Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 4
LEHDARI -■ — - .. ,--------— ..—. Kosið um afstöðu til kjamorkuvopna Kjördagurinn, 25. apríl, nálgast. Þá velur þjóðin sér þingfulltrúa til að sitja á alþingi íslend- inga næsta kjörtímabil. Það er hlutverk þessara fulltrúa að taka fjöldamargar mikilvægar ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar. Ein hin mikilvægasta af þeim ákvörðunum sem fyrirsjáanlegt er að þingmenn þurfi að taka á næsta kjörtímabili er ákvörðun um það, hvort ísland taki þátt í því norræna framlagi til friðar og afvopnunar í heiminum, sem kallað hefur verið „Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd". Þess ber að geta, að þegar afstaða þjóðar- innar til þessa máls var könnuð af félagsvísind- adeild Háskóla íslands, kom í Ijós, að 86% þjóð- arinnar styðja hugmyndina um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd. En hver er þá afstaða þingmanna til þessarar hugmyndar? Það er skemmst frá því að segja, að hinn nýi þingmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks lítur þessa hugmynd illu auga, og kemur sú afstaða fram í andstöðu gegn því að skipuð sé norræn embættismannanefnd til að fjalla um málið á vegum utanríkisráðuneytanna. Alþýðuflokkurinn hefur ennfremur í samstarfi norrænnar þingmannanefndar um þetta mál einkum reynt að tefja fyrir framgangi málsins. Þegar umræður um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd hófust kom fljótlega í Ijós tilhneiging á öðrum Norðurlöndum til að einangra íslend- inga frá umræðunni - vegna þess að hér er bandarísk herstöð. Síðan hefur málið þróast á þann veg, að sjálfsagt er talið að íslendingar taki þátt í um ræðunni, því að það er ekki hlut- verk hinna Norðurlaridanna að útiloka ísland frá umræðunni - þrátt fyrir bandarísku herstöðina hér. Frá hinum Norðurlöndunum er þá sögu að segja, að allir flokkar í finnska þinginu styðja tillöguna. Ekki er vitað um andstöðu í sænska þinginu. Meirihluti Sósíaldemókrata, Sósíalíska þjóðarflokksins og Róttæka vinstri flokksins í danska þinginu styðja tillöguna. Meirihluti norska stórþingsins styður tillöguna og vitað er að þjóðþing Grænlendinga og Færeyinga styðja þessa afstöðu. Um þetta fjallar Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins í grein sem birtist í aukablaði Þjóðviljans í dag. Svavar Gestsson segir: „En meirihlutinn á alþingi íslendinga er á móti því að skipa nor- ræna embættismannanefnd. Það er meirihluti Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þar með hefur myndast nýr meirihluti á ís- lenska þinginu - annar en virtist vera til staðar í byrjun desember 1985. Þetta gerðist með þvíað þingmenn Bandalags jafnaðarmanna gengu til liðs við krata og íhald. Þetta kom fram í umræðum um tillögu á al- þingi í vikunni. Alþýðuflokkurinn mun að vísu áfram taka þátt í þingmannanefndinni, en með afstöðunni til embættismannanefndarinnar hef- ur hann þegar unnið málinu tilfinnanlegt tjón. Hætta er. á því að afstaða Alþýðuflokksins verði til þess að útiloka íslendinga þegar á frumstigi frá umræðunni um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Það er hrikaleg ábyrgð sem Alþýðuflokk- urinn hefur þannig axlað og vafasamt að hann geti nokkurn tímann risið undir þessari afstöðu. Fullvíst er einnig að innan Alþýðuflokksins hefur þessi afstaða Jóns Baldvins vakið upp verulega gagnrýni á forystu hans.“ Þessi þæfingur íhalds og krata gegn hug- myndinni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd er forsmekkur að því samstarfi, sem þessir flokkar stefna að eftir næstu kosningar. Á næsta kjörtímabili verður ákvörðun tekin um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Ef kratar og íhald hafa þá meirihluta á alþingi íslendinga er auðvelt að sjá fyrir, hverja af- greiðslu málið fær: íslendingar munu þá hvergi nærri koma í norrænu samstarfi að friðar- og afvopnunar- málum, þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji að við leggjum okkar lóð friðarmegin á vogar- skálarnar. Einangrun íslands frá friðarstarfi hinna Norðurlandaþjóðanna mun að sjálfsögðu leiða til þess, að enn mun aukast þrýstingur á íslend- inga um að gera Keflavíkurflugvöll að kjarnorku- hreiðri. Það er meðal annars þetta sem kosið verður um 25. apríl næstkomandi. - Þráinn LjÖSÖPIÐ þJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgef andi: Útgáf ufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, Ossur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, VÍÓir Sigurösson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitstelknarar: SævarGuðbjömsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri:Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Sfmvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnflörð. Bí Istjór i: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 50 kr. Helgarblöö: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 21. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.