Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 12
HEIMURINN Fjármál Ja hérna Einnota mynda- vélar Gengisfundur í Paris Fjármálaráðherrar sjö helstu vesturríkja reyna að ná samkomulagi um gengi og alþjóðaefnahag Washington/Tokyo - í dag hefst í París helgarfundur sjö fjár- málaráðherra helstu iðnríkja á vesturlöndum og er talið að þeir muni þar komast að samkomulagi um að stöðva dollarafall og búa í haginn fyrir aukinn útflutning á bandarí- skri vöru. Samkoman í París er ekki liður í reglulegum fundarhöldum ríkis- kassamanna í óformlegu efna- hagssamstarfi helstu vestur- þjóða, en ráðamenn neita þó þverlega að um neyðarfund sé að ræða. Fjármálaráðherrarnir koma frá Bandaríkjunum, Bret- landi, Frakklandi, Vestur- Þýskalandi og Japan (fimm-ríkja hópurinn), og ítalir og Kanada- menn fá að fljóta með (sjö-ríkja hópurinn). Smærri ríki hafa verið heldur óhress með að vera haldið utanvið afdrifaríkar ákvarðanir þessara hákarla. í september 1985 komu ráð- herrar þessara ríkja saman í New York og gerðu með sér svokallað Plaza-samkomulag, nefnt eftir hóteiinu sem hýsti fundinn. Þá þótti dollarinn alltof sterkur, og var ákveðið að stuðla að falli hans, til að minnka viðskipta- halla Bandaríkjanna og leysa annan vanda sameiginlegan við háan dollar. Síðan hefur dollar fallið um þriðjung, en lítið bólar enn á Bárði. í ársbyrjun 1985 var dollarinn 3,17 þýskra marka virði, þegar Plaza-samkomulagið var gert kostaði dollarinn 2,84 DM, í árslok 1986 2,01 DM, í vikunni var hann kominn niður í 1,85. Veikari dollar hefur styrkt bandarískan útflutning og hækk- að innfluttar vörur í verði vestra, en grunnvandinn er enn óleystur í Bandaríkjunum. Dollarafallinu fylgir síðan versnandi staða helstu viðskiptalanda Bandaríkj- anna, þar á meðal Japans og Vestur-Þýskalands. Tilkynnt var í Japan í gær að aðalvextir seðlabankans hefðu verið lækkaðir úr 3 prósentum í 2,5, og er litið á það sem útrétta hönd fyrir Parísarfundinn. Vestur-Þjóðverjar stigu þetta skref í janúar. Lægri vextir ættu Jack Kemp, - reynir að slá sér upp með því að ráðast á Shultz. að draga úr ásókn í yeníð vegna síðri ávöxtunar, og samkvæmt fræðunum ættu lægri vextir einn- ig að slá á vilja til að geyma fé og hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að slá lán og eyða peningum. Þó er talið að vaxtalækkun jap- anska seðlabankans hafi ein og sér hverfandi áhrif á hugsunar- hátt í japönsku efnahagslífi og meðal gjaldeyriskaupanna, - benda má á að vesturþýska vaxta- lækkunin virðist ekki hafa haft mikið að segja. Sennilegt er að ráðherrarnir í París hafi í raun verið búnir að ná einhverju samkomulagi áður en þeir héldu að heiman, og eigi síð- an að fínpússa það og handsala um helgina. Slíkt samkomulag gengi þá útá að viðskiptavinir Stóra bróður í Washington lofi að auka hjá sér hagvöxt og ýta undir neyslu sem efldi stöðu bandarísks varnings, en Bandaríkjamenn lofi á móti að róa dollarann og reyna að minnka fjárlagahallann, sem í fyrra var 220 milljarðar dollara, og margir telja einu helstu orsök þessara efnahags- og gengisvandræða á Vestur- löndum. Bandríkjastjórn hefur þá svipu falda að baki að láta dollarann falla enn meira sem gæti bakað öðrum iðnríkjum stórháttaðan vanda. - m Kodak og Fuji með nýjung New York - Kodak-ljósmynda- fyrirtækið bandaríska kynnti í gær til sögu nýja framleiðslu- vöru, einnota myndavél, sem fleygt er eftir að ein filma hefur verið tekin. Búist er við að japanska fyrir- tækið Fuji sýni hliðstæða vöru frá sér í dag. í Kodakvélina, sem heitir „FIing“ (kast, varp) er notuð 24 mynda kassettufilma svipað og í „imbamatikk“-vélarnar, og á vél- in að kosta jafngildi tæpra 300 íslenskra króna á heimamarkaði. í Fuji-vélina eru settar venju- legar 36 mynda filmur. - m Bandaríkin Kemp vill Shultz burl Hægri repúblikani í forsetaframboði gegn utanríkisráðherranum Washington - Hægrimönnum í repúblikanaflokki Reagans Bandaríkjaforseta verður æ uppsigaðra við utanríkis- ráðherrann George Shuitz, sem talinn er andæfa forsetan- um og stefnu hans í veigamikl- um málum. í gær réðst Jack Kemp, einn þeirra sem stefnir að forsetaframboði, harkalega að Shultz og krafðist þess að hann segði af sér. Þeir sem fylgjast með alþjóð- amálum og stjórnmálum í Banda- ríkjunum hafa hingaðtil ekki kennt Shultz við vinstrivillu, en Kemp er á öðru máli. Shultz hef- ur að hans áliti snúið baki við frelsishetjum kontraherjanna í Nicaragua og vanrækt skæruliða í Afganistan og