Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Blaðsíða 6
____________________________SKÁK___________________________ Önnur umferð Barist djarft og fómað hart Umferð mistakanna. Glœsilok Tals. íslendingar enn gegn Rússum Kortschnoi dapur á svip eftir að skákgyðjan hafði brugðist honum illilega í viðureigninni við Short. Skák dagsins Önnur umferð IBM mótsins á Loftleiðum bauð upp á mörg æsi- leg augnabiik og greinilegt að meistararnir voru í baráttuskapi. Baráttan heimti að sönnu sinn toil og var óvenjumikið um gróf mis- tök hjá svo sterkum skák- mönnum. Helgi hafði hvítt gegn Poluga- jevskí og var tefld Drottningar- indversk vörn. Snemma urðu mikil uppskipti og jafntefli samið í þann mund sem faðir Helga gekk í salinn skömmu fyrir kvöld- mat. Jón L. stýrði hvítu mönnunum gegn Margeiri sem beitti Sikil- eyjarvörn. Margeir valdi afbrigði sem Karl Þorsteins notaði gegn Guðmundi Sigurjónssyni á al- þjóðlega mótinu í Vestmanna- eyjum með slæmum árangri. Guðmundur sem stendur í BRAGI JÓN HALLDÓRSSON TORFASON ströngu í skákskýringunum var líka fljótt ánægður með hvítu stöðuna og fann fáar vænlegar leiðir fyrir svart. Spakvitringum í áhorfendahópnum virtist Mar- geir hafa misst af varnarleiðum en hvað sem því líður lauk Jón skákinni með glæsibrag. Short hafði svart gegn Kortschnoi og beitti Franskri vörn en sá síðar- nefndi er einn heilsti sérfræðing- ur í þeirri vörn sem nú er uppi. Staða Shorts varð slæm og sagði hann eftir skákina að hann hefði ekki fengið jafnslæma stöðu í mörg ár. Það segir þó ekki mikið því skammt er síðan maðurinn fæddist svo mörg ár þurfa ekki að þýða ýkja langan tíma í hans munni. Eftir 33. leik Shorts var staðan svona: Kortschnoi gat t.d. leikið 34. c6 og 35. Dxa7 en þá hefur hann góða stöðu, sterkan riddara gegn veikum biskupi. í staðinn lék hann skákinni niður með 34. Rxd5?7 Bxd5 og gafst nú upp því eftir 35. Hxe8 Hxe8 36. Hxe8 Dxe8 37. Dxd5 Del+ 38. Kh2 De5+ 39. Dxe5 fxe5 vinnur svartur á a-peðinu, sbr. 1. bls. í fyrsta kafla, 1. hefti í endatöflum Ihandabyrjendum. Norðmað- urinn Agdestein tefldi heldur slaklega með hvítu mönnunum gegn Portisch. Var unun að sjá hvernig Ungverjinn kom mönnum sínum í góðar stöður. Þegar hvítur hafði leikið 22. leik sinn krýndi Portisch verkið með 22. ... Hxe2 23. Dxe2 Db4 24. Dd3 Dxa4 25. Bd7 Hd8 26. Bxc6 Bxc6 27. Kcl Bb5 28. De3 Bd7 29. Kd2 Hc8 30. Dd3 Db4+ Hvítur gafst upp því eftir 31. Ke2 Bb5 fellur drottningin og eftir 31. Ke3 He8+ 32. Kf4 Dd6 er hann mát. Ljubojevic stýrði hvítu mönn- unum á móti Timman og fékk rýmra tafl upp úr byrjuninni. Þegar leið á skákina virtist hann kominn með vinningsstöðu, hafði hrakið menn Timmans upp í borð svo Hollendingurinn var nánast leiklaus. En Ljubojevic var kominn í mikið tímahrak og það varð honum dýrkeypt. Hon- um varð á smávægileg óná- kvæmni og missti þá gjörsamlega tökin á stöðunni, lék af sér manni og uppi með vonlausa stöðu. Töframaðurinn frá Riga gladdi áhorfendur svo sannar- lega, að vísu á kostnað Jóhanns Hjartarsonar. Við skulum líta nokkru nánar á handbragð snill- ingsins. Úrslit í gœr: Jón L.