Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 7
Endalausir dagar Ný ljóðabók eftir Eirík Brynj - ólfsson Föstudaginn 12. febrúar kom út Ijóöabókin Endalausirdagar. Höfundur er Eiríkur Brynjólfsson. í bókinni eru fjörutíu ljóð sem skiptast í tvo kafla, Loftkennd ljóð og Jarðbundin ljóð. Bókin er 62 síður. Þetta er önnur bók höfundar. Sú fyrri hét í smásögur færandi, 1985. Bókin verður seld í stærstu bókabúðum, heima hjá vinum og kunningjum höfundar og hjá út- gefanda, Orðhaga sf. Ægissíðu 129, sími 21465. Laugardagur 21. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 ENDALAUSIR DAGAR EIRlKUR BRYNJÖLFSSON Hamingjan sorgin og spekin komu tónskálda hér í Hollandi og heima, þar sem flest tónskáld þurfa að vinna fulla vinnu fyrir utan tónsmíðarnar, sem kemur óhjákvæmilega niður á gæðun- um. Auk þess er það varla gerlegt við slíkar aðstæður að vinna að stærri verkum. Þess vegna ákvað ég að gera stórverk fyrir kór og hljómsveit meðan ég hef til þess aðstöðu hér úti. Hvað er helst að gerast hér í tónlistinni, hvaða stefnur eru það sem eru mest á oddinum meðal yngri tónskálda? Það má segja að hér séu margar stefnur í gangi í einu. En ef ætti að nefna eitthvað, þá má segja að hinn svokallaði „ítalski skóli“ hafi verið nokkuð áberandi. Þessi ítalska lína einkennist af mikilli tækni, bæði tónsmíðatækni og kröfu um tæknikunnáttu í flutn- ingi og hefur af sumum verið gagnrýnd fyrir að vera of inni- haldslítil. Helsti lærimeitari þessa skóla hér heitir Donatoni. Áhrifin berast hingað svo skjótt að þótt segja megi að ít- alska línan hafi til skamms tíma verið mest áberandi, þá er hér mikill og vaxandi áhugi fyrir skandinavískri tónlist, sérstak- lega finnskri og sænskri. Þessi tónlist þykir heldur hefðbundnari en ítalska línan. Svo hafa komið hér fram dönsk tónskáld sem vakið hafa athygli fyrir „nýja ein- faldleikann“, sem er tónlist sem er allt að því tónalistísk. Annars er erfitt að tala um Norðurlöndin sem heild í tónlistarlegu tilliti. Er ekki sérstakur „hollenskur skóli“ í tónlistinni? Jú, það má kannski segja, því þeirra frægasa tónskáld, Ton De Leeuw, hefur verið kennari flestra hollenskra tónskálda. En það má jafnframt segja að það sé ótrúlegt hversu mörg ólík tón- skáld koma frá þessum kennara. Hann hefur líka kennt íslending- um, t.d. kenndi hann Jónasi Tómassyni og Snorra Sigfúsyni og nú er Haukur Tómasson, bróðir Jónasar í námi hjá honum. Annars held ég að segja megi að sú tónlist sem verið hafi mest áberandi meðal yngri tónskálda hafi verið hvers konar minimal- tónlist með vissum jazz- og popp- áhrifum. Er elektrónísk tónlist ekki á dagskránni lengur? Jú, jú, enda á hún fullan rétt á sér. Hún nýtur sín ekki síst vel í samspili við hefðbundin hljóð- færi. Munurinn á að semja tónlist fyrir elektróník eða hefðbundin hljóðfæri á í sjálfu sér ekki að vera neinn. En vinnubrögðin eru allt önnur. Við samningu elekt- rónískra verka fer mikill tími í að safna efninu saman. Síðan sest maður niður við að setja þetta allt saman svo að úr verði heilsteypt verk. Er mikill áhugi meðal almenn- ings fyrir nútímalist hér í Hol- landi? Þótt konsertar séu allvel sóttir hér að öllu jöfnu, þá held ég að áhugi almennings heima á íslandi sé meiri en gerist almennt í Hol- landi. Sérstaklega áhugi á ís- lenskri tónlist. Þekkja Hollendingar eitthvað til íslenskrar tónlistar? Allavega ekki nóg. Hér verða til dæmis 2 tónleiksr með skand- inavískri tónlist á næstunni. Að- standendur þeirra fóru til Stokk- hólms til þess að velja verkin. Þeir virðast ekki hafa kynnst neinum íslenskum verkum þar, því ísland verður ekki með á þessum tónleikum. Þetta er lítið dæmi um einangrun okkar, sem þarf að rjúfa. Tónverkamiðstöð- in var mikilvægt skref í þá átt að kynna íslenska tónlist, en það þarf að gera í ríkara mæli og það kotar mikla peninga. Hvað ætlar þú að dvelja lengi hér í Hollandi? Ég verð hér alla vega einn vet- ur f viðbót, en helst sem allra lengst, því hér get ég einbeitt mér að því að skrifa, og ég þarf að nýta mér þann möguleika sem best. Þar með kvöddum við Hróðmar sem vippaði sér upp á hjólið á hollenska vísu og hjólaði af stað undir kræklóttum og nöktum greinum kirsuberja- trjánna við Prinsengracht. ólg. 