Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 7
Slökkviliðsmenn að störfum við að bjarga Unuhúsi aðfaranótt 18. janúar sl. tækari arm hans. Það olli honum því miklum vonbrigðum þegar stefna flokksins færðist lengra til hægri með ári hverju. Að lokum reiddist hann svo að hann sagði upp Alþýðublaðinu. í fyrstu mun hann hafa verið fylgjandi friðsamlegum leiðum til sósíal- isma, en síðar hallaðist hann á þá skoðun að bylting væri eina lausnin. Hann var mjög hrifinn af byltingunni í Rússlandi og fylgj- andi Stalín í flestum málum. í málaferlunum í Moskvu 1938 taldi Erlendur sakborningana sanna að sök. Pá kom hann enn sem oftar að þessu efni: í þjóð- skipulagi, sem er ennþá í bylting- arástandi og stefnir að sósíalisma, verða valdhafarnir að gera fleira en þeim og öðrum gott þykir, til þess að vinna bug á skemmdar- öflunum og geta leitt sósíalismann til sigurs. Þarna hugsaði Erlendur eins og kommúnisti. Þórbergur segir að Erlendur hafi haft hina dýpstu foragt á kirkjum og trúarbrögðum og tal- ið slíkar stofnanir bæði forheimskandi og siðspillandi. Vinkona Erlendar spurði ein- hverju sinni Erlend hvort hann tryði á annað líf. Erlendur svar- aði: „Það getur vel verið að það sé til annað líf, en ég er viss um að þetta er miklu skemmtilegra.“ Á millistríðsárunum var að sjálfsögðu mikið rökrætt um Hitl- er og nasismann. Hér á eftir læt ég fylgja hluta af samtali þeirra Halldórs og Erlendar þar sem fastmótaðar skoðanir hins síðar- nefnda á frelsinu koma vel fram. Það hefur einatt verið ein af mínum grundvallarreglum, sagði Erlendur, að hjálpa mönnum að gera það sem þeir vilja sjálfir. Vilji einhver maður stofna fyrirtœki sem er fyrirsjáanlegt, að muni setja hann á hausinn, þá er hann á leiðinni í sína paradís; ég vil greiða götu hans. Komi til mín maður sem biður mig að lána sér einsog tíu krónur til að kaupa sér eitur, því hann œtli að drepa sig, þá lána ég honum þessar tíu krón- ur orðalaust ef ég á þœr til. Það líður varla sá dagur að éggefi ekki einhverjum drykkjurœfli vini mínum fyrir flösku. En ég tek það fram að ef einhver kemur til mín og biður mig að lána sérfyrir eitri svo hann geti til að mynda drepið konuna sína, þá hefur mitt grund- vallaratriði étið sig upp sjálft, og ég segi við þennan mann: farðu eitthvað annað góði. Svona sterk og í fljótu bragði andstœð skyn- semi var hjá Erlendi trúin áfrelsið sem mannlegt grundvallaratriði; frelsið sem frumskilyrði fyrir mannlegu lífi. Var það trúin á mennina - sem tekur áhœttuna um leið? Ég sagði: aldrei hafa eins margir þjóðverjar elskað nokkra veru mannlega né guðdómlega jafnheitt og þeir elska Hitler. Er- lendur svaraði: Ef þýskur al- menníngur elskar Hitler svona heitt, þarmeð taldir verkamenn, þá er ekki hœgt að segja annað en þetta fólk sé á leiðinni í paradís. Erlendur þjáðist af nýrnaveiki í nokkur ár og lést af völdum hennar 13. febrúar 1947. Til minningar um Erlend mælir Þór- bergur fyrir munn allra vina hans: „með Erlendi Guðmundssyni eigum við alla æfi á bak að sjá vitrasta, bezta og mesta íslend- ingi, sem við höfum þekkt.