Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 2
pSPURNINGIN' - Hvernig hefur þér gengið að fá lán hjá Húsnæðismálastofn- un? Jóhannes Jónsson: Samkvæmt minni reynslu þá stenst þetta allt saman. Ég hef trú á nýja húsnæðismálakerfinu það sem af er. Guðríður Sigurðardóttir: Ég hef trú á nýja húsnæðismál- akerfinu og hef von um að fá lán. Ég sótti um lán í september en hef því miður ekki fengið svar ennþá. Árni Sigurjónsson: Þetta lofar góðu ef nægilegt fjár- magn fæst í húsnæðismálakerf- ið. En það er ekkert réttlæti í því ef satt er að hinir tekjulægstu fái ekki lán. Sigurður Traustason: Ég hef trú á nýja húsnæðismál- akerfinu og vonast eftir láni þó ég þurfi að bíða í nokkurn tíma. En ég er ekki sáttur við það að heimavinnandi maki getur dregið úr lánsupphæðinni. Steinar Steinarsson: Það hefur ekki reynt á það enn- þá. En ég hef trú á nýja húsnæð- ismálakerfinu og vonast eftir láni. FRÉTTIR Alnœmi Herferð á vinnustöðum Landlœknisembœttið og A.S.Í. taka höndum saman um frœðsluherferð um alnœmi Iundirbúningi er fræðsluher- ferð á vinnustöðum um al- næmi. Landlæknisembættið hef- ur leitað eftir samstarfi við Al- þýðusambandið um tilhögun herferðarinnar. Miðstjórn A.S.Í. hefur þegar tekið vel í þá mála- leitan. Að sögn Guðjóns Magnús- sonar, aðstoðar-landlæknis hefur þegar verið ráðinn til starfans sérmenntaður hjúkrunarfræðing- ur í kynsjúkdómum og fræðslu, er mun njóta fulltingis hjúkrun- arfræðinema við framkvæmd herferðarinnar. „Ætlunin er að farið verði á fjölmennustu vinn- ustaði á stór- Reykjavíkursvæðinu og starfs- fólk frætt um þennan skelfilega vágest, sem alnæmi er. Aðgengi- legt fræðsluefni hefur þegar verið tekið saman og er meiningin að því verði dreift til heilsugæslust- öðva, sem munu annast þessa fræðslu út um landið," tjáði að- stoðarlandlæknir blaðinu í gær. Blaðinu er kunnugt um að á Patreksfirði sé fræðsla um al- næmi þegar hafin á vinnustöðum, undir stjórn Jósefs Blöndals heilsugæslulæknis. -RK. Paparnir Eva, Belinda og Vala stilla upp tyrir sunnudaginn. Skátar eiga von á að íþróttahúsið verði troðfullt út úr dyrum meðan tívolíið stendur yfir. Mynd gg. Skagatívolí Trað- fyllum íþrótta- húsið Við höfum troðfyllt húsið til þessa og reiknum ekki með að áhugi Skagamanna á þessari skemmtun okkar hafi neitt dvín- að. Við ætlum að margfylla íþróttahúsið á sunnudaginn, sagði Sigríður Karen Samúels- dóttir sveitarforingi í Skátafélagi Akraness í samtali við Þjóðvilj- ann, en skagaskátar bjóða til helj- armikils tívolís í íþróttahúsinu á morgun, á afmælisdegi skáta- höfðingjans Baden Powell. Signður sagði undirbúninginn hafa staðið í þrjár vikur og hafa um 140 krakkar á aldrinum 9-18 ára lagt hönd á plóginn. Blaða- maður Þjóðviljans heilsaði upp á undirbúningssveitina þar sem hún var að leggja síðustu hönd á verkið, en fjörið hefst á hádegi á morgun. Að tívolíi loknu hefst bingó. Skátarnir hafa sett upp tívolí í íþróttahúsinu fjórum sinnum áður og stefna að því að halda uppteknum hætti á tveggja ára fresti. Það hefur viljað þannig til nú tvö síðast liðin skipti að hátíð- ina hefur borið upp á afmælisdag Baden Powells. -gg Stúdentaráð Kosningabaráttan fer hægt af stað Vinstrisinnar og Vaka hafa tilkynnt framboð Vinstri sósíalistar Framboð afráðið um helgina Á fundi sem Vinstri sósíal- istar hafa boðað á Hótel Borg í dag verður að öllum líkindum tekin endanleg af- staða til framboðs fyrir komandi þingkosningar. Þá verða á fundinum kynntar hugmyndir um rekstur útvarpsstöðvar og rætt um frekara starf sam- takanna. Tvö framboð eru þegar ákveðin fyrir kosningar til Stúdenta- ráðs Háskóla íslands, sem verða fímmtudaginn 12. mars. Fram- boðsfrestur rennur út 2. mars og er búist við að fleiri listar verði í kjöri. Þegar hafa Félag vinstrisinn- aðra stúdenta og Vaka tilkynnt að þau muni bjóða fram til stúd- entaráðskosninga við H.í. sem verða í mars. Fastlega er búist við því að Umbótasinnar bjóði einn- ig fram. Síðast voru fjórir listar í kjöri, en fátt er vitað um fyrirætl- an Manngildissinnaðra stúdenta, er buðu fram síðast, en komu engum manni að ráðinu. Kosið verður að þessu sinni um helmingstúdentaráðsliða.þ.e. 15 fulltrúa, en af þeim er kosið sér- staklega um tvo fulltrúa til há- skólaráðs, sem einnig eiga setu í stúdentaráði. Kosningabaráttan hefur farið rólega af stað. Einna mesta lífs- markið virðist vera með Vinstri- sinnum, sem hafa opnað skrif- stofu og eru ötulir við blaða- og dreifirita-útgáfu. RK. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.