Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 20
Kirsten velur það sem skiptir máli DansKi rithöfundurinn Kirsten Thorup, ein af fremstu rithöfundum sinnar kynslóðar, kynnir bœkur sínar í Norrœna húsinu í dag. Keld G. Jörgensen: Kannski felst skýringin á vinsœldum Kirsten í því að hún velur það sem skiptir máii og setur það fram á ein- faldan og áhrifamikinn hátt Kirsten Thorup Laugardaginn 21. febrúar kl. 16.00 verðurfyrsta bókakynning norrænu sendikennaranna við Háskóla íslands og bókasafns Norræna hússins á þessum vetri. Á þessum bókakynningum verða kynntar bókmenntir síðasta árs á hinum Norðurlöndunum og verður fenginn rithöfundur frá hverju landi til þess að lesa upp. Á laugardaginn verða kynntar danskarbækur. Danski rithöfundurinn Kirsten Thorup kynnir bækur sínar og les m.a. úr nýrri skáldsögu sem hún hefur í smíðum. Danski sendikennrarinn Keld Gall Jörgensen kynnir bókaútgáfuna í Danmörku frá síðastliðnu ári, en hér á eftir fer stutt úttekt eftir hann á ritverkum Kirsten Thorup. Langi mann til að kynna sér þjóðfélagsþróun Danmerkur eftir síðari heimsstyrjöld er ör- ugglega til mikið af góðum bókum, sem lýsa þessu tímabili. En það má eins vel lesa skáldverk Kristen Thorup. Eða ennþá betra: gera hvort tveggja. Kirsten Thorup (fædd 1942) hefur langan rithöfundarferil að baki, og er í dag þekkt og elskuð fyrir þjóðfélagslegar skáldsögur sínar „Lille Jonna“ (1977), „Den lange sommer" (1979) og „Him- mel og helvede“ (1982). Aða- lpersóna þessara bóka er stelpan Jonna. í fyrstu tveimur bókunum fylgjumst við með henni frá 10 ára aldri til tvítugs. Höfundurinn nýtir sér atriði úr eigin uppvexti á Fjóni á sjötta áratugnum og lýsir fábreyttu sveitalífi, þar sem allir eru einangraðir. Fjölskyldan er fátæk og barátt- an fyrir að halda sæmd og virð- ingu er hörð. Jonna og bræður hennar eru í andstöðu við for- eldra sína og umhverfi og vilja fá að ráða sinni eigin framtíð. Þörf Jonnu fyrir að tjá sig er óvenju mikil, en um leið er hún mjög feimin, og við fáum lítið sem ekk- ert að skyggnast inn í tilfinninga- heim hennar og drauma. Bræður hennar yfírgefa bernskuslóðirnar til að láta drauma sína um betra líf rætast, en Jonna verður eftir, og er álitin dálítið skrítin. í „Himmel og helvede“ er Jonna komin til Kaupmanna- hafnar. Eins og áður er hún sögu- maðurinn, sem segir frá í fyrstu persónu, en nú er hún orðin næst- um því ósýnileg, og frásögnin er um þrjár konur, ungfrú Ander- sen, Jasmin og Maríu, sem eiga það sameiginlegt, að þær berjast allar fyrir sjálfstæði sínu og því að öðlast tilverurétt - verða sýni- legar - og tekst það að nokkru leyti. Með þessum persónum segir Jonna óbeint frá þróun sinni, og miðlar þannig því, sem hún á erfitt með að segja beint vegna þess hvað hún á bágt með að sameina hlutverk konunnar hlutverki rithöfundarins. Hún er að leita að stöðu sinni í þjóðfé- laginu og finnur hana sem sögu- maður, en er samt sem áður of óörugg til að koma fram sem slík. Jonna segir frá ungfrú Ander- sen, sem er 57 ára og hefur unnið alla ævi á lækningastofu, en kemst allt í einu að því að hún hún hefur lifað innantómu lífí, og ák- veður að leita að sjálfri sér: „í staðinn verð ég að standa frammi fyrir umheiminum. Verða til. Ennþá veit ég ekki hver ég er. Eða hvað felst í því að vera mað- ur með mönnum. Ég ætla að nota dagana sem ég á eftir ólifaða til að komast að því.