Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 9
Marcel, Marcos og Marteinn Lúter Hallgrímur Helgason skrifar frá New York ... Með kampavínshélu í andliti gengur maður heim til sín blokk- irnar tvær, á vit nýárs. Og það er einmitt árið þegar Duchamp er orðinn hundrað ára og þar með verk hans öll, þó láti þau sum á lítið sjá, klósettskálar og hjólastólar. Það er haldin hér minningarsýning um þennan „gáfaðasta mann tuttugustu ald- arinnar“, sem enn í dag verður mörgum heimspekingnum að heilabroti þó einnig hafi hann sjálfan skort skilning á verkum þeirra. Smáhlutir eru tíndir til sem ekki hafa sumir sést áður eins og frábær upplituð ljósmynd af „manninum“ á ókunnu baði 1912, readymade frá ’22; bæk- lingur frá hjálpræðishernum og ósvífnar myndskreytingar við ljóð vina hans súrrealistanna, þó sjálfur teljist hann í mesta lagi verndari þeirrar miklu skátahreyfingar, ásamt afar- amatörlegum útfærslum á hrók- um, riddurum, biskupum og peð- um. Gaman er að fylgjast með verkum hans í návígi sem maður hefur áður séð í bókum eins og bandhnyklinum með huldu hljóði sem kemur á óvart með smæð sinni og kallinn kemur líka bara vel út úr þessari sýningu án stórverka sinna eins og glersins stóra þó sumir hlutir séu full lókal og smálegir. Á innrömmuðu sælgætisbréfi stendur „Guest- Host: Ghost“. Van Gogh er einnig með yfir- litssýningu um þessar mundir í Met-safninu og enn eru menn í blöðunum að segja að hann sé óviti og eins og óvart í veikind- aorlofi unnið þessi sumhver meistaraverk, eitt-#dag, en þessi sýning telur síðustu daga mála- rans og endar á akurmyndinni frægu. Hér kemur það manni mest áóvart að þessi síðustu mál- verk eru mun slakari en þau sem á undan koma þar sem „Stjörn- unóttina" ber hæst og virðist Vincent hafa verið á niðurleið þegar hann batt sjálfur enda á hana. Þetta er að sjálfsögðu Met- sýning (enda í Met-safninu) og mjög erfitt að fá miða, jafnvel á þriðjudagsmorgni og fólkið ranglar um í halarófum eftir veg- gjunum, hver einasti maður með suðandi útskýringar listfræðinga í þartil leigðum heyrnartólum. Og svo er líka hægt að kaupa Van Gogh-plastpoka, töskur, plaköt, póstkort, svuntur, blöðrur, hatta og boli. Og von er á Van Gogh- smokkunum. Sýningar lifandi manna eru hér jafnmargar ágætar og íslensku félagsheimilin og ber þar hæst nýjustu sýningu hins poppaða Keith Harings sem fer síbatnandi í stáli og striga, einkum eru skúlp- túrar hans stórgóðir. Eric Fischl er einnig mikill stórfiskur og sýnir hundrað módelmyndir sem kæmu honum inn í hvaða mynd- listarskóla sem væri. Ég efast hinsvegar um að Kounnelis kæm- ist nokkursstaðar inn með þau tormeltu og næringarlitlu tonn af járni sem hann sýnir handan götunnar. Nýstárlegasta sýningin er þó að venju hja Massímó hin- um ítalska þar sem Mark Stahl hefur komið fyrir nokkrum vegg- myndum unnum í handklæði og eldhúsrúllur og markar upphaf hins nýja baðstfls. Þá er íslands- vinurinn Armleder með stóla upp um alla veggi í öðru hverju galler- íi. Og ekki má heldurgleyma hin- um frábæra David Salle sem er með yfirlitssýningu í Whitney- Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Malbikunarstöövar Reykjavíkurborgar o.fl, óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: 1) 14800-18300 tonn af asfalti 2) 110-160 tonn af bindiefni fyrir asaflt (asphalt- emulsion) Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 26. mars n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN reykjavíkurborgar Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 safninu um þessar mundir og ég á eftir að sjá. Að sýningarrölti loknu er ekki úr vegi að taka því ögn rólegar í betri stofunni og kveikja á sjón- varpinu sem er og verður undir- stöðuatvinnuvegur þessa marg- slungna þjóðfélags og stöðug uppspretta hinna ýmissu andlegu verðmæta, en eins og lesendum er kunnugt lifum við á dögum „myndmálsins“. Hér getur margt að líta og skiptir ekki máli hvenær kveikt er á, slökkt eða skipt um rásir. Alltaf ber eitthvað ódauð- legt fyrir augu. Nýafstaðinn er sjónvarpsviðburður ársins, hin beina útsending á úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í bandarískri knattspyrnu The Super Bowl, eða Súpuskálinni, og auðvitað sigraði þar okkar lið, Jórvíkurrisarnir. Vilji maður hinsvegar alvöruknattspyrnu er hægt að svissa yfir á San Páló völl- inn í Napólí og sjá Maradonna sparkaðan niður af Kómó- mönnum. Auglýsingarnar eru heldur ekkert slor jafnvel sjálfu efninu betri og fara þar fremstar verkjatöflu-auglýsingarnar með myndum af fólki með og án höf- uðverks. Síðan sjást margir úr mörgum stéttum hóta því að borga alls ekki mikið fyrir næsta hljóðkút. Og