Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 19
Jerry Hall, eiginkona Mick Jaggers, söngvara Rolling Olga vinsæl Loksins er að færast líf í kosn- ingatuskurnar. Flestir flokk- anna hafa nú farið að fordæmi Geirs Gunnarssonar og Ólafs Ragnars úr Reykja- nesi, en þeir byrjuðu kosning- aherferð sína fyrstir með mjög faglega unnum auglýsingum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið upp aðferð þeirra Geirs og Ólafs, og auglýsir stíft upp fundi með Þorsteini Pálssyni, sem á að vera helsti dráttarklárinn fyrir íhald- ið í kosningunum. Þannig á að fela Albert í Reykjavík og lit- lausan lista að baki honum. Framsókn er líka byrjuð, þó silaleg sé. Hún virðist hafa gert fyrrum ritstjórnarfulltrúa Þjóðviljans, fréttahauk HP, Óskar Guðmundsson að helsta ráðgjafa sínum í kosn- ingunum. En ekki hafði Óskar fyrr skrifað í HP að best væri fyrir Framsókn að auglýsa upp hina sívinsælu forystu- menn flokksins, en Frammar- ar pöntuðu stóra auglýsingu í HP. Þar voru fjórir karlar, helstu freðmýrablesar Framsóknar, auglýstir í bak og fyrir. En engin kona, og óvíst hversu vel slíkar auglý- singar gefast á kvenfrelsuð- um tímum. Kratar eru sömuleiðis byrj- aðir, eftir furðu langa lægð, með miklum glansauglýsing-l um sem minna ótrúlega mikið á hinnar góðkunnu „Dallas"- auglýsingar Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar sem Alþýðublaðið hæddist sem mest að. Alþýðubandalagið I Reykjavík er líka farið af stað með látum, blað til kynningar frambjóðendum kom út um helgina og vinnustaðafundir byrjaðir af miklum krafti. í vik- unni fór til dæmis Olga Guð- rún Árnadóttir, sem er í 5., sæti.á fund með náms- meyjum og -sveinum í Kvenn- askólanum og gerði storm- andi lukku. Mun margt ung- meyjarhjartað nú slá meir til vinstri en áður... ■ Mick Jagger og Jerry Hall reyna að slappa af í garði sínum á Barbadoseyjum. Áhyggjur vegna yfirvofandi fangelsisdóms leyna sér þó ekki. Treyja verður að maríjúana Jerry Hall eiginkona MickJaggers bíður dóms vegna meints smygls Stones, á nú yfir höföi sér fangelsisdóm vegna meints hasssmyglstil Barbadoss- eyja, en þar eiga þau skötuhjú hús, sem þau dvelja í yfir vetrarmánuðina. Aðdragandi þessa máls er að Jerry fór út á flugvöll að ná í pakka sem henni hafði verið sendur frá heimili hennar á Must- ique eyju, sem er ein af eyjunum í Karabíska hafinu. í stað treyjunnar, sem átti að vera í pakkanum reyndust 10 kfló af maríjúana vera í honum. Jerry heldur því hinsvegar fram að hún hafi fengið vitlausan pakka. Sjálf segir Jerry Hall að ilmvötn séu einu eiturefnin sem hún noti og lögfræðingar hennar halda því fram að næg sönnun- argögn séu fyrir hendi til að sanna sakleysi hennar. Það mun til að mynda hafa komið í ljós við rann- sókn að pakkinn hafi ekki komið frá Mustique heldur frá nágrann- aeyjunni St. .Vincent. Þá hefur kona á Barbadoseyju sagt að hún hafi fengið símhringingu þar sem henni var uppálagt að fara út á flugvöll og ná í þennan pakka, sem átti að vera fullur af ávöx- tum. Lögregluyfirvöld á eyjunum láta sér þó fátt um finnast og segja það dómsyfirvalda að skera úr um hvort Jerry sé sek eða sak- laus. Á meðan þau hjón bíða eftir niðurstöðu dómstóla hefurMick Jagger reynt að einbeita