“ Jasmin er 48 ára. Hún ólst upp með tatörum en er nú gift Bols, sem á litla, subbulega tóbaksverslun, en hef- ur búðina aðeins sem skálka- skjól, og er í raun leigubraskari (bolighaj). Einn góðan veðurdag fer Jasmin að heiman og byrjar að framfleyta sér sem spákona á götum Kaupmannahafnar, en sest síðan að í verkfæraskúr á Lá- landi. Síðasta aðalpersónan, María, er dóttir Jasminar og Bols, og lík- ist helst engli. Hún er undrabarn Fjöldi listamanna er á bann- lista hjá Sameinuðu þjóðun- um vegna þess að þeir hafa troðið upp í Suður-Afríku. Þess er m.a. óskað að tónlist þessa fólks sé ekki leikin í út- varpsstöðvum eða annars- staðar á opinberum vettvangi. íslendingar hafa vissulega ekki farið eftir þessum fyrir- mælum, hvorki ríkisútvarpið né aðrar útvarps- og sjón- varpsstöðvar. Á hinum Norðurlöndunum er hinsveg- ar farið eftir þessari samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Meðal þeirra listamanna sem hafa lent á þessum bannlista eru listamenn sem hafa fordæmt að- skilnaðarstefnu hvíta minnihlut- ans. Einn af þeim er bandan'ski lagasmiðurinn og söngvarinn Paul Simon. Á síðasta ári kom út ný hljóm- plata með Paul Simon eftir að það hafði verið hljótt um hann í árabil. Platan ber nafnið Grace- land, heimili Elvis Presley. Á og spilar á fíðlu, en faðir hennar hefur ákveðið framabraut hennar innan tónlistarinnar, og gerir allt til að ná settum markmiðum, svo stelpan verður fyrir bragðið bernskulaus. María flýr frá heim- ilinu og fer að búa með þjóninum Jonní, en segir síðan skilið við hann, fer í langt ferðalag, og gift- ist að lokum yngsta bróður Jonnu. Þó að skáldsögur Kirsten Thorup dragi upp raunsæja mynd af þjóðfélagsþróun Danmerkur frá sjötta til áttunda áratugarins, er talsvert mikið í stíl hennar sem brýtur í bága við raunsæisstefn- una. Jonna bæði segir frá og tekur þátt í atburðunum, eins og algengt er í 1. persónu frásögn, en um leið er hún alvitur í þeim skilningi að hún segir líka frá persónum og atburðum sem eiga sér stað annars staðar og hún get- ur ómögulega vitað um. Það á vafalaust eftir að halda vöku fyrir bókmenntatúlkendum næstu ár- atugana hversu vel höfundinum tekst að nota sögumanninn á þennan frumlega hátt. Málið er einfalt hverdagsmál, eins og búast má við af raunsæis- skáldsögu. Frásögnin er nákvæm og róleg, og þræðir atburðarásar- innar verða smám saman að einni hljómplötunni blandar Paul Simon saman afríkönskum ri- þmum og bandarískum lagsmíð- um. Undirleikurinn var mestan- part tekinn upp víða í Afríku, m.a. í Soweto, fátækrahverfi svartra í Jóhannesborg, S-Afríku og eru hljóðfæraleikararnir þeld- ökkir íbúar álfunnar. Paul Simon segir hluta af tilganginum vera þann að kynna þessa framúrskar- andi hljóðfæraleikara fyrir stærri áheyrendahópi. Hefur þeim til- gangi verið náð því Graceland er með mest seldu plötum beggja vegna Atlantsála sem og í Afríku. Það að Paul skyldi fara til Sow- eto varð hinsvegar til þess að hann var settur á bannlista, þrátt fyrir hávær mótmæli þeldökkra í S-Afríku. Paul er legið *á hálsi að hafa notfært sér þessa þeldökku tón- listarmenn í gróðaskyni. Sannleikurinn er sá að hann greiddi þeim þrefalt kaup á við það sem hljóðvershjóðfæraleik- urum í Bandaríkjunum er venju- lega greitt. Auk þess fengu þeir réttinn á lögunum. Þar við bætist að hann bauð