“ Unuhús Halldór Laxness segir á einum stað að Unuhús hafi verið ókeypis gistihús fyrir allt landið. Mikill hluti leigjenda og kost- gangara voru sem fyrr segir námsmenn og sjómenn utan af landi, og einnig var þar mikið af fólki sem hafði á einhvern hátt orðið undir í lífsbaráttunni: Þar bjó fjöldi kvenna sem á þeim tíma þóttu vergjarnar með af- brigðum, innan um háttprúða menn eins og Norðmanninn Andersen sem ekki neytti áfeng- is. í skoti undir stiganum bjó um tíma Jón Sinnep sem var fatlaður af drykkju; þegar leið á nótt kom hann í Unuhús, skríðandi á fjór- um fótum upp sundið. Nokkrir af íbúunum voru þar til geymslu þar til losnaði pláss í fangelsinu. Meðal daglegra gesta í Unu- húsi má nefna systur, fimm tals- ins og allar undir fermingu. Fóru þær í sendiferðir fyrir Unu og þáðu peninga að launum. En auk þessa fundu þær upp á að setja önnur skilyrði og þau harla kynleg, ef þœr ættu að fara sendiferðirnar. Eitt var að fá að glamra á orgelið og syngja og skellihlœja undir. Annað var að stökkva jöfnum fótum út um einn borðstofugluggann, sem ekki var hœttulaust. En höfuðskilyrðið og alveg ófrávíkjanlegt, ef nokkuð átti að verða af sendiferðum, var að fá að hoppa dálitla stund uppi á dívaninum í borðstofunni með tilheyrandi hljómlist. Undir þess- ar kröfur varð Una að ganga, ef nokkuð átti að fást í mat eða upp- hitun þann daginn. Á kvöldin settust þær með Unu inn í herbergi og hún sagði þeim sögur og fór með vísur fyrir þær. í öðru herbergi sátu menn af eldri kynslóðinni, íbúar og gestir í fjör- ugum samræðum um stjórnmál, bókmenntir, leiklist og það sem markverðast var að gerast í bæjarlífinu. Á sama tíma áttu sér stað at- burðir í Unuhúsi með talsvert Upp þetta dimma sund: þar lá mín leið mart liðið kvöld; og sæi eg Ijós, þá var sem vanda og neyð væri nú lyft af heilli öld. Hér beið mín eftir amstur dags og önn - eða utanför - sú fylling vona er fæstum verður sönn, a fá af vini örugg svör, svo létti vafa og öllum ugg af þér sem átt þar hlé: hver þögn fær óm; hvert orð ber epli í sér. Ymur hið forna saungna tré. Þar drífa guðir og gamlir prestar inn og gyðjur lands, afbrotamenn og börn fá bolla sinn af besta vini sérhvers manns. Og Steinarr Steinn sem Ijóðin las mér fyr án lífsfögnuðs, kom handkaldur upp sundið, drap á dyr og drakk úr kaffibolla Guðs. Ó mildu vitru augu, augna hnoss, umliðna stund Þess Ijóss er brann, sjá ennþá lýsirðu oss upp þetta dimma sund. Halldór Laxness öðru sniði. Um þá eru þættir Stef- áns frá Hvítadal helst til frásagn- ar og læt ég fylgja hér sögu, ögn stytta, úr bók þeirra Þórbergs / Unuhúsi. Úr þætti þeirra Jóakims og Kristmanns: í herbergi með okkur Jónatan voru hafðir gestir annað veiifið eða hinir og þessir kumpánar, sem höfðust við í húsinu um stundarsakir... Tveir slíkir náungar eru mér sérstaklega minnistæðir, Jóakim Jóakimsson og Kristmann Jónasson, báðir sjómenn af ísafirði... Kristmann Jónasson var lura- lega vaxinn og búlduleitur... Hann gekk jafnan rifinn og óhreinn og hirti ekkert um útlit sitt. Kristmann tuggði mikið tób- ak, spýtti á gólfin og lagði kapp á að geta spýtt sem lengst. Þegar hann neytti áfengis, gerði hann sig valdsmannslegan í róm og drundi mjög... Sunnudag einn kom Kristmann fullur neðan