Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR Bankarnir Dýrt að gúmma Kostnaður vegna ávísun- ar sem ekki er innistœða fyrirfrá220kr. til240kr. eftir bönkum Alþýðubankinn hækkaði um síðustu mánaðamót kostnað, sem fylgir því þegar reikningseigend- ur fara yfir mörkin á ávísanaheft- inu, úr 150 krónum í 240 krónur, auk dráttarvaxta. Hjá bankanum fengust þær upplýsingar að þetta gjald hefði verið lægra en hjá öðrum nokkuð lengi. Þjóðviljinn athugaði málið í öðrum bönkum og kom í ljós að þar hefur þessi kostnaður ekki verið hækkaður síðan í haust en þá var hann hækkaður í 220 krón- ur hjá Landsbankanum, í 225 krónur hjá Verzlunarbankanum. í 230 krónur hjá Útvegsbankan- um og í 240 krónur hjá Búnaðar- bankanum og Iðnaðarbankan- Ytri-Rangá um. -vd. Olögmætt regnbogasilungseldi Reglugerðir og lög brotin. Eftirlitsskyldir aðilar vísa hver á annan. Jósef Benediktsson hjá Veiðifélagi Rangæinga: Lífríki árinnar kann að vera stefnt í voða. Friðjón Guðröðarson sýslumaður: Undarlegt aðgerðarleysi hjá Veiðimálastofnun og Hollustuvernd Fiskeldisstöðin Vatnagull hefur flutt 400 þúsund regnbogasil- unga að ósum Ytri-Rangár án til- skilinna leyfa. Eftirlitsskyldum aðilum er kunnugt um málið, en þeir hafa lítt aðhafst og vísa hver á annan um næstu viðbrögð. Veiðifélag Rangæinga óttast að fyllsta öryggis sé ekki gætt og e)d- isfiskurinn kunni að sleppa í gegnum rist eða grind sem skilur að eldistjörnina og ána og geti ógnað lífríki árinnar. „Okkur er kunnugt að Vatna- gull hafi hafið regnbogasilungs- eldi og flutt í miklum mæli seyði Sturlumál Þingvenjur brotnar Vegna ummæla í fjölmiðlum síðustu daga út af atkvæða- greiðslu á Alþingi í tengslum við svonefnt „fræðslustjóramál“ vil ég taka fram eftirfarandi: Ég hafði fjarvistarleyfi frá þingfundi þennan dag vegna löngu ákveðins fundar á Austur- landi. Eftir að fyrir lá á mánudags- kvöld, að atkvæðagreiðslu um frumvarp Ingvars Gíslasonar og fleiri yrði frestað gerði ég flutn- ingsmönnum frumvarpsins grein fyrir því að ég yrði ekki á þing- fundi á miðvikudag. Jafnframt Norðurlandaráð nfiöfíír að deyja Lífkerfi suðurhluta Norður- sjávar, Eystrasalts og Eyrarsunds er að hrynja vegna mengunar, bæði sýnilegrar og ósýnilegrar, og mengun í Norðuratlantshafinu eykst stöðugt. Mengunin kemur frá t.d. efna- iðnaði og landbúnaði og berst í höfin um ár og læki, hún kemur frá skipum og olíuvinnslu á höf- unum og er um að ræða olíu, olí- uúrgang, sýrur, þungmálma og geislavirk efni. Fylgifiskur meng- unarinnar er súrefnisskortur í höfunum sem sífellt eykst. Þá gerist einnig títt að strendur mengast af olíu vegna margs kon- ar slysa og veldur það oft geysi- legum fugladauða ásamt öðrum vandræðum. Fyrir þingi Norðurlandaráðs í Helsinki sem hefst formlega á mánudaginn kemur liggur tillaga frá Guðrúnu Helgadóttur og er meðflutningsmaður Guðrúnar Páll Pétursson. í tillögunni er lagt til að Nor- ræna ráðherranefndin láti gera úttekt á mengun hafanna, bæði hvað varðar Norðurlöndin og önnur lönd og í framhaldi af slíkri úttekt komi Norðurlöndin sér saman um samnorrænt vinnulag í baráttunni gegn þessum gríðar- lega vanda og lagt er til í tillögu- nni að væntanleg stefna sem tekin verður í þessum málum tengist alþjóðlegu samstarfi um meng- unarvarnir. leitaði ég eftir því, að andstæð- ingur frumvarpsins úr stjórnar- liði, Sjálfstæðis- eða Framsókn- arflokki „færi út á móti“ eins og kallað er, það er tæki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Ég fékk synjun frá sjálfstæðisþingmanni en málið var í athugun hjá þing- mönnum úr Framsóknarflokki þegar ég fór úr bænum fyrir há- degi á miðvikudag. Það mun nán- ast einsdæmi, að ekki sé orðið við óskum þessa efnis, en það gerðist því miður í þessu tilviki. Um afstöðu mína