Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 4
„Segja má að á síðustu þrem
áratugum hafi flestaraf
dyggðum þeim og siðvenjum,
sem kallaðar voru kvenlegar,
farið veg allrarveraldar."
Þetta eru upphafsorð
bandarísku leikonunnar Joan
Bennett í bókinni „Aðlaðandi
er konan ánægð“ sem kom út
fyrir réttum 40 árum. Þó langt
sé liðið síðan þá taka eflaust
margir undir þessi orð af
heilum hug nú á þessum
síðustu og verstu tímum
kvenréttindabaráttu og það er
því ekki vanþörf á að draga
upp þessa merku bók og rifja
upp nokkur gullkorn úr henni,
með þeirri ósk að það megi
verða hinni ókvenlegu
nútímakonutil nokkurrar
siðbótar.
Frumskylda hverrar konu er að
sjálfsögðu að vera aðlaðandi og
því er mikilvægt að eiga gott
„vopnabúr" og kunna að nota
áhöldin. í bók sinni gerir Joan
Bennett ítarlega grein fyrir því
hvernig hægt er að öðlast tind-
randi augu, hár sem stirnir á og
munúðarfullan munnsvip.
Við grípum niður í kaflanum
um varalitinn og notkun hans:
Strjúkið burstanum frá vinstra
munnviki efri varar fram á miðja
vör. Önnur „strokan" verður frá
miðri efri vör að hægra munnviki.
Leyndardómurinn við hina síð-
ustu sléttu línu er æfing - og snör
handtök."
Jafnhœttuleg
og
skemmdarvargur
Sé snyrtingin í lagi eruð þér
langt á veg komin, en það er ekki
allt. Kona verður að stuðla að
eigin heilbrigði. Við skulum at-
huga hvað Joan Bennett getur
frætt okkur um þá hlið mála:
„Kona, sem nú á tímum van-
rækir það að stuðla að vellíðan
sinni og heilbrigði, er sek
gagnvart þjóðfélaginu. Hún er
því jafnhættuleg og skemmdar-
vargur, vörður sem sefur, þegar
hann á að vaka, eða liðhlaupi, og
hún verðskuldar þá refsingu, sem
verður hennar hlutskipti, að vera
ein og yfirgefin. En það hlutskipti
er ekki öfundsvert."
Hreinlæti er einnig mikilvægt:
„Reynsla okkar í Hollywood er
sú, að hinn rétti tími til þess að
þvo hárið sé, þegar það er
óhreint. Og það er miklu oftar en
hálfsmánaðarlega. Ég þvæ hár
mitt einu sinni í viku.“
Leiðréttið
aldrei karlmann
Tilgangur þessa alls liggur í
augum uppi og næsti kafli fjallar
einmitt um hann: „Að geðjast
karlmönnum: Allar vitum við að
við viljum geðjast karlmönnum.
Karlmanninum gremst að við
vanmetum hann, er við reynum
að veiða hann í net okkar með
kænskubrögðum sem byggjast
ekki á traustri undirstöðu. Við
skulum byrja á því að athuga
nokkrar kenningar sem eru var-
hugaverðar:
I. kenning. „Hann er bara stór
drengur." Þetta álit á karl-
mönnum nægir til að fæla burt
jafnvel hinn trúasta yngismann."
í umfjöllun sinni um þessa var-
hugaverðu kenningu lætur
leikkonan fylgja nokkur góð
heilræði sem gott er að læra utan-
bókar:
„Leiðréttið aldrei karlmann að
öðrum viðstöddum, málfæri
hans, skoðanir né setjið út á
hegðun hans eða siði.
Leggið móðurtilfinninguna á
hilluna og lofið manninum að
ráða þá stuttu stund sem hann
býður yður út.
Biðjið, skrifið ekki, og forðist
kaldhæðni. Karlmenn hata og
hafa hatað hæðni allt frá því, er
þeir voru á skólabekknum.
Þakkið
gullhamra hans
Þá er það varhugaverð kenning
númer II: Allir karlmenn falla
fyrir fríðu andliti. Þetta er ekki
rétt. Karlmenn telja sig yfirleitt
ekki neinar hetjur í ástamálum.
Þeir kæra sig ekíci um að fara hal-
loka eða verða vísað á bug. Þeir
forðast því meyjuna sem virðist
þeim svo miklu fremri í útliti, að
þeir gera sér engar vonir um, að
geta náð hylli hennar.
III. kenning: Láttu þá vera í
óvissu. Rangt. Þessi kenning
hafði í för með sér leiðinlegustu
eiginleika konunnar, að vera
einsog fiðrildi: vanrækja að
þakka karlmanni viðurkenningu
og gullhamra, gjöf eða
skemmtun; veita enga athygli
orðum hans og daðra við aðra
menn en sinn fylginaut.
Það getur verið að til séu unda-
ntekningar viðvíkjandi reglunum
gagnvart þessum þrem „kenning-
um“ en fylgið mínum ráðum.
Stúlkurnar, sem fylgja unda-
ntekningunum, fylgja þeim einar
síns liðs. Hinar, sem fara eftir
reglunum, fá venjulega manninn
sem sinn lífsförunaut!"