-Margeir 1-0 Kortchnoi-Short 0-1 Ljubojevié-Timman 0-1 Agdestein-Portisch 0-1 Tal-Jóhann 1-0 Helgi-Polugajevskí Í/2-I/2 Hvítt: Tal Svart: Jóhann Hjartarson Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Bb7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. c3 d6 9. h3 Ra5 í dag tefla: Short-Jón L. Margeir-Helgi Timman-Kortchnoi Portisch-Ljubojevié Jóhann-Agdestein Polugaj evskí-Tal Á sunnudag tefla: Jón L.-Timman Margeir-Short Kortchnoi-Portisch Ljubojevié-Jóhann Agdestein-Polugajevskí Helgi-Tal Á mánudag tefla: Portisch-Jón L. Timman-Margeir Short-Helgi Jóhann-Kortchnoi Polugajevskí-Ljubojevié Tal-Agdestein Umferðirnar á laugardag og sunnudag standa frá 14-19, bið- skákir tefldar 20.30-22.30. Á mán- udag er teflt frá 16.30-21.30, bið- skákir 23-1. Þetta lokaða afbrigði er kennt við föður rússneska skákskólans, Tsjígorin, og er það ein af glett- um örlaganna því að hann unni opnum stöðum en ekki lokuðum. Afbrigðið var fastur liður á skák- mótum fyrr á öldinni en hefur nú gengið í endurnýjun lífdaganna. 1«. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rb-d2 Bd7 13. Rfl cxd4 14. cxd4 Ha-c8 15. Re3 Rc6 16. d5 Rb4 17. Bbl a5 18. a3 Ra6 19. b4 g6 Þessi staða hefur komið svo oft upp áður að ekki verður tölu á komið. Svartur gat vitaskuld ekki leikið 19. ... axb4 20. axb4 Rxb4 vegna 21. Bd2 og hann tapar manni. 20. Bd2 axb4 21. axb4 Db7 22. Bd3 Rc7 23. Rc2 Rh5 24. Be3 Ha8 25. Dd2 Hxal 26. Rxal ... Snjall leikur. Riddarinn hefur för sína til a5. Svarti hefur ekki tekist að jafna taflið út úr byrjun- inni en staða hans er traust þótt hún sé þröng. 26. ... f5 27. Bh6 Rg7 28. Rb3 f4? Þessi leikur er áreiðanlega mis- ráðinn. Betra var að leika 28. ... fxe4 29. Bxe4 Bf5, grafa undan stöðu hvíta peðsins á d5 og freista um leið að ná gagnsókn á kóngs- væng. Nú fær hvítur að fara sínu fram á drottningarvæng. 29. Ra5 Db6 30. Hcl Ha8 31. Dc2 Rc-e8 32. Db3 ... Hvítur leggur nú nauðaó- merkilega tveggja leikja gildru, 33. Rxe5 dxe5 34. d6+, en með henni nær hann öðru mikilvægara markmiði, kverkataki á c- línunni. Hér þjónar taktíkin strategíunni. 32. ... Bf6 33. Rc6 Rh5 34. Db2 Bg7 35. Bxg7 Kxg7? Aíleikur í erfiðri stöðu. Nauðsynlegt var 35. ... Rhxg7. Gamli töframaðurinn frá Ríga gengur þegar á lagið og sveiflar sprotanum. 36. Hc5! ... Peðið á b5 er nú í bráðum háska. Svartur má ekki þiggja fórnina, 36. ... dxc5, vegna 37. Rfxe5 og fráskákarhótunin á löngu skálínunni er banvæn. 36. ... Da6 37. Hxb5 Rc7 38. Hb8! Dxd3 39. Rcxe5! ... Hver fórnin af annarri rekur aðra. Ef svartur þiggur þessa fórn verður hann mát eftir 39. ... dxe5 40. Dxe5+ Kh6 41. Rg5! Be8 42. Hxe8 og síðan 43. Rf7 mát. 39. ... Ddl+ 40. Kh2 Hal Jóhann hótar nú máti en Tal hefur séð lengra. 41. Rg4+ Kf7 42. Rh6+ Ke7 43. Rg8+ Svartur gafst upp. Nú er hvítur fyrri til að máta, 43. ... Kf7 44. Rg5 mát. ICELAND STÓRMÓT ’87 1. 2 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Vinn. Röö 1. Jón L. 4 1 y2 u/2 2. Margeir 0 4 0 0 3. Short 4 1 1 2 4. Timman 4 1 1 2 5. Portisch 4 1/2 1 1/2 6. Jóhann 4 0 0 0 7. Polugajevskí 1 4 1/2 1V2 8. Ta! Va 1 4 11/2 9. Agdestein 0 0 4 0 10. Ljubojevic 0 0 4 0 11. Kortchnoi 1 0 4 1 12. Helgi Vi Vi 4 1 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. febrúar 1987 Úrslít og næstu skákir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.