sér að upptökum í hljóðveri. Hann er einn af fáum frumherjum bresku rokktónlistarinnar sem enn er að. „Sjálfsagt hafa þeir flestir þreyst á þessu en ég hef gaman af því sem ég er að gera og því held ég áfram,“ segir þessi fjörtíu og þriggja ára gamla rokkhetja. Jaggerinn hefur að undanförnu reynt fyrir sér með sólóplötur og hefur það gengið all vel. Þær upp- tökur sem hann vinnur að nú eru á væntanlega hljómplötu með kappanum án félaga hans í Roll- ing Stones. Hvað Stones varðar þá eru þeir enn til, að sögn Jagg- ers. Verði þeim boðinn nógu góður hljómplötusamningur mun ekki standa á þeim að hljóðrita. -Sáf/The Sunday Times HREVh m TRYCCIR KR ÞÆCINDIFYRSTA SPOUNN Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á réttum tima á flugvöllinn. Þu pantar fyrirfram Víð hja Hreyfli erum tiibunir að flytja þig a Keflavikur- flugvoll á rettum tima i mjukri limosinu. Malið er einfalt Pu hringir i sima 85522 og greinir fra dvalarstað og brottfarartima. við segjum þer hvenaer billinn kemur Eitt gjald fyrir hvern farþega Við flytjum þig a notalegan og ódvran hatt a flugvóllinn Hverfarþegiborgarfastgjald.Jafnvelþott þu sert emn a ferð borgarðu aðeins fastagjaldið Við vekjum þig Ef brottfarartimi erað morgni þarftu að hafa samband við okkur milli kl. 20 00 og 25 00 kvoldið aður. Við getum seð um að vekja þig með goðum fyrirvara, ef þu oskar Pegar brottfarartimi er siðdegis eða að kvoldi nægir að hafa samband við okkur milli kl. 10:00 og 1200 sama dag URCVFILL 68 55 22 Páfi á móti smokkum til hersins ítalska varnarmálaráðuneytið hefur ákveðið að láta alla her- menn sína fá ókeypis smokka til að hefta útbreyðsiu eyðni. Þá hef- ur ráðuneytið látið gera vegg- spjöld sem útskýra hvernig haga skuli öruggu kynlífi. Þessi ákvörðun ráðuneytisins hefur farið mjög fyrir brjóstið á sann- trúuðum kaþólikkum í landinu. Kaþólska kirkjan og íhaldsöfl- in í landinu halda því fram að eina ráðið til að stöðva útbreyðslu sjúkdómsins sé að hætta öllu fjöl- lyndi og samrekkja bara maka sínum eftir að kirkjan hefur lagt blessun sína yfir hjónabandið. Varnarmálaráðuneytið er þó ákveðið í að framfylgja ákvörðun sinni. Hermennirnir skulu fá ókeypis smokka og leiðbeiningar um hvernig þeir skuli notaðir verða hengdar upp. í flestum öðrum löndum er litið á smokka sem nauðsynlegan hluta af útbúnaði hermanna en svo hefur ekki verið á Ítalíu. Nú hefur eyðnin hinsvegar skotið upp kollinum í hernum og þó her- mennirnir séu ötulir á vígvellin- um mega fallbyssur og eldvörpur sín lítils gegn þessum örsmáa vá- gesti. í flestum löndum Evrópu og í Ameríku hafa yfirvöld hafið öflugt forvarnarstarf gegn eyðni en ftalir eru þó undanskildir þar. Áform eru hinsvegar uppi um að hefja slíkt forvarnarstarf seinna á árinu. Heilbrigðismálaráðherra landsins hefur þó gefið í skyn að það verði ekki jafn opinskátt og t.d. á Bretlandseyjum. Þess er rétt að geta í lok þessa pistils að Vatíkanið hefur nú op- inberað skoðun sína á eyðni. Ka- þólski guðfræðingurinn Rocco Buttiglione, náinn vinur Jóhann- esar Páls páfa II., sagði nýlega, að eyðni ætti eftir að hafa jákvæð áhrif á samfélagið með því að út- rýma fjöllyndi. -Sáf/ The Sunday Times

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.