varðandi margumrætt „fræðslustjóramál“ ætti enginn að velkjast í vafa, svo og til óþinglegrar frávísunartil- lögu Sjálfstæðisflokksins. Ég er andsnúinn stefnu og vinnu- brögðum Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra í þessu máli eins og svo mörgum öðrum, er varða skólamál og landsbyggð- ina. 20. feb. ’87 Athugasemd frá Hjörleifi Gutt- ormssyni. frá Laxalóni, án nokkurra leyfa. Það hefur hvorki verið leitað eftir leyfi til þessa eldis hjá Veiðimál- astofnun eða Hollustuvernd Ríkisins eins og tilskilið er í lögum,“ sagði Valdimar Gunn- arsson hjá Veiðimálastofnun í gær. Valdimar sagði að ekki væri talin veruleg hætta á ferðum þótt eldisfiskurinn kynni að sleppa í ána, samt væri ávallt þörf á fyllsta aðgáti. Ljóst er að ekki væri þannig um hnútana búið að tryggt sé að fiskurinn komist ekki í ána. Aðspurður um það hver yrðu viðbrögð Veiðimálastofn- unar sagði Valdimar að stofnunin sem slík hefði ekkert vald til að stöðva rekstur stöðvarinnar og því yrði frumkvæðið að koma frá öðrum. „Við gerðum það að kröfu okkar að Vatnagull leitaði tilskil- inna leyfa og treysti betur ristina milli árinnar og tjarnarinnar. Sá frestur sem fyrirtækið fékk til þessa er liðinn og þess verður ekki vart að orðið hafi verið við kröfum okkar. Við komum ekki til með að kæra fyrr en í lengstu lög. Allavega er rétt að sjá fyrst hver viðbrögð eftirlitsskyldra að- ila verða, eins og Hollustuvernd- ar, Veiðimálastofnunar og hér- aðsdýralæknis,“ sagði Jósef Ben- ediktsson hjá Veiðifélagi Rangæ- inga. Friðjón Guðröðarson, sýslu- maður Rangæinga sagði að sér kæmi það undarlega fyrir sjónir að Veiðimálastofnun og Hollust- uvernd aðhefðust lítt. Jafnframt sagði Friðjón að Náttúruverndar- ráði væri málið kunnugt, en það- an hefðu engin viðbrögð komið enn. „Ég hef ekki séð ástæðu til að rannsaka þetta á meðan ekk- ert heyrist frá eftirlitsskyldum að- ilum,“ sagði Friðjón Guðröðar- son. rk. Regnbogasilungur í eldistönkum að Laxalóni. En þaðan keypti Valdimar hjá Vatnagulli regnbogasilunginn, sem deilt er um í Landssveit um þessar mundir. Mynd -eik. Kaffitería Loftleiðahótelsins 16 fengið aðra vinnu Einar Olgeirsson hótelstjóri: Unnið að endurskipulagningu allra rekstrarþátta hótelsins. Uppsagnirnar ekki tylliástœða Við erum í samningaviðræðum við verktaka til að taka við rekstri kaffitcríunnar og verður væntanlega skrifað undir samn- ing öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Það er mikill mis- skilningur hjá Sigurði Guð- mundssyni hjá Félagi starfsfólks í veitingahúsum að endurskipu- lagning kaffiteríunnar sé aðeins tylliástæða til að segja starfsfólki teríunnar upp. Við stöndum í endurskipulagningu allra rekstr- areininga Hótels Loftleiða og kaffiterían er aðeins einn þáttur- inn í þeirri endurskipulagningu, - segir Einar Olgeirsson hótelstjóri. ÖIlu starfsfólki kaffiteríu Loftleiðahótelsins hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. apríl nk. eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær þar sem Sig- urður Guðmundsson hjá FSV lýsti því yfir að hér væri jafnvel um tylliástæðu að ræða til þess að geta skipt um starfsfólk á kaffi- teríunni. - Það er ekki rétt að það séu 25 manns sem endurskipulagning kaffiteríunnar nær til, heldur 20. Af þessum 20 erum við búnir að útvega 16 aðra vinnu hér á hótel- inu. Það eru aðeins 4 konur, þar af tvær í 50% vinnu sem ekki hafa enn fengið annað starf við sitt hæfi, - sagði Einar Olgeirsson hótelstjóri að lokum. g.r.h. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Fundur á Hótel Borg í dag laugardag 21. febrúar kl. 14. Dagskrá: 1. Tekin ákvörðun um framboð til Alþingis. 2. Kynntar hugmyndir um útvarpsstöð. 3. Starf vinstrisósíalista. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.