Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 10
 #||| ^ „Héðinn vildi þetta“ og hér sóst að honum varð að vilja sínum: Alaskaösp ( Hafurshöfða. Óli Valur Hansson virðir hana fyrir sór. Mynd: Sibl. Hafurshöfði Við höfðum ekki trú á þessum stað en Héðinn vildi þetta Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri og varaformaður Skf. (slands segir fundar- mönnum frá því hversu óátlitlegt það þótti að hefja skógrækt í Höfða, þegar Héðinn og Guðrún fluttu þangað. Mynd: sibl. Þeir, sem setið hafa aðalfundi Skógræktarfélags (slands vita að þar er ætíð fléttað saman gamni og alvöru, að ógleymdum þeim fróðleik, sem þarerjafnan að fá. Fund- arstörfin sjálf dreifast á þrjá daga en einn dagurinn fer, að hlutatil, íkynnisferðumná- grennið, og þá einkum til að skoða eitthvað skógarkyns. Að kvöldi þess dags efna svo heimamenn til meiri háttar veislu fyrir fundargesti og eru þá flutt skemmtiatriði af ýmsum toga, meðan setið er undir borðum. Söngur er ávallt í miklum háveg- um hafður á þessum manna- mótum. Eins og alþjóð ætti nú orðið að vita var síðasti aðalfundur Skóg- ræktarfélagsins haldinn í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. í þeirri sveit eru bæði Þorgrímur Starri og Kísilgúrverksmiðjan. Og þó að ég vilji nú svo sem ekki vera að agnúast út í það fyrirtæki þá þykir mér þó verulega vænna um Starra. Mér finnst hann ein- hvernveginn meira í ætt við landið. En nú er ég kannski að fara út í aðra sálma en ætlunin var. Það hæfir líklega betur að fara að búa sig í ferðalagið. Upp úr hádegi tók fólk að tín- ast út í bílana. I hverjum bfl var leiðsögumaður. í „mínum“ bfl var það Hjörtur Tryggvason frá Laugabóli og vissi hann flest, sem viðkom náttúrufari Mývatns- sveitar. Áfangastaðir okkar skyldu vera tveir: hin margumtal- aða og umdeilda Kröfluvirkjun og Höfði. Fyrst var haldið að virkjuninni og gengið þar um garða. Menn skoðuðu háreist húsakynnin og hlustuðu á ærandi véladyninn, - nema Sveinbjörn allsherjargoði. Ég held að hann hafi ekki litið þama inn fyrir dyr. Sennilega hugnaðist honum betur vopna- glamrið í Valhöll, ef hlusta þarf á fiávaða á annað borð - og svo að hinu leytinu kyrrðin á Draghálsi. Mikið skil ég hann vel. Svo var haldið á Höfðann. Það er mikill unaðsreitur, sem á sér skemmtilega og merka sögu. ís- leifurSumarliðason, skógarvörð- ur á Vöglum í Fnjóskadal, hefur tekið saman ágrip af sögu Höfð- ans og ræktunarinnar þar og verður stuðst við það hér. Hafurshöfði, en svo heitir hann fullu nafni, er hár kletta- höfði, sem gengur fram í Kálfa- strandarvoga og tengist megin- Iandinu með mjóu eiði. Höfðinn er norðanlega í landi Kálfa- strandar. Var landið að hluta til keypt en að öðru leyti tekið á erfðafestu. Árið 1912 byggði Bárður Sigurðsson þarna bæ og nefndi Bárðarbás. Báður var listamaður og hinn mesti hugvits- maður. Veggir bæjarins bera glögg merki handbragðs Bárðar. Þeir eru úr höggnu hellugrjóti, snilldarlega hlaðnir og standa enn. Bárður var einsetumaður og þótti lítið upp á kvenhöndina. Því kvað Þura í Garði: Smíðað hefur Bárður bás, býr þar sjálfur hjá sér. Hefur til þess hengilás að halda stúlkum frá sér. En