nokkrum af tónlist- heild. Slíkur frásagnarmáti gerir miklar kröfur til höfundarins, ef hann á að verða meira en bók- hald. Kannski felst skýringin á vinsældum Kirsten Thorup í sjaldgæfum hæfileika hennar til að velja það sem skiptir máli, og setja það fram á einfaldan og áh- rifamikinn hátt. Manni verður hugsað til annarra raunsæisrit- höfunda Dana eins og Tove Ditlevsen og Martin Andersen Nexö, svo einhver dæmi séu nefnd. Stílistíska hæfileika sína hefur Kirsten Thorup líklega frá fyrri bókum sínum, sem eru modern- ískar og tilraunakenndar. Ljóða- safnið „Indenfor-udenfor“ frá 1967 og smásagnasafnið „I dag- ens anledning“ frá 1968 voru talin fremur óaðgengileg og torræð, enda eru þessar bækur skrifaðar í anda absúrdismans og fyrirbær- afræðinnar sem höfðu mikil áhrif á modernismann í Danmörku á sjötta og sjöunda áratugnum. Síðar komu út tvö ljóðasöfn í viðbót, og árið 1973 kom út fyrsta skáldsaga Kirstenar Thorup, „Baby“, sem hún fékk síðar hin alþjóðlegu Pegasus-verðlaun fyrir. Sú skáldsaga var þýdd á ensku og gefín út í Bandaríkjun- um, og einnig þýdd á íslensku armönnumtil Bandaríkjanna til að taka upp sína eigin tónlist. Þá er hann sakaður um að hafa gefið stjórninni í S-Afríku gott ford- æmi um hvernig hvítir og svartir geti starfað í sátt og samlyndi, þar sem hvíti maðurinn leiðir sam- starfið. Fyrr í þessum mánuði sneri Paul Simon aftur til Afríku og hélt tónleika í Zimbabwe með nokkrum af hljóðfæraleikurun- um á Graceland. Tuttugu þúsund manns sóttu hljómleikana, þeirra á meðal Caanan Banana, forseti landsins og Robert Mugabe, for- sætisráðherra. Þúsundir þel- dökkra S-Afríkubúa fóru í hóp- fyrir nokkrum árum* af Nínu Björk Árnadóttur, sem las hana í útvarp. í bókunum birtist áhugi á poppmenningu og túlkun samtí- mans á tilverunni sem yfirborðs- og tilviljanakenndri, og bækurn- ar gætu virst kaldar og fráhrind- andi í okkar augum. Ætli manni beri ekki að túlka þær sem tilraun til að gagnrýna þjóðfélag, sem þrátt fyrir velmegun og efnisleg gæði, megnaði ekki að færa þegn- um sínum hamingju, en ein- kennist öðru fremur af tómleika. Segja má að rithöfundarferill Kirstenar Thorup einkennist af þróun frá tilraunaskáldskap til raunsæis, frá huglægni til hlut- lægni og frá því að vera innhverf til þess að vera úthverf. Við megum samt ekki gleyma því að þessi þróun er ekki eingöngu háð skapferli höfundarins sjálfs en speglar jafnframt þá þróun, sem átti sér stað í þjóðfélaginu. K.G.J. Bókakynningunum verður haldið áfram laugardagana 7., 14. og 21. mars og þá verða nor- skar, sænskar og finnskar bækur á dagskrá. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. ferðum með langferðabílum á tónleikana, þarsem Paul Simon hefur ákveðið að halda bann Sameinuðu þjóðanna og troða ekki uppi í S-Afríku. Á tónleikunum lýsti hann því yfir að hann myndi halda það bann svo lengi sem Miriam Mak- eba og trompetleikarinn Hugh Masekela eru bannfærð í S- Afríku. „Þegar þeim verður leyft að halda tónleika í Soweto mæti ég á staðinn," sagði hann og í lok tónleikanna flutti hann óopinber- an þjóðsöng þeldökkra S- Afríkubúa, Nkosi Sikelela i Afr- ika, eða Guð blessi Afríku. -Sáf/Newsweek Paul Simon ó bannlista Paul Simon með þeldökkum tónlistarmanni. 20 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 22. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.