dagskrá: 1) Fjárhagsáætlun. 2) Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður í Bæjarmálaráði í Lárusarhúsi mánudaginn 23. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Bæjarstjórnarfundur þriðjudaginn 24. febrúar. 2) Háskólamál. Stjórnin Opið hús Alþýðubandalagsins er fyrirhugað á Vertshúsinu laugardaginn 21. febr., 28. febr. og 7. mars milli kl. 15.00 og 17.00. Nánar auglýst síðar. il y fdÉkfcc’V' ^jj Kristinn Magnús Póra Vestfirðir Opnir stjórnmálafundir Alþýðubandalagið á Vestfjörðum helduropna stjórnmálafundi á eftirtöldum stöðum: ísafirði - laugardaginn 21. febrúar kl. 13.30 í Hótel ísafirði. Á fundina mæta þeir Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins og þrír efstu menn á lista flokksins í kjördæminu, Kristinn Gunnarsson, Magnús Ingólfsson og Þóra Þórðardóttir. Allir velkomnir - fjölmennið. Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og formaður Skólanefndar og Eggert Gautur Gunnarsson fulltrúi í félagsmálaráði verða til viðtals og með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11,3. hæð, laugardaginn 21. febrúar milli kl. 10 - 12. Allir velkomnir. Stjórn ABK Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 23. febrúar kl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Kynnt samþykkt fjárhagsáætlun. 2) íþrótta- og æskulýðsmál. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Góugleði Góugleði ABK verður laugardaginn 28. febrúar í Þinghóli. Húsið opnað kl. 19.00. Fordryjckur, borramatur, skemmtiatriði og dans. Gestur kvöldsins verður Ásdís Skúladóttir. Miðaverð kr.1200. Miðapantanir i Þinghóli alla virka daga sími 41746. Á kvöldin í síma 45689 (Unnur). Stjórn ABK. Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Opið hús Opið hús verður hjá Alþýðubandalagsfélagi Vestmannaeyja á sunnudaginn 22. febr. frá kl. 14 - 16. Félagar og aðrir sem áhuga hafa á að ræða þjóðmálin eru ..vattir til að líta inn. Kaffi á könnunni. Verið velkomin. Stjórnin Uppsveitir Árnessýslu Alþýðubandalagið í uppsveitum Árnes- sýslu heldurfélagsfund í Félagsheimilinu á Flúðum næstkomandi þriðjudag, 24. febrúar, kl. 21. Stuðningsmenn, komið og takið þátt í að móta kosningastarf G- listans á Suðurlandi. Margrét Frímanns- dóttir og fleiri frambjóðendur mæta á fundinn. Stjórnin Margrét Eskifjörður Alþýðubandalagið Eskifirði boðar til félagsfundar í Valhöll, Eski- firði, sunnudaginn 22. febrúar kl. 16.30. Frambjóðendurnir Unnur Sólrún Bragadóttir og Sigurjón Bjarnason mæta á fundinum og ræða kosningastarfið. Alþýðubandalagið Eskifirði AB-félagar Suðurlandi Opið hús á Selfossi Opið hús verður á Kirkjuvegi 7, Selfossi laugardaginn 21. febrú- ar kl. 14 - 16. Frambjóðendur mæta. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Viðtalstími bæjarfulltrúa Bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins verða til viðtals um fjár- hagsáætlun bæjarins á laugardaginn 21. febrúar frá kl. 15.30 í Hólshúsi (Kreml), Bárustíg 9. Steingrímur Svanfríður Björn Valur Norðurland eystra Byggjum landið allt Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra verður með opna stjórnmálafundi sem hér segir: Ólafsfirði - fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20.30 íTjarnarborg. Á fundinn mæta þau Steingrímur, Svanfríður og Björn Valur. Kópaskeri - föstudaginn 27. febrúar kl. 20.30 í Barnaskólan- um. Þórshöfn - laugardaginn 28. febrúar kl. 13.00 í Þórsnesi. Raufarhöfn - sunnudaginn 1. mars kl. 16.00 í félagsheimil- inu. Á þessa fundi mæta þau Steingrímur, Svanfríður, Sigríður og Björn Valur. Flutt verða stutt ávörp og fyrirspurnum svarað. Allir velkomnir. Kjördæmisráð KOSNINGASKRIFSTOFUR Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins er í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri. Til að byrja með verður skrifstofan opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-18. Starfsmaður er Krist- jana Helgadóttir. Síminn er 25875. G-listinn Reykjanesi Aðalkosningaskrifstofa G-listans í Reykjaneskjördæmi er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Þar er opið alla virka daga frá kl. 10.00-19.00. Alltaf heitt á könnunni og starfsmennirnir Valþór, Ásdís, Helgi og Unnur til þjónustu reiðubúin. Símarnir eru 41746 og 46275. Þá hefur einnig verið opnuð kosningaskrifstofa í Keflavík, að Hafnargötu 34. Síminn þar er 92-4286. - G-listinn Reykjanesi. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.