svo gerðist það, að Bárður trúlofaðist ungri stúlku, sem mun hafa átt heima á Kálfaströnd. Að því kom, að hún varð ófrísk og er ekki tiltökumál. Þá sagði Þura: Prengist senn í Bárðar bás, bráðum fceðist drengur. Hefur bilað hengilás, hespa eða kengur. Árið 1930 verða kaflaskipti í sögu Höfða. Þá selur Bárður býli sitt Héðni Valdimarssyni, alþing- ismanni. Síðan gerist það, að 6 árum síðar selja eigendur Kálf- astrandar, ísfeld Einarsson og Valdimar Halldórsson, Héðni Valdimarssyni, á erfðafestu um ótakmarkaðan tíma, lóð þá á Hafúrshöfða, sem Bárður notaði áður, samkvæmt tímabundnum samningi. Stærð þessa lands er um 19 dagsláttur og skyldi árgjald af lóðinni vera 50,00 kr. Og enn verða þarna þáttaskil 1970. Þá afhendir ekkja Héðins Valdimarssonar, frú Guðrún Pálsdóttir, Skútustaðahreppi að gjöf allt erfðafestuland sitt á Haf- urshöfða og að auki 8 dagsláttur af eignarlandi sínu. í gjafabréfinu er kveðið svo á, að gefandinn haldi eftir einum til tveimur hekt- urum af landinu og hafi óhindr- aðan umferðarrétt að bústað sín- um eftir vegi þeim, sem þangað liggur. Þessa rausnarlegu gjöf gaf frú Guðrún Pálsdóttir til minn- ingar um eiginmann sinn, Héðin Valdimarsson, og einnig þau Þuru Árnadóttur í Garði í Mý- vatnssveit og Hörð Jónsson frá Gafli í Reykjadal, en þau voru þeim hjónum Héðni og Guðrúnu mjög innan handar við gróður- setningu plantna og umhirðu alla á umráðasvæði þeirra á Höfða. í gjafabréfinu er tekið fram, að Skútustaðahreppi sé aðeins heimilt að nota landið til ræktun- ar og skuli jafnframt viðhalda þeirri trjárækt og vernda, sem þar er. Ekki má hreppurinn selja eða leigja lóðir úr landinu né leyfa þar tjaldstæði. Héðinn Valdimarsson hóf gróðursetningu í Höfða árið 1934. Var þá plantað þar birki úr Bæjarstaðaskógi og frá Hall- ormsstað. Verulegur skriður komst þó ekki á þetta ræktunar- starf fyrr en árið 1937. Þá plant- aði Þura í Garði birki og lerki hér og þar um Höfðann. Rauðgrenið á norðanverðum Höfðanum var gróðursett 1948. Skógarfuran á árunum 1950-1958. Lerkið, sem er neðan gangstígsins að vestan, var gróðursett 1951,1500plöntur alls. Lerkið sunnan í Höfðanum var hinsvegar gróðursett 1956. Alaskaöspin niður við vatnið er trúlega 20 ára gömul. Alls er talið að gróðursettar hafi verið í landið um 50 þús. trjáplöntur. Héðinn Valdimarsson kom sér þarna upp húsi. Á því var enginn suðurgluggi. Héðni þótti sem þarna ætti að vera trjágróður. Það frétti Pétur Jónsson í Reyni- hlíð, færði Héðni tvær birkiplönt- ur og gróðursetti sunnan við hús- ið. Voru þær þá um 1 m. á hæð. önnur er nú búin að vera en hin lifir enn góðu lífi eftir 53 ár, íðil- fagurt tré. Skógræktarmenn höfðu ekki mikla trú á því að þessi trjárækt- arstarfsemi Héðins og hans fólks þarna á Höfðanum bæri umtals- verðan árangur. Þeir vissu að landið er þurrt, liggur hátt yfir sjó og úrkoma lítil. Þegar fulltrúar á aðalfundi Skógræktarfélags ís- lands, sem haldinn var í Mývatns- sveit árið 1956, komu í Höfða sagði Hákon Bjarnason, fyrrver- andi skógræktarstjóri: „Við höfðum ekki trú á þessum stað en Héðinn vildi þetta.