'it**** Hróðmar Sigurbjörnsson tónskáld segir frá tónsmíðum sínum og tónlistarnámi í Amsterdam Amsterdam íHollandi hefurá síðustu árum orðið að íslenskri listamannanýlendu. Það voru líklega myndlistamennirnirSigurður Guðmundsson, Kristján bróðir hans og Hreinn Friðfinnsson sem áttu mestan þátt í að gera borgina að nýlendu íslenskra myndlistarmanna fyrir um 20 árum, en síðan hefur mikill fjöldi íslenskra myndlistarmanna stundað þarnám. Þaðerhins vegarnú á allra síðustu árum sem mikillarfjölgunarhefureinnig gætt meðal íslenskra tónlistarmanna í borgini, en þarstundanú um 15 Islendingarframhaldsnám í tónlist. Blaðamaður Þjóðviljans átti stutta viðkomu í Amsterdam í vikunni og hitti þá einn þessara tónlistarmanna að máli, en það er Hróðmar Sigurbjörnsson tón- skáld, sem nú er á 4. ári í fram- haldsnámi í tónsmíðum. Hann tjáði okkur að af þeim 15 íslend- ingum sem nú stunda tónlistar- nám í Amsterdam væru 3 í tóns- míðum, einn í hljómsveitarstjórn og hiniríhljóðfæraleik. Hróðmar sagði að það væri ótrúleg fjöl- breytni í tónlistarlífinu í Hol- landi, uppi væru samtímis ólíkar stefnur og sjónarmið og þeir ís- lendingar sem þarna væru við nám hjá ólíkum kennurum, þannig að enginn þyrfti að óttast að þessi mikli fjöldi íslenskra tón- listarmanna í Hollandi hefði í för með sér einhæfa menntun. - Hollendingar eru alþjóða- sinnar og opnir fyrir öllum utan- aðkomandi áhrifum, og trúlega er hvergi leikið jafnmikið af tón- list eftir erlend nútímatónskáld eins og einmitt hér, - sagði Hróðmar, en þá er það aðallega um kammertónlist að ræða, því atvinnuhljómsveitirnar leika ekki mikið af nútímatónlist. Hvernig er námi í tónsmíðum háttað? Er þetta fræðilegt nám, eða ertu mest í því að skrifa tón- list? Fræðilegu hliðina á þessu námi lærði ég mest megnis þegar ég var í Tónlistarskólanum heima, og því fer mestur tími minn hér í að skrifa. Ég vinn nokkuð sjálfstætt, en hef reglulegt samband við minn prófessor. Það má segja að þetta nám gangi út á það að kenna sjálfstæð vinnubrögð. Síð- an getur maður bætt við sig fræði- legri þekkingu eftir þörfum. Hvernig tónlist hefur þú verið að skrifa? Þegar ég var heima skrifaði ég sólóverk fyrir klarinettu og okt- ett, hér úti hef ég síðan skrifað 2 kammerverk, eitt sólóverk, klarinettukvartett, tríó fyrir saxa- fón, marimbu og hörpu og nú er ég að skrifa stórt hljómsveitar- verk með 4 einsöngsröddum og kór. Getur þú sagt mér eitthvað nánar frá því verki? Já, ég nota í þetta verk þemu úr Biblíunni. Það eru þrjú þemu, um ástina og hamingjuna (Ljóða- ljóðin), sorgina (Jobsbók) og spekina (Predikarinn og postula- bréfin). Þetta verk mun taka um 30 mínútur í flutningi, það er gert fyrir stóra hljómsveit í samræmi við textann og raddirnar. Ég ætla að reyna að ljúka þessu verki í sumar. Hefur þú möguleika á að fá verkið flutt hér í Hollandi? Já, það er ekki útilokað. Helsti möguleikinn er þá væntanlega að koma verkinu á framfæri í gegn- um einhverja samkeppni, því það er ekki auðvelt að fá atvinnu- hljómsveitir til þess að taka upp nútímaverk. Skólinn og kennar- inn eru okkur hins vegar hjálp- legir við að finna hljóðfæra- leikara til þess að leika verk nem- anda. Er það ekki oft höfuðvandi tón- skálda að fá verk sín til flutnings? Jú, ekki síst heima á íslandi, þar sem markaður er þröngur og einnig er oft erfitt að finna þá hljóðfærasamsetningu sem við á heima á íslandi. Hér í Hollandi gerir ríkið mikið af því að styðja við bakið á hljóðfæraleikurum, ekki síst ef um óvenjulegan sam- setning á hljóðfærum er að ræða. Til dæmis er hér starfandi íslensk- ur semballeikari, Þóra Kristín Jo- hansen. Hún hefur verið dugleg við að mynda samleiksgrúppur með óvenjulegum samsetning- um. Hún var til dæmis með dúó með hornleikara, og annað með gítarleikara og nú hefur hún stofnað nýtt dúó með slagverks- leikara og þau stefna að því að flytja nýja tónlist fyrir sembal, synthesiser, segulband og slag- verk. Lárus Grímsson tónskáld, sem hér hefur verið með annan fótinn, hefur áður skrifað fyrir hana, og við höfum báðir ákveðið að skrifa fyrir þessa síðustu sam- setningu hennar. Þetta er hljóð- færasamsetning, sem styrkt er af opinberu fé, og þau geta þannig pantað tónverk hjá tónskáldum og greitt þeim fyrir. Hvernig er afkoma þín hér, ert þú á námslánum eða færðu hol- lenska styrki? í vetur hef ég hollenskan skóla- styrk, en hef annars verið á náms- lánum hingað til. Það er mögu- legt fyrir tónskáld að komast hér inn á opinbert styrkjakerfi í gegn- um hljóðfærahópa sem kaupa verk. Þegar tónskáld hér hafa hlotið almenna viðurkenningu að vissu marki fá þau lán frá ríkinu sem svarar 75% af kennara- launum. Síðan er ætlast til að þau vinni sér inn þessi 25% sem á vantar með kennslu eða öðrum tekjum af verkum sínum. Að þessu leyti er mikill munur á af-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.