sýndir eru stólar fyrir þá sem eiga erfitt með að rísa úr sæti. Andfúlir hundar eru einnig mikið vandamál og smjör- sprejið hið mesta þarfaþing. Á milli auglýsinga eru síðan sagðar fréttir af peningum og veðri. Mas-þættir eru hér mjög vinsælir og þróaðir í hinu opna formi sínu með hinum ýmsu temum. Þeirra á meðal er brjóstastærð kvenna og kona úr hópi áhorfenda stend- ur upp og kvartar undan því að hægra brjóst hennar sé mun stærra en hitt en á hæla hennar kemur eiginmaðurinn og lýsir því yfir að hann elski hana samt og þá er klappað mjög innilegu klappi. Önnur er með innvortis geirvört- ur og þorir ekki í sund og sú þriðja fer fram á 10.000 dala stækkun. í öðrum þætti segir fyrr- verandi lögreglukona frá van- hæfni lögreglumanna í rúmi, sem sé þeim eins og byssuæfing, miða bara og skjóta. Og svo koma þau í röðum, prestar með AIDS, barnshafandi lesbíur, og hinir tólf leikfélagar Playboy-mánaðanna. Sætt er líka að sjá hina frábæru og velbotnuðu Janet systur Jackson gráta verðlaunatárum í þakkar- ræðuhljóðnema tónlistariðnað- arins og skömmu síðar Witney Houston fara út af lagi og inn aft- ur. Leðursvertingjarnir í Run D.M.C. ljúka hinsvegar þeim þætti af eintóna öryggi, en þeir eru um þessar mundir hin sönnu þjóðskáld Bandaríkjanna og fara hér með andvímurímur sínar af illanum sem ruglast á hamborg- ara og kjúklingastað, og þar sem örlar jafnvel á stuðlum hjá þess- um alþýðuhetjum úr Queens- hverfinu: „I was chillin’ out one day in Kentucky Fried Chicken just mindin’ my own buisness, eating food and finger lickin’. When in comes this fool, lookin strange and kind’ a funny went up to thefront with the Menu and his mooney. He did’nt walk straight, kind’ a side to side and asks this old lady, this is Kentucky fried? The lady said yes, smiled and he smiled back gave a quarter and his order: smallfries, Bib Mac!" Það keyrir hinsvegar alveg um koll þegar á skjánum birtist gamli Filippseyjakóngurinn Ferdínand Marcos á boxbuxum og ber að ofan, sem hjá öðrum meðalhærri mönnum teldist þó enn neðan mittis, kýlandi ansi kveifarlega út í loftið til sönnunar því að enn lifi í þeim gömlu glæðum sem skinn hans og bein eru. Þetta eróbikk- myndband hans var víst ætlað sem nýjárskveðja stuðnings- mönnum hans heima fyrir úr út- legðinni á Hawai, en lenti óvart í tolli og að lokum á öllum helstu rásum heimsins. Snjó tók hér að kyngja niður á degi heilags Marteins Lúters yngri, mannréttindaleiðtogans' sem myrtur var í Memphis. í fyrsta sinn í vetur varð alhvít jörð og það á sjálfum þjóðhátíðardegi blökkumanna, einsog verið væri að undirstrika aðstöðu þessa minnihlutahóps sem enn er þó nokkuð frá sönnu jafnrétti, eins og nýjustu atburðir hafa sýnt. Fyrir jól réðst náfölur unglinga- hópur að þremur negrum sem urðu fyrir þvf óhappi að þurfa að skipta um hjólbarða í miðju hvít- liðahverfi og endaði sú aðför með útför eins þeirra. í kjölfar þess jukust kynþáttahatursleg afbrot og suður í Georgíu gengu svartir fylktu liði í gegnum annan alhvít- an bæ í fyrsta sinn síðan 1912 og urðu fyrir grjótkasti og orða- hnippingum Klan-klíkunnar á staðnum. Það finnast því enn þá nokkrir skítablettir innan um þá ljósu punkta sem snjókoma er hér í Bandaríkjunum. Fyrsta snjónum fylgdu síðan allmiklar frosthörkur og það sem hérlendir kalla snjóstorma en þýðir í raun að hann gangi á með éljum. Við íslendingar ættum þó ekki að hlæja að bandamönnum okkar á breiðvögnunum spólandi í snjófölinni á örstuttum frétta- myndum heima í baðstrandarheitum stofunum, eins miklar kuldaskræfur og við erum annars. Því þó þeir hafi ekki nagladekkin og hitahellurn- ar á gangstéttunum, þá bera þeir kuldann vel og það jafnvel inn á heimilin, þó sumir þeirra leyfi sér þó ekki þann munað. Þegar há- hýsin hanga eins og grýlukerti á hvolfi upp í loft og sér ekki enda þeirra á milli fyrir kulda, norpa nokkrir kaldir kallar á vissum götuhornum og gefa mönnum í nefið, svona soldinn innri skafr- enning. New York, 29. jan. 1987 Hallgrímur Helgason ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Frá Borgarskipulagi Kynning á deiliskipulagi Tillögur að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Grófinni, Vesturgötu, Norðurstíg og Tryggvagötu (staðgr.r. 1.132.1) verða til kynningar í Bygging- arþjónustunni að Hallveigarstíg 1, frá mánudeg- inum 23. febrúar til mánudagsins 16. mars n.k. Athugasemdum eða ábendingum sé komið til Borgarskipulags, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, innan sömu tímamarka. Einnig er minnt á kynningu áður auglýstra reita í Þingholtum og á skipulagi Kvosarinnar á sama stað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.