úr bæ og hafði þrjá félaga ífylgd með sér. Þóttist hann heldur en ekki hafa veitt vel, því að þetta væru allt heldri menn. Það voru þeir Valgarður Bene- diktsen, Hermann Rútur og Jósef Ólson, allir þekktir skólamenn hér í bænum íþann tíð. Allir voru þeir ölvaðir. Settust þeir að drykkju í herbergi okkar Jónat- ans, en við flúðum niður. Sátu þeir góða stund að drykkjunni. Kristmann tjáir þeim frá ástamál- um sínum og leitar hjá þeim ráða. Þeir réðu honum til að láta nú til skara skríða, bregða strax við og fá að vita annað hvort. Töldu þeir hann á að fara út um herbergis- gluggann, til þess að sem minnst bæri á ferðalagi hans. Undir glugganum var kálgarður, sem tekið hafði verið upp úr. Krist- mann lætur ekki segja sér þetta tvisvar, bregður við, hoppar upp í gluggann og stingur sér á hausinn niður í moldarflagið. Við Jónatan voru staddir í stofunni niðri og sáum, þegar hann þeyttist fyrir gluggann. Við opnuðum glugg- ann og töluðum til hans, en Krist- mann var þá sofnaður í flaginu. Við vildum ekki ónáða hann og hölluðum glugganum aftur. ísömu svifum erum við kallað- ir upp. Er það Friðbjörg, sem œpir hástöfum og kveður okkur Jónatan sér til fulltingis. í stigan- um mœtum við Benediktsen, og er hann á útleið. En Hermann Rútur hefur króað Friðbörgu inn í litla herbergið undir stiganum, heldur pilsum hennar uppi undir hönd- um og þæfir hana uppi við annan gluggakarminn. En jafnskjótt og við ryðjumst inn í herbergisdyrn- ar, sleppir Rútur stelpunni og öskrar: „Helvítis mellan vill ekki lofa mér það. “ Rölti Friðbjörg síðan niður, en Rútur fór með mér og Jónatan inn í herbergi okkar. Þar hökti Ólason og meig íflösku í einu herbergishorninu og spjó jafnharðan. Skömmu síðar tínd- ust þessir gestir frá garði. Kristmann lá nœr klukkustund íflaginu. Þáskjögraði hann áfæt- ur, rölti eitthvað út í bœ og sást ekki fyrr en um nóttina. Upp frá þessu var gluggi sá, er Kristmann sté út um, kallaður Kristmannshlið. Indriði miðill var lengi viðloð- andi Unuhús. Hann hafði búið þar í tæp tvö ár og var síðan nœr daglegur gestur. Stefán segir hann hafa verið drykkfelldan, gleði- mann mikinn og kvensaman með afbrigðum. En lndriði stundaði aðra og merkilegri iðju en drykkjuskap og kvennafar. Hann var valdur að því, í einu herbergj- anna í Unuhúsi að „annar heimur sté niðrá jörðina í fyrsta sinn á íslandi. “ Og það skeði með þeim hœtti að Indriði miðill sem lá þarna á gólf- inu hófst uppundir loft hér í kytr- unni og byrjaði að hríngsóla í loft- inu, horn úr horni, í augsýn við- staddra sem voru nokkrir helstu embœttismenn landsins ritstjórar og skáld; og allir heyrðu þeir á viðtöl miðilsins við fræga anda í öðrum heimi. Hér hafði tilam- unda Guðmundur Kamban átt viðtöl sín við Snorra Sturluson og H. C. Andersen og hafa verið gef- in út á prenti... En itt sinn þegar Indriði hafði leingi svifið í þessu þraunga rúmi sem hér var að hafa, og þó enn minna Ijósi, og ekki aðeins stóðu spakvitíngar fyrri alda, heldur biskupar keisar- ar og jafnvel mannkynsfrœðarar í halarófu í öðrum heimi og biðu eftir að ná tali af Reykjavík; þá vildi svo til að girnið bilaði og Indriði miðill datt oná gólf. Upp- úr því hvarf andatrúin héðan að sunnan og fluttist norðurá Akur- eyri. Mörg önnur ævintýri gerðust í Unuhúsi á meðan Úna var þar húsmóðir. Segir Halldór meðal annars að nokkrir íbúanna hafi ráðgert að stofna hóruhús í ein- hverjum herbergjanna. í Unu- húsi „feingu allir það sem þeir, höfðu ímyndunarafl til að láta sér' detta í hug. Fyrir guðs miskunn náði ímyndunaraflið hjá mörgum ekki út fyrir smáþjófnað, fyllirí og kvennafar." Alltaf ólœst Eftir að Una dó tók Erlendur við stjórn hússins og lét gera á því nokkrar umbætur. Ekki minnkaði gestrisnin við þessar breytingar enda hafði Erlendur „náttúrlega hugarhlýju og skil- yrðislausa hjálpfýsi" frá móður sinni. Munu gestkomendur þó hafa breytt nokkuð um svip og fór konur þá fyrst að taka þátt í samkvæmum. Á þessum tíma þótti það mikil upphefð innan menningarelít- unnar í Reykjavík, að hafa komið í Unuhús. Þangað lögðu leiðir sínar mörg helztu skáld, rithöfundar og lista- menn landsins í tugi ára. Þar sá Tryggvi Svörfuður himnana opn- ast. Þaðan fylgdi Kjartan Ólafs- son læknir Sveini skáldi til hinzta hvílustðar tuttugu og fimm árum áður en hann skildi við heiminn. Þar sagði Jóhann Jónsson sínar hræðilegu draugasögur. Þarsagði Sigurbjörn Sveinsson fram nokk- ur skemmtilegustu ævintýri sín. Þar las Stefán frá Hvítadal fyrst upp Söngva förumannsins. Þang- að komu þeir Guðmundur Gísla- son Hagalín og Halldór Kiljan Laxness bljúgir aðdáendur, þegar þeir voru að byrja heimsfrægð sína unglingar að aldri, og þar var Halldór tíður gestur jafnan síðan. Þar lýsti Þorsteinn úr Bæ máltíð- um Lúðvíks konungs 16. af svo lífrænni list, að alla fór að langa í kjúklinga, soðna í nýmjólk. Þar talaði Jón Pálsson um heiminn. Þar fœrðu þeir Lárus Ingólfsson og Páll ísólfsson upp á senu ýms- ar fígúrur þjóðfélagsins, svo að öllum varð ógleymanlegt. Og þar hitti maður oft til skrafs og upp- lyftingar ýmsa merkustu málara, músíkanta, fílósófa, fræðimenn, embættismenn, atvinnurekendur, iðnaðarmenn, skólamenn, verz- lunarfólk, skrifstofufólk og fag- urkvendi landsins. Meðal málaranna sem Þór- bergur nefnir í upptalningunni hér á undan, voru þær Lovísa Matthíasdóttir og Nína Tryggva- dóttir sem báðar máluðu Erlend. Unuhús var alltaf ólæst, nema yfir blánóttina. Þar bjuggu gjarnan vinir Erlendar sem voru í húsnæðisvandræðum, svo sem Steinn Steinarr og Sigurbjörn Sveinsson. Ef Erlendur gat ekki af einhverjum ástæðum veitt drykkjumönnum húsnæði, leigði hann fyrir þá herbergi á Hjálp- ræðishernum. Snemma á stríðsárunum seldi Erlendur Ragnari í Smára Unu- hús, með þeim skilyrðum þó, að hann fengi að búa þar meðan hann lifði. Mun hann hafa gert þetta til að hjálpa einhverjum vina sinna út úr peningavand- ræðum, en hélt nafni hans leyndu alla ævi. Var mikið talað um að Ragnar ætlaði að gera Unuhús að listamannahúsi eftir dauða Er- lendar, en úr því varð aldrei. Sögur úr Unuhúsi eftir daga Unu, á borð við þætti Þórbergs og Stefáns hafa ekki verið ritað- ar. Ekki er þó öll von úti enn, þar sem ennþá er á lífi fjöldi fólks sem tók þátt í ævintýrinu með heilaga fólkinu, í húsinu þeirra. Sunnudagur 22. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.