Angólu, hann hef- ur framið þann höfuðglæp að ræða við Oliver Tambo, forystu- mann Afrfska þjóðarráðsins í Suður-Afríku sem Kemp kallar hryðjuverkamann og kommún- ista, og Shultz hefur einnig reynt að leggja stein í götu stjörnu- stríðsáforma Reagans að áliti Kemps. „Þegar sú spurning rís hvort forsetinn á að laga sig að stefnu utanríkisráðherrans eða ráðherr- ann að stefnu forsetans, - þá er kominn tími til að Shultz segi af sér,“ sagði Kemp í ræðu á fundi íhaldssamra þingmanna í gær. Kemp er helsta vonarstjarna hægriarms repúblikana til fram- boðstilnefningar, en hefur í svip mun minni stuðning í skoðana- könnunum en Bush varaforseti og Robert Dole, leiðtogi þing- flokksins í öldungadeildinni. Hundahald í Reykjavík Gjalddagi leyfisgjalds fellur í gjalddaga 1. mars n.k. Gjaldið, sem er 5.400,00 fyrir hvern hund greiðist fyrirfram og óskipt fyrir allt tímabilið eigi síðar en á eindaga, 1. apríl 1987. Verði það eigi greitt á tilskildum tíma fellur leyfið úr gildi. Um leið og gjaldið er greitt skal framvísa: 1. Leyfisskírteini. 2. Hundahreinsunarvottorði, eigi eldra en frá 1. september 1986. Gjaldið greiðist hja heilbrigðiseftirlitinu, Drápu- hlíð 14. Skrifstofan er opin kl. 8.20-16.15. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis flAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Fóstrur eða annað starfsfólk með aðra uppeldislega menntun óskast til starfa á leikskólann/skóladagheimilið Hálsakot, Hálsaseli 29 og Hraunborg Hraunbergi 10. Upplýsingar gefur umsjónarfóstra á skrifstofu Dagvistar bama í síma 27277 og 22360 og forstöðumaður viðkomandi heimilis. Umsóknum ber að skiia til Starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Bandaríkin Unglingar dæmdir til dauða Blökkumenn níutíuprósent dauðadœmdra. Þungur áfellisdómur Amnesty International yfir bandarísku réttarkerfi Þrjátíu og sex táningar sitja nú í fangelsisklefum í Banda- ríkjunum og bíða þess að verða leiddir til sætis í raf- magnsstólum eða kæfðir með gasi eða hengdir eða skotnir. Amnesty Internationai segir mál þessa fólks, hvort gripið verði í taumana áður en það er um seinan, vera prófstein á það hvort nokkuð geti yfir höfuð verið að marka banda- rísk stjórnvöld þegar þau ford- æmi af heift mannréttindabrot í öðrum löndum. Mannréttindasamtökin hafa látið frá sér fara tvöhundruð fjörutíu og fimm blaðsíðna Ianga skýrslu um dauðarefsingu í Bandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram að þegar hafa þrír unglingar sem frömdu alvar- Íeg afbrot áður en þeir náðu sautján ára aldri verið dæmdir til dauða og teknir af lífi. Bandaríkjamenn eru margir hlynntir þvf að morðingjar og aðrir stórgæpamenn séu látnir súpa seyðið af illverkum sínum og gjaldi fyrir með eigin lífi. Víst er að það færist óðum í vöxt að glæpamenn séu aflífaðir. En um dauðarefsingar í málum unglinga og þroskaheftra gegnir allt öðru máli og hryllir marga við umhugsuninni um að slíkt skuli látið viðgangast um borð í „flagg- skipi lýðræðis og frelsis". Og um það efni eru skýrsluhöfundar óm- yrkastir í máli. Þeir fullyrða að síðan árið 1980 séu Bandaríkin eitt af aðeins fimm ríkjum er tekið hafi ung- menni af lífi sem ekki voru orðin sautján ára gömul þegar þau frömdu glæp. Hin löndin eru Rwanda í miðri Afríku, Pakistan, Bangladesh, og Barbadoseyjar á Karíbahafi. Síðan aftaka var á ný heimiluð sem þyngsta refsing af hæstrétti árið 1977 hafa sextíu og átta menn verið teknir af lífi, þar af fimmtiu og sjö á síðustu þremur 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. febrúar 1987 Rafmagnsstóllinn. árum. Þrjátíu og sjö fylki hafa ákvæði sem heimila dauðarefs- ingu í hegningarlögum sínum en aðeins í sjö er því beitt. Suðurrík- in eru þar efst á blaði og þá eink- um Texas og Flórída. En það er ekki sama Jón og séra Jón þegar dómsúrskurður er upp kveðinn. Skýrsluhöfundar benda á að það sé líkast „hrylli- legu happdrætti" hvort menn séu látnir sæta þyngstu refsingu þar sem ótalmargt spili inní svo sem auðlegð manna, stjórnmálaskoðanir, hörunds- litur og vettvangur glæpsins. Sláandi er að níutíu prósent af- brotamanna sem teknir voru af lífi eftir að dauðarefsing var lög- leidd að nýju voru svartir á hörund og einatt fundnir sekir um að hafa myrt hvíta menn. Hinsvegar eru fá sem engin dæmi um að þessu sé öfugt farið. Des- mond Tutu, erkibiskup Jóhann- esarborgar, bendir á þessu sé líkt farið í heimalandi hans. -ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.