“ Og Hafurs- höfði brást ekki vonum Héðins. Þess er áður getið að þau Þura í Garði og Hörður frá Gafli hafi unnið að ræktunarstarfinu með þeim Héðni og Guðrúnu. Þura vann þarna frá upphafi og til árs- ins 1941. Þá tók Hörður við og vann hjá þeim hjónum til æviloka 1968. Fyrstu árin eftir að Skútu- staðahreppur tók við umsjón m'eð staðnum sá lausráðið fólk um eftirlit og umhirðu en starfs- menn Skógræktar ríkisins á Vöglum unnu talsvert að grisjun á árunum 1970-1978. Síðastliðin 10 ár hefur svo Hildur Jónsdóttir frá Geiteyjarströnd haft á hendi umsjón og umhirðu. Hún hefur gróðursett þar fjölær blóm, ýmsa runna og trjátegundir, sem þar voru ekki fyrir og þar með aukið á hina sérstæðu fegurð Höfðans og fjölbreytni í gróðurfari. Það kom því í hennar hlut að taka nú á móti skógarmönnum og leiða þá um þessa Paradís. Héðinn Valdimarsson var stór- brotinn stjórnmálamaður og höfuðkempa. Hann barðist af hyggindum og harðfylgi í senn fyrir bættum kjörum þeirra, sem áttu undir högg að sækja í þessu þjóðfélagi. Honum var reistur minnisvarði við verkamanna- bústaðina í Reykjavík, en bygg- Gestur Skógræktarfélags Noregs er ætíð á aðalfundum Skf. Islands. Núna var það Vilhelm Elsrud, - á miðri mynd - sem nýverið hætti framkvæmdastjórn eftir.25 ár í starfinu. Þetta var fimmta heimsókn hans til íslenskra skógræktarmanna. Hér ræðir hann við ísleif Sumarliða- son, til v. og Pál Guttormsson, t.h. Mynd: sibl ing þeirra var eitt af hans hj artans málum. Sjálfur reisti hann sér, ásamt Guðrúnu konu sinni, þann minnisvarða norður í Mývatns- sveit, sem óskipta aðdáun vekur hjá öllum þeim, sem hann fá augum litið. Gamalreyndir og margvísir skógræktarmenn höfðu ekki mikla trú á því að trjáplöntunum í Höfða yrði langra lífdaga auðið. En Héðinn og Guðrún höfðu trúna. Sagt hefur verið að hún flytji fjöll. Ekki er óeðlilegt að þeir, sem ganga nú um Hafurs- höfða hallist að þeirri skoðun. Hitt er og einnig athyglisvert að starfið á Höfða hefur sannað að unnt er að rækta hér skóg með góðum árangri jafnvel þar sem ýmislegt þykir bresta á um ytri skilyrði. Natni og góð umhirða sýnist þar þyngri á metum. -mhg Afmælisgestir: Hér safnast saman þeir, sem voru líka á aðalfundi Skógræktarfélags íslands í Reykjahiíð 1956. Aftari röð frá v.: Ólafur Vilhjálmsson, Isleifur Sumarliðason, Haukur Ragnarsson, Jón Birgir Jónsson, Brynjar Skarphéðinsson. Fremri röð frá v.: Sigurður Blöndal, Sigurlaug Sveinsdóttir, Jóhann Þorvaldsson, Helga Guðmundsdóttir, Þorsteinn Davíðsson, Snorri Sigurðsson. Mynd: J.J. Útibú Útvegsbankans aö Laugavegi 105 var opnað 23. febrúar 1957. Þá voru starfsmenn 'aðeins 2. í dag eru starfsmenn 22 talsins og í tilefni af 30 ára afmælinu bjóðum við öllum viðskiptavinum bankans að líta inn til okkar einhvern næstu daga og drekka hjá okkur afmæliskaffi. VERIÐ tUARTMLEGA VELKOMIN í ÚTVEGSBANKANN VIÐ HLEMM Afmæliskaffi mánudag, þriðjudag og miðvikudag. ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN í 30 ÁR. ÚTVEGSBANKIÍSLANDS Laugavegi 105 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. febrúar 1987 Sunnudagur 22. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 11 GYLMIR/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.