Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 3
Strax á Norðurlanda- markað Einsog landsmönnum er kunnugt stofnuðu Stuðmenn á sínum tíma útftutningsfyrir- tækið Strax í þeim tilgangi að sigra heiminn. Ein breiðskífa hefur litið dagsins Ijós en ekki borið mikið á sigrum hijóm- sveitarinnar á erlendri grund. Nú hefur hinsvegar verið gengið frá samningi við sænska hijómplökifyrirtækið Grammofon AB Electra um útgáfu á tónlist hljómsveitar- innar á Norðurlöndum. í síðustu viku var lagið Moscow Moscow gefið út á lítilli plötu og er hljómsveitin nú að vinna að því að hljóð- blanda lagið aftur fyrir stóra 45-snúninga plötu. I kjölfarið verður svo stóra platan gefin út og verður á hana aukið laginu Segðu mér satt í enskri útgáfu „Keep it up“. ■ Á Björn borgina? Nýjasta dæmið um einræði íhaldsins [ Reykjavík er af húsfriðunarsjóði, sem stofn- aður var innan borgarinnar. Borgarráð samþykkti að Um- hverfismálaráð byggi til starfsreglur fyrir sjóðinn að vinna eftir. Ráðinu hafa hins vegar ekki enn borist tilmæli um að vinna verkið sem borg- arráð fól því. Aftur á móti hefur stolt allra borgarbúa, Davíð Oddsson, fengið vin sinn Björn Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar borgarinn- ar, til að vinna verkið. Lifi lýðræðið... ■ ........ 1 Hundrað tonna skúlptúr Sigurður Guðmundsson á vinnustofu sinni í Amsterdam. Mynd ólg. eftir Sigurð Guðmundsson settur upp í HoUandi Sigurður Guðmundsson mynd- listarmaður er með mörg jám í eldinum um þessar mundir. Sig- urður er sem kunnugt er búsettur í Amsterdam í Hollandi, en hefur annað aðsetur á Skáni í Svíþjóð, þar sem hann hefur meðal annars unnið að gerð höggmynda úr sænsku graníti og öðrum þungum efnum síðasta árið. Þessa dagana er Sigurður að leggja síðustu hönd á höggmynd, sem hann hef- ur unnið úr sænsku graníti og málmblöndu, og er verkið um 7 metrar á hæð og vegur um það bil 100 tonn. Verkið er unnið fyrir hollensku póstþjónustuna og verður á næstunni flutt til Hol- lands og sett upp fyrir framan pósthús í bæ einum í sunn- amverðu Hollandi við landamæri Belgíu. Fleiri verk eftir Sigurð hafa verið sett upp af opinberum aðilum í Hollandi. Þannig olli skúlptúr eftir Sigurð, sem nýlega var settur upp í skrúðgarði í borg- inni Arnhem miklum blaða- deilum, þar sem íbúar staðarins vom ekki á eitt sáttir um ágæti hans. Nú er Sigurður að undirbúa tvær sýningar sem opnaðar verða hér á landi í næsta mánuði. Verð- ur önnur í sýningarsölum Nor- ræna hússins, þar sem Sigurður mun syna höggmyndir ásamt með tveim Norðmönnum, en hin sýn- ingin verður einkasýning á grafík og teikningum í Gallerí Svart á hvítu. ólg Skók Islenskt heimsmet Súluritið hér sýnir hvað hver þjóð á marga stórmeistara á hverja milljón íbúa, og er unnið af Einari S. Einarssyni fyrir síð- asta FIDE-þing í Dubai sem ein af röksemdum fyrir því að gera Norðurlönd að sérstöku skák- svæði innan Alþjóðasambands- ins. Súluritið skýrir sig sjálft nema BLG=Belgía, CSR=Tékkóslóvakía, CUB- =Kúba, DEN=Danmörk, ENG=England, FIN=Finnland, HUN=Ungverjaland, ISD=ís- land, ISL=ísrael, JUG=Júgó- slavía, NLD=Holland, NOR=- Noregur, SVE=Svíþjóð, USR=- Sovétríkin, USA=Bandaríkin. Tölur Einars ná aðeins til karla. \ Launareikningur er kjamböt fyrir launþega Við bjóðum þeim fjölda einstaklinga sem leggja reglulega inn fé, nýjan tékkareikning sem kosti er með 4% lágmarksvöxtum, en eiknast 10% vextir Launareikni af lægstu , eru reiknaðir vextir innstæðunni eins og hún er á hverjum degi. Handhafar tékkareiknings geta breytt honum í Launareíkning án þess að skipta um reikningsnúmer Umsóknareyðublöð liggja frammi á öllum afgreiðslustöðum bankans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.