Yður sjálfri að kenna
Því miður getum við ekki feng-
ið viðunandi upplýsingar um það
að hverju mönnum geðjast. Þeir
segja eitt, gera annað. Utlit yðar
og famkoma er það fyrsta sem
karlmaður verður að fara eftir í
dómi sínum um yður. Karlmenn
kjósa heldur konu sem er kven-
leg, en hina, sem er áberandi feg-
ruð og nýtízkuleg. Verið ekki
ólundarleg heldur lífleg en ekki
með nein ungmeyjar látalæti og
fliss.
í samkvæmislífinu þarf að hafa
í huga ýmsar reglur: 1. Að kunna
að kynnast fólki og kunna að taka
gullhömrum. 2. Að vera hógvær.
3. Verið fær um að taka þátt í að
minnsta kosti tvennu af því sem
tilheyrir samkvæmislífinu (bri-
dge, whist, leika á hljóðfæri.t-
ennis o.s.frv.).
„Hvað skal gera ef karlmaður
verður nærgöngull við stúlku?“
nefnist næsti kafli og verður efni
hans nú tíundað hér í stuttu máli:
„Að undanteknum fáeinum til-
fellum (sem auðveldlega má ráða
við með duglegum löðrung) geta
stúlkur sjálfum sér um kennt.
Þær örva karlmennina til þess að
verða nærgöngulir, en hegða sér
síðan mjög bjálfalega. Þegar
karlmaður vill koma sér í mjúk-
inn hjá stúlku, er það venjulega
af því að hún hefur reynt að koma
sér í mjúkinn hjá honum, verið
með ýmis ólíkindalæti, sem fengu
hann til að halda að hún væri ekki
fráhverf honum.
Bjargið
sóma karlmannsins
Ef þér viljið komast hjá því að
karlmaður verði nærgöngull
skuluð þér athuga eftirfarandi:
a. Drekkið ekki áfengi, svo þér
verðið kennd eða ástleitin.
b. Sýnið manninum ekki nein
blíðuatlot, þó sakleysisleg séu.
c. Verið ekki kæruleysisleg í
orðum eða gróf til að sýna, hve
veraldarvön þér séuð.
d. Verið ekki í einrúmi með
manninum, farið ekki í heimsókn
til hans í einkaherbergi hans, eða
ferðalag með honum einum.
e. Látið yður ekki í kjass og
kossa, með þeim lyktum að verða
móðursjúk og móðguð er maður-
inn heldur yður fúsa til fylgilags
við sig.
Ef yður hefur láðst að stöðva
manninn í tíma, vísið honum þá á
bug á sæmilega kurteislegan hátt.
Dragið úr þeim áhrifum að hann
hafi gert sig að flóni eða hlaupið á
sig. Segið honum að þér kunnið
vel að meta, hvers hann meti
yður (mér er alvara!) og afsakið
að þér hafið villt honum sýn. Það
kostar yður ekki neitt að taka
mikið af sökinni á yður. Sóma
karlmannsins, sem er mikils
virði, er borgið.“
Hann œtti
að reyna löðrung
Þegar þér hafið lært þessar
undirstöðureglur í samskiptum
við karlmann ætti ekkert að vera
því til fyrirstöðu að þér finnið
Iífsförunaut við hæfi. Þegar það
hefur tekist er enn ýmislegt sem
hafa þarf í huga og boðorð númer
eitt er að nöldra aldrei í eigin-
manninum.
„Upprunalega hefur hans út-
valda virst hrifin af honum, eins-
og hann af henni. En þá snýr hún
við blaðinu og vill öllu ráða, setur
út á gamanyrði hans, klæðnað og
allt háttalag. Ef slík breyting á sér
ekki stað fyrr en eftir brúðkaupið
ætti hann að reyna að gefa henni
holla ráðningu eða duglegan
löðrung.
Síðasti kafli þessarar merku
bókar, sem hver kona ætti að
eiga, fjallar um húsmóðurstarfið:
„Þýðingarmesta regla húsmóð-
urinnar er sú að taka það ekki
sem sjálfsagðan hlut að þér séuð
„ráðin“ ævilangt í stöðu yðar á
heimilinu, hvernig sem þér
reynist henni vaxin. Þó þér séuð
gift manni, hafið þér ekki leyfi til
að ætla að með því hafið þér öðl-
ast, fyrir alla ævi, starf sem þér
getið nöidrað yfir og kastað til
höndunum, ef yður býður svo við
að horfa.
Hafið það í huga að þér eruð í
ÞJÓNUSTU fjölskyldunnar á
heimilinu, þó þér séuð forráða-
maður hennar og húsmóðirin.
Látið það ekki skemma máltíðir
heimilisfólksins, vellíðan þess
eða andrúmsloft, þó að yður finn-
ist hlutskipti yðar stundum erfitt.
Látið yður nægja að telja raun-
ir yðar í hljóði og fyrir alla muni,
eyðileggið ekki heimilislífið með
4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. febrúar 1987