Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 17
Með sextán hug- myndir í skúffunni Friðrik Þór Friðriksson: Ánœgður með viðbrögðin við myndinni. Gagnrýnendur mœttu vera faglegri í skrifum sínum Um síðustu helgi var ný íslensk kvikmynd frumsýnd í Háskólabí- ói, myndin Skytturnar eftir Frið- rik Þór Friðriksson. Þetta er fyrsta leikna kvikmyndin sem Friðrik gerir en áður hefur hann gert nokkrar myndir sem flokka má undir bæði heimildarkvik- myndir og tilraunakvikmyndir, s.s. Rokk í Reykjavík, Eldsmið- urinn, Kúrekar norðursins, Hringurinn og Brennu-Njáls- saga. Friðrik hlaut þrautseigju- verðlaun kvikmyndagerðar- manna fyrir stuttu, en það má segja að Skytturnar séu eitt dæm- ið um þrautseigju Friðriks, en þar er hann að vinna úr hugmyndum sem hann fékk strax á unglingsár- unum. En eins og segir í kvik- myndadómi í Þjóðviljanum ný- verið þá sýnir Friðrik það með Skyttunum að hann á hrós skilið fyrir fleira en þrautseigjuna eina. f heimi menningar og lista er hann því tvímælalaust, að öllum öðrum ólöstuðum, nafn vikunn- ar. Friðrik var fyrst spurður að því hvað honum fyndist um við- brögðin við myndinni. „Þau eru mjög góð, en það hefði glatt mig ef gagnrýnendur hefðu farið meira inní innviði myndarinnar. Það er t.d. lítið minnst á klippingu í umfjöllun um myndina, en að verki eru ein- ir af bestu klippurum á Norður- löndum. íslenskar myndir eru yf- irleitt mjög lítið klipptar. Þær eru bara skeyttar saman. Mér finnst vanta að gagnrýnendur hér á landi veiti kvikmyndagerðarmönnum að- hald með faglegum skrifum. Flestir þeirra gagnrýnenda sem eru að skrifa í dag hafa áður gert sig að fíflum með því að hrósa í hástert drullulélegum myndum. Þegar þeir skrifa vel um góðar myndir tekur enginn mark á þeim.“ Eru viðbrögð fólks við mynd- inni í einhverju samræmi við það sem þú áttir von á? „Já...hjá flestum sem ég hef talað við, en maður nær svo lítið út til hins almenna áhorfanda." Hvernig var tilfinningin að sjá sköpunarverkið á frumsýning- unni? Á stóra tjaldinu í Háskóla- bíói? „Það var mjög gott. Annars komu viðbrögðin hjá liðinu mjög á óvart." Hvernig þá? „Ég átti frekar von á því að fólk myndi hlæja minna og finna því meira fyrir vellíðunartilfinningu, því um leið og maður tekur að- alpersónurnar, þá Búbba og Grím inn, þá líður manni vel. Með byggingunni hafði ég meira hugsað mér að skapa góða tilfinn- ingu en að láta fólk hlæja, en ég er að sjálfsögðu ekkert á móti því að fólk hlæi.“ Hlátur endurspeglar nú oft góða tilfinningu. „Já, en við vissum ekki að við værum að gera gamanmynd." Skytturnar er þín fyrsta leikna mynd. Var eitthvað sem kom þér á óvart við þau vinnubrögð sem þarf að beita við gerð slíkra mynda? „Nei...jú...Það voru þættir við gerð hennar sem voru erfiðari en ég átti von á. Til dæmis loka- vinnslan, klippingin." Þú sagðir einhvern tímann að það að klippa myndina hefði ver- ið eins og að drepa. Því hefði fylgt mikill söknuður. Er það það sem þú átt við? „Já og líka það að klippingin fór fram erlendis. Þá er maður kominn í annað umhverfi og sjónarhornið verður allt annað.“ En getur það ekki verið betra að komast í ákveðna fjarlægð frá verkinu? „Nei það fannst mér ekki. Fjarlægðin frá viðfangsefninu verður of mikil. Ég geri þetta aldrei aftur.“ Þú hefur haft hugmyndina að myndinni í kollinum frá unglings- árunum. Hvað heillar þig svona mikið við viðfangsefnið? „Mér finnst það bjóða uppá myndrænar úrlausnir.“ Ein gagnrýnin á myndina er sú að ekki hafi verið nógu vel byggt undir lokasenuna í myndinni, þ.e.a.s. þegar Búbbi og Grímur sleppa sér alfarið lausum með skotvopnin. Hvað hefur þú um þetta að segja? „Ég er ekki sammála þessu. Ég taldi nógu vel byggt undir atriðið, en svo á þetta líka að vera tilvilj- anakennt. I raunveruleikanum er ákvörðunin um að skjóta út í loft- ið tilviljunarkennd, sérstaklega ef menn gera það í ölæði. Þá segj- ast þeir oft t.d. ekkert muna hvað olli því.“ Hvað er framundan? Ertu til- búinn með næsta handrit? „Maður verður nú fyrst að sjá hvernig þessi mynd gengur... Annars þá er ég með 16 hug- myndir í skúffunni. Tvær þeirra eru komnar eitthvað áleiðis í ' vinnslu.“ Ertu nokkuð til í að segja okk- ur um hvað...? Friðrik grípur frammí og neitar um leið og hann hlær stríðnislega: „En ég get sagt þér það að ég mun halda áfram á sömu braut.“ Er líklegt að þú komir til með að nota aðalleikarana í Skyttun- um, þá Þórarin og Eggert, aftur í mynd? „Ég skaut karakterana sem þeir léku í síðustu mynd svo ég þyrfti ekki að gera Skytturnar númer 2. En ég mun mjög líklega nota þá aftur, þetta eru góðir leikarar og þeim er margt til lista- lagt þessum drengjum.“ —K.ÓI. ___________LEHDARI_______ Mótmœlum Dounreay Áform breskra yfirvalda um að byggja endur- vinnslustöð fyrir plútóníum, í Dounreay á norðurströnd Skotlands hafa eðlilega vakið mikinn ugg hjá þeim þjóðum sem stunda fisk- veiðar á hafsvæðum sem eru í hættu ef slys yrði í endurvinnslustöðinni. Plútóníum er talið hættulegasta efni sem til er en samkvæmt áætluninni á að auka vinnsluna úr 5 tonnum í 80 tonn á ári. Hafstraumar fyrir utan Norður-Skotland liggja upp að ströndum íslands, svo þetta mál varðar okkur mikið. Hér er ekki um innanríkismál í Bretlandi að ræða, heldur er hér um að ræða mál sem skiptir allar þjóðir Norður-Atlantshafsins máli. Mengunin virðirengin landamæri einsog slysið íTsjernóbil sýndi. Stjórnarfundur Verkalýðshreyfingarinnar í N- Atlantshafi íjanúarsl. mótmælti þessum áform- um harðlega. Þá hafa íbúar nágrannabyggðar- laga Dounreay og eyjanna í grennd mótmælt. Norskir sjómenn söfnuðu á sl. ári yfir 100 þús- und undirskriftum gegn endurvinnslustöðinni og íbúar Shetlandseyja og Orkneyja telja af- komu sinni stefnt í mikla hættu. Vinnan, málgagn ASÍ, fjallar um þetta mál í síðasta tölublaði sínu. Þar kemur fram að Matt- hías Mathiesen, utanríkisráðherra, hefur leitað umsagna Geislavarna ríkisins, siglingamála- stjóra, Hafrannsóknunastofnunar og Magnúsar Magnússonar, um þetta mál. Þessir aðilar munu hafa skilað ráðherra sameiginlegu áliti. í því kemur fram að það taki um 4-5 ár fyrir meng- un frá verksmiðjunni að berast til íslands. í Windscale á Vesturströnd Bretlands er endurvinnslustöðin Sellafield. Mengun frá henni hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar á lífríkið í írska hafinu, auk þess sem íbúar í ná- grenni stöðvarinnar hafa orðið fyrir óbætanlegu heilsutjóni vegna geislavirkra úrgangsefna, þeirra á meðal fjöldi barna. Breska fiskimálaráðuneytið lét fara fram mælingar í N-Atlantshafi árið 1982 og fundust þá m.a. geislavirk úrgangsefni, sesíum, ættuð frá Sellafield, á hafsvæðinu norður af íslandi. Það er því langt því frá að íslendingar séu í öruggri einangrun hér norður í Ballarhafi. Við sluppum með skrekkinn þegar slysið í Tsjernó- bil varð en ef slys ætti sér stað í þeirri verksmiðju sem nú er fyrirhuguð í Dounreay, gæti svo farið að undirstöðuatvinnuvegur okkar yrði að engu gerður. Hallur Magnússon, formaður ungra Fram- sóknarmanna skrifar kjallaragrein í DV á fimmtudag þar sem hann útnefnir Dounreay sem ógnvald íslands nr. 1. Hann segir þá sem halda því fram að kjarnorkan sé örugg geta allt eins haldið því fram að jörðin sé flöt. Arið 1984 urðu 194 kjarnorkuslys við kjarnorkuverið í Do- unreay og átta þeirra voru skilgreind sem alvar- leg slys og frá 1977-1984 urðu 1262 slys í ver- inu, þar af 41 alvarlegt. Slysahættan af endurvinnslustöðinni er tví- þætt. Annarsvegar er hætta á að geislavirk úr- gangsefni leki út í umhverfið og hafið og berist með hafstraumnum hingað norður að Islands- ströndum. í hinn stað er það hættan sem skapast í norðurhöfum vegna flutninga plútóníums til stöðvarinnar, en það verður flutt með skipum að norðurströnd Skotlands. Það er kunnara en frá þurfi að segja að skipsskaðar á þessum slóðum eru alls ekki sjaldgæfir. Samgönguráðherra hefur haft forgöngu um að taka þetta mál upp innan ríkisstjórnarinnar og hefur falið íslenskum vísindamönnum að koma okkar sjónarmiðum í þessu máli á fram- færi. ( sumar verður haldinn aðalfundur París- arsamningsins, sem fjallar um varnir gegn mengun sjávar og verður byggingu endur- vinnslustöðvarinnar í Dounreay eflaust mót- mælt þar. Hér er um að ræða mál sem varðar alla þjóð- ina og er bara að vona að okkur beri gæfa til að standa einhuga að mótmælum vegna þessa glapræðis Breta, sem stofnar tilveru okkar hér á Islandi í stórhættu. -Sáf